

Bónus-deild kvenna
Leikirnir

Kristjana Eir hætt með Fjölni
Kristjana Eir Jónsdóttir mun ekki stýra Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Hún og Fjölnir hafa komist að sameiginlegi niðurstöðu um að hún hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

„Ég er með samning en er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli“
Haukar töpuðu gegn Val á heimavelli 46-56. Þetta var annað tímabilið í röð sem Haukar tapa oddaleik á heimavelli. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var óviss hvort hann yrði þjálfari Hauka á næsta tímabili.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 46-56 | Valskonur í úrslit
Valur hafði betur gegn Haukum í oddaleik um sæti í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Valskonur höfðu betur og eru komnar í úrslit þar sem þær mæta Keflavík.

„Vera óhrædd og taka þessi opnu skot“
„Við ætluðum okkur ekki í sumarfrí,“ sagði Sólrún Inga Gísladóttir, leikmaður Hauka, eftir 70-80 sigur á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: Valur – Haukar 70-80 | Oddaleikur um sæti í úrslitum framundan
Eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu hafa Haukar jafnað metin í 2-2 og tryggðu sér í kvöld oddaleik sem fram fer í Ólafssal á sunnudag. Reikna má með brjáluðum látum þar sem sigurvegarinn þar mætir Keflavík í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta.

„Því miður brotnuðum við allt of snemma“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, var ekkert sérstaklega glaðlegur í lok fjórða leiks liðs hans gegn Keflavík í undanúrslitum deildarinnar. Keflavík vann stórsigur 44-79 og er komið í úrslit en leiktíð Njarðvíkur er á enda. Íslandmeistaratitilinn sem Njarðvíkingar unnu á síðustu leiktíð er á leið annað.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík – Keflavík 44-79 | Sendu Íslandsmeistarana í sumarfrí og flugu inn í úrslitin
Fyrr í kvöld fór fram fjórði leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Um var að ræða heimaleik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Keflavík hafði forystu í einvíginu með tvo vinninga gegn einum og gat tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann stóran sigur í leiknum 44-79 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn,

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík
Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni.

„Þetta var allt annað varnarlega“
Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 93-77 | Haukar sýndu klærnar
Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77.Valur leiðir einvígið 2-1.

„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“
Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin.

Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter
Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni.

Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Keflavík 89-85 | Njarðvík vann án Collier og jafnaði einvígið
Njarðvík er búið að jafna metin í einvíginu gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Njarðvík vann 89-85 sigur á heimavelli sínum í kvöld eftir spennandi leik.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 72-50 | Valur vann og Haukar komnir með bakið upp að vegg
Valskonur komust í 2-0 í einvígi sínu við Hauka í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta með sannfærandi 72-50 sigri í leik liðanna í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld.

Nýtt rapplag fyrir Njarðvík og bolir til heiðurs goðsögn félagsins
Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst í kvöld. Þeir geta hlustað á nýtt Njarðvíkurlag til að koma sér í gírinn og sérstakir bolir til heiðurs Loga Gunnarssyni eru einnig komnir í umferð.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-64 | Deildarmeistararnir byrja undanúrslitin á sigri
Keflavík byrjaði einvígi Reykjanesbæjar á sigri í fyrsta leik gegn Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflavík var töluvert betri í seinni hálfleik og vann að lokum tíu stiga sigur 74-64. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

„Talaði um það síðustu þrjár vikur að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing“
Njarðvík tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tíu stiga tap 74-64 í Blue-höllinni.

„Ekki einu sinni 20 stigum undir“
Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

Umfjöllun: Haukar - Valur 71-73 | Ótrúlegur viðsnúningur Vals sem er komið yfir í einvíginu
Valur vann frækinn sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar misstu niður 20 stiga forskot og enduðu á að tapa eftir framlengdan leik.

„Fólk er að missa sig af spennu“
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum.

Stjarnan og Þór upp í Subway-deildina
Stjarnan og Þór Ak. tryggðu sér sæti í Subway-deild kvenna í gær. Þór hefur ekki átt lið í efstu deild í 45 ár.

Dóttir Loga Gunnars að spila í meistaraflokki á sama tíma og hann
Logi Gunnarsson er enn að spila í efstu deild þátt að hann sé á 42. aldursári. Það þýðir að fjölskyldan náði merkilegum tímamótum í þessari viku.

Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“
Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport.

Finnst þetta vera vanmetinn titill
Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.

Rúnar um undanúrslitin: „Það verður stríð um Reykjanesbæ sem enginn má missa af“
„Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val.

Haukar upp í annað sætið eftir stórsigur á Breiðabliki
Haukar ljúka leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í 2. sæti eftir stórsigur á Breiðabliki í kvöld. Á sama tíma tapaði Valur heima fyrir Njarðvík. Þá vann ÍR aðeins sinn þriðja sigur á leiktíðinni þegar Grindavík kom í heimsókn.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 73-79 | Ótrúlegur viðsnúningur á Hlíðarenda
Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa nú unnið sjö leiki í röð eftir frábæran sigur á Val að Hlíðarenda í lokaumferð Subway-deildar kvenna. Valur leiddi framan af en ótrúlegur viðsnúningur undir lok leiks sneri taflinu við.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 90 - 64 | Innsigluðu deildarmeistaratitilinn með þægilegum sigri
Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik.

Valsmenn gengu út af þingi: „Miklar líkur á að við förum illa með þetta frelsi“
„Það eru rosalega miklar líkur á því að við [í körfuknattleikshreyfingunni] förum illa með þetta frelsi,“ segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, um nýsamþykktar breytingar á reglum um erlenda leikmenn í íslenskum körfubolta.

Utan vallar: „This is the Icelandic league“
Íslenskir leikmenn gætu verið í útrýmingahættu í Subway deildunum í körfubolta eftir ákvarðanir ársþings Körfuboltasambands Íslands um helgina.