Fleiri fréttir Valli Sport hættur sem umboðsmaður Haffa Haff „Þetta er mjög persónulegt mál fyrir mig því mér þykir mjög vænt um Valla. Við störfum enn saman en við höfðum bara mismunandi hugmyndir um framtíðina," segir tónlistarmaðurinn Haffi Haff. 13.7.2010 09:00 Fríir tónleikar úti á götu stöðva umferð Lady Gaga stöðvaði alla umferð í New York síðastliðinn föstudag þegar meira en 20.000 aðdáendur söngkonunnar troðfylltu göturnar til að sjá ókeypis tónleika hennar í rigningunni. 13.7.2010 08:30 Koma fram í kraftgöllum í Noregi „Við vorum að fá staðfestingu frá Norðmönnum um að við erum bókaðir á Insomnia tónlistarhátíðina næsta haust," segir Hrafnkell Flóki Einarsson sem ásamt Guðlaugi Halldóri Einarssyni skipar raftónlistardúóið Captain Fufanu sem spilar í fyrsta sinn á erlendri grundu í haust. 13.7.2010 08:15 Beinir sviðsljósinu að London „Þetta býður upp á marga möguleika, bæði að túra með hljómsveitum og að vinna í stórum leikhúsum,“ segir Einar Ingi Jóhannesson sem er á leiðinni til London í haust til að læra ljósahönnun fyrir leikhús. 13.7.2010 08:00 Jessica Simpson fallin fyrir giftum manni Söngkonan Jessica Simpson hefur undanfarnar vikur sést í félagsskap fyrrum fótboltastjörnunnar Erics Johnson. Parið sást nýverið leiðast á túristaeyjunni Capri á Ítalíu og gera fjölmiðlar mikið veður út af þessu þar sem Johnson er tæknilega séð giftur maður. 13.7.2010 07:45 Pamela hræðist bótox Fyrirsætan, leikkonan og athafnakonan Pamela Anderson segist aldrei hafa notað yngingarmeðalið bótox og að henni sé í raun illa við það. Pamela, sem hefur ávallt verið ófeimin við að viðra sínar jákvæðu skoðanir á fegrunaraðgerðum, segist ekki vilja sprauta neinu í andlitið á sér. Þykir þessi ákvörðun Anderson koma ansi spánskt fyrir sjónir þar sem hún hefur látið stækka brjóst sín nokkrum sinnum og hefur meðal annars látið hafa það eftir sér í viðtölum að brjóst hennar hafi átt farsælan starfsferil á meðan hún hafi bara fylgt með. 13.7.2010 07:45 Teiknimynd í efsta sætið Teiknimyndin Despicable Me fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. 13.7.2010 07:30 Beverly Hills stjarna aftur á skjáinn 13.7.2010 06:00 Fergie er reynslunni ríkari Söngkonan Fergie er ekki í peningavandræðum um þessar mundir enda er hljómsveitin hennar The Black Eyed Peas eitt heitasta bandið í heiminum. Líf Fergie hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Í dag er hún þakklát fyrir velgengnina. Fergie, sem ánetjaðist fíkniefnum eftir að hún yfirgaf kvennahljómsveitina Wild Orchid árið 2001 lét hafa eftir sér: „Í þá daga þurfti ég að flytja aftur heim til mömmu og fara á atvinnuleysisbætur af því að ég hafði eytt öllum laununum mínum í eiturlyf. Ég er reynslunni ríkari í dag og kann að meta allt sem tilveran færir mér." 12.7.2010 15:30 Haffi Haff og Páll Óskar saman - myndband Það telst til tíðinda þegar tveir heitustu poppsöngvarar landsins sameinast. „Vitið þið hvað! Um daginn þá skellti ég mér á þá geðsjúkustu útgáfutónleika sem ég hef séð á Íslandi...." segir Páll Óskar Hjálmtýsson í þessu myndbandi. „Ég er með æðislegar fréttir. Sjóvið verður endurtekið hér á Nasa..." 12.7.2010 13:04 Vilja bjarga hjónabandinu Leikkonan Kate Winslet og leikstjórinn Sam Mendes ætla að reyna að bjarga hjónabandi sínu með því að fara saman í rómantískt sumarfrí. Þau komust í fréttirnar í mars þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónaband þeirra væri á 12.7.2010 12:30 Sumir eldast fáránlega vel - myndband „Ja hver hefði trúað því ..." sagði útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson, þegar lag Herberts Guðmundssonar Time var frumflutt á Bylgjunni í morgun. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá Herbert og Ívar. LIVE á Bylgjunni hér (óbirt efni). 12.7.2010 11:30 Svona slakaðu á og njóttu - myndband „Ef þú ert fyrir þetta kröftuga þá tvímælalaust..." sagði Hafsteinn Tómas Sverrisson kaffibarþjónn spurður út í kaffidrykkju snemma morguns. „Expresso er rosalega fínt ef þú kannt að drekka hann." 12.7.2010 10:15 Kennir upprennandi DJ-um Plötusnúðurinn Guðni Einarsson, eða DJ Impulze, stendur fyrir sérstökum plötusnúðanámskeiðum þar sem hann kennir upprennandi plötusnúðum á öll helstu tónlistarforritin sem notuð eru í dag. Námskeiðin vinnur hann í samstarfi við Hljóðfærahúsið og Tónabúðina. 12.7.2010 12:00 Málverk í íslenskum hellum Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. 12.7.2010 11:30 Kaflar teknir úr nýrri bók Breski leikarinn Jude Law hefur unnið mál sem hann höfðaði gegn Sadie Frost, fyrrverandi eiginkonu sinni. Law var afar ósáttur við væntanlega bók Frost, Crazy Days. Krafðist hann þess að hún fjarlægði ljósmyndir af börnunum þeirra og tæki út texta sem fjallaði á opinskáan hátt um stormasamt hjónaband þeirra. Samkvæmt kunningja leikarans verða me 12.7.2010 11:00 Keyrði inn um glugga Söngvarinn George Michael var handtekinn í London um helgina fyrir að keyra bíl sinn inn í ljósmyndabúð. Kappinn var á leið heim frá hátíðarhöldum í tengslum við Gay Parade í London og mun hafa ekið Range Rover-bifreið sinni beint inn um glugga búðarinnar sem er í sömu götu og hann býr. Mun söngvarinn hafa litið taugaveiklaður út þegar hann steig út úr bílnum að sögn vitna á svæðinu. 12.7.2010 10:30 Hvílir sig á kvikmyndunum Leikkonan Drew Barrymore ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndabransanum og íhuga sinn gang í lífinu. Hún hefur unnið látlaust undanfarin þrjú ár, leikstýrt sinni fyrstu mynd Whip It! og leikið í myndum á borð við Grey Gardens og He"s Just Not that into You. Núna er hún orðin dauðþreytt og vill taka sér hlé til að ná áttum í lífinu og íhuga næstu skref. 12.7.2010 10:00 Hljóðupptökunám í Orlando „Þetta er mjög nútímalegur skóli og það er frábært að vera þarna,“ segir Benedikt Steinar Benediktsson. Hann stundar nám í hljóðupptökutækni við hinn virta háskóla Full Sail í Orlando í Bandaríkjunum. Benedikt er í BA-námi um þessar mundir og hyggur á meistaranám að því loknu. 12.7.2010 09:00 Vill ekki breytast Tónlistarmanninum Sting er alveg sama þótt sumum finnist hann falskur og pirrandi vegna þess að fáir vita hver hans raunverulegi persónuleiki er. Sting hefur verið duglegur að koma skoðunum sínum á framfæri í gegnum árin. Hann hefur barist fyrir mannréttindum, gegn eyðingu regnskóganna og reynt að fá maríjúana-eiturlyfið lögleitt. Hann veit að sumt fólk g 12.7.2010 09:00 Uppgötvuð með ömmu sinni í Húsdýragarðinum „Ég var með rosalega flott hár og fannst þetta mjög gaman. Ég lærði að gera svona sjálf og ætla að sýna Karólínu systur minni þegar ég kem heim. Við fengum að skipta tvisvar sinnum um föt og við frænkurnar áttum skemmtilegan dag,“ segir hin átta ára gamla Elena Dís Ásgeirsdóttir. 12.7.2010 08:30 Þarf að sigrast á nikótínfíkninni Leikkonan Lindsay Lohan þarf að sigrast á sígarettufíkninni þegar hún verður lokuð inni í kvennafangelsi síðar í mánuðinum. Vinir hennar óttast mjög um hana. 12.7.2010 06:00 Rennandi blaut - myndband „Ég hef einu sinni farið..." viðurkenndi Heiða Kristín Másdóttir starfsmaður Ylstrandarinnar spurð út í sjósundið sem er vinsælt um þessar mundir þegar við spjölluðum við hana og kollega hennar, Torfa Bryngeirsson fyrr í dag. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið. Nautholsvik.is 10.7.2010 17:02 Laug að foreldrum að kærastan væri blökkumaður - myndband Við hittum Kristjönu Björk Traustadóttur sem selur skartgripi sem hún bjó til í Kolaportinu í dag og á morgun, sunnudag. „Ég er ekki lærð. Ég er bara sjálflærð. Þetta er úr íslenskri þæfðri ull. Það er undirstaðan," sagði Kristjana spurð út í skartgripina hennar. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið við Kristjönu. PELE skart á Facebook. 