Enski boltinn

Sjálfstraustið er í fínu lagi

Hinn 35 ára gamli markvörður, Shay Given, fær loksins að spila aftur fótbolta í vetur eftir að hafa samið við Aston Villa. Hann mátti gera sér það að góðu að fylgjast með leikjum af bekknum hjá Man. City.

Enski boltinn

Redknapp vill fá Adebayor

Harry Redknapp, stjóri Spurs, hefur nú beint spjótum sínum að framherjanum Emmanuel Adebayor. Hann vill fá leikmanninn frá Man. City og útilokar ekki lánssamning.

Enski boltinn

Lampard segir hóp Chelsea vera nógu góðan

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur engar áhyggjur af því að Man. Utd sé að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum þessa dagana. Hann segir að Chelsea sé nú þegar með hóp sem geti orðið enskur meistari.

Enski boltinn

Corinthians hafnar orðum Mancini

Skrípaleikurinn í kringum Carlos Tevez heldur áfram. Í gær greindi Roberto Mancini, stjóri Man. City, frá því að City væri búið að ná samkomulagi við Corinthians um kaupverð á leikmanninum. Í dag hafna forráðamenn Corinthians þessum fréttum.

Enski boltinn

Crouch gæti farið til QPR

Enski framherjinn Peter Crouch, leikmaður Tottenham Hotspurs, gæti verið á leiðinni til Queens Park Rangers, en frá þessu er greint í enskum fjölmiðlum í dag.

Enski boltinn

Liverpool á eftir Aly Cissokho

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist ekki vera hættur á leikmannamarkaðnum, en félagið leggur nú drög að 9 milljóna punda tilboði varnarmanninn, Aly Cissokho, frá Lyon.

Enski boltinn

Sandro frá í þrjá mánuði

Sandro Ranieri, miðjumaður Tottenham Hotspurs, mun líklega missa af fyrstu tveimur mánuðum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa þurft á aðgerð á hné í gær.

Enski boltinn