Innlent

Fréttamynd

Þriðjungur einn heima

Eitt af hverjum þremur grunnskólabörnum í Reykjavík er eitt heima hjá sér eftir að skóla lýkur samkvæmt skrifstofustjóra tómstundamála borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Veður fer batnandi á landinu

Hvassviðrið sem gekk yfir landið í gær er í rénun; vindhraði verður ekki eins mikill í dag, segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í gær var vindhraði mestur við Lómagnúp sunnan Vatnajökuls, en hann var almennt á bilinu 30 til 40 m/s, en þó fór hann upp í 50 m/s í gærmorgun. Varað var við óveðri á þessu svæði.

Innlent
Fréttamynd

Konur vinna 63 stundir á viku

Vinnuvika evrópskra kvenna er töluvert lengri en karla þegar tekið er tillit til ólaunaðrar vinnu. Konur vinna um 63 stundir á viku í launaðri og ólaunaðri vinnu en karlar 51 klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Runólfur Ágústsson segir upp sem rektor á Bifröst

Rektor Háskólans á Bifröst sagði í gær upp störfum í kjölfar alvarlegra ásakana á hendur honum. Er maður að meiri fyrir vikið, segir formaður háskólastjórnar, en bætir við að ekki sé hægt að láta skólann líða fyrir innanhússátök. Runólfur rektor segist ha

Innlent
Fréttamynd

Kæran var ekki nafnlaus

Skólafélag Bifrastar sendi frá sér tilkynningu til nemenda í gær þar sem kemur fram að ekki sé rétt að kæran sem send var siðanefnd skólans hafi verið nafnlaus. Siðanefnd hafi frá upphafi haft vitneskju um að þegar málið yrði tekið fyrir myndi hún fá nafnalista þeirra sem að kærunni stóðu. Ítrekar félagið einnig að hvorki það né stjórn þess eigi beina aðild að kærunni.

Innlent
Fréttamynd

Útiskólastofa opnuð í frosti

Hátt á þriðja hundrað manns komu saman í frosti í Bjarnarlundi við Norðlingaskóla í Reykjavík í gær þegar opnuð var útiskólastofa sem notuð verður við kennslu í skólanum. Af þessu tilefni bökuðu nemendur skólans brauð yfir opnum eldi og hituðu kakó sem gestir opnunarinnar gæddu sér á.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðkirkjan braut jafnréttislög

Þjóðkirkja Íslands braut jafnréttislög með skipun Sigurðar Arnarsonar í embætti sendiráðsprests í Lundúnum haustið 2003. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis og viðurkenndi skaðabótaskyldu íslensku þjóðkirkjunnar gagnvart Sigríði Guðmarsdóttur, en hún var meðal umsækjenda um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Efnin ætluð til söludreifingar

Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna fíkniefna- og vopnalagabrota.

Innlent
Fréttamynd

Aldraðir fá þjónustuíbúðir

Byggja á 160 íbúðir fyrir eldri borgara á Kársnesi í Kópavogi. Rífa á öll hús, að mestu atvinnuhúsnæði, á fjórum lóðum við Vesturvör og Hafnarbraut. Íbúðirnar verða á bilinu 70 til 140 fermetrar að stærð samkvæmt tillögu sem unnin er fyrir lóðarhafann Hafbraut ehf

Innlent
Fréttamynd

Samið um tolla við Evrópusambandið

Unnið er að nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Íslensk stjórnvöld vilja fá eitthvað í staðinn fyrir tollalækkanir landbúnaðarvara frá ESB sem taka gildi 1. mars.

Innlent
Fréttamynd

Hef aldrei orðið jafn hrædd

„Ég var viss um að þeir mundu annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur?“

Innlent
Fréttamynd

Norsk Hydro vill reisa álver á Íslandi

Norska ál- og orkufyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi. Álver við Húsavík er einn þeirra möguleika sem fyrirtækið hefur áhuga á. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi til að leita uppi viðskiptatækifæri.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja strok fanga frá því í sumar

Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk frá fangavörðum í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, skilaði sér sjálfur á Litla-Hraun í gærmorgun eftir að hafa hringt og gert boð á undan sér.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaðarmat skýtur stoðum

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að fela stærstu sveitarfélögum í hverjum landshluta að þjónusta minni sveitarfélögin, eins og gerist sums staðar erlendis. Þjónustan miðist þá við fyrirfram skilgreindan íbúafjölda og landfræðilegar og samgöngulegar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig oft vera einskis virði

Börn og unglingar sem eru í sjálfsvígshugleiðingum telja oft að þau séu einskis virði, segir Sólveig Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri barnasálfræði og taugasálfræði.