10.7.2010 16:30 Steindi jr í stuði - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Steinda jr og sýslumanninn á Selfossi, Ólaf Helga Kjartansson, skemmta sér í Mosfellsbæ á tónleikum þar sem gömul lög Rolling Stones voru flutt við mikinn fögnuð viðstaddra. Hljómsveitarmeðlimir sem skemmtu gestum voru Bjössi, Bjarni og Krummi og Birgir Ísleifur úr Motion Boys. Af því að sagan segir að sýslumaðurinn hafi neyðist til að fresta komu sinni á ættarmót vegna tónleikanna birtum við umrædda myndasyrpu. 10.7.2010 10:00 Charlies í partí í Playboy-setrinu „Við vorum að fá staðfestingu á að okkur er boðið í partí á mánudagskvöldið. Það er sko mikið ferli að komast inn í þessi playboypartí og allir verða að senda mynd og umsókn sem síðan er yfirfarin af starfsmönnum Playboy. Það má því kalla þetta ákveðinn heiður fyrir okkur að komast inn,“ segir Alma, söngkona í hljómsveitinni The Charlies, hlæjandi og viðurkennir að þær séu allar spenntar að berja Playboyhöllina augum en að þetta sé um leið mjög skrýtið og frekar fyndið. 10.7.2010 09:15 Ólétt Fox? Leikkonan Megan Fox giftist kærasta sínum, leikaranum Brian Austin Green, við látlausa athöfn á Hawaii fyrir stuttu. Nú vilja fjölmiðlar meina að parið hafi ákveðið að ganga í hið heilaga því Fox eigi von á sér. 10.7.2010 09:00 Konan hélt framhjá Gamanleikarinn Kelsey Grammer stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína, Camille Grammer, en þau eiga þrettán ára samband að baki. Samkvæmt heimildum eiga hjónin að hafa rifist oft og gjarnan síðustu mánuði bæði vegna fjárhagsörðugleika og vegna meints framhjáhalds Camille. 10.7.2010 08:00 LungA haldin í tíunda skipti Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. 10.7.2010 08:00 Holmes til Glee Leikkonan Katie Holmes hefur nú staðfest að hún muni heiðra vinsælu þáttaröðina Glee með nærveru sinni í næstu seríu. Holmes, sem er hvað frægust fyrir að vera gift leikaranum Tom Cruise, mun leika gestahlutverk í fimm þáttum í þessaru sjónvarpsþáttaseríu sem sýndir eru á Stöð 2 hér á landi. Þættirnir eru með söngleikjasniði og mun leikkonan vera byrjuð að æfa sig af krafti til að geta látið ljós sitt skína í söng og dansi. 10.7.2010 06:00 Úr vöðvabúnti í kryppling „Ég gæti ekki verið hamingjusamari með þessa skiptingu,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann leikur krypplinginn Riff Raff í stað hins fullkomna karlmanns Rocky í söngleiknum Rocky Horror sem verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar 10. september. 10.7.2010 06:00 Syngur um þrá og einlægni Jónas Sigurðsson, fyrrverandi Sólstrandagæi, sendir frá sér sína aðra plötu í byrjun október og kemur hún út á vegum Cod Music. 10.7.2010 06:00 Vill ekki kvænast Leikarinn Eddie Cibrian, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum CSI Miami, vill ekki kvænast kærustu sinni, söngkonunni LeAnn Rimes, því hann óttast að það komi óorði á hann. „LeAnn hélt að Eddie mundi kvænast henni, en hann er ekki hrifinn af hugmyndinni. Mannorð hans hefur beðið hnekki eftir framhjáhaldið. Hann óttast að fólk dæmi hann ef hann kvænist LeAnn,“ var haft eftir vini. 10.7.2010 05:45 Ekki fleiri smáskífur Tónlistarmaðurinn Elton John ætlar að hætta að senda frá sér smáskífur og gefa þess í stað út hefðbundnar plötur. „Á áttunda, níunda og tíunda áratugnum sögðu plötufyrirtækin mér að búa til smáskífur. Ég held að ég hafi uppfyllt þær óskir,“ sagði hinn 63 ára Elton. 10.7.2010 04:00 Gauragangur í miðbænum Fjöldi manns var mættur við Fríkirkjuna í Reykjavík í gærmorgun til að leika statistahlutverk í kvikmyndinni Gauragangi. Gott veður og mikil stemning var á tökustað en um 400 manns mættu til að taka þátt í kvikmyndinni. Skátarnir stóðu vörð og íslenska fánanum var flaggað. Senan sem verið var að taka upp var upphafstriði myndarinnar og gerist í jarðarför. 