Sport

Hefur Arsene Wenger áhuga á Louis Saha?

Louis Saha gæti verið á leiðinni til Arsenal fari ekki að koma niðurstaða í samningarviðræður hans og Everton en Saha vill fá 60 þúsund pund á viku fyrir þriggja ára samning. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hrósað landa sínum og Telegraph segir hann vilja kaupa Saha til Arsenal.

Enski boltinn

Ferguson áfram á skilorði

Enska knattspyrnusambandið mun ekki refsa Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, vegna ummæla hans um Mark Clattenburg dómara eftir leik United og Birmingham.

Enski boltinn

Campbell á leið til Arsenal á ný

Sol Campbell virðist vera búinn að finna sér nýjan stað til þess að spila fótbolta. Hann verður á kunnuglegum slóðum enda búist við því að hann semji við sitt gamla félag, Arsenal.

Enski boltinn

Aron Pálmarsson: Finn rosalega til með Loga

Aron Pálmarsson er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með íslenska handboltalandsliðinu en þessi 19 ára strákur er á sínu fyrsta ári með Þýskalandsmeisturum Kiel. Aron gæti þó farið á mótið án fóstbróður síns Loga Geirssonar sem ól hann nánast upp í Kaplakrika á sínum tíma því Logi er í kapphlaupi um að ná sér góðum fyrir EM.

Handbolti

Ferrari menn í skíðaveislu

Starfsemnn Formúlu 1 liðs Ferrari er í árlegri skíðaveislu í Madonna di Campiglio á Ítalíu og Fernando Alonso og Felipe Massa, ökumenn liðsins spreyta sig í skíðamennsku.

Formúla 1

Joanna Skiba kemur aftur til Grindavíkur

Grindavíkurkonur hafa bætt við sig erlendum leikmanni en bandaríski leikstjórnandinn Joanna Skiba sem er með pólskt vegabréf mun snúa aftur til Grindavíkur þar sem hún lék veturinn 2007-08. Þetta kom fyrst fram á karfan.is.

Körfubolti

Aron Einar: Ekki leiðinlegt að taka bæði Emma og Hemma

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry taka í kvöld á móti öðru Íslendingaliði í ensku bikarkeppninni þegar Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth koma í heimsókn. Þetta er endurtekinn leikur þar sem fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn í kvöld verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendinginn klukkan 19.35.

Enski boltinn

Gianluca Vialli hefur ekki áhuga á að þjálfa Juventus

Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður Juventus, hefur gefið það út að hann hafi ekki áhuga á að þjálfa Juventus fari svo sem allt stefnir í að Ciro Ferrara verði rekinn í kjölfar skellsins á móti AC Milan um helgina. Ástæðan er að hann og Ferrara eru miklir félagar.

Fótbolti

Endar Chris Bosh tímabilið í búningi Lakers?

Samingur Chris Bosh við Toronto Raptors rennur út í sumar og er hann einn af feitustu bitunum á markaðnum í NBA-deildinni en bæði LeBron James og Dwyane Wade eru einnig með lausa samninga í sumar. Bosh hefur gefið það út að hann ætli ekki að vera áfram hjá Toronto.

Körfubolti

Engin pressa á Adebayor að koma strax til baka

Emmanuel Adebayor, fyrirliði Tógó, fær eins mikinn tíma og hann þarf til að jafna sig á skotárásinni sem rúta landsliðs hans varð fyrir á föstudaginn. Þátttöku Tógó í Afríkukeppninni er lokið en Manchester City er ekki að pressa á að Adebayor komi strax til baka.

Enski boltinn

Edwin Van der Sar farinn að æfa á nýjan leik

Edwin van der Sar er farinn af stað á ný eftir að eiginkona hans fékk heilablóðfall í síðasta mánuði. Hollenski markvörðurinn mætti á sína fyrstu æfingu í gær en hann hefur ekki spilað fyrr en hann meiddist á hné í leik á móti Everton 21. nóvember.

Enski boltinn

Boston tapaði í þriðja sinn fyrir Atlanta á tímabilinu

Boston Celtics gengur afar illa með Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta í vetur því liðið tapaði í þriðja sinn fyrir Hawks í nótt. Boston hefur aðeins tapað samtals tíu leikjum á tímabilinu og því hafa 3 af 10 töpum liðsins komið á móti Atlanta. Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni nótt.

Körfubolti

Mancini: Óþarfi að gefa þeim mark

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man. City, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld en ósáttur við markið sem liðið fékk á sig. Þetta var fyrsta markið sem City fær á sig síðan Mancini tók við liðinu.

Enski boltinn