Fleiri fréttir

Biskup Íslands: Rangt að tala um ríkisrekna kirkju

Kirkjuþing var sett í morgun í Grensáskirkju. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hélt setningaræðu og fór víða í henni en uppbygging samfélagsins, grunngildi og von var efni ávarpsins. Hann sagði meðal annars að það væri rangt að tala um að hér væri ríkisrekin kirkja.

Segir kraftaverkadrykkinn skaðlausan

„Drykkurinn er algjörlega skaðlaus,“ segir Óli Sólimann en engiferdrykkur hans, Aada frá My Secret, var innkallaður af markaði vegna heilsufullyrðinga sem ekki var heimild fyrir.

Vongóðir um uppbyggingu

Alþingis- og sveitarstjórnarfólk á Norðausturlandi telur ástæðu til að vera bjartsýnn á að brátt fari að draga til tíðinda varðandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Lögreglan varar við hálku

Lögreglan varar við mikilli hálku á Höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í efri byggðum og eru ökumenn minntir á að skylt er að hafa bifreiðar útbúnar til vetraraksturs við slíkar aðstæður.

Þrekvirki að bjarga hrossum úr eldinum

„Það er ólýsanlegt þrekvirki að ná hrossunum út úr brennandi hesthúsinu,“ segir Þorlákur Sveinsson, sonur Sveins Inga Grímssonar sem átti hesthúsið í Mosfellsbæ sem varð eldi að bráð í fyrrakvöld. Í húsinu voru þrír vel ættaðir stóðhestar, tveir reiðhestar, 1. verðlauna hryssa og tvö folöld. Ljóst er að mikil verðmæti voru í hrossunum sem tókst með snarræði að bjarga á síðustu stundu.

Nýta sér ekki tiltækar leiðir

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, telur að forstöðumenn ríkisstofnana ráði yfir öllum tækjum sem þurfi til að tryggja góða stjórnsýslu.

Víða ófært

Færð á vegum landsins er æði misjöfn að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun.

Vill ljúka aðildaviðræðum á tveimur mánuðum

Ögmundur Jónasson dóms-, mannréttindamála og samgönguráðherra vill ljúka samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið á tveimur mánuðum og bera niðurstöðuna síðan undir þjóðina.

Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag

Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi.

Skáldastígur verði verndaður

Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi og setja kvöð á lóðirnar Mjóstræti 4 og Garðastræti 15 til að tryggja umferð um svokallaðan Skáldastíg sem liggur að hinu sögufræga Unuhúsi.

Íraksrannsókn komi á dagskrá

„Ég mun þrýsta á forseta að fá þetta á dagskrá sem fyrst,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, í kjölfar birtingar utanríkisráðuneytisins á skjölum er varða stuðning Íslands við innrásina í Írak 2003.

Ekki nóg að tala við eldhúsborðið

Alþjóðlega athafnavikan hefst á mánudaginn og stendur til laugardagsins kemur. Um 50 aðilar taka þátt í viðburðum vikunnar sem munu eiga sér stað um land allt.

Bækur og armbönd til athafna

Actavis prentar út og gefur öllum gestum og þátttökuaðilum Athafnavikunnar litla bók sem ætluð er til þess að skrá niður hugmyndir og hjálpa fólki að koma þeim í framkvæmd. Bókin er smá í sniðum og er prentuð í tugum þúsunda eintaka.

Reynt að lægja öldur á fjölmennum fundi

Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær.

G20 ríkin ósammála um aðgerðir

Ekki náðist sátt meðal leiðtoga G20 ríkjanna svokölluðu, tuttugu stærstu hagkerfa heims, um hugmyndir Bandaríkjamanna um að þrýsta á Kínverja að þeir sjái til þess að kínverska júanið styrkist.

Engin lending um makrílinn

Engin niðurstaða náðist um stjórn makrílveiða á næsta ári á fundi strandríkja í Lundúnum í gær. Gera á úrslitatilraun til að ná samkomulagi í Ósló 25. til 26. nóvember.