10.7.2010 04:00 Andersen & Lauth í Top Model „Þetta var í nýjasta þætti America‘s Next Top Model og það var eiginlega bara tilviljun að við rákum augun í þetta. Yfirleitt láta pressuskrifstofur mann vita af svona löguðu, en við erum ekki með slíka í Bandaríkjunum þannig það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þar,“ útskýrir Gunnar Hilmarsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Andersen & Lauth, en keppandi í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti, America‘s Next Top Model, sást klæðast vesti frá Andersen & Lauth í einni myndatökunni. 10.7.2010 03:00 Upprennandi leikarar - myndband Í morgun hittum við hressa krakka í Borgarleikhúsinu til að fræðast um söng- og leiklistarnámskeiðin sem fram fara þar í sumar. „Þetta er sem sagt sumarnámskeið. Þetta er fjórða vikan okkar..." útskýrði Erla Ruth Harðardóttir leikkona og leiðbeinandi á sumarnámskeiði Sönglistar þegar við spurðum hana út í námskeiðin. *er að setja inn meira efni af krökkunum (dansa og syngja) á síðuna okkar á Facebook. 9.7.2010 18:15 Rikka og Logi elduðu dýrindis mat „Það er mikil gleði og hamingja í lífi Loga Geirs og unnustu hans þessa dagana enda fæddist þeim yndislegur sonur fyrir stuttu auk þess sem þau eru nýflutt til Íslands og hafa nýlokið námi í einkaþjálfun," segir Rikka og heldur áfram: „Þegar mikið gengur á gefst ekki alltaf tími til að liggja yfir eldamennskunni. Logi sýndi það og sannaði að það þarf ekki að búa til allt frá grunni svo að útkoman verði hin glæsilegasta." Logi Geirsson var gestur Rikku í gær. Hér eru uppskriftir þáttarins. 9.7.2010 15:14 Hættu að borða eins og þú sért ruslatunna - myndband „Þetta er svona svolítið górillufæði..." sagði Unnur Guðrún Pálsdóttir sjúkraþjálfari, kölluð Lukka, þegar hún sýndi okkur veitingahúsið Happ sem hún og Þórdís Sigurðardóttir næringarráðgjafi eiga og reka. Skoðaðu hér út á hvað þessi heilsusamlega hugmynd gengur hjá Lukku og Þórdísi. 9.7.2010 14:15 Gæðablóð leitar að bestu nikkunni Hljómsveitin Gæðablóð er nú að leita að harmonikkuleikara fyrir næstu skífu sína en þar eiga að vera tvö til þrjú lög með harmonikkutónum. Þeir sem áhuga hafa geta litið við á Bar-Gallerí 46 á Hverfisgötunni í kvöld þar sem hljómsveitin treður upp. 9.7.2010 13:15 Bjössi í Mínus kemst inn í leiklistarskóla í Danmörku Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. 9.7.2010 11:00 Jenni flytur til Danmerkur „Já það er rétt. Við fjölskyldan erum að flytja til Danmerkur,“ segir Jens Ólafsson, betur þekktur sem Jenni í Brain Police. 9.7.2010 11:00 Leikarabörn stíga fyrstu skrefin á hvíta tjaldinu Eygló Hilmarsdóttir og Sigurbjartur Atlason eru bæði börn landsfrægra leikara og fara með hlutverk í kvikmyndinni Gauragangur, sem hóf tökur sínar í vikunni. Bæði eru þau sammála um að það að hafa alist upp með annan fótinn í leikhúsi hafi ýtt undir áhuga þeirra fyrir listinni að leika. 9.7.2010 10:30 Ekki hrifin af botoxi Ofurfyrirsætan Cindy Crawford er ekki mikill aðdáandi botox-aðgerða. „Ég hef prófað botox en ég er samt hrædd við það. Ég hræðist lýtaaðgerðir en svo lengi sem þú notar þær ekki til að breyta andlitinu á þér finnst mér þær allt í lagi,“ sagði Crawford, sem er 44 ára. „Ég fer ekki fram á að líta út eins og ég gerði hér áður fyrr vegna þess að það yrði bara pirrandi. Ég stunda líkamsrækt svo mér líði vel og fái aukna orku.“ 9.7.2010 10:15 SATC galsi eins og hann gerist bestur - myndir Fjöldi vinkvenna lagði leið sína í gleraugnaverslunina Sjáðu á Laugavegi í gær. Um var að ræða SATC partý þar sem gleraugu úr kvikmyndinni Sex and the City ll voru formlega sýnd og mátuð á milli þess sem Cosmopolitan drykkurinn flæddu um verslunina. Eins og myndirnar sýna ríkti mikil gleði á meðal kvennanna og galsinn var allsráðandi þegar fjöldinn allur af SATC sólgleraugu voru mátuð. Við ætlum að spá fyrir lesendum Lífsins til klukkan 08:30. Vertu með... 9.7.2010 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Valli Sport hættur sem umboðsmaður Haffa Haff „Þetta er mjög persónulegt mál fyrir mig því mér þykir mjög vænt um Valla. Við störfum enn saman en við höfðum bara mismunandi hugmyndir um framtíðina," segir tónlistarmaðurinn Haffi Haff. 13.7.2010 09:00
