Fleiri fréttir

Vopnasölubann á Fílabeinsströndina

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt bann við vopnasölu til stjórnvalda á Fílabeinsströndinni. Samþykkt öryggisráðsins fylgir í kjölfar árása stjórnarhermanna á franska hermenn sem voru við friðargæslu í landinu.

Til marks um aukna hörku BNA

Skiptar skoðanir eru um það hvort Condoleezza Rice sé heppilegur arftaki Colins Powells í stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sumir kvíða skiptunum fyrir hönd heimsins meðan aðrir telja að hún skilji mikilvægi varna Íslands.

Stefnan enn herskárri?

Condoleeza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bush, tekur við embætti bandaríska utanríkisráðherrans af Colin Powell. Búist er við því að enn frekari harka færist í utanríkisstefnu Bandaríkjanna við ráðherraskiptin.

Óttast að Hassan sé látin

Eiginmaður Margaretar Hassan, hjálparstarfsmanns í Írak, óttast að mannræningjar hafi tekið hana af lífi. Hann segist hafa upplýsingar um myndband sem sýni hana myrta. Margaret Hassan var á sextugsaldri, fædd í Dublin en hafði búið hálfa ævi sína í Írak.

Átökin breiðast út

Átökin í Írak breiðast út um landið. Bandaríkjaher segist vera búin að ná tökum á uppreisnarmönnum í Falluja og beinir sjónum sínum að borginni Mosul í norðurhluta landsins.

Dráp vekur reiði meðal Araba

Myndbandsupptaka sem sýnir þegar bandarískur hermaður skýtur særðan og vopnlausan íraskan uppreisnarmann til bana hefur vakið mikla reiði í Arabaheiminum. Bandaríkjaher rannsakar atvikið.

Mildi að enginn lést í lestarslysi

Ástralska lögreglan telur mikla mildi að enginn skyldi hafa látist þegar lest með 163 farþegum fór út af sporinu við bæinn Bundaberg um 400 kílómetra norður af Brisbane.

Stefnir í verkfall hjá flugfreyjum

Stærstu samtök flugfreyja og flugþjóna í Bandaríkjunum (AFA) ætla að sækja eftir verkfallsheimild meðal félagsmanna sinna.

Hamas og Jihad neita vopnahléi

Mahmoud Abbas, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu og einn líklegasti eftirmaður Arafats á forsetastóli, bað í gær herskáa Palestínumenn að hætta öllu ofbeldi þar til kosningar fara fram 9. janúar.

Hassan tekin af lífi

Íraskir gíslatökumenn hafa myrt Margaret Hassan, stjórnanda hjálparsamtakanna CARE, samkvæmt arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Sjónvarpsstöðin sagðist í gær vera með myndbandsupptöku af morðinu undir höndum en birti hana ekki.

Umdeilt dráp í mosku

Bandaríski herinn er að rannsaka hvers vegna bandarískur hermaður skaut Íraka sem lá særður inni í mosku í Falluja.

Hörð átök í Fallujah

Hörð átök brutust út í borginni Fallujah í Írak í nótt. Yfirmenn herliðs Bandaríkjamanna og Íraka lýstu því yfir í gær að þeir hefðu náð borginni á sitt vald og brotið að mestu niður andstöðu. Þrátt fyrir það hundelti herlið þeirra uppreisnarmenn í Fallujah í nótt og hörðum loftárásum var haldið úti á skotmörk þar sem talið var að uppreisnarmenn haldi til.

Neyðarfundur vegna árásar á Abbas

Helstu leiðtogar stjórnar Palestínumanna sátu neyðarfund í Gaza í gærkvöldi í kjölfar skotárásar á Mahmoud Abbas, yfirmann PLO. Þeir lögðu eftir fundinn áherslu á að halda uppi lögum og reglum í landinu og tryggja það að óöld komist ekki á.

