Fleiri fréttir

Staða al Kaída aldrei veikari

Aukinn kraftur í stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Afganistan hefur skilað sér í því að styrkur al Kaída er minni nú en nokkru sinni síðan stríðið hófst í árslok 2001. Þetta er meðal helstu niðurstaðna matsskýrslu Bandaríkjastjórnar sem kynnt var í gær.

Þverpólitísk sátt um sumar tillögur

Atkvæðagreiðslan um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur við það tók næstum tvær klukkustundir. Alls voru greidd atkvæði 32 sinnum.

Herjólfur fer færri ferðir

Fjórðungur ferða Herjólfs hefur verið farinn til Þorlákshafnar á því tímabili sem Landeyjahöfn hefur verið opin. Hefði áætlun haldist um Landeyjahöfn hefði ferjan náð mun fleiri ferðum en siglingaleiðin til Þorlákshafnar er mun lengri en til Landeyja­hafnar. Þær ferðir sem voru farnar til Þorlákshafnar voru 108 frá júlí og út nóvember.

Fátækum fækki um 22 þúsund

Dönsk stjórnvöld hafa sett sér það takmark að fækka fátækum þar í landi um 22.000 á næsta áratug.

165 milljónir í ný dómsmálagjöld

Stefnur fyrir héraðsdómstólum og áfrýjanir til Hæstaréttar í málum er varða fjárhagslega hagsmuni verða dýrari en nú er, verði frumvarp fjármála­ráðherra þar um að lögum.

Vilja leyfa kynlíf innan fjölskyldna

Stjórnvöld í Sviss eru að íhuga að fella úr gildi lög sem banna kynlíf innan fjölskyldna. Dómsmálaráðherra landsins mælir fyrir því og þegar er búið að semja lagafrumvarp þessa efnis.

„Gísli Marteinn er mjög lélegur bítboxari“

„Gísli Marteinn er náttúrulega hress náungi og er búinn að vera í sjónvarpi. Hann stóð sig eins og hetja. Vanur sjónvarpsmaður og eins allir stjórnmálamenn vanur að ljúga. Að ljúga er að leika," segir leikstjórinn Ágúst Bent.

Verðmætasta jólatré í heimi er í Abu Dhabi

Glæsihótel í Arabísku furstadæmunum stærir sig nú af því að vera með dýrasta jólatré heimsins í anddyri hótelsins. Hóteleigandinn fullyrðir að tréð sé metið á heilar ellefu milljónir dollara, enda er það alsett dýrindis skartgripum. Langflestir íbúar Arabísku furstadæmanna eru múslimar og tíðkast ekki í þeim sið að setja upp jólatré. Hótelstjórinn segir að landið sé hinsvegar afar frjálslynt og býst ekki við neinum vandræðum vegna þessa.

Tugir bæja enn án rafmagns

„Á þriðja hundrað manns eru skráðir með lögheimili á þessu svæði," segir Sigurður Guðnason, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði. Raflínur slitnuðu í Suðursveit seinnipartinn í dag og er rafmagnslaust á stóru svæði frá Skaftafelli að Hestgerði. Ekki hafa borist tilkynningar um slys eða eignatjón, að sögn Sigurðar. Hann telur að allt að 40 bæir séu án rafmagns þessa stundina. „Það er eins og veðrið sé að ganga niður en það er ekkert ferðaveður.“

Jon Bon Jovi ráðleggur Obama

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur skipað tónlistarmanninn Jon Bon Jovi í nefnd sem ætlað er að veita Obama og Hvíta húsinu ráðgjöf. Í nefndinni eiga einnig sæti fulltrúar Starbucks, eBay og Gap auk alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

„Hverjum er sætt í þingflokknum?“

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir engan mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar hvað niðurskurð hjá hinu opinbera varðar. „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum. Þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins,“ segir Lilja á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar vísar hún til ummæla Steingríms J. Sigfússonar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar sagði Steingrímur að Lilju, Atla Gíslasyni og Ásmundi Daða Einarssyni væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma.“

Þríeykinu verður ekki vísað úr þingflokknum

„Ég mun ekki mæla með því að neinum verði vísað úr þingflokknum enda er það ekki í okkar lögum að gera það. Það eru allir velkomnir í okkar þingflokk sem vilja vinna þar og vinna með okkur. Við fögnum öllum stuðningsmönnum ríkisstjórnar sem eru það í reynd,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, í Kastljósi í kvöld.

Pétur Blöndal: Þetta er ekki Freyju að kenna

„Vinnandi fólk sem borgar bæturnar má ekki hafa það verra en þeir sem þiggja bætur,“ segir Pétur H. Blöndal þingmaður. Í núverandi kerfi sé fólk ýmist of- eða vantryggt og því þurfi að breyta.

