Fleiri fréttir

ISIS lýsir yfir ábyrgð á atviki í Melbourne

Maður hélt konu í gíslingu í Brighton, úthverfi borgarinnar Melbourne í Ástralíu, í dag. Lögregluyfirvöld segja atvikið í borginni "hryðjuverk.“ Lögregla skaut manninn til bana á vettvangi en annar maður lét einnig lífið í umsátrinu.

Ríkjabandalag gegn loftslagsbreytingum eflist

Þrettán bandarísk ríki hafa myndað bandalag um að vinna að markmiðum Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum þrátt fyrir að Donald Trump ætli að draga Bandaríkin út úr alþjóðasamvinnunni. Flest þeirra eru undir stjórn demókrata en tveir ríkisstjórar úr röðum repúblikana hafa gengið í bandalagið.

Árásin í London: Öllum sleppt úr haldi lögreglu

Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint.

Trump ætlar ekki að stöðva vitnisburð Comey

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mun að óbreyttu bera vitni um samskipti sín við Donald Trump Bandaríkjaforseta á fimmtudag eftir að Hvíta húsið gaf út í dag að Trump myndi ekki beita valdheimild sinni til að meina Comey um að tjá sig.

Heitasta fjarreikistjarna sem hefur fundist

Hitinn í lofthjúpi KELT-9b er svo hár að vísindamenn telja að hann geti aðeins verið á formi frumeinda þar sem sameindir ná ekki að tolla saman. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur til þessa.

Árásarmennirnir í London nafngreindir

Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld.

Morðinginn sagður óánægður fyrrverandi starfsmaður

Fimm eru látnir eftir að óánægður fyrrverandi starfsmaður gekk berserksgang á iðnaðarsvæði í Orlando í Flórída í morgun. Maðurinn svipti sig lífi eftir morðin. Hann er ekki talinn hafa nein tengsl við hryðjuverkahópa.

Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans

Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna.

Réttað yfir Bill Cosby í dag

Fyrsti dagur réttarhalda í máli grínistans Bill Cosby er í dag en hann er sakaður um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi.

Fyrsta fórnarlambið nafngreint

Lögregluyfirvöld í London segja að árásarmennirnir þrír verði nafngreindir um leið og gengið hafi verið úr skugga um að slík nafnbirting muni ekki skaða rannsóknarhagsmuni.

Rannsóknar á Trump krafist í Sannleiksgöngum

Andstæðingar og stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta komu saman í Washington-borg í gær. Fjölmennasta samkoman var "Sannleiksganga“ þar sem rannsóknar á tengslum Trump við Rússa var krafist.

Þúsund slösuðust í troðningi í Tórínó

Sjö ára barn er sagt í lífshættu eftir mikinn troðning sem skapaðist þegar flugeldur sprakk á fjölmennu torgi þar sem fólk var að horfa á úrslit Meistaradeildar Evrópu í Tórínó á Ítalíu í gærkvöldi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund manns hafi slasast í troðningnum.

Sjá næstu 50 fréttir