Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hefur ekki hug­mynd um hvað tekur nú við

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari segir marga hafa spurt sig að því hvað taki nú við hjá henni og Aroni Einari Gunnarssyni fótboltamanni nú þegar samningur hans er runninn út hjá Al Arabi. Sannleikurinn sé sá að hún hafi ekki hugmynd og viðurkennir Kristbjörg að hún eigi erfitt með óvissuna.

Lífið
Fréttamynd

Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“

Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Datt af hjóli og missir af EM

Michal Sadileik, miðjumaður tékkneska landsliðsins og hollenska félagsins Twente, hefur dregið sig frá keppni á Evrópumótinu eftir að hafa dottið af hjóli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina“

Það var létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, þegar hann mætti í viðtal strax eftir að liðinu tókst að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikars karla nú í dag. Arnar sagði að leikirnir gerðust ekki dramatískari en leikurinn í dag. Liðið var með pálmann í höndum sér en Keflvíkingum tókst að jafna á lokamínútu leiksins og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjör: Kefla­vík - Valur 3-3 | Valur í undan­úr­slit eftir vítaspyrnukeppni

Keflavík tók á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Eftir 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið náðu að skora sitt hvort markið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn unnu 5-3 og það er því Valur sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið.

Íslenski boltinn