Fréttir

Fréttamynd

Á annan tug dælt úr Muuga

Vinnuflokkur frá Olíudreifingu dvaldi um borð í flutningaskipinu Wilson Muuga á strandstað við Reykjanes í nótt og hélt áfram að dæla olíumenguðum sjó úr lestum skipsins upp í plastkör. Þyrla mun svo sækja kerin út í skipið. Á annan tug tonna hefur nú þegar verið dælt úr lestinni.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með fjögur kíló af kókaíni

Karlmaður um fertugt situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á smygli á fjórum kílóum af Kókaíni til landsins í nóvember síðastliðnum. Að sögn Ríkisútvarpsins var efnið falið í bíl, sem maðurinn flutti til landsins, en leysti ekki úr tolli fyrr en í þessum mánuði, og var hann þá handtekinn. Tveir aðrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Þetta mun vera stærsta kókaínsending sem tollverðir hafa fundið til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Varað við óveðri við Vík í Mýrdal

Vegagerðin varar við óveðri við Vík í Mýrdal. Á Austfjörðum er víðast snjóþekja, hálka og skafrenningur á heiðum. Mokstur er hafinn á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Hálkublettir eru á Noðrurlandi, hálka á heiðum á Vestjörðum og það er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í Breiðagerðisskóla

Brotist var inn í Breiðagerðisskóla í nótt og þaðan stolið skjávarpa. Enn er ekki vitað hvort að þjófurinn hafi haft önnur verðmæti á brott með sér. Þjófurinn spennti upp hurð til að komast inn í skólann. Hann komst síðan óséður út og er enn ófundinn.

Innlent
Fréttamynd

Sjö ökuþórar teknir í nótt

Sjö ökumenn voru teknir fyrir of hraðann akstur í Reykjavík í nótt, sem er óvenju mikill fjöldi að næturlagi. Sá sem hraðast ók, mældist á 120 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80. Þá voru þrír ölvaðir ökumenn teknir úr umferð, sem líka er óvenju mikið í miðri viku.

Innlent
Fréttamynd

Fá betra verð í Noregi

Norsk loðnuskip, sem nýverið kláruðu kvóta sinn hér við land, fegnu mun hærra verð fyrir afla sinn í Noregi, en íslensk skip fá fyrir samskonar loðnu hér á landi. Skip.is greinir frá því að meðalverð fyrir tonnið til bræðslu eða frystingar í Noregi hafi verið röskar 25 þúsund krónur, en síðast þegar Fréttastofa Stöðvar tvö kannaði hráefnisverðið hér, greiddu íslenskar verksmiðjur 13 til 14 þúsund krónur fyrir tonnið.

Innlent
Fréttamynd

Íranar segja samninga einu leiðina

Aðalsamningamaður Írana, Ali Larijani, segir að Íranar hafi ekki áhyggjur af því að vesturlönd eigi eftir að beita hörðu í kjarnorkudeilunni. Eftir fund með Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í gær sagði Larjani að eina leiðin til þess að leysa deiluna væri samningaleiðin. Frestur sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Írönum til þess að hætta auðgun úrans rennur út eftir nokkrar klukkustundir og búist er við því að refsiaðgerðir hefjist þá þegar.

Erlent
Fréttamynd

Bretar og Danir kalla hermenn heim frá Írak

Búist er við að Tony Blair forsætisráðherra Bretlands tilkynni í dag að flutningur herliðs Breta frá Írak hefjist innan nokkurra vikna. Samkvæmt áætlun Blairs munu fyrstu 1.500 hermennirnir úr 7.100 manna liði þeirra í Írak snúi heim á næstu vikum. Danir tilkynna líklega eftir hádegið um viðlíka heimkvaðningu danskra hermanna.

Erlent
Fréttamynd

Matvöruverð oftast lægst á Íslandi

Verð á matvöru á Norðurlöndunum var oftast lægst á Íslandi í nýrri skoðanakönnun félags íslenskra stórkaupmanna. Af tíu vörum sem athugaðar voru í lágvöruverðsverslunum var verðið sjö sinnum lægst á Íslandi. Í stórmarkaðsverslunum var verðið þrisvar sinnum lægst hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Ósamræmi í framburði

Framburður tveggja forsvarsmanna Baugs um fyrirtæki á Bahama-eyjum eru í algerri andstöðu hvor við annan. Það átti að skrá eignarhald á skemmtibátnum Thee Viking á félagið samkvæmt sækjanda.

