Fleiri fréttir Skildi við mömmu sína Sautján ára stúlka hefur fengið lögskilnað frá móður sinni. Lögskilnaðinn fékk hún á grundvelli nýrra laga sem gefa börnum að segja skilið við foreldra sína ef þeim er ómögulegt að búa saman. 18.11.2004 00:01 Ágreiningur um Íraksstríðið Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að vissulega sé ágreiningur milli Breta og Frakka um réttmæti Íraksstríðsins en það sé bara ágreiningur. 18.11.2004 00:01 Neðanjarðarborg í Belgrad Neðanjarðarbyrgi tengd saman með leynigöngum hafa fundist í Belgrad, höfuðborg Serbíu-Svartfjallalands. Talið er að eftirlýstir stríðsglæpamenn hafi falið sig í byrgjunum, sem fjölmiðlar í Serbíu-Svartfjallalandi, hafa lýst sem "neðjanjarðarborg". 18.11.2004 00:01 Atlantis fundin fyrir strönd Kýpur Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundð hina týndu borg Atlantis úti fyrir strönd Kýpur. Samkvæmt sonar-mælingum þeirra virðast stór mannvirki vera á hafsbotninum milli Kýpur og Sýrlands. Vísindamennirnir segja að umfang mannvirkjanna og stærð þeirra passi við frásagnir Plató af borginni og konungdæminu. 17.11.2004 00:01 Reynir allt til að tryggja frið Mahmoud Abbas, sitjandi leiðtogi Palestínumanna, reynir nú allt til að semja við andstæðinga sína um að tryggja frið á svæðinu. Leiðtogar Hamas samtakanna funduðu í gær með Abbas og ræddu þá hvaða hlutverk íslamskir hópar muni hafa í framtíðarstjórn landsins. 17.11.2004 00:01 Bysumenn á þinginu í Ekvador Það hitnaði heldur betur í kolunum á þingi miðbaugsríkisins Ekvadors, þegar stuðningsmenn forsetans og andstæðingar tókust þar á og eldheitur stuðningsmaður forsetans dró upp byssu. Öryggisverðir urðu að skerast í leikinn og yfirbuga óeirðaseggina. 17.11.2004 00:01 Heimurinn hættulegri Heimurinn er hættulegri eftir Íraksstríðið, að mati Jacques Chiracs, forseta Frakklands. Chirac er væntanlegur í opinbera heimsókn til Bretlands á morgun, og sagði í viðtali við BBC meðal annars, að hann teldi engar líkur á að Bretar gætu miðlað málum á milli Frakka og Bandaríkjamanna. <font size="4"></font> 17.11.2004 00:01 Hassan líklega skotin til bana Allar líkur eru á því að konan, sem írakskir hryðjuverkamenn sjást skjóta til bana á myndbandsupptöku sem send var arabískri sjónvarpsstöð í gær, sé Margaret Hassan, yfirmaður CARE-mannúðarsamtakanna í Írak. Henni var rænt í síðasta mánuði og hún meðal annars neydd til að biðja sér griða á myndbandsupptöku. 17.11.2004 00:01 Banameinið skorpulifur Banamein Jassirs Arafats, leiðtoga Palestínumanna, var skorpulifur. Franska dagblaðið Le Monde greinir frá þessu í dag. Alla jafna er skorpulifur rakin til ofneyslu áfengis, en Arafat er sagður hafa verið vatnsdrykkjumaður mikill. 17.11.2004 00:01 Reiði og sorg í Írak Reiði og hneykslan ríkir í Írak í kjölfar þess að sýndar voru myndir af því þegar bandarískur hermaður skaut óvopnaðan, illa slasaðan Íraka til bana í Fallujah í gær. Fimm fórust og fimmtán slösuðust í bílsprengingu í morgun. 17.11.2004 00:01 Heimurinn hættulegri en áður Heimurinn er hættulegri en áður eftir Íraksstríðið, að mati Jacques Chiracs, forseta Frakklands. Hann segir stuðning Breta við stríðið engu hafa skilað. 17.11.2004 00:01 Dollarinn lækkar enn Dollarinn er á hraðri niðurleið gagnvart bæði krónunni og Evru. Dollarinn er kominn niður fyrir 67 krónur íslenskar og hefur hann ekki verið lægri í fjölmörg ár. Þá hefur dollarinn aldrei verið lægri í samanburði við Evruna, síðan hún komst á laggirnar. 