Fleiri fréttir

Telur að uppgötvanir ÍE á sviði erfðafræði standi upp úr á heimsvísu

Uppgötvanir Íslenskrar erfðagreiningar á stökkbreytingu í brjóstakrabbameinsgeni munu koma til með að skipta mestu máli þegar upp er staðið að mati forstjóra fyrirtækisins. Ritstjóri eins virtasta fagtímarits heims á sviði erfðafræði telur að röðun Íslenskrar erfðagreiningar á genamengi mannsins á árinu 2002 standi upp úr í rannsóknum á erfðafræði í heiminum.

Tjarnargatan vann til tveggja verðlauna

Verðlaunin voru fyrir "Hold Fokus” herferðina sem Tjarnargatan vann fyrir norska tryggingarfyrirtækið Gjensidige, Trygg Trafik og PR-opertørene.

Húsnæðislán lífeyrissjóðanna hafa margfaldast milli ára

Heildarupphæð nýrra útlána lífeyrissjóða til heimila áttfaldaðist á fyrri helmingi ársins. Samtök fjármálafyrirtækja vilja banna lífeyrissjóðunum að veita sjóðsfélagalán. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir lánin ve

Ekki fleiri uppsagnir á dagskrá

Engar hópuppsagnir eru fyrirhugaðar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka, en á miðvikudag var 46 starfsmönnum Arion banka sagt upp.

Íslensk þrívíddarlinsa fyrir snjallsíma komin á markað

Kúla Bebe, þrívíddarlinsa fyrir snjallsíma úr smiðju íslenska fyrirtækisins Kúlu, er nú komin í forsölu á vefsíðu fyrirtækisins. Kúlunni er smellt á snjallsíma og svo má nota frítt smáforrit Kúlu og Kúlacode-tölvuforritið til að breyta myndunum, sem teknar hafa verið, í þrívíddarformat og skoða þær í tölvu eða síma.

Virðing opnar í London

Gunnar Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Virðingar í Bretlandi.

Bioeffect tapar ellefu milljónum

Heildarvelta félagsins árið 2015 nam 713 milljónum króna, samanborið við 573 milljónir króna árið 2014, og jókst því um 24,5 prósent milli ára.

Óttast að við verðum of háð túrismanum

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Um leið óttast hann að við gætum orðið of háð henni.

Lífsgæði að búa á Akureyri

Jóhann Steinar Jóhannsson er nýr framkvæmdastjóri ÍV sjóða. Hann hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Utan vinnunnar iðkar hann crossfit og hefur gaman af því að fara í sveitina með fjölskyldunni.

Gerir auknar kröfur um samfélagsábyrgð félaga

Landsbankinn hefur frá árinu 2013 verið aðili að PRI (Principle for Re­sponsible Investment), alþjóðlegum samtökum fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða grund­vallar­viðmið um ábyrgar fjárfestingar. "Nú ætlum við að taka næsta skref og horfa út á við,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans. Hún segir að hagfræðideild bankans, sem sér um greiningar, muni taka inn í sína greiningu á fyrirtækjum hvernig staðið sé að samfélagsábyrgð og væntir hún þess að það hafi áhrif á verðmat þeirra. Í fyrstu muni hún einbeita sér að því að safna slíkum upplýsingum, en síðar verði farið að nýta þær við verðmat.

Þriggja ára styrkur

Elkem á Íslandi og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa stofnað rann­sóknar­stöðu við Nýsköpunarmiðstöðuna.

Verslunarrisar mættir til leiks

Við batnandi efnahagsskilyrði sjá stór erlend vörumerki í auknum mæli tækifæri í því að koma til landsins. Mismunandi ástæður eru fyrir því, afnám tolla var drifkraftur H&M, bætt efnahagslíf ýtti undir komu spænsku keðjunnar Cortefiel en fjölgun ferðamanna gerði Hard Rock kleift að opna.

Kosningarnar draga úr nýjum skráningum

Einhver fyrirtæki hafa seinkað áformum sínum um skráningu í Kauphöll Íslands í aðdraganda kosninga. Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á Aðallista á árinu. Forstjóri Kauphallarinnar sér þó fyrir að minnsta kosti eina skráningu á árinu.

Klofnaði í afstöðu til erlendra lána

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til frumvarps um erlend lán. Þingmenn Framsóknar í nefndinni mynduðu meirihluta með þingmönnum stjórnarandstöðunnar.

Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik

Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð.

Sjá næstu 50 fréttir