Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Ástin deyr í hnattrænni hlýnun

Ása Helga Hjörleifsdóttir skoðar loftslagsvandann í ljósi sambandsslita í stuttmyndinni Last Dance sem fékk glimrandi viðtökur á sýningu í Róm þar sem útvaldir leikstjórar sýndu myndir sem þeir gerðu að beiðni Sameinuðu þjóðanna og ART for The World.

Lífið
Fréttamynd

Banda­rísk barna­stjarna látin

Bandaríska barnastjarnan Laurel Griggs, sem kom fram í nokkrum þáttum af Saturday Night Live og í nokkrum sýningum á Broadway, er látin, þrettán ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Ferðast aftur í tímann með Tortímandanum

Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Níu milljarðar í endurgreiðslur en álitamál uppi

Á tímabilinu 2001 til 2018 hafa um níu milljarðar króna verið greiddir úr ríkissjóði til framleiðenda á grundvelli endurgreiðslukerfis kvikmynda. Á undanförnum árum hefur vægi sjónvarpsefnis aukist innan endurgreiðslukerfisins og tilvikum fjölgað þar sem álitamál er hvort efnið falli að markmiðum laga um endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Michael Myers kemur í kvöld!

Hrekkjavökumorðinginn Michael Myers hefur stungið slægt og flakað barnfóstrur, vandræðaunglinga og í raun bara hvern sem er þegar hann bregður undir sig betri fætinum sem gerist einmitt einna helst að kvöldi á hrekkjavökunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Djúpköfun ofan í myrkur sálarinnar

Sýningar á þýsku kvikmyndinni Der goldene Handschuh, eða Gyllti hanskinn, eru hafnar í Bíó Paradís undir þeim formerkjum að hér sé án efa komin "ógeðslegasta mynd sem þú munt sjá á árinu!“

Gagnrýni
Fréttamynd

Sálarháski hversdagsleikans

Agnes Joy er svo ofboðslega góð kvikmynd. Einföld og látlaus en samt svo yfirþyrmandi víðfeðm og djúp að mann skortir eiginlega orð.

Gagnrýni