17.11.2004 00:01 Haldið upp á flauelsbyltingu Tékkar halda í dag upp á 15 ára afmæli flauelsbyltingarinnar svokölluðu, sem leiddi til þess að kommúnistar hrökkluðust frá völdum í gömlu Tékkóslóvakíu. Þann 17. nóvember árið 1989 braut lögregla á bak aftur mótmælaaðgerðir þúsunda stúdenta á götum úti í Prag, sem leiddi til frekari mótmæla og á endanum til falls kommúnista í Tékklandi. 17.11.2004 00:01 6 þúsund með Persaflóaheilkennið Um 6 þúsund hermenn búa við afar bága heilsu vegna þáttöku í Persaflóastríðinu, samkvæmt nýrri skýrslu frá Bandaríkjunum. Ekki er nein ein afgerandi ástæða fyrir persaflóaheilkenninu svokallaða, eins og heilsubresturinn er kallaður, en í skýrslunni segir að hermenn sem fóru til Persaflóa séu helmingi líklegri til að þjást af alls kyns kvillum 17.11.2004 00:01 2 látnir eftir sprengingu í bíói Tveir létust og 29 slösuðust í sprengjuárás á kvikmyndahús í Pakistan í gær. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í plastpoka við fremstu sætaröðina í kvikmyndahúsinu og sprakk hún rétt áður en myndinni lauk. 200 manns voru í salnum þegar sprengjan sprakk, en enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér. 17.11.2004 00:01 Sprengingar í Buenos Aires Óljósar fregnir berast af þremur sprengjur við bankaútibú í Buenos Aires í Argentínu. Vitað er að í það minnsta einn hefur látist, öryggisvörður við Citibank. 17.11.2004 00:01 Ný tegund kjarnorkuflauga Rússar eru að koma sér upp kjarnorkuflaugum, sem eru öðruvísi en þær flaugar sem nú þekkjast. Vladimir Pútín, forseti Rússlands segir nauðsynlegt að kjarnorkubúnaður landsins sé háþróaður á tímum hryðjuverka. Hann segist fullviss um að ekki muni á löngu líða uns flaugarnar verði tilbúnar til notkunar fyrir flugher landsins. 17.11.2004 00:01 Sýknaður af bruðli Jacques Chirac Frakklandsforseti, var í dag sýknaður af ákæru um að hafa bruðlað með almannafé þegar hann var borgarstjóri Parísar á árunum 1988 til 1995. Matarreikningar Chirac á tímabilinu voru að meðatali um 600 Evrur á dag, eða sem nemur rúmum 50 þúsund krónum. Alls borgaði Chirac kokki sínum rúmlega 130 milljónir króna á 7 ára tímabili. 17.11.2004 00:01 Mannfallið heldur áfram Mikið mannfall virðist daglegt brauð í Írak. Skærur halda áfram í Fallujah og í nágrannaborgum rekur hvert hryðjuverkið annað. Árásir halda áfram á hluta borgarinnar Fallujah í Írak, þó að talsmenn Bandaríkjahers segi aðgerðum þar lokið. 17.11.2004 00:01 Sendinefnd til Parísar Úr hverju dó Jassir Arafat? Það vilja palestínsk yfirvöld fá að vita og hyggjast senda nefnd til Parísar til að krefjast svara. Frá því að Arafat var lagður helsjúkur inn á sjúkrahús í París með ótilgreindan sjúkdóm hafa verið á kreiki sögusagnir þess efnis að ekki væri allt með felldu. 17.11.2004 00:01 Rússar með nýjar kjarnorkuflaugar Þeir sem töldu endalok Kalda stríðsins þýða endalok vopnakapphlaupsins virðast hafa haft rangt fyrir sér. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, boðar nýja gerð kjarnorkusprengja, sem eiga að geta komist fram hjá stjörnustríðsskildi Bandaríkjanna. 17.11.2004 00:01 Staðfesta ekki reikninga ESB Tíunda árið í röð hafa endurskoðendur Evrópusambandsins neitað að votta reikninga þess. Ástæðan er líkt og undanfarin ár sú að ekki er nógu vel staðið að framkvæmd fjárlaga, útborgunum og bókhaldi. Gagnrýnin beinist hvort tveggja að Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess. 17.11.2004 00:01 Írakar drógu sér 1.400 milljarða Stjórn Saddams Hussein dró sér um 1.400 milljarða króna úr áætlun Sameinuðu þjóðanna sem átti að gera Írökum kleift að selja olíu til að kaupa matvæli og lyf meðan landið sætti viðskiptabanni af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í gögnum sem tekin voru saman fyrir bandaríska þingnefnd sem rannsakar spillingu í kringum olíusöluna. 