Norðmenn vilja ganga í ESB

56 prósent þeirra, sem tóku afstöði í skoðanakönnunn Norska útvarpsins og Aftenposten til inngöngu í Evrópusambandið, vilja aðild, en 44 prósent eru því andvíg. Þetta er mesta fylgi við aðild til þessa og auk þess eru óákveðnir færri en áður, eða um þrettán prósent.

Ætla að hætta auðgun úrans

Íranir hafa gefið Sameinuðu þjóðunum skriflegt loforð um að hætta að fullu auðgun úrans. Með því er allur vafi tekinn af um hvort Íranir séu að reyna að koma sér upp kjarnavopnum. Íranir leggja áherslu á að þessi ákvörðun er tekin í því skyni að efla traust alþjóðasamfélagsins en þeir líta ekki svo á að hún sé lagalega bindandi.

Vilja vopnasölubann frá SÞ

Frakkar vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setji vopnasölubann á Fílabeinsströndina, og grípi einnig til annarra refsiaðgerða, eftir að níu franskir hermenn féllu í loftárás flughers ríkisstjórnarinnar. Frakkar brugðust við árásinni með því að sprengja allar vélar flughersins í loft upp, og varð það til þess að miklar óeirðir brutust út í landinu.

Stór svæði í rúst

Stór svæði í borginni Fallujah eru í rúst eftir harðar árásir bandarískra og íraskra hermanna sem nú hafa staðið í viku. Uppreisnarmenn í borginni veita enn mótspyrnu.

Vopnuð átök í uppsiglingu

Kínverskur ráðherra segir að vopnuð átök kunni að vera óumflýjanleg ef ríkisstjórn Taívans haldi áfram að ögra Kínverjum.

Tugir vega lokuðust í óveðri

Tugir vega lokuðust vegna skriðfalla þegar mikið óveður gekk yfir Norðvestur-Noreg um helgina. Tveggja manna er saknað og mörg byggðarlög eru einangruð. Veðrið er nú að mestu gengið niður og byrjað að ryðja vegi.

Byrlað eitur?

Banamein Yassers Arafats gæti hafa verið eitrun, segir fulltrúi ríkisstjórnar Palestínumanna í Frakklandi, þar sem leiðtoginn geispaði golunni. Fulltrúinn segir að í líki Arafats hafi fundist ákveðin eiturefni sem vanalega finnist ekki í veiku fólki. Þó séu engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Arafat, en læknar hafi heldur ekki útilokað það.

Baráttan um leikana 2012 hafin

Baráttan um Olympíuleikana árið 2012 er hafin og hún kostar sitt. Þær fimm borgir sem koma til greina sem gestgjafar leikanna eru París, London, New York, Madrid og Moskva. Útlistun borganna á því hvernig þær hyggjast undirbúa og framkvæma leikanna verður skilað til Alþjóða Olympíunefndarinnar í dag.

Ákærður fyrir tengsl við mafíuna

Ítalskur lögreglumaður, sem fékk það verkefni að uppræta mafíustarfsemi, mætir í dag fyrir rétt, til að svara fyrir ásakanir um að tengsl hans við mafíuna hafi orðið öllu nánari en efni stóðu til. Verði hann fundinn sekur bíður hans allt að 10 ára fangelsi.

Boðið lausnargjald

Afganska ríkisstjórnin hefur íhugað að bjóða lausnargjald fyrir þrjá starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sem haldið hefur verið í gíslingu síðan í síðasta mánuði. Mannræningjarnir hafa krafist þess að tuttugu og sex hermenn talibana verði látnir lausir úr fangelsum, ellegar verði gíslarnir myrtir. Þeir segjast ekkert kæra sig um peninga.

Dauðadómum fækkar mjög

Dauðadómar hafa ekki verið færri í Bandaríkjunum í 30 ár en þeir voru á síðastliðnu ári. Þetta er þriðja árið í röð þar sem fækkar á dauðadeildum fangelsa vestan hafs. Alls voru 144 fangar dæmdir til dauða í fyrra, sem er meira en helmingi minna en meðaltal tíu ára þar á undan.