Fríir tónleikar úti á götu stöðva umferð Lady Gaga stöðvaði alla umferð í New York síðastliðinn föstudag þegar meira en 20.000 aðdáendur söngkonunnar troðfylltu göturnar til að sjá ókeypis tónleika hennar í rigningunni. 13.7.2010 08:30
Koma fram í kraftgöllum í Noregi „Við vorum að fá staðfestingu frá Norðmönnum um að við erum bókaðir á Insomnia tónlistarhátíðina næsta haust," segir Hrafnkell Flóki Einarsson sem ásamt Guðlaugi Halldóri Einarssyni skipar raftónlistardúóið Captain Fufanu sem spilar í fyrsta sinn á erlendri grundu í haust. 13.7.2010 08:15
Beinir sviðsljósinu að London „Þetta býður upp á marga möguleika, bæði að túra með hljómsveitum og að vinna í stórum leikhúsum,“ segir Einar Ingi Jóhannesson sem er á leiðinni til London í haust til að læra ljósahönnun fyrir leikhús. 13.7.2010 08:00
Jessica Simpson fallin fyrir giftum manni Söngkonan Jessica Simpson hefur undanfarnar vikur sést í félagsskap fyrrum fótboltastjörnunnar Erics Johnson. Parið sást nýverið leiðast á túristaeyjunni Capri á Ítalíu og gera fjölmiðlar mikið veður út af þessu þar sem Johnson er tæknilega séð giftur maður. 13.7.2010 07:45
Pamela hræðist bótox Fyrirsætan, leikkonan og athafnakonan Pamela Anderson segist aldrei hafa notað yngingarmeðalið bótox og að henni sé í raun illa við það. Pamela, sem hefur ávallt verið ófeimin við að viðra sínar jákvæðu skoðanir á fegrunaraðgerðum, segist ekki vilja sprauta neinu í andlitið á sér. Þykir þessi ákvörðun Anderson koma ansi spánskt fyrir sjónir þar sem hún hefur látið stækka brjóst sín nokkrum sinnum og hefur meðal annars látið hafa það eftir sér í viðtölum að brjóst hennar hafi átt farsælan starfsferil á meðan hún hafi bara fylgt með. 13.7.2010 07:45
Teiknimynd í efsta sætið Teiknimyndin Despicable Me fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. 13.7.2010 07:30
Fergie er reynslunni ríkari Söngkonan Fergie er ekki í peningavandræðum um þessar mundir enda er hljómsveitin hennar The Black Eyed Peas eitt heitasta bandið í heiminum. Líf Fergie hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Í dag er hún þakklát fyrir velgengnina. Fergie, sem ánetjaðist fíkniefnum eftir að hún yfirgaf kvennahljómsveitina Wild Orchid árið 2001 lét hafa eftir sér: „Í þá daga þurfti ég að flytja aftur heim til mömmu og fara á atvinnuleysisbætur af því að ég hafði eytt öllum laununum mínum í eiturlyf. Ég er reynslunni ríkari í dag og kann að meta allt sem tilveran færir mér." 12.7.2010 15:30
Haffi Haff og Páll Óskar saman - myndband Það telst til tíðinda þegar tveir heitustu poppsöngvarar landsins sameinast. „Vitið þið hvað! Um daginn þá skellti ég mér á þá geðsjúkustu útgáfutónleika sem ég hef séð á Íslandi...." segir Páll Óskar Hjálmtýsson í þessu myndbandi. „Ég er með æðislegar fréttir. Sjóvið verður endurtekið hér á Nasa..." 12.7.2010 13:04
Vilja bjarga hjónabandinu Leikkonan Kate Winslet og leikstjórinn Sam Mendes ætla að reyna að bjarga hjónabandi sínu með því að fara saman í rómantískt sumarfrí. Þau komust í fréttirnar í mars þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónaband þeirra væri á 12.7.2010 12:30
Sumir eldast fáránlega vel - myndband „Ja hver hefði trúað því ..." sagði útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson, þegar lag Herberts Guðmundssonar Time var frumflutt á Bylgjunni í morgun. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá Herbert og Ívar. LIVE á Bylgjunni hér (óbirt efni). 12.7.2010 11:30