17.11.2004 00:01 Þingkona á flótta vegna morðhótana Belgískur þingmaður sem hefur gagnrýnt íhaldssama múslima harkalega fór í felur vegna morðhótana. 17.11.2004 00:01 Konur 13 prósent stjórnarmanna Langt er enn í land með að minnst 40 prósent stjórnarmanna í skráðum norskum fyrirtækjum séu kvenkyns eins og stefnt er að fyrir mitt næsta ár. Þetta kemur fram í skýrslu norsku jafnréttisstofnunarinnar. Hún sýnir að einungis þrettán prósent stjórnarmanna eru kvenkyns. 17.11.2004 00:01 8.000 fórnarlömb jarðsprengja Rúmlega átta þúsund manns hið minnsta létust eða slösuðust af völdum jarðsprengja á síðasta ári. Þetta er sá fjöldi atvika sem tilkynnt var um en raunverulegur fjöldi slasaðra og særða getur verið tvöfalt til þrefalt hærri þar sem ekki er tilkynnt um nærri öll atvik, að sögn samtaka sem börðust gegn banni við notkun jarðsprengja. 17.11.2004 00:01 Hóta að sniðganga kosningarnar Stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn úr röðum súnnímúslima hótuðu því í gær að sniðganga kosningarnar sem fara eiga fram í janúar og skoruðu á aðra að gera það sama til að mótmæla árásum Bandaríkjahers. 17.11.2004 00:01 Réðist á mann sinn með öxi 82 ára gömul japönsk kona réðist með öxi á áttræðan eiginmann sinn vegna þess að hana grunaði að hann héldi framhjá sér. Konan réðist á eiginmann sinn þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu og hjó hann nokkrum sinnum í höfuðið með öxinni. 17.11.2004 00:01 Vilja ekki íslamskan helgidag Hugmynd eins þingmanna Græningja um að lögfesta íslamskan helgidag sem þjóðarfrídag hefur mætt harðri gagnrýni í Þýskalandi. Jürgen Trittin, umhverfisráðherra flokksins, sem lýsti sig opinn fyrir umræðu um hugmyndinni, fékk að kenna á því og söluhæsta dagblað Þýskalands, Bild, sagði hann hafa tapað glórunni. 17.11.2004 00:01 Um sextíu löggum rænt í Írak Um sextíu íröskum lögregluþjónum var rænt þegar þeir sneru aftur til Íraks eftir að hafa fengið þjálfun í Jórdaníu. 17.11.2004 00:01 Rice tekur við af Powell Condoleezza Rice er sögð verða næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að Colin Powel sagði af sér. Rice hefur verið þjóðaröryggisráðgjafi í stjórnartíð George Bush og er náinn vinur fjölskyldu forsetans. Hún er talin tilheyra herskárri armi stjórnarinnar, en Powell aftur á móti hinum hófsamari. 16.11.2004 00:01 Stríðsglæpir í Fallujah? Bandarískir og íraskir herforingjar segjast endanlega hafa náð borginni Falluja á sitt vald, en mannréttindasamtökin Amnesty International fullyrða að Bandaríkjamenn hafi framið stríðsglæpi í borginni. 16.11.2004 00:01 Yfir 100 slasast í lestarslysi Yfir hundrað manns slösuðust þegar hraðlest fór út af sporinu í austurhluta Ástralíu í morgun. Um borð í lestinni voru 157 farþegar en stór hluti þeirra var eldra fólk. Farþegarnir voru flestir sofandi þegar slysið átti sér stað og kastaðist fólk til í vögnunum en sjö af níu vögnum losnuðu frá lestinni. Verið er að rannsaka hvað olli slysinu. 16.11.2004 00:01 Munntóbak er krabbameinsvaldandi Notkun munntóbaks eykur áhættuna á krabbameini í munni og briskirtli um allt að 67%, að því er ný könnun sem gerð var í Noregi hefur leitt í ljós. Könnunin var gerð á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og niðurstaða hennar gengur þvert á aðrar kannanir sem gerðar hafa verið um munntóbak, þar sem talið var að það fylgdi því ekki aukin krabbameinsáhætta að nota slíkt tóbak. 