Innlent
Fréttamynd

Föst undir steinvegg í fjóra klukukutíma

Kona á fimmtugsaldri var flutt með sjúkrabifreið frá Húnavatnssýslu til Reykjavíkur í dag eftir að steinveggur brotnaði og féll á hana. Konan lá föst undir veggnum á bóndabæ í Vatnsdal í fjórar klukkustundir þar til hjálp barst. Konan mun hafa verið að reka hross út úr hesthúsi þegar slysið varð, en eitt hrossana sparkaði í vegginn með þessum afleiðingum.

Innlent
Fréttamynd

Breskt herlið frá Írak

Búist er við að Tony Blair forsætisráðherra Breta tilkynni á morgun að flutningur herliðs Breta frá Írak hefjist innan nokkurra vikna. Þetta kemur fram á BBC og í öðrum breskum fjölmiðlum í dag. Áætlun Blairs er að fyrstu 1.500 hermennirnir úr 7.100 manna liði þeirra í Írak snúi heim á næstu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Eiturgas umlukti heilan bæ

Sex létust og tugir urðu fyrir eituráhrifum þegar tankbíll fullur af klór sprakk við veitingastað í bænum Taji í Írak í dag. Eiturgas umlukti bæinn sem er 20 km norður af höfuðborginni Baghdad. Tölur látinna voru á reiki, fyrstu tölur sögðu fimm látna og 148 sem orðið hefðu fyrir eitrun. Alls létust 20 manns í landinu í dag í nokkrum tilfellum, meðal annars í Baghdad.

Erlent
Fréttamynd

Áætlun í jafnréttismálum endurskoðuð

Kynbundinn launamunur er eitt af helstu áhersluatriðum í endurskoðaðri áætlun í jafnréttismálum. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja tillöguna fram til þingsályktunar. Tillagan var unnin í félagsmálaráðuneytinu ásamt skýrslu um stöðu og horfur í jafnréttismálum.

Innlent
Fréttamynd

Átak gegn sjálfsvígum í S-Kóreu

Heilbrigðisyfirvöld í Suður Kóreu segjast vera að undirbúa herferð sem beinist gegn hárri sjálfsvígstíðni í landinu. Á fimm árum hafa sjálfsmorðstilfelli tvöfaldast. Verið er að skoða ýmsa möguleika eins og að koma upp ráðgjafamiðstöðvum og fjarlægja vefsíður sem sýna leiðir til sjálfsmorða og hvetja jafnvel fólk til að taka líf sitt.

Erlent
Fréttamynd

Alræmdi klósettrúlluþjófurinn varaður við

Rað-klósettrúlluþjófur í Bretlandi hefur fengið viðvörun frá lögreglu eftir að upp komst að hann hefur stolið klósettrúllum af almenningssalernum. Konan er miðaldra og hefur tekið tíu rúllur á dag í að minnsta kosti þrjár vikur. Hún var gripin glóðvolg af bæjarstarfsmönnum í vestur Bridgford í Nottingham.

Erlent
Fréttamynd

Vilja virkja grasrótina

Samstaða, baráttusamtök um bætta umferðarmenningu, hvetja alla til að skrá sig í samtökin og vinna að fækkun alvarlegra umferðarslysa. Félagið var stofnað í kjölfar slysaöldu á síðasta ári. Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er þessu ári og hefur alvarlegum meiðslum á fólki fækkað. Steinþór Jónsson formaður samtakanna segir í fréttatilkynningu að það sé góð byrjun á löngu verkefni.

Innlent
Fréttamynd

Airbus íhugar uppsagnir tíu þúsund manns

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, segir að tíu þúsund starfsmönnum evrópska flugrisans Airbus verði sagt upp þegar fyrirtækið verði endurskipulagt. Illa hefur gengið að selja Airbus A-380 risaþotuna, stærstu farþegaflugvél í heimi, en framleiðsla hennar hefur tafist. Villepin sagði frönsk stjórnvöld andvíg uppsögnum. Þjóðverjar segja ekkert hæft í yfirlýsingum forsætisráðherrans.

Erlent
Fréttamynd

Hægt að læra af Sömum

Samar í Norður-Noregi hafa fundið fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í áratugi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að áhrif þeirra eru áþreifanlegri í loftslagi norðurheimskautsins. Vísindamenn ætla nú að kanna viðbrögð Sama við breytingunum svo hægt verið að læra af þeim.

Erlent
Fréttamynd

Segist geta læknað alnæmi

Forseti Afríkuríkisins Gambíu telur sig hafa fundið lækningu við alnæmi. Hann segist hafa læknað marga landa sína með jurtameðulum og fyrirbænum. Hátt í fjörutíu milljón manns í heiminum þjást af alnæmi, flestir í Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Sálfræðingur aðstoðar vitni í Baugsmálinu

Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna stærsta kókaínsmygls

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsdóm yfir fertugum karlmanni sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa smyglað fjórum kílóum af kókaíni til landsins. Áætlað götuvirði efnanna gæti numið um 50 milljónum króna, en þetta er eitt mesta magn af kókaíni sem lagt hefur verið hald á hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Ný heimasíða um íslenska hestinn

Ný heimasíða Félags eigenda íslenskra hesta erlendis FEIF var opnuð á ársfundi félagsins sem haldinn var í Glasgow um helgina. Í félaginu eru 56 þúsund meðlimir frá 18 löndum. Á fundinum var ákveðið að færa öllum meðlimunum WorldFeng, upprunabók íslenska hestins.

Innlent
Fréttamynd

Besta afkoman í sögu Icelandair Group

Icelandic Group skilaði ríflega 2,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Félagið skilaði hins vegar 555 milljóna króna tapi á fjórða og síðasta rekstrarfjórðungi síðasta árs. Þetta er besta afkoman í sögu félagsins, sem var skráð í Kauphöll Íslands undir lok síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfir 100 sýnendur á Tækni og vit 2007

Yfir 100 sýnendur hafa skráð sig til þátttöku á stórsýningunni Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8.-11. mars næstkomandi. Mikil gróska er í tækni- og þekkingariðnaði og verður sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandic Glacial með víðtæka dreifingu í N-Ameríku

Íslenska fyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað vatn á flöskum undir vörumerkinu Icelandic Glacial í Þorlákshöfn, hefur gert samning við kanadíska fyrirtækið Leading Brands um dreifingu á vatninu í Kanada og í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun meðal annars selja vatnið í verslanakeðjunum Shoppers Drug Mart, Whole Foods Markets og í Wal-Mart auk annarra verslana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiðtogar ræða um uppsagnir Airbus

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funduðu í dag vegna yfirvofandi uppsagna hjá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Airbus hefur festað að greina frá hagræðingu í rekstri félagsins en óttast er að tugþúsundir starfsmanna fyrirtækisins verði sagt upp á næstu þremur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rússar hóta hörðum viðbrögðum

Rússneskur hershöfðingi hefur hótað hörðum viðbrögðum ef Bandaríkjamenn setja upp eldflaugavarnarkerfi í Tékklandi og Póllandi. „Ef ríkisstjórnir Tékklands og Póllands segja já þá getum við beint eldflaugum okkar að þessum mannvirkjum.“ sagði hershöfðinginn Nikolai Solovtsov í gær.

Erlent
Fréttamynd

Íran: Árásaráætlun sögð tilbúin

Bandaríkjamenn eru sagðir hafa gert áætlun um loftárásir á Íran sem beinist að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út á morgun. Íransforseti segist tilbúinn til viðræðna en hann gangist ekki undir þau skilyrði sem sett séu.

Erlent
Fréttamynd

Friðrik Már Baldursson prófessor með fulltingi Kaupþings

Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að dr. Friðrik Már Baldursson, gegni stöðu prófessors með fulltingi Kaupþings. Þetta er í samræmi við sambning sem HÍ og Kaupþing gerðu undir lok síðasta árs um ótímabundna kostun á stöðu prófessors í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Viðskipti innlent