Fleiri fréttir

„Ertu með mér í liði?“

Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var spurður af Donald Trump hvort að hann væri með sér í liði þegar Rosenstein heimsótti Hvíta húsið í desember á síðasta ári.

Kveikt í dönskum leikskóla eftir kynferðisbrotamál

Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en upp komst í síðustu viku að fjórtán ára drengur, sem var þar í starfsnámi, hafi viðurkennt að hafa brotið gegn fimm stúlkum á leikskólanum.

Bretar standi verr sama hvernig Brexit sé háttað

Ný skýrsla sem lekið var til BuzzFeed sýnir að útgangan úr Evrópusambandinu muni hafa neikvæð áhrif á breska hagkerfið, sama hvað. Stjórnarandstæðingar skjóta föstum skotum á ríkisstjórnina.

Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump

Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump

Diane Keaton trúir Woody Allen

Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi.

Óvissan ríkir áfram í Katalóníu

Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Írar kjósa um fóstureyðingar í maí

Írar munu kjósa um hvort breyta skuli viðauka við stjórnarskrá Íra, sem settur var árið 1983 og tók þá af öll tvímæli um að fóstureyðingar væru bannaðar í landinu.

Jafnmikil ógn af Kínverjum og Rússum

Tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á Vesturlöndum með leynilegum hætti valda Bandaríkjamönnum alveg jafnmiklum áhyggjum og undirróðursstarfsemi Rússa

Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri

Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin.

Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen

Alec Baldwin leggur orð í belg varðandi ásakanir Dylan Farrow á hendur Woody Allen. Hann segir Farrow nota tár sín til þess að fá aðra til þess að trúa henni.

Næstráðandi FBI hættir óvænt

Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag.

Prófuðu dísilreyk á öpum og mönnum

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa fordæmt tilraunir sem fjármagnaðar voru af þýskum bílarisum þar sem apar og menn voru fengnir til að anda að sér dísilreyk.

Makedónar gefa flugvelli nýtt nafn

Stjórnvöld í Makedóníu hafa ákveðið að gefa flugvellinum sem kenndur er við Alexander mikla nýtt nafn til að liðka fyrir lausn í langvinnri deilu Makedóna og Grikkja.

Gerðu árás á herstöð í Kabúl

Vígamenn gerðu í nótt árás á herstöð í grennd við herskólann í afgönsku höfuðborginni Kabúl og skutu til bana að minnsta kosti fimm afganska hermenn og særðu tíu.

Sjá næstu 50 fréttir