Innlent

Fréttamynd

Bílslys undir Eyjafjöllum

Bílslys varð nú í kvöld undir Eyjafjöllum en tveir ungir Englendingar voru þar á ferð. Flughálka var á staðnum og misstu þeir stjórn á bílnum þar sem þeir komu að brúnni yfir Holtsá. Fór bíllinn yfir varnargarð og út í ánna og er hann talinn gjörónýtur. Mennirnir tveir skárust tölvuvert á höfði en annars er líðan þeirra góð eftir atvikum.

Innlent
Fréttamynd

Breytinga þörf á Akureyrarflugvelli

Akureyrarbær og KEA hafa boðist til þess að reiða fram fé til að hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli gegn því að ríkið endurgreiði þeim seinna.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum um hleranir

Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

SUS ályktar um Árna Johnsen

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í kvöld frá sér ályktun þar sem skorað er á Árna Johnsen að sýna auðmýkt þegar hann talar um þau brot sem hann var sakfelldur fyrir í starfi sínu sem þingmaður.

Innlent
Fréttamynd

Líknarsamtök fá 20% af sölu

Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á döfinni að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði við utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að það væri ekki útilokað að flugstarfssemi Landhelgisgæslunnar verði flutt til Keflavíkur. Sagði hann þó að það væri ekki forgangsverkefni og að nú væri mikilvægasta verkefnið að huga að ytri umgjörð starfssemi Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar afhent í þriðja sinn

Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent í þriðja skipti við athöfn á Hótel Holti í dag, miðvikudaginn 15. nóvember. Landnámssetur Íslands hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efla ímynd Íslands og eru til þess fallnar að efla ferðaþjónustu utan hins hefðbundna tímabils.

Innlent
Fréttamynd

Verið að endurskoða reglur um flutning fanga

Lögreglan leitar enn Ívars Smára Guðmundssonar fanga af Litla Hrauni sem strauk í gær frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Fangelsismálastjóri segir að ekki hafi verið talin ástæða til að hafa fangann í handjárnum. Reglur um flutning fanga eru nú í endurskoðun.

Innlent
Fréttamynd

Krónan veiktist á ný

Gengi krónunnar veiktist um 1,2% við lokun markaða í dag. Síðastliðna tvo daga hefur krónan veikst um nær 3% og styrking síðustu 6 vikna hefur því gengið til baka á aðeins tveimur dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rektor Bifrastar hlaut umbeðinn stuðning

Um sjötíu prósent viðstaddra nemenda og starfsfólks í Háskólanum á Bifröst lýsti í dag yfir stuðningi við Runólf Ágústsson, rektor skólans. Atkvæðagreiðslan fór fram á fundi, sem haldinn var rétt í þessu á háskólasvæðinu á Bifröst, vegna óánægju sem verið hefur verið innan skólans með störf rektors.

Innlent
Fréttamynd

Um tvö hundruð hafa svarað kalli Blóðbankans

Um tvö hundruð manns hafa svarað kalli Blóðbankans og gefið blóð í dag en skortur hefur verið á blóði í bankanum. Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum, segir starfsfólk þakklát fyrir góð viðbrögð en enn vanti þó blóð.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um hvort rektor hafi stuðning

Nemendur og stjórnendur Háskólans á Bifröst funda nú vegna óánægju sem verið hefur með störf Runólfs Ágústssonar, rektors skólans. Að tillögu rektors er nú verið að greiða atkvæði um það hvort rektor njóti fulls stuðnings nemenda.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra neitaði að svara fyrirspurn á Alþingi

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var gagnrýndur á Alþingi í dag þegar hann neitaði að svara fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Kristinn vildi vita hversu oft símar Alþingismanna hafi verið hleraðir fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda, hvenær það hafi gerst, hverjir hafi verið hleraðir og hver ástæðan var fyrir hleruninni.

Innlent
Fréttamynd

Síminn breytir farsímagjöldum til Íslands

Síminn ætlar að breyta verði á símtölum til Íslands, úr farsímum, í næsta mánuði. Viðskiptavinir Símans greiða þá 137 króna tengigjald í upphafi en eftir það 11 krónur á mínútuna sem er innanlandstaxti.