Svona slakaðu á og njóttu - myndband „Ef þú ert fyrir þetta kröftuga þá tvímælalaust..." sagði Hafsteinn Tómas Sverrisson kaffibarþjónn spurður út í kaffidrykkju snemma morguns. „Expresso er rosalega fínt ef þú kannt að drekka hann." 12.7.2010 10:15
Kennir upprennandi DJ-um Plötusnúðurinn Guðni Einarsson, eða DJ Impulze, stendur fyrir sérstökum plötusnúðanámskeiðum þar sem hann kennir upprennandi plötusnúðum á öll helstu tónlistarforritin sem notuð eru í dag. Námskeiðin vinnur hann í samstarfi við Hljóðfærahúsið og Tónabúðina. 12.7.2010 12:00
Málverk í íslenskum hellum Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. 12.7.2010 11:30
Kaflar teknir úr nýrri bók Breski leikarinn Jude Law hefur unnið mál sem hann höfðaði gegn Sadie Frost, fyrrverandi eiginkonu sinni. Law var afar ósáttur við væntanlega bók Frost, Crazy Days. Krafðist hann þess að hún fjarlægði ljósmyndir af börnunum þeirra og tæki út texta sem fjallaði á opinskáan hátt um stormasamt hjónaband þeirra. Samkvæmt kunningja leikarans verða me 12.7.2010 11:00
Keyrði inn um glugga Söngvarinn George Michael var handtekinn í London um helgina fyrir að keyra bíl sinn inn í ljósmyndabúð. Kappinn var á leið heim frá hátíðarhöldum í tengslum við Gay Parade í London og mun hafa ekið Range Rover-bifreið sinni beint inn um glugga búðarinnar sem er í sömu götu og hann býr. Mun söngvarinn hafa litið taugaveiklaður út þegar hann steig út úr bílnum að sögn vitna á svæðinu. 12.7.2010 10:30
Hvílir sig á kvikmyndunum Leikkonan Drew Barrymore ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndabransanum og íhuga sinn gang í lífinu. Hún hefur unnið látlaust undanfarin þrjú ár, leikstýrt sinni fyrstu mynd Whip It! og leikið í myndum á borð við Grey Gardens og He"s Just Not that into You. Núna er hún orðin dauðþreytt og vill taka sér hlé til að ná áttum í lífinu og íhuga næstu skref. 12.7.2010 10:00
Hljóðupptökunám í Orlando „Þetta er mjög nútímalegur skóli og það er frábært að vera þarna,“ segir Benedikt Steinar Benediktsson. Hann stundar nám í hljóðupptökutækni við hinn virta háskóla Full Sail í Orlando í Bandaríkjunum. Benedikt er í BA-námi um þessar mundir og hyggur á meistaranám að því loknu. 12.7.2010 09:00
Vill ekki breytast Tónlistarmanninum Sting er alveg sama þótt sumum finnist hann falskur og pirrandi vegna þess að fáir vita hver hans raunverulegi persónuleiki er. Sting hefur verið duglegur að koma skoðunum sínum á framfæri í gegnum árin. Hann hefur barist fyrir mannréttindum, gegn eyðingu regnskóganna og reynt að fá maríjúana-eiturlyfið lögleitt. Hann veit að sumt fólk g 12.7.2010 09:00
Uppgötvuð með ömmu sinni í Húsdýragarðinum „Ég var með rosalega flott hár og fannst þetta mjög gaman. Ég lærði að gera svona sjálf og ætla að sýna Karólínu systur minni þegar ég kem heim. Við fengum að skipta tvisvar sinnum um föt og við frænkurnar áttum skemmtilegan dag,“ segir hin átta ára gamla Elena Dís Ásgeirsdóttir. 12.7.2010 08:30
Þarf að sigrast á nikótínfíkninni Leikkonan Lindsay Lohan þarf að sigrast á sígarettufíkninni þegar hún verður lokuð inni í kvennafangelsi síðar í mánuðinum. Vinir hennar óttast mjög um hana. 12.7.2010 06:00
Rennandi blaut - myndband „Ég hef einu sinni farið..." viðurkenndi Heiða Kristín Másdóttir starfsmaður Ylstrandarinnar spurð út í sjósundið sem er vinsælt um þessar mundir þegar við spjölluðum við hana og kollega hennar, Torfa Bryngeirsson fyrr í dag. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið. Nautholsvik.is 10.7.2010 17:02
Laug að foreldrum að kærastan væri blökkumaður - myndband Við hittum Kristjönu Björk Traustadóttur sem selur skartgripi sem hún bjó til í Kolaportinu í dag og á morgun, sunnudag. „Ég er ekki lærð. Ég er bara sjálflærð. Þetta er úr íslenskri þæfðri ull. Það er undirstaðan," sagði Kristjana spurð út í skartgripina hennar. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið við Kristjönu. PELE skart á Facebook. 10.7.2010 16:30