16.11.2004 00:01 Bretar banna reykingar á börum Breska ríkisstjórnin íhugar nú að banna reykingar á flestum opinberum stöðum, þar með talið börum og veitingahúsum. Ef tillögur stjórnarninnar verða samþykktar verður bannað að reykja á um 90% allra breskra bara. Reykingar hafa þegar verið bannaðar á Írlandi og í Noregi. 16.11.2004 00:01 Skaut vopnlausan uppreisnarmann Rannsókn er hafin á því hvernig á því stóð að bandarískur hermaður skaut særðan og vopnlausan írakskan uppreisnarmann í höfuðið í borginni Fallujah. Atvikið náðist á myndband, sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn. 16.11.2004 00:01 Rice hreppti hnossið Condoleeza Rice tekur við af Colin Powell sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna og er búist við opinberri yfirlýsingu þessa efnis strax í dag. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, hittir Powell síðar í dag. 16.11.2004 00:01 Fyrsti sökudólgurinn fyrir dóm Í dag mætir fyrsti sakborningurinn af þeim sem ákærðir eru fyrir hryðjuverkin í Madrid í mars fyrir dóm á Spáni. Hann er 16 ára gamall og er gefið að sök að hafa flutt sprengiefnin sem notuð voru til árásarinnar. Drengurinn á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í málinu. 16.11.2004 00:01 Fá ekkert fyrir stuðninginn Jacques Chirac, frakklandsforseti, segir Breta ekki hafa fengið neitt fyrir stuðning sinn við innrásina í Írak. Chirac, sem ræddi við breska fréttamenn í gær, sagði það ekki í eðli Bandaríkjamanna um þessar mundir að endurgjalda greiða. 16.11.2004 00:01 Ungverjar fara frá Írak um áramót Ungverska þingið hefur hafnað tillögum ríkisstjórnarinnar þar í landi um að framlengja veru 300 friðargæsluliða í Írak um 3 mánuði. Friðargæsluliðarnir eiga að fara heim til Ungverjalands í lok ársins, en ríkisstjórnin var á því að nauðsynlegt væri að framlengja dvölina fram yfir kosningar í Írak, sem fara eiga fram í upphafi næsta árs. 16.11.2004 00:01 Tölvunotkun getur valdið gláku Mikil tölvunotkun getur leitt til gláku, sérstaklega hjá þeim sem eru nærsýnir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þar sem 10 þúsund japanskir skrifstofustarfsmenn voru athugaðir. Í ljós komu mikil tengsl milli tölvunotkunar, nærsýni og gláku. 16.11.2004 00:01 Ætla ekki að opinbera skýrslur Skýrslur um heilsu Jassers sáluga Arafats dagana áður en hann lést, verða ekki birtar nema fjölskylda hans gefi samþykki fyrir því. Þetta segir utanríkisráðherra Frakklands. Fyrr í dag fór forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qurei, fram á það að Frakkar gerðu skýrslurnar opinberar, 16.11.2004 00:01 Jólakort í tölvunni Danski Pósturinn býður fólki að búa til jólakortin sín í tölvunni, skrifa jólakveðju og senda kortið rafrænt til Póstsins sem prentar út á pappír og kemur honum hratt og örugglega til viðtakenda. Pósturinn hefur á boðstólum ýmsar gerðir af jólakortum á netinu, en fólk getur líka sótt eigin ljósmyndir. 16.11.2004 00:01 700 kíló falin í smokkfiski Lögreglan í perú gerði í dag upptæk rúm 700 kíló af kókaíni, sem komið hafði verið fyrir í frosnum risasmokkfiski, sem átti að flytja til Mexikó og þaðan til Bandaríkjanna. Umbúðir efnisins voru þaktar pipri, til að villa um fyrir fíkniefnahundum. Talið er að unnt hefði verið að fá vel á annan milljarð króna fyrir efnið í götusölu. Sjö menn voru handteknir vegna málsins. 16.11.2004 00:01 Verja gjörðir hermannsins Félagar hermannsins sem sást skjóta særðan óvopnaðan írakskan fanga verja gjörðir hans í dag. Myndband sem tekið var af manninum sýna hann lyfta rifli sínum og taka írakan af lífi. Félagar hans segja hann líklega hafa þjáðst af átakaálagi í erfiðum aðstæðum; hann hafi fengið í sig skot daginn áður og misst félaga sinn. 16.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skildi við mömmu sína Sautján ára stúlka hefur fengið lögskilnað frá móður sinni. Lögskilnaðinn fékk hún á grundvelli nýrra laga sem gefa börnum að segja skilið við foreldra sína ef þeim er ómögulegt að búa saman. 18.11.2004 00:01