Innlent
Fréttamynd

Deilt á rektor á Bifröst

Boðað hefur verið til fundar nemenda og starfsfólks Háskólans á Bifröst nú klukkan þrjú og hefur kennsla verið felld niður í skólanum á meðan. Nokkur óánægja hefur verið innan skólans með störf Runólfs Ágústssonar rektor skólans.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um umferðaröryggi á Kjalarnesi

Vegargerðin mun á næstu vikum leggja fram tillögur um úrbætur til að auka umferðaröryggi á Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Tillögurnar fela meðal annars í sér breikkun vegarins á köflum. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, lýsti þessu yfir þegar rætt var um umferðaröryggi á Kjalarnesi í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegum slysum fjölgar

Alvarlegum slysum hér á landi hefur fjölgað um 43,6% á fyrstu níu mánuðum ársins. Alls hafa tuttugu og fimm látist í tuttugu og þremur banaslysum á árinu. Allt árið í fyrra létust nítján manns í umferðarslysum.

Innlent
Fréttamynd

Hlíðarfjall opnað um helgina

Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli verður opnað á laugardaginn kemur. Flestar lyftur verða í gangi og skíðagöngusvæðið verður opið. Snjór á svæðinu er töluvert meiri en sést hefur á sama árstíma undanfarin ár. Snjókerfi, sem tekið var í notkun í fyrravetur gerir það einnig að verkum að hægt er að opna skíðasvæðið svo snemma.

Innlent
Fréttamynd

Vinsælt að eiga sumarhús á Spáni

Hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga eiga nú fasteignir á Spáni. Þeim hefur fjölgað verulega síðustu tvö árin. Á sama tíma fara æ fleiri í hefðbundnar pakkaferðir.

Innlent
Fréttamynd

Kannað hvort kortaupplýsingar hafi verið nýttar

Lögregla rannsakar nú í samvinnu við kortafyrirtæki, hvort mennirnir tveir, sem voru handteknir í Reykjavík á laugardag fyrir að setja upp afritunarbúnað á hraðbanka, hafi nýtt sér upplýsingarnar, eða jafnvel komið þeim úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Fara á yfir reglur um fangaflutninga

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að Ívari Smára Guðmundssyni, tuttugu og sex ára fanga, sem strauk frá lögreglumönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Lögreglan telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur en hann hefur sætt ákæru fyrir líkamsárás. Fangelsismálastjóri ætlar í dag að funda með forstöðumönnum fangelsanna og fara yfir reglur um fangaflutninga.

Innlent
Fréttamynd

Englandsbanki spáir hraðari lækkun á verðbólgu

Englandsbanki birti verðbólguskýrslu sína fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Bankinn býst við að verðbólgan lækki hraðar en áður hafði verið gert ráð fyrir og verði 2,7 prósent í lok árs en fari svo niður í 2 prósent um mitt næsta ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frambjóðendur birta kostnað við prófkjör

Frambjóðendur í þeim prófkjörum sem farið hafa fram síðustu vikurnar eru byrjaði að birta kostnað við prófkjörin. Heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var 23 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ticket styrkir sig í viðskiptaferðalögum

Ticket hefur keypt sænsku viðskiptaferðaskrifstofuna MZ Travel. Kaupverð er háð rekstrarárangri MZ á þessu ári og getur hæst farið í 750 milljónir króna. Velta MZ nam um átta milljörðum króna í fyrra og skilaði félagið þá um fjörutíu milljóna króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala á ostum og smjöri eykst

Landsmenn tóku vel við sér í neyslu á mjólkurafurðum í október. Milli september og október jókst sala mjólkurafurða um 9,8 prósent á prótíngrunni miðað við sama tímabil í fyrra, en 13,9 prósent á fitugrunni. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands kúabænda. Þar er þó tekið fram að í október í ár voru söludagar einum fleiri en í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2 prósent

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2 prósent á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir hækkar um 5,6 prósent en vísitala framleiðsluverðs fyrir annan iðnað lækkar um 0,4 prósent á milli fjórðunga, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 20,9 prósent frá sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent