Fleiri fréttir

Pyntaður mótmælandi eftirlýstur

Mótmælandinn Dmytro Bulatov sem fannst illa útleikinn í útjaðri Kænugarðs í gær og segist hafa verið haldið í átta daga og pyntaður, er kominn á lista eftirlýstra í Úkraínu.

Fundum að ljúka í Genf

Friðarviðræðum um stríðið í Sýrlandi lýkur í dag en síðustu daga hefur verið fundað um ástandið í svissnesku borginni Genf. Skemmst er frá því að segja að viðræðurnar hafa lítinn sem engan árangur borið.

Ofdrykkja stráfellir rússneska karlmenn

Fjórðungur allra rússneskra karlmanna deyr áður en þeir ná fimmtíu og fimm ára aldri. Ástæðuna má í flestum tilfellum rekja til óhóflegrar áfengisneyslu.

Ótrúlegar myndir frá mótmælunum í Úkraínu

Mótmælin í Úkraínu héldu áfram í dag og forseti landsins, Viktor Janúkóvitsj, er lagstur í rúmið vegna kvefs. Óvíst er hvenær hann tekur til starfa að nýju. Mótmælendur krefjast þess að hann segi af sér.

Thorning-Schmidt vonsvikin

"SF er miklu betri flokkur en orðsporið, sem af þeim fer,” segir forsætisráðherra Danmerkur eftir atburði morgunsins.

Úkraínuforseti lagstur í rúmið

Viktor Janúkóvitsj er kominn með kvef og háan hita og ófær um að sinna störfum sínum, einmitt nú þegar mótmælin gegn honum standa sem hæst.

Svíar hafa drepið tugi manna í Afganistan

Sænsk þingnefnd krefst skýringa eftir að sænskur herforingi tjáði sig í fjölmiðlum um fjölda Afgana, sem fallið hafa fyrir hendi sænskra sérsveitarmanna.

Metár hótela í ESB-ríkjunum

Gistinætur í ríkjum ESB náðu metfjölda á síðasta ári þar sem seldust alls um 1,6 milljarðar gistinga.

Hillary með gríðarlegt forskot

Hillary Clinton er eins og staðan er í dag langlíkeust til að verða útnefnd sem forsetaframbjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar verða árið 2016.

Mun fara fram hjá þinginu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt fimmtu stefnuræðu sína í nótt í þinghúsi landsins.

Rafsígarettur skilgreindar sem lyf

Rafsígarettur verða skilgreindar sem lyf í Bretlandi árið 2016. Þá verða þær undir stjórn lyfjaeftirlits Bretlands.

Ortega fær að bjóða sig fram í þriðja sinn

Þing Níkaragúa samþykkti í gær breytingar á stjórnarskrá landsins sem gera sitjandi forseta, Daniel Ortega, kleift að bjóða sig fram í þriðja sinn í næstu kosningum árið 2016 en hingað til hefur hver forseti aðeins mátt sitja tvö kjörtímabil. Nýju lögin afnema allar hömlur á hve oft forseti geti boðið sig fram.

Obama lofar að auka jöfnuð í Bandaríkjunum

Barack Obama Bandaríkjaforseti hét því í stefnuræðu sinni í nótt að auka jöfnuð í landinu á þessu ári. Forsetinn eyddi miklu púðri í ræðu sinni í að fullvissa almenning um að hann ætli að gera allt sem í hans valdi stendur til að draga úr efnahagslegum ójöfnuði fólks í landinu.

Sakaruppgjöf mótmælenda rædd í Úkraínu

Úkraínska þingið kemur saman í dag til þess að ræða mögulega sakaruppgjöf fyrir hundruð mótmælenda sem hafa verið handteknir síðustu vikur í landinu. Viktor Yanukovych forseti sekir slíkt koma til greina, en hann vill að þeir sem enn mótmæla komi þá til móts við stjórnvöld og fari úr stjórnarráðsbyggingum sem þeir hafa tekið yfir og rífi niður götuvígi sem víða hafa verið reist.

Barðist hetjulega við hákarl

Nýsjálenskur læknir, James Grant, lifði af árás hákarls, hann fældi hákarlinn burtu með hníf og saumaði sjálfur sár sem hann fékk í átökunum.

Íhuga endurvakningu aftökusveita

Vegna lítilla birgða af efnum sem notað er í banvænar sprautur og spurninga um virkni þeirra, eru yfirvöld ríkja í Bandaríkjunum þar sem dauðarefsingar eru við lýði, farin að líta til fortíðar.

Þjóðlagasöngvarinn Pete Seeger er látinn

Bandaríski þjóðlagasöngvarinn Pete Seeger er látinn, níutíu og fjögurra ára að aldri. Seeger er þekktastur fyrir lögin Turn, Turn, Turn og If I Had a Hammer og lést hann á sjúkrahúsi í New York í nótt eftir skamma sjúkrahúsdvöl.

Sjá næstu 50 fréttir