Innlent
Fréttamynd

Fá stafrófskver

Borgarbókasafn Reykjavíkur ætlar í samstarfi við MS að gefa öllum reykvískum börnum bók árið sem þau verða fjögurra ára. Fyrstu bækurnar voru afhentar börnum af leikskólanum Dvergasteini í gær og af því tilefni sungu þau nokkur lög á bókasafninu við Tryggvagötu.

Innlent
Fréttamynd

Kynna hefði átt yfirlýsingu í borgarráði

Borgarstjóri segir að það hafi þótt nauðsynlegt að tengja byggingu menningarmiðstöðvar og uppbyggingu fyrir aldraða þegar viljayfirlýsing var gerð við Eir. Forsendur viðræðna við Eir hefði átt að kynna í borgarráði, segir hann.

Innlent
Fréttamynd

Fáir sérhæfa sig í íslensku

Íslendingar hafa staðið sig illa í móðurmálskennslu í grunnskólum í samanburði við önnur norræn lönd. Þetta er meðal þess sem Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við Kennaraháskóla Íslands, fjallar um á fundi Sögufélagsins sem haldinn verður í Fischersundi 3 klukkan átta í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Eins og að koma heim aftur

Ellert B. Schram, Samfylkingunni, settist á þing í gær í stað Helga Hjörvar sem er í tveggja vikna fæðingarorlofi. Ellert var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1971 til 1979 og aftur frá 1983 til 1987. Nítján ár eru því síðan hann sat síðast á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Gæslan ekki á leið á Völlinn

Ekki er fyrirhugað að flytja Landhelgisgæsluna frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, tók málið upp utan dagskrár á Alþingi í fyrradag og sagði tilvalið að nýta gömul mannvirki varnarliðsins undir starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldþrot yfir hálfum milljarði

Innan við eitt prósent greiddist upp í samanlagðar kröfur í þrotabú Kristjáns Ra. Kristjánssonar og Árna Þórs Vigfússonar samkvæmt auglýstum skiptalokum í Lögbirtingablaðinu 15. þessa mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Frá vinnu eftir grófa árás unglingspilta

Karlmaður sem býr í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni hefur verið frá vinnu í nær hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann á laugardagskvöldi. Hann er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér í nær fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Vinnuveitendur geri áætlun

Samkvæmt nýrri reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum ber atvinnurekanda að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem á að marka stefnu varðandi aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Farþegarnir lítið slasaðir

Bílvelta varð undir Eyjafjöllum síðdegis í gærdag. Slysið varð með þeim hætti að bifreið sem kom að austan rakst á brúarendann á brúnni yfir Holtsá, valt og hafnaði í árfarveginum.

Innlent
Fréttamynd

77 skólar í umhverfistarfi

Nú eru 77 skólar á landinu þátttakendur í verkefninu um Grænfánann. Frá því í haust hafa sex grunnskólar og tveir leikskólar ákveðið að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein.

Innlent
Fréttamynd

Mega selja kjöt til Evrópu

Landbúnaðarstofnun hefur veitt fyrirtækinu Fjallalambi á Kópaskeri leyfi til útflutnings á kjöti í heilum skrokkum til Evrópusambandslanda. Þetta kemur fram á vefnum dettifoss.is.

Innlent
Fréttamynd

Með 220 grömm af hassi innvortis

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir fíkniefnasmygl. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í ágúst vegna grunsemda um að hann hefði fíkniefni í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að berja barnsmóður sína

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Maðurinn var dæmdur fyrir endurtekið ofbeldi gegn barnsmóður sinni, og fyrrverandi sambýliskonu, og fyrir húsbrot, fíkniefnalagabrot og brot gegn nálgunarbanni.

Innlent
Fréttamynd

Höfnuðu öldungaráði

Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hafnaði tillögu um að koma á fót sérstöku öldungaráði í bænum. Það var Samfylkingin sem vildi að ráðið yrði stofnað og tæki til umfjöllunar mál á borði bæjarstjórnar sem varða aðbúnað og kjör aldraðra í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá hlut í fjármagnstekjuskatti

Sveitarfélögin krefjast hlutdeildar í fjármagnstekjuskattinum þar sem stöðugt fleiri einstaklingar njóta þjónustu sveitarfélaganna án þess að greiða útsvar. Þrjátíu og sjö sveitarfélög fengu á þremur árum bréf frá eftirlitsnefnd.

Innlent