Sigrún snýr aftur til Hauka Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika með Haukum út yfirstandandi keppnistímabil eftir að hafa ákveðið að hætta hjá Fjölni, þar sem hún var spilandi aðstoðarþjálfari. Körfubolti 27. janúar 2023 15:43
Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins. Körfubolti 25. janúar 2023 23:15
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 83-62 | Góður sigur Keflavíkur í toppslagnum Keflavík vann góðan sigur á Haukum í toppslag Subway-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík heldur því góðri stöðu á toppi deildarinnar. Körfubolti 25. janúar 2023 22:00
Stórsigrar hjá Njarðvík og Val Njarðvík og Valur unnu stóra sigra í leikjum sínum í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík náði þar með fjórða sætinu aftur af Grindvíkingum. Körfubolti 25. janúar 2023 21:00
Lalli: Það er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Breiðabliki í HS-Orku höllinni í kvöld í Subway-deild kvenna, lokatölur 82-59. Sigurinn virtist í raun aldrei í hættu og fljótlega settu heimakonur í fluggírinn og tóku öll völd á vellinum. Körfubolti 25. janúar 2023 20:54
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Breiðablik 82-59 | Fjórði sigur Grindavíkur í röð Grindavík vann öruggan sigur á Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld en liðin mættust suður með sjó. Lokatölur 82-59 og Grindavík eltir Njarðvík í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Körfubolti 25. janúar 2023 20:00
Sigrúnu vantar bara sjö leiki til að bæta leikjametið í efstu deild Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fjölni eftir ósætti á milli hennar og aðalþjálfara liðsins Kristjönu Jónsdóttur. Körfubolti 25. janúar 2023 12:30
Sigrún segir upp hjá Fjölni: „Við Kristjana náðum ekki takti saman“ Körfuboltakonan reynslumikla Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er hætt hjá Fjölni eftir að hafa verið spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistaranna. Hún segir ástæðuna „ólíka sýn“ hennar og þjálfarans Kristjönu Eirar Jónsdóttur á leik liðsins. Körfubolti 25. janúar 2023 08:30
ÍR vann loks leik | Öruggt hjá toppliðinu ÍR, botnlið Subway deildar kvenna í körfubolta, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það mætti Fjölni í kvöld. Þá vann topplið Keflavíkur öruggan tuttugu stiga sigur á Breiðabliki. Körfubolti 18. janúar 2023 22:31
Umfjöllun: Haukar - Valur 61-71 | Þreyta í nýkrýndum bikarmeisturunum Valur vann sterkan sigur á nýkringdum bikarmeisturunum Haukum í toppslag 16. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en ferskleiki og baráttugleði skiluðu Valskonum sigrinum á endanum eftir samhellda liðframmistöðu. Fer þá Valur upp að hlið Hauka í töflunni, lokatölur 71-61. Körfubolti 18. janúar 2023 21:55
„Við erum að láta sóknarleikinn stjórna því sem við gerum varnarlega“ Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, lá ýmislegt á hjarta eftir að hans lið beið ósigur á heimavelli, 67-73, gegn Grindavík fyrr í kvöld. Þetta var fjórði ósigur liðsins í deildinni í röð. Körfubolti 18. janúar 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 67-73 | Baráttan um sæti í úrslitakeppni galopin Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór fram, fyrr í kvöld, nágrannaslagur milli liðs Njarðvíkur og Grindavíkur í sextándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að Grindavík vann góðan sigur og baráttan um fjórða sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni, orðin æsispennandi. Körfubolti 18. janúar 2023 19:55
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 73-100 | Keflvíkingar í bikarúrslit Keflavík vann býsna auðveldan sigur gegn ungu liði Stjörnunnar þegar topplið Subway-deildar kvenna og topplið 1. deildar kvenna áttust við í undanúrslitum VÍS-bikarsins í Laugardalshöll. Körfubolti 10. janúar 2023 21:44
Umfjöllun: Snæfell - Haukar 62-98 | Haukar ekki í vandræðum með 1. deildarliði Hólmara Haukar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VÍS bikars kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á 1. deildarliði Snæfells í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 98-62 Haukum í vil og munu þær mæta aftur í höllina á laugardaginn til að verja bikarmeistaratitilinn. Körfubolti 10. janúar 2023 20:21
Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. Körfubolti 5. janúar 2023 18:00
Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. Körfubolti 4. janúar 2023 23:40
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 78-67 | Keflavík sneri taflinu við í seinni hálfleik og vann grannaslaginn Topplið Keflavíkur vann góðan endurkomusigur á Njarðvík þegar nágrannaliðin mættust í Keflavík í kvöld. Njarðvík náði mest fjórtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Keflavík kom til baka og hirti stigin tvö. Körfubolti 4. janúar 2023 22:10
Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. Körfubolti 4. janúar 2023 21:36
Risasigrar hjá Haukum og Val Haukar og Valur unnu bæði stórsigra í leikjum liðanna í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Haukar unnu ÍR 99-52 í Ólafssal og á sama tíma vann Valur sigur á Breiðablik 102-59 á heimavelli sínum. Körfubolti 4. janúar 2023 20:58
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. Körfubolti 4. janúar 2023 19:58
Annáll Subway deildar kvenna: Njarðvík batt enda á áratugs bið Það má segja að Njarðvík hafi komið flestum, ef ekki öllum, á óvart á síðustu leiktíð Subway deildar kvenna í körfubolta en liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir að lenda í 4. sæti í deildarkeppninni. Körfubolti 2. janúar 2023 22:31
Toppliðinu berst mikill liðsstyrkur Emelía Ósk Gunnarsdóttir er gengin í raðir uppeldisfélags síns Keflavíkur fyrir síðari hlutann í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 2. janúar 2023 13:45
Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing. Körfubolti 28. desember 2022 22:27
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik 14. umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi og létu hana ekki af hendi. Leikar enduðu 83-61 og þægilegur sigur Vals staðreynd sem varð augljós mjög snemma. Körfubolti 28. desember 2022 21:55
„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“ Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn. Körfubolti 28. desember 2022 21:31
Öruggt hjá Haukum og Grindavík | Tímaspursmál hvenær ÍR fellur Haukar og Grindavík unnu góða sigra í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 28. desember 2022 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Þægilegur Keflavíkursigur í tilþrifalitlum leik Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. Körfubolti 28. desember 2022 20:00
Komst í hóp með Helenu og Birnu: „Hún er orðin uppáhalds leikmaðurinn minn“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir, nítján ára leikmaður Hauka, var ausin lofi í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds. Körfubolti 16. desember 2022 12:30
„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni. Körfubolti 14. desember 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks í botnslagnum Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Körfubolti 14. desember 2022 22:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti