Vísindi

Fréttamynd

Líkindi til að offita gangi í erfðir

Vísindamenn við háskólann í London hafa komist að því að töluverð líkindi séu fyrir því að offita gangi í erfðir en sé ekki afleiðing lífsstíls viðkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Evrópska geimstöðin Colombus á loft

Ætlunin er að flytja fyrstu evrópsku geimstöðina á braut um jörðu á morgun fimmtudag. Það verður geimskutlan Atlantis sem flýgur með Colombus út fyrir gufuhvolfið frá geimstöðinni á Kennedyhöfða.

Erlent
Fréttamynd

Lækning við kvefi á næsta leiti

Breskir vísindamenn eru nú vongóðir um að fundist geti lækning við kvefi. Þeim tókst nýlega að smita erfðabreytta mús með kvefi þannig að auðveldara verður í framtíðinni að prófa ný kvefmeðul.

Erlent
Fréttamynd

Furðulegt nýtt spendýr fannst í Tanzaníu

Vísindamenn hafa fundið furðulegt nýtt spendýr af nagdýraætt í fjöllum Tanzaníu. Skepnan hefur hlotið latneska heitið Rhynochocyon udzungwensis og er lýst sem blöndu af lítilli antilópu og smávaxinni mauraætu.

Erlent
Fréttamynd

Hlýnun jarðar hættir á næsta ári

Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn.

Erlent
Fréttamynd

Gervihnöttur stefnir á jörðina

Bandarískur gervihnöttur er stjórnlaus og stefnir á jörðina, að því er BBC greinir frá. Hnötturinn mun vera tiltölulega stór og taldar eru líkur á því að hann innihaldi eldsneyti sem sé eitrað og hættulegt komist fólk í snertingu við það.

Erlent
Fréttamynd

Fundu styttu af "manneskju" á Mars

Fjör er hlaupið í umræðuna að nýju um hvort líf sé á Mars eða ekki. Myndir sem Spirit, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, sendi frá sér í gær sýna að því er virðist styttu af manneskju í miðri sandauðninni á Mars.

Erlent
Fréttamynd

Geimfar flýgur framhjá Merkúr

Fyrsta geimfarið sem heimsækir Merkúr í yfir 30 ár mun fljúga framhjá plánetunni í dag í aðeins 200 kílómetra fjarlægð. Stjarnfræðingar bíða spenntir eftir myndum og upplýsingum frá geimfarinu

Erlent
Fréttamynd

Lengja á líftíma Hubble um áratug

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, er nú að leggja lokahönd á björgunarleiðangur til Hubble-stjörnusjónaukans en með leiðangrinum er ætlunin að lengja líftíma Hubble um allt að áratug.

Erlent
Fréttamynd

Gullörn fæli refi af flugbrautum

Stjórnendur flugvallarins við hafnarborgina Bari á Ítalíu hafa gripið til þess ráðs að fá taminn gullörn til liðs við sig. Er erninum ætlað að fæla refi frá flugbrautunum á vellinum

Erlent
Fréttamynd

Mótleikur mauranna

Maurar á dönsku eynni Læsö hafa fundið mótleik gegn lúmskum fiðrildum sem hafa platað þá til þess að passa lirfur sínar. Fiðrildalirfurnar lifa fyrst á plöntum en detta fljótlega niður á jörðina.

Erlent
Fréttamynd

Fornar hellamyndir í bráðri hættu

Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar.

Erlent
Fréttamynd

Óþarfi að drekka átta vatnsglös

Lestur við litla birtu hefur ekki slæm áhrif á augun. Ekki er heldur þörf á því að drekka átta vatnsglös á dag til að viðhalda heilsunni, og hár vex ekki hraðar eftir að það er rakað. Þessar kerlingabækur eru meðal þeirra sjö sem eru afsannaðar í jólaútgáfu British Medical Journal.

Erlent