Rof á þjóðarsátt um gjaldtöku

Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hugnast illa áform um að leggja vegtolla á umferð til að fjármagna framkvæmdir á Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsvegi.

Óttast yfirtöku innflytjenda í Svíþjóð

Peter Mangs, 38 ára Svíi sem er grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undanfarið ár, óttast að innflytjendur muni yfirtaka sænskt samfélag, er haft eftir föður hans í netútgáfu sænska blaðsins Aftonbladet. Mangs er jafnframt grunaður um morð sem framin voru í nágrenni borgarinnar árið 2003.

Amast við táningi í húsi 50 ára og eldri

Sautján ára piltur sem býr í Skipalóni í Hafnarfirði þarf að flytja út af heimili sínu þar sem blokkin sem hann býr í er eingöngu ætluð fyrir fimmtíu ára og eldri.

Sviku líffæri út úr fátæku fólki

Upp hefur komist um alþjóðleg glæpasamtök í Kosovó sem hafa stundað það að lofa fátækum Kosovóbúum peningum fyrir nýru úr sér. Fórnarlömbin fengu aldrei neitt fyrir líffærin sem voru seld fyrir jafnvirði tæplega 16 milljóna íslenskra króna.

Hringdi sjálfur eftir aðstoð eftir bílveltu

Karlmaður um fimmtugt slapp ómeiddur þegar að hann missti stjórn á bíl sínum er hann ók um Súðavíkurhlíð í Ísafjarðardjúpi fyrr í kvöld. Bíllinn valt eina veltu og endaði í fjörunni.

Laumufarþeginn sagðist vera sonur Obama

Maður sem var tekinn á athafnasvæði Eimskipa í nótt þegar hann ætlaði að reyna að komast um borð í skip á leið til Kanada segist sonur Barack Obama bandaríkjaforseta.

Krapaflóð í Eystri-Rangá í dag

„Þetta var óvenjulegt og bændur og aðrir á svæðinu voru mjög hissa á þessu. Þetta var gríðarlega mikið miðað við árstíma,“ segir Grettir Rúnarsson sem var á ferð við bakka Eystri-Rangá í dag þegar krapaflóð fór niður ánna og vatnsmagnið margfaldaðist skyndilega.

Hefðum viljað fá þetta öðruvísi en í gegnum norska fjölmiðla

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnar yfirlýsingu varnarmálaráðherra Bretlands um að breska ríkisstjórnin hafi gengið of langt þegar hún beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Hann segist þó gjarnan vilja fá þessa afsökunarbeiðni beint frá Bretum.

Ráðherrar kannast ekki við hótanir

Ráðherrar vinstri grænna kannast ekki við að Samfylkingin hafi beitt hótunum eða þrýstingi þegar Alþingi greiddi atkvæði um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í fyrra.

Þrisvar verið beint leysigeisla á flugvélar á þessu ári

Afar auðvelt er að nálgast öfluga leysibenda hér á landi en slíkur búnaður getur valdið varanlegum augnskaða og jafnvel kveikt í hlutum úr fjarlægð. Þrisvar hefur leisergeisla verið beint að stjórnklefa flugvélar á vegum Icelandair á þessu ári en slíkt getur valdið mikilli hættu. Þá hlaut kennari augnskaða fyrr í þessari viku þegar nemandi beindi slíkum geisla að honum.

Innkalla kindakæfu

Norðlenska, Kjötvinnslan hefur ákveðið að innkalla KEA gamaldags kindakæfu með strikamerkinu 5690600705198. Það er gert vegna þess að á umbúðum vörunnar eru ekki tilgreindir ofnæmis- og óþolsvaldar hennar.

Jón Gnarr krafinn svara vegna samgöngumiðstöðvar

„Við virðum að þetta er ákvörðun borgarinnar en það eru vonbrigði að samgöngumiðstöð skuli ekki rísa, segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri í samtali við Vísi.

Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðaráætlun í loftlagsmálum

Ríkisstjórnin samþykkti nýverið aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Samkvæmt henni verður dregið úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30 prósent til ársins 2020 með tíu lykilaðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Þriðjungur enn óviss um hvort hann mætir á kjörstað

Samkvæmt nýrri könnun MMR eru 34 prósent aðspurðra enn ekki búin að ákveða hvort þau hyggjast mæta á kjörstað 27. nóvember og velja fólk til setu á stjórnlagaþingi. 57,4 prósent hafa ekki kynnt sér neinn frambjóðanda. Könnun MMR var framkvæmd dagana 3.-5. nóvember, og var spurt um væntanlega þátttöku almennings í komandi kosningum.

Brotist inn í Pedrómyndir

Í nótt var brotist inn í verslunina Pedrómyndir sem stendur við Skipagötu á Akureyri. Farið var inn í verslunina með því að spenna upp hurð sem er á bakhlið hennar. Stolið var all nokkrum myndavélum og linsum og er talið að söluverðmæti þessara hluta geti numið um 4 til 5 milljónum króna. Lögreglan óskar eftir því að ef einhver hafi orðið var við mannaferðir síðastliðna nótt við verslunina eða búi yfir einhverjum upplýsingum um málið hafi samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7705.

Sex starfsmenn vilja verða framkvæmdastjóri

Sex starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar eru á meðal þeirra 33 sem sækja um starf framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar. Umsóknarfrestur rann út 8. nóvember síðastliðinn en gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið í desember.

Skoða nýtt hundasvæði í Grindavík

Umhverfisnefnd Grindavíkurbæjar leggur til við skipulags- og bygginganefnd að hún taki til skoðunar að gera svæði norðan við bæinn að sérstöku útivistarsvæði fyrir hundaeigendur til að viðra hundana sína. Svæðið sem um ræðir var áður notað undir losun garðaúrgangs og telur nefndin það hentugt til að viðra hunda. Greint er frá þessu á vef Grindavíkurbæjar.

Glæsilegur stjórnlagaþingsvefur í loftið

Sex háskólaprófessorar, fjórir bændur og þrír leikstjórar eru á meðal þeirra sem sækjast eftir sæti á Stjórnlagaþingi samkvæmt upplýsingum á vef sem Guðmundur Hreiðarsson forritari hefur sett upp. Á síðunni eru frambjóðendur kynntir með myndrænni hætti en áður. sérstaklega langan tíma að setja vefinn upp.

Hrottinn í Laugardal fundinn

Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu.

Óska eftir vitnum að umferðarslysi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum í Stekkjarbakka í Reykjavík laust fyrir klukkan 9 laugardagsmorguninn 6. nóvember. Þar rákust saman grá Toyota Corolla og dökkgrænn Nissan Terrano en ökumönnum þeirra ber ekki saman um stöðu umferðaljósa.

Sterkar íslenskar konur í Marie Claire

„Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar.

Fjölskylduhjálpin opnar á Akureyri

Útibú frá Fjölskylduhjálp Íslands verður opnað á Akureyri í dag. Þar mun Fjölskylduhjálpin hafa aðsetur að Freyjunesi 4 og verður Gerður Jónsdóttir umsjónarmaður útibúsins. Þeir sem staddir eru á Akureyri og í nágrenni í dag gefst kostur á að kynna sér starfsemina milli klukkan 13 og 15 í dag en þá munu sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálparinnar taka á móti fólki.

Dómurum verður fjölgað

Hæstaréttardómurum og héraðsdómurum verður fjölgað samkvæmt frumvarpi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. Ögmundur segir að fjölgunin sé komin til vegna landsdómsins, en fimm af níu dómurum úr Hæstarétti eiga sæti þar, en einnig vegna aukins álags á dómstóla vegna bankahrunsins. Gert er ráð fyrir að fjölgun dómaranna verði fjármögnuð með hækkun dómsmálagjalda.

Leyfið okkur að stúta þeim

Bandaríkin, Íran, Libya og Kína tóku höndum saman á Allsherjarþingi Sameinuðu-þjóðanna í gær. Það telst óneitanlega til tíðinda þar sem ekki er sérlega kært með þessum löndum.

Sjá næstu 50 fréttir