Fleiri fréttir

Sýrlendingar kvarta yfir framferði Tyrkja

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum innan landamæra Sýrlands og segja þær brot á fullveldi landsins. Sýrlendingar hafa farið formlega fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að málið verði tekið upp í Öryggisráðinu en Tyrkir létu sprengjum rigna á kúrdískar hersveitir í gær, annan daginn í röð.

Fundu metmagn af metamfetamíni í Ástralíu

Ástralska lögreglan hefur greint frá einum mesta fíkniefnafundi allra tíma þar í landi en hún lagði hald á methylamfetamín í fljótandi formi sem metið er á 700 milljónir dollara, um áttatíu og átta milljarða íslenskra króna.

Umdeildur hæstaréttardómari allur

Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi.

Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa

Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa.

Milljónir deyja af völdum loftmengunar

Rekja má 5,5 milljónir ótímabærra dauðsfalla á árinu 2013 til loftmengunar en þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í gær.

Friðarsamkomulag upp á von og óvon

Stefnt er að vopnahléi í Sýrlandi eftir eina viku og kosningum eftir 18 mánuði. Uppreisnarmenn hafa litla trú á samkomulaginu og Assad forseti segist staðráðinn í að ná landinu öllu aftur á sitt vald. Enn á eftir að fá samþykki frá b

„Snýst eingöngu um réttlæti”

Réttarhöld yfir níutíu og fjögurra ára gömlum fyrrverandi fangaverði í útrýmingarbúðum Nasista í Auschwitz standa nú yfir. Eftirlifandi helfararinnar segir mikilvægt að réttlætið nái fram að ganga.

Stefnt að vopnahléi í Sýrlandi

Stórveldi heimsins hafa ákveðið að reyna að koma á vopnahléi í Sýrlandi sem á að hefjast eftir eina viku. Þetta var niðurstaða fundar sem fram fór í Þýskalandi í gærkvöldi. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna viðurkennir að áætlunin sé metnaðarfull og að margt geti farið úrskeiðis.

Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola

Merk tímamót urðu í stjarnvísindum í gær þegar vísindamenn í Bandaríkjunum skýrðu frá því að þyngdarbylgjur hefðu greinst í fyrsta sinn. Albert Einstein spáði um tilvist þyngdarbylgja fyrir nærri hundrað árum.

Réttað yfir gömlum nasista

Í gær hófust í Detmold í Þýskalandi réttarhöld yfir 94 ára gömlum manni, Reinhold Henning, sem var vörður í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz.

NATO ætlar að fylgjast með smyglurum

Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt að senda herskip og flugvélar til austur­hluta Miðjarðarhafsins, þar sem fylgst verður með smyglurum, sem reyna að koma flóttafólki til Evrópu.

Kvennamoska á leynilegum stað

Fyrsta kvennamoskan í Danmörku verður opnuð í Kaupmannahöfn á næstunni. Imaminn Sherin Khankan, sem er kona, segir við Politiken að moskunni verði stjórnað af konum og verði fyrir konur. Konur muni jafnframt stjórna föstudagsbænum.

50 þúsund á flótta frá Aleppo

Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum.

Tilbúin til að gefast upp

Þau fjögur sem enn halda til í húsnæði friðlands í Oregon eru nú umkringd af lögregluþjónum.

Ahluwalia loksins á leiðinni heim

Leikarinn Waris Ahluwalia er á leiðinni heim til New York eftir að hafa dvalið tvo sólahringa á flugvelli í Mexíkó í mótmælaskyni.

Sjá næstu 50 fréttir