Steindi jr í stuði - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Steinda jr og sýslumanninn á Selfossi, Ólaf Helga Kjartansson, skemmta sér í Mosfellsbæ á tónleikum þar sem gömul lög Rolling Stones voru flutt við mikinn fögnuð viðstaddra. Hljómsveitarmeðlimir sem skemmtu gestum voru Bjössi, Bjarni og Krummi og Birgir Ísleifur úr Motion Boys. Af því að sagan segir að sýslumaðurinn hafi neyðist til að fresta komu sinni á ættarmót vegna tónleikanna birtum við umrædda myndasyrpu. 10.7.2010 10:00
Charlies í partí í Playboy-setrinu „Við vorum að fá staðfestingu á að okkur er boðið í partí á mánudagskvöldið. Það er sko mikið ferli að komast inn í þessi playboypartí og allir verða að senda mynd og umsókn sem síðan er yfirfarin af starfsmönnum Playboy. Það má því kalla þetta ákveðinn heiður fyrir okkur að komast inn,“ segir Alma, söngkona í hljómsveitinni The Charlies, hlæjandi og viðurkennir að þær séu allar spenntar að berja Playboyhöllina augum en að þetta sé um leið mjög skrýtið og frekar fyndið. 10.7.2010 09:15
Ólétt Fox? Leikkonan Megan Fox giftist kærasta sínum, leikaranum Brian Austin Green, við látlausa athöfn á Hawaii fyrir stuttu. Nú vilja fjölmiðlar meina að parið hafi ákveðið að ganga í hið heilaga því Fox eigi von á sér. 10.7.2010 09:00
Konan hélt framhjá Gamanleikarinn Kelsey Grammer stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína, Camille Grammer, en þau eiga þrettán ára samband að baki. Samkvæmt heimildum eiga hjónin að hafa rifist oft og gjarnan síðustu mánuði bæði vegna fjárhagsörðugleika og vegna meints framhjáhalds Camille. 10.7.2010 08:00
LungA haldin í tíunda skipti Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. 10.7.2010 08:00
Holmes til Glee Leikkonan Katie Holmes hefur nú staðfest að hún muni heiðra vinsælu þáttaröðina Glee með nærveru sinni í næstu seríu. Holmes, sem er hvað frægust fyrir að vera gift leikaranum Tom Cruise, mun leika gestahlutverk í fimm þáttum í þessaru sjónvarpsþáttaseríu sem sýndir eru á Stöð 2 hér á landi. Þættirnir eru með söngleikjasniði og mun leikkonan vera byrjuð að æfa sig af krafti til að geta látið ljós sitt skína í söng og dansi. 10.7.2010 06:00
Úr vöðvabúnti í kryppling „Ég gæti ekki verið hamingjusamari með þessa skiptingu,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann leikur krypplinginn Riff Raff í stað hins fullkomna karlmanns Rocky í söngleiknum Rocky Horror sem verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar 10. september. 10.7.2010 06:00
Syngur um þrá og einlægni Jónas Sigurðsson, fyrrverandi Sólstrandagæi, sendir frá sér sína aðra plötu í byrjun október og kemur hún út á vegum Cod Music. 10.7.2010 06:00
Vill ekki kvænast Leikarinn Eddie Cibrian, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum CSI Miami, vill ekki kvænast kærustu sinni, söngkonunni LeAnn Rimes, því hann óttast að það komi óorði á hann. „LeAnn hélt að Eddie mundi kvænast henni, en hann er ekki hrifinn af hugmyndinni. Mannorð hans hefur beðið hnekki eftir framhjáhaldið. Hann óttast að fólk dæmi hann ef hann kvænist LeAnn,“ var haft eftir vini. 10.7.2010 05:45
Ekki fleiri smáskífur Tónlistarmaðurinn Elton John ætlar að hætta að senda frá sér smáskífur og gefa þess í stað út hefðbundnar plötur. „Á áttunda, níunda og tíunda áratugnum sögðu plötufyrirtækin mér að búa til smáskífur. Ég held að ég hafi uppfyllt þær óskir,“ sagði hinn 63 ára Elton. 10.7.2010 04:00
Gauragangur í miðbænum Fjöldi manns var mættur við Fríkirkjuna í Reykjavík í gærmorgun til að leika statistahlutverk í kvikmyndinni Gauragangi. Gott veður og mikil stemning var á tökustað en um 400 manns mættu til að taka þátt í kvikmyndinni. Skátarnir stóðu vörð og íslenska fánanum var flaggað. Senan sem verið var að taka upp var upphafstriði myndarinnar og gerist í jarðarför. 10.7.2010 04:00