Ágreiningur um Íraksstríðið Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að vissulega sé ágreiningur milli Breta og Frakka um réttmæti Íraksstríðsins en það sé bara ágreiningur. 18.11.2004 00:01
Neðanjarðarborg í Belgrad Neðanjarðarbyrgi tengd saman með leynigöngum hafa fundist í Belgrad, höfuðborg Serbíu-Svartfjallalands. Talið er að eftirlýstir stríðsglæpamenn hafi falið sig í byrgjunum, sem fjölmiðlar í Serbíu-Svartfjallalandi, hafa lýst sem "neðjanjarðarborg". 18.11.2004 00:01
Atlantis fundin fyrir strönd Kýpur Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundð hina týndu borg Atlantis úti fyrir strönd Kýpur. Samkvæmt sonar-mælingum þeirra virðast stór mannvirki vera á hafsbotninum milli Kýpur og Sýrlands. Vísindamennirnir segja að umfang mannvirkjanna og stærð þeirra passi við frásagnir Plató af borginni og konungdæminu. 17.11.2004 00:01
Reynir allt til að tryggja frið Mahmoud Abbas, sitjandi leiðtogi Palestínumanna, reynir nú allt til að semja við andstæðinga sína um að tryggja frið á svæðinu. Leiðtogar Hamas samtakanna funduðu í gær með Abbas og ræddu þá hvaða hlutverk íslamskir hópar muni hafa í framtíðarstjórn landsins. 17.11.2004 00:01
Bysumenn á þinginu í Ekvador Það hitnaði heldur betur í kolunum á þingi miðbaugsríkisins Ekvadors, þegar stuðningsmenn forsetans og andstæðingar tókust þar á og eldheitur stuðningsmaður forsetans dró upp byssu. Öryggisverðir urðu að skerast í leikinn og yfirbuga óeirðaseggina. 17.11.2004 00:01
Heimurinn hættulegri Heimurinn er hættulegri eftir Íraksstríðið, að mati Jacques Chiracs, forseta Frakklands. Chirac er væntanlegur í opinbera heimsókn til Bretlands á morgun, og sagði í viðtali við BBC meðal annars, að hann teldi engar líkur á að Bretar gætu miðlað málum á milli Frakka og Bandaríkjamanna. <font size="4"></font> 17.11.2004 00:01
Hassan líklega skotin til bana Allar líkur eru á því að konan, sem írakskir hryðjuverkamenn sjást skjóta til bana á myndbandsupptöku sem send var arabískri sjónvarpsstöð í gær, sé Margaret Hassan, yfirmaður CARE-mannúðarsamtakanna í Írak. Henni var rænt í síðasta mánuði og hún meðal annars neydd til að biðja sér griða á myndbandsupptöku. 17.11.2004 00:01
Banameinið skorpulifur Banamein Jassirs Arafats, leiðtoga Palestínumanna, var skorpulifur. Franska dagblaðið Le Monde greinir frá þessu í dag. Alla jafna er skorpulifur rakin til ofneyslu áfengis, en Arafat er sagður hafa verið vatnsdrykkjumaður mikill. 17.11.2004 00:01
Reiði og sorg í Írak Reiði og hneykslan ríkir í Írak í kjölfar þess að sýndar voru myndir af því þegar bandarískur hermaður skaut óvopnaðan, illa slasaðan Íraka til bana í Fallujah í gær. Fimm fórust og fimmtán slösuðust í bílsprengingu í morgun. 17.11.2004 00:01
Heimurinn hættulegri en áður Heimurinn er hættulegri en áður eftir Íraksstríðið, að mati Jacques Chiracs, forseta Frakklands. Hann segir stuðning Breta við stríðið engu hafa skilað. 17.11.2004 00:01
Dollarinn lækkar enn Dollarinn er á hraðri niðurleið gagnvart bæði krónunni og Evru. Dollarinn er kominn niður fyrir 67 krónur íslenskar og hefur hann ekki verið lægri í fjölmörg ár. Þá hefur dollarinn aldrei verið lægri í samanburði við Evruna, síðan hún komst á laggirnar. 17.11.2004 00:01