Hákarl ræðst á konu í S-Afríku

Óttast er að kona á áttræðisaldri hafi látið lífið í hákarlsárás á strandlengju í Suður Afríku um helgina. Ekkert hefur spurst til konunnar, en vitni segja að hvítháfur hafi ráðist á hana. Sé saga sjónarvotta rétt, verður að teljast ólíklegt að konan hafi lifað árásina af, en hún var að synda þegar hákarlinn lét til skarar skríða.

Powell segir af sér

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Búist er við að Hvíta húsið tilkynni um þetta á næstu mínútum. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, átti að funda með Powell á morgun en ljóst er að sá fundur er í óvissu. Powell segist ætla að halda störfum áfram þar til fundinn hefur verið eftirmaður.

Fjórir segja af sér

Fjórir ráðherrar í Bandaríkjastjórn hafa sagt af sér. Auk Colins Powell, utanríkisráðherra, hafa þau Rod Paige, menntamálaráðherra, Ann Veneman landbúnaðarráðherra og Spencer Abraham, orkumálaráðherra sagt af sér embætti. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, átti að funda með Powell á morgun en ljóst er að sá fundur er í óvissu.

Hneykslismál loks fyrir dóm

Eitt mesta hneykslismál síðari tíma í frönskum stjórnmálum komst loks í dómssali landsins í dag. Fjöldi undirmanna þáverandi forseta Frakklands, Francois Mitterand, eru ákærðir fyrir hleranir á símum meira en 50 stjórnmálamanna, lögfræðinga og fréttamanna.

Uppsögnin breytir litlu

Til stóð að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi til Palestínu í næstu viku til viðræðna við nýja stjórn landsins. Powell hugðist ræða við leiðtoga PLO, Mahmoud Abbas, sem og forsætisráðherrann Ahmed Qurei. Óvíst er hvort af þeim fundi verður.

Meirihluti vill inn

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Noregi, sem gerð var fyrir norska Ríkisútvarpið og Aftenposten, segist meira en helmingur Norðmanna vilja ganga í Evrópusambandið.

Bardagar halda áfram

Þótt Bandaríkjamenn segist hafa náð borginni Falluja á sitt vald, má búast við því að bardagar haldi áfram þónokkuð ennþá. Stór hluti borgarinnar er í rúst, eftir átökin.

Fundur þrátt fyrir uppsögn

Colin Powell hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en mun gegna embættinu áfram þar til eftirmaður er fundinn. Davíð Oddsson, forsætisráðherra á fund með Powell á morgun.

Segist hafa fundið Atlantis

Bandarískur verkfræðingur sem hefur leitað hins horfna meginlands, Atlantis, í tíu ár, segist nú loksins hafa fundið það. Samkvæmt þjóðsögunni sem meðal annars er byggð á skrifum gríska heimspekingsins Platós, var Atlantis háþróað menningarþjóðfélag sem sökk í sæ, þegar guðirnir reiddust íbúunum fyrir græðgi þeirra.

Bjóðast til viðræðna um brotthvarf

Ísraelar buðust í gær til þess að hafa samráð við Palestínumenn um brotthvarf sitt frá landtökubyggðum á Gazasvæðinu gegn því að palestínska heimastjórnin beitti sér gegn hópum herskárra Palestínumanna. Palestínumenn sögðu best að Ísraelar hæfu friðarviðræður á nýjan leik án þess að skilyrða það með einhverjum hætti.

Íranar hætta auðgun úrans

Íranar hafa heitið því að hætta auðgun úrans meðan þeir semja við Evrópuríki um lausn á deilum um kjarnorkuáætlun þeirra. Óvíst er þó hvort þetta sé til frambúðar því það ræðst af niðurstöðum viðræðna við Evrópuríkin.

Dóttir keisarans trúlofast

Einkadóttir japönsku keisarahjónanna mun tilkynna um trúlofun sína á næstu vikum. Unnustinn er almúgamaður og því missir prinsessan alla sína konunglegu titla. Sayako prinsssa er 35 ára gömul og fuglafræðingur að mennt. Hún starfar á rannsóknarstofu, í grennd við Tokyo, og hefur meðal annars rannsakað veirur sem valda hinni svokölluðu fulgflensu.

Samkynhneigðir fái aukin réttindi

"Samkynhneigð pör ættu að njóta meiri réttinda en nú er en það er langt í að stjórnvöld leggi til að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd," sagði Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands.

Abbas verður forsetaefni Fatah

Mahmoud Abbas, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, verður forsetaefni Fatah í forsetakosningunum í Palestínu. Þetta sagði Nabil Shaath, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar. Hann sagði samhug um þetta innan hreyfingarinnar og ætti í raun aðeins eftir að staðfesta þetta með formlegum hætti.

Hrakin af heimilum sínum með valdi

Ein kona slasaðist og var borin alblóðug út af heimili sínu þegar til átaka kom í Peking. Hundrað lögreglumenn og fjöldi aðstoðarmanna þeirra báru fólk út af heimilum sínum svo rífa mætti húsin og byggja fjölbýlishús í þeirra stað.

Bardagar breiðast út

Bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á vígamenn í Baquba og Falluja í gær þar sem harðir bardagar geisuðu milli vígamanna annars vegar og bandarískra og íraskra hermanna hins vegar. Tugir manna féllu í bardögum sem hafa breiðst út um Írak í kjölfar árásarinnar á vígamenn í Falluja.<font face="Helv" color="#008080"></font>

Powell sagði af sér

Colin Powell lætur af starfi utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur valið eftirmann hans. Bush féllst í gær á afsagnarbeiðni Powell og þriggja annarra ráðherra, Ann Veneman sem fer með landbúnaðarmál, Spencer Abraham sem fer með orkumál og menntamálaráðherrans Rod Paige.

Borgaði með grínpeningaseðli

Kona sem var ákærð fyrir þjófnað verður ekki látin svara til saka eftir að hún greiddi aftur fyrir vörur sem hún keypti upphaflega með fölsuðum peningaseðli. Lögmaður hennar sagði að hún hefði ekki haft hugmynd um að 200 dollara seðillinn með mynd af núverandi Bandaríkjaforseta væri ekki löglegur gjaldmiðill.

Íslensk börn tala ekki dönsku

Skólastjóri grunnskóla í einu af svokölluðum Íslendingahverfum í Danmörku, hefur hrist upp í mörgum foreldrum, með ummælum sínum um að íslenskir unglingar neiti að tala dönsku í skólanum. Skólastjórinn segir að munur á skólakerfum leiði til þess að erfitt sé fyrir íslenska nemendur að aðlagast.

Cheney á sjúkrahús

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var í gærkvöldi fluttur á sjúkrahús vegna andnauðar. Cheney hefur átt við hjartasjúkdóma að stríða og fékk fyrir þremur árum gangráð. Rannsóknir leiddu ekkert óeðlilegt í ljós, og fékk Cheney að fara heim að rannsóknunum loknum. Talsmaður hans sagði ástæðu andnauðarinnar vera kvef.

Enn tekist á í Fallujah

Bandarískar hersveitir kljást enn við síðustu skæruliðana í borginni Fallujah, að sögn talsmanna hersins. Átökin koma í veg fyrir að sendisveitir rauða hálfmánans komist inn í borgina með neyðarbirgðir. Íbúi í Fallujah, sem Reuters-fréttaþjónustan ræddi við, sagði fjölskyldu sína mjög illa haldna sökum vatns- og matarskorts.

Sjá næstu 50 fréttir