Andersen & Lauth í Top Model „Þetta var í nýjasta þætti America‘s Next Top Model og það var eiginlega bara tilviljun að við rákum augun í þetta. Yfirleitt láta pressuskrifstofur mann vita af svona löguðu, en við erum ekki með slíka í Bandaríkjunum þannig það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þar,“ útskýrir Gunnar Hilmarsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Andersen & Lauth, en keppandi í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti, America‘s Next Top Model, sást klæðast vesti frá Andersen & Lauth í einni myndatökunni. 10.7.2010 03:00
Upprennandi leikarar - myndband Í morgun hittum við hressa krakka í Borgarleikhúsinu til að fræðast um söng- og leiklistarnámskeiðin sem fram fara þar í sumar. „Þetta er sem sagt sumarnámskeið. Þetta er fjórða vikan okkar..." útskýrði Erla Ruth Harðardóttir leikkona og leiðbeinandi á sumarnámskeiði Sönglistar þegar við spurðum hana út í námskeiðin. *er að setja inn meira efni af krökkunum (dansa og syngja) á síðuna okkar á Facebook. 9.7.2010 18:15
Rikka og Logi elduðu dýrindis mat „Það er mikil gleði og hamingja í lífi Loga Geirs og unnustu hans þessa dagana enda fæddist þeim yndislegur sonur fyrir stuttu auk þess sem þau eru nýflutt til Íslands og hafa nýlokið námi í einkaþjálfun," segir Rikka og heldur áfram: „Þegar mikið gengur á gefst ekki alltaf tími til að liggja yfir eldamennskunni. Logi sýndi það og sannaði að það þarf ekki að búa til allt frá grunni svo að útkoman verði hin glæsilegasta." Logi Geirsson var gestur Rikku í gær. Hér eru uppskriftir þáttarins. 9.7.2010 15:14
Hættu að borða eins og þú sért ruslatunna - myndband „Þetta er svona svolítið górillufæði..." sagði Unnur Guðrún Pálsdóttir sjúkraþjálfari, kölluð Lukka, þegar hún sýndi okkur veitingahúsið Happ sem hún og Þórdís Sigurðardóttir næringarráðgjafi eiga og reka. Skoðaðu hér út á hvað þessi heilsusamlega hugmynd gengur hjá Lukku og Þórdísi. 9.7.2010 14:15
Gæðablóð leitar að bestu nikkunni Hljómsveitin Gæðablóð er nú að leita að harmonikkuleikara fyrir næstu skífu sína en þar eiga að vera tvö til þrjú lög með harmonikkutónum. Þeir sem áhuga hafa geta litið við á Bar-Gallerí 46 á Hverfisgötunni í kvöld þar sem hljómsveitin treður upp. 9.7.2010 13:15
Bjössi í Mínus kemst inn í leiklistarskóla í Danmörku Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. 9.7.2010 11:00
Jenni flytur til Danmerkur „Já það er rétt. Við fjölskyldan erum að flytja til Danmerkur,“ segir Jens Ólafsson, betur þekktur sem Jenni í Brain Police. 9.7.2010 11:00
Leikarabörn stíga fyrstu skrefin á hvíta tjaldinu Eygló Hilmarsdóttir og Sigurbjartur Atlason eru bæði börn landsfrægra leikara og fara með hlutverk í kvikmyndinni Gauragangur, sem hóf tökur sínar í vikunni. Bæði eru þau sammála um að það að hafa alist upp með annan fótinn í leikhúsi hafi ýtt undir áhuga þeirra fyrir listinni að leika. 9.7.2010 10:30
Ekki hrifin af botoxi Ofurfyrirsætan Cindy Crawford er ekki mikill aðdáandi botox-aðgerða. „Ég hef prófað botox en ég er samt hrædd við það. Ég hræðist lýtaaðgerðir en svo lengi sem þú notar þær ekki til að breyta andlitinu á þér finnst mér þær allt í lagi,“ sagði Crawford, sem er 44 ára. „Ég fer ekki fram á að líta út eins og ég gerði hér áður fyrr vegna þess að það yrði bara pirrandi. Ég stunda líkamsrækt svo mér líði vel og fái aukna orku.“ 9.7.2010 10:15
SATC galsi eins og hann gerist bestur - myndir Fjöldi vinkvenna lagði leið sína í gleraugnaverslunina Sjáðu á Laugavegi í gær. Um var að ræða SATC partý þar sem gleraugu úr kvikmyndinni Sex and the City ll voru formlega sýnd og mátuð á milli þess sem Cosmopolitan drykkurinn flæddu um verslunina. Eins og myndirnar sýna ríkti mikil gleði á meðal kvennanna og galsinn var allsráðandi þegar fjöldinn allur af SATC sólgleraugu voru mátuð. Við ætlum að spá fyrir lesendum Lífsins til klukkan 08:30. Vertu með... 9.7.2010 08:00