Haldið upp á flauelsbyltingu Tékkar halda í dag upp á 15 ára afmæli flauelsbyltingarinnar svokölluðu, sem leiddi til þess að kommúnistar hrökkluðust frá völdum í gömlu Tékkóslóvakíu. Þann 17. nóvember árið 1989 braut lögregla á bak aftur mótmælaaðgerðir þúsunda stúdenta á götum úti í Prag, sem leiddi til frekari mótmæla og á endanum til falls kommúnista í Tékklandi. 17.11.2004 00:01
6 þúsund með Persaflóaheilkennið Um 6 þúsund hermenn búa við afar bága heilsu vegna þáttöku í Persaflóastríðinu, samkvæmt nýrri skýrslu frá Bandaríkjunum. Ekki er nein ein afgerandi ástæða fyrir persaflóaheilkenninu svokallaða, eins og heilsubresturinn er kallaður, en í skýrslunni segir að hermenn sem fóru til Persaflóa séu helmingi líklegri til að þjást af alls kyns kvillum 17.11.2004 00:01
2 látnir eftir sprengingu í bíói Tveir létust og 29 slösuðust í sprengjuárás á kvikmyndahús í Pakistan í gær. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í plastpoka við fremstu sætaröðina í kvikmyndahúsinu og sprakk hún rétt áður en myndinni lauk. 200 manns voru í salnum þegar sprengjan sprakk, en enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér. 17.11.2004 00:01
Sprengingar í Buenos Aires Óljósar fregnir berast af þremur sprengjur við bankaútibú í Buenos Aires í Argentínu. Vitað er að í það minnsta einn hefur látist, öryggisvörður við Citibank. 17.11.2004 00:01
Ný tegund kjarnorkuflauga Rússar eru að koma sér upp kjarnorkuflaugum, sem eru öðruvísi en þær flaugar sem nú þekkjast. Vladimir Pútín, forseti Rússlands segir nauðsynlegt að kjarnorkubúnaður landsins sé háþróaður á tímum hryðjuverka. Hann segist fullviss um að ekki muni á löngu líða uns flaugarnar verði tilbúnar til notkunar fyrir flugher landsins. 17.11.2004 00:01
Sýknaður af bruðli Jacques Chirac Frakklandsforseti, var í dag sýknaður af ákæru um að hafa bruðlað með almannafé þegar hann var borgarstjóri Parísar á árunum 1988 til 1995. Matarreikningar Chirac á tímabilinu voru að meðatali um 600 Evrur á dag, eða sem nemur rúmum 50 þúsund krónum. Alls borgaði Chirac kokki sínum rúmlega 130 milljónir króna á 7 ára tímabili. 17.11.2004 00:01
Mannfallið heldur áfram Mikið mannfall virðist daglegt brauð í Írak. Skærur halda áfram í Fallujah og í nágrannaborgum rekur hvert hryðjuverkið annað. Árásir halda áfram á hluta borgarinnar Fallujah í Írak, þó að talsmenn Bandaríkjahers segi aðgerðum þar lokið. 17.11.2004 00:01
Sendinefnd til Parísar Úr hverju dó Jassir Arafat? Það vilja palestínsk yfirvöld fá að vita og hyggjast senda nefnd til Parísar til að krefjast svara. Frá því að Arafat var lagður helsjúkur inn á sjúkrahús í París með ótilgreindan sjúkdóm hafa verið á kreiki sögusagnir þess efnis að ekki væri allt með felldu. 17.11.2004 00:01
Rússar með nýjar kjarnorkuflaugar Þeir sem töldu endalok Kalda stríðsins þýða endalok vopnakapphlaupsins virðast hafa haft rangt fyrir sér. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, boðar nýja gerð kjarnorkusprengja, sem eiga að geta komist fram hjá stjörnustríðsskildi Bandaríkjanna. 17.11.2004 00:01
Staðfesta ekki reikninga ESB Tíunda árið í röð hafa endurskoðendur Evrópusambandsins neitað að votta reikninga þess. Ástæðan er líkt og undanfarin ár sú að ekki er nógu vel staðið að framkvæmd fjárlaga, útborgunum og bókhaldi. Gagnrýnin beinist hvort tveggja að Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess. 17.11.2004 00:01
Írakar drógu sér 1.400 milljarða Stjórn Saddams Hussein dró sér um 1.400 milljarða króna úr áætlun Sameinuðu þjóðanna sem átti að gera Írökum kleift að selja olíu til að kaupa matvæli og lyf meðan landið sætti viðskiptabanni af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í gögnum sem tekin voru saman fyrir bandaríska þingnefnd sem rannsakar spillingu í kringum olíusöluna. 17.11.2004 00:01