Erlendir ferðamenn mæli ekki göturnar svangir um jólin

Starfsfólk Höfuðborgarstofu hefur tekið saman lista um opnunartíma ýmiskonar þjónustu yfir jól og áramót. Fjölmargir aðilar leggja hönd á plóginn við að hafa meira opið nú en á jólum hér á árum áður, að fram kemur í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu.

Músum gróflega misboðið

Turnuglustofn Danmerkur er í útrýmingarhættu vegna hinna miklu snjóa í landinu. Turnuglur veiða aðeins á nóttunni og lifa á músum. Vegna snjóalaga finna þær nú engar mýs.

Blake Edwards er látinn

Bandaríski leiksstjórinn Blake Edwards er látinn, 88 ára að aldri. Edwards lést úr lungnabólgu og var kona hans, leikkonan Julie Andrews honum við hlið þegar hann hélt yfir móðuna miklu.

Reiðhjólamenn noti ljós

Á dögunum beindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þeim vinsamlegu tilmælum til hlaupara að þeir noti endurskinsmerki enda er þessi hópur oft á ferð í myrkri á eða við umferðargötur.

Teygt á vegagerð vegna kreppu

Vinna er hafin við lokakafla Suðurstrandarvegar, milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Verkið væri unnt að klára á einu ári, að mati verktakans, en er vegna kreppunnar teygt yfir næstu tvö ár.

Afstaða þremenninganna einstök

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að ríkisstjórn sem á í erfiðleikum með að koma fjárlögum í gegnum Alþingi hafi yfirleitt sagt af sér eða ekki orðið langlíf.

Framtíð stjórnarsamstarfsins í óvissu

Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni.

Julian Assange þakklátur

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var lautinn laus gegn tryggingu í dag en dómari yfirréttar í Lundúnum staðfesti niðurstöðu undirréttar og hafnaði áfrýjun saksóknara. Assange ávarpaði fjölmiðla á sjötta tímanum fyrir utan Royal High Court.

Útibú umboðsmanns skuldara opnað í Reykjanesbæ

Umboðsmaður skuldara opnaði útibú sitt í Reykjanesbæ í dag. „Þetta er söguleg stund fyrir umboðsmann skuldara þar sem þetta er í fyrsta útibúið sem opnað er,“ sagði Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara við opnunina. Ásta lagði áherslu á að opnunin væri tilraunaverkefni og mikilvægt væri að meta áhrifin af því að færa þjónustuna nær þeim sem þurfa á henni að halda, að því er fram kemur í tilkynningu.

Samstarf við leit og björgun

Á fundi aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Reykjavík dagana 14.-16. desember, var lokið gerð alþjóðasamnings um samstarf við leit og björgun á hafi og í lofti á norðurslóðum.

Árétting frá TR varðandi afkomu öryrkja

Vegna umræðu að undanförnu um afkomu almennings, þar á meðal öryrkja, hefur Tryggingastofnun birt til skýringar á aðstæðum öryrkja töflur sem sýna lágmarksgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar.

Brennuvargur dæmdur í tveggja ára fangelsi

Hæstiréttur Íslands dæmdi Jón Óskar Auðunsson í tveggja ára fangelsi í dag fyrir að kveikja í kyrrstæði bifreið á bifreiðastæði í Reykjavík, í október í hitteðfyrra.

Dæmdur sekur um morð

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir Ellert Sævarssyni fyrir morð. Ellert var ákærður fyrir að hafa veist að manni fyrir utan heimahús í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 8. maí síðastliðins og kýlt hann með krepptum hnefum. Þá sparkaði hann í höfuð og líkama hans þar sem hann lá á gangstétt og kastaði þungum kantsteini í hnakka hans með þeim afleiðingum að hann lést skömmu eftir atlöguna. Ellert var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness og var ákvörðun um refsingu óröskuð í Hæstarétti.

Farfuglaheimilin fá Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Farfuglaheimilin í Reykjavík fengu Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu sem veitt voru í 16. sinn í dag. Heimilin fá verðlaunin fyrir markvissa umhverfisstefnu og sjálfbæran rekstur en það var Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, sem afhenti verðlaunin við athöfn á Grand Hótel Reykjavík. Við sama tækifæri var einnig kynnt nýtt gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar sem hlotið hefur nafnið VAKI.

Veðurstofan varar við hafís

Hafís er nú nálægt Vestfjörðum, mest um 10-12 sjómílum frá landi. Næsta sólahring er útlit fyrir að hann færist nær landi og ógni verulega siglingaleiðinni fyrir Horn og um Húnaflóa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Gert er ráð fyrir norðaustanáttum frá laugardegi og fram eftir næstu viku og ætti ísinn þá að reka til vesturs.

Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni

Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag.

Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason.

Vinnuhópur skipaður til að kanna möguleika á millidómstigi

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur skipað vinnuhóp sem taka á til skoðunar hvort setja skuli á fót hér á landi millidómstig sem taki bæði til sakamála og einkamála, fara yfir kosti þess og galla og meta hvernig slíku millidómstigi væri best fyrir komið. Vinnuhópurinn á að skila