Fleiri fréttir

Sænska aðgerðasinnanum sleppt úr haldi í Kína

Sænskur aðgerðasinni sem setið hefur í varðhaldi í Kína frá því í byrjun janúar hefur verið látinn laus. Peter Dahlin var handtekinn þegar kínverska lögreglan gerði rassíu á meðal aðgerðarsinna og lögfræðinga sem hafa látið sig mannréttindi í landinu varða. Í síðustu viku kom hann fram í kínverskum miðlum og játaði á sig margvísleg brot. Nú hefur Dahlin verið sleppt og hann sendur rakleiðis úr landi.

Sótt að Dönum á Evrópuþingi

Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu.

Sprengjan illa smíðuð

Hjónin sem skutu fjórtán manns til bana í San Bernardino reyndu að nota sprengju sem þau höfðu smíðað.

Leika sér í snjónum

Skólar eru enn lokaðir víða vegna bylsins sem skall á austurströnd Bandaríkjanna um helgina.

Minnsta fylgi Jafnaðarmanna frá upphafi

Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn mælist með 23,2 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga árið 1967.

Auglýsa eftir sæðisgjöfum

Sjúkrahús Skáns í Svíþjóð hefur auglýst eftir fleiri sæðisgjöfum í kjölfar nýrra laga um rétt einhleypra kvenna til tæknifrjóvgunar.

29 dauðsföll rakin til óveðursins

Milljónir manna á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að hreinsa til hjá sér eftir stórhrílðina sem gekk yfir landið um helgina. Víða féllu rúmlega níutíu sentimetrar og því nokkuð verk sem bíður fólks að moka út bíla sína og frá útidyrahurðum.

Snjómagnið fest á filmu

Íbúar austurstrandar Bandaríkjanna eru nú í óðaönn við að grafa sig út af heimilum sínum eftir mesta snjóbyl í áraraðir.

„Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“

Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar.

Neyðarlögin ótímabundin

Forsætisráðherra Frakklands segir stríðið gegn DAISH-samtökunum vera alþjóðlegt. Ekki sé hægt að aflétta neyðarlögum fyrr en þessu stríði sé lokið.

Sjá næstu 50 fréttir