Þingkona á flótta vegna morðhótana Belgískur þingmaður sem hefur gagnrýnt íhaldssama múslima harkalega fór í felur vegna morðhótana. 17.11.2004 00:01
Konur 13 prósent stjórnarmanna Langt er enn í land með að minnst 40 prósent stjórnarmanna í skráðum norskum fyrirtækjum séu kvenkyns eins og stefnt er að fyrir mitt næsta ár. Þetta kemur fram í skýrslu norsku jafnréttisstofnunarinnar. Hún sýnir að einungis þrettán prósent stjórnarmanna eru kvenkyns. 17.11.2004 00:01
8.000 fórnarlömb jarðsprengja Rúmlega átta þúsund manns hið minnsta létust eða slösuðust af völdum jarðsprengja á síðasta ári. Þetta er sá fjöldi atvika sem tilkynnt var um en raunverulegur fjöldi slasaðra og særða getur verið tvöfalt til þrefalt hærri þar sem ekki er tilkynnt um nærri öll atvik, að sögn samtaka sem börðust gegn banni við notkun jarðsprengja. 17.11.2004 00:01
Hóta að sniðganga kosningarnar Stjórnmálamenn og aðrir áhrifamenn úr röðum súnnímúslima hótuðu því í gær að sniðganga kosningarnar sem fara eiga fram í janúar og skoruðu á aðra að gera það sama til að mótmæla árásum Bandaríkjahers. 17.11.2004 00:01
Réðist á mann sinn með öxi 82 ára gömul japönsk kona réðist með öxi á áttræðan eiginmann sinn vegna þess að hana grunaði að hann héldi framhjá sér. Konan réðist á eiginmann sinn þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu og hjó hann nokkrum sinnum í höfuðið með öxinni. 17.11.2004 00:01
Vilja ekki íslamskan helgidag Hugmynd eins þingmanna Græningja um að lögfesta íslamskan helgidag sem þjóðarfrídag hefur mætt harðri gagnrýni í Þýskalandi. Jürgen Trittin, umhverfisráðherra flokksins, sem lýsti sig opinn fyrir umræðu um hugmyndinni, fékk að kenna á því og söluhæsta dagblað Þýskalands, Bild, sagði hann hafa tapað glórunni. 17.11.2004 00:01
Um sextíu löggum rænt í Írak Um sextíu íröskum lögregluþjónum var rænt þegar þeir sneru aftur til Íraks eftir að hafa fengið þjálfun í Jórdaníu. 17.11.2004 00:01
Rice tekur við af Powell Condoleezza Rice er sögð verða næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að Colin Powel sagði af sér. Rice hefur verið þjóðaröryggisráðgjafi í stjórnartíð George Bush og er náinn vinur fjölskyldu forsetans. Hún er talin tilheyra herskárri armi stjórnarinnar, en Powell aftur á móti hinum hófsamari. 16.11.2004 00:01
Stríðsglæpir í Fallujah? Bandarískir og íraskir herforingjar segjast endanlega hafa náð borginni Falluja á sitt vald, en mannréttindasamtökin Amnesty International fullyrða að Bandaríkjamenn hafi framið stríðsglæpi í borginni. 16.11.2004 00:01
Yfir 100 slasast í lestarslysi Yfir hundrað manns slösuðust þegar hraðlest fór út af sporinu í austurhluta Ástralíu í morgun. Um borð í lestinni voru 157 farþegar en stór hluti þeirra var eldra fólk. Farþegarnir voru flestir sofandi þegar slysið átti sér stað og kastaðist fólk til í vögnunum en sjö af níu vögnum losnuðu frá lestinni. Verið er að rannsaka hvað olli slysinu. 16.11.2004 00:01
Munntóbak er krabbameinsvaldandi Notkun munntóbaks eykur áhættuna á krabbameini í munni og briskirtli um allt að 67%, að því er ný könnun sem gerð var í Noregi hefur leitt í ljós. Könnunin var gerð á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og niðurstaða hennar gengur þvert á aðrar kannanir sem gerðar hafa verið um munntóbak, þar sem talið var að það fylgdi því ekki aukin krabbameinsáhætta að nota slíkt tóbak. 16.11.2004 00:01
Bretar banna reykingar á börum Breska ríkisstjórnin íhugar nú að banna reykingar á flestum opinberum stöðum, þar með talið börum og veitingahúsum. Ef tillögur stjórnarninnar verða samþykktar verður bannað að reykja á um 90% allra breskra bara. Reykingar hafa þegar verið bannaðar á Írlandi og í Noregi. 16.11.2004 00:01
Skaut vopnlausan uppreisnarmann Rannsókn er hafin á því hvernig á því stóð að bandarískur hermaður skaut særðan og vopnlausan írakskan uppreisnarmann í höfuðið í borginni Fallujah. Atvikið náðist á myndband, sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn. 16.11.2004 00:01
Rice hreppti hnossið Condoleeza Rice tekur við af Colin Powell sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna og er búist við opinberri yfirlýsingu þessa efnis strax í dag. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, hittir Powell síðar í dag. 16.11.2004 00:01
Fyrsti sökudólgurinn fyrir dóm Í dag mætir fyrsti sakborningurinn af þeim sem ákærðir eru fyrir hryðjuverkin í Madrid í mars fyrir dóm á Spáni. Hann er 16 ára gamall og er gefið að sök að hafa flutt sprengiefnin sem notuð voru til árásarinnar. Drengurinn á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt í málinu. 16.11.2004 00:01
Fá ekkert fyrir stuðninginn Jacques Chirac, frakklandsforseti, segir Breta ekki hafa fengið neitt fyrir stuðning sinn við innrásina í Írak. Chirac, sem ræddi við breska fréttamenn í gær, sagði það ekki í eðli Bandaríkjamanna um þessar mundir að endurgjalda greiða. 16.11.2004 00:01
Ungverjar fara frá Írak um áramót Ungverska þingið hefur hafnað tillögum ríkisstjórnarinnar þar í landi um að framlengja veru 300 friðargæsluliða í Írak um 3 mánuði. Friðargæsluliðarnir eiga að fara heim til Ungverjalands í lok ársins, en ríkisstjórnin var á því að nauðsynlegt væri að framlengja dvölina fram yfir kosningar í Írak, sem fara eiga fram í upphafi næsta árs. 16.11.2004 00:01
Tölvunotkun getur valdið gláku Mikil tölvunotkun getur leitt til gláku, sérstaklega hjá þeim sem eru nærsýnir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þar sem 10 þúsund japanskir skrifstofustarfsmenn voru athugaðir. Í ljós komu mikil tengsl milli tölvunotkunar, nærsýni og gláku. 16.11.2004 00:01
Ætla ekki að opinbera skýrslur Skýrslur um heilsu Jassers sáluga Arafats dagana áður en hann lést, verða ekki birtar nema fjölskylda hans gefi samþykki fyrir því. Þetta segir utanríkisráðherra Frakklands. Fyrr í dag fór forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qurei, fram á það að Frakkar gerðu skýrslurnar opinberar, 16.11.2004 00:01
Jólakort í tölvunni Danski Pósturinn býður fólki að búa til jólakortin sín í tölvunni, skrifa jólakveðju og senda kortið rafrænt til Póstsins sem prentar út á pappír og kemur honum hratt og örugglega til viðtakenda. Pósturinn hefur á boðstólum ýmsar gerðir af jólakortum á netinu, en fólk getur líka sótt eigin ljósmyndir. 16.11.2004 00:01
700 kíló falin í smokkfiski Lögreglan í perú gerði í dag upptæk rúm 700 kíló af kókaíni, sem komið hafði verið fyrir í frosnum risasmokkfiski, sem átti að flytja til Mexikó og þaðan til Bandaríkjanna. Umbúðir efnisins voru þaktar pipri, til að villa um fyrir fíkniefnahundum. Talið er að unnt hefði verið að fá vel á annan milljarð króna fyrir efnið í götusölu. Sjö menn voru handteknir vegna málsins. 16.11.2004 00:01
Verja gjörðir hermannsins Félagar hermannsins sem sást skjóta særðan óvopnaðan írakskan fanga verja gjörðir hans í dag. Myndband sem tekið var af manninum sýna hann lyfta rifli sínum og taka írakan af lífi. Félagar hans segja hann líklega hafa þjáðst af átakaálagi í erfiðum aðstæðum; hann hafi fengið í sig skot daginn áður og misst félaga sinn. 16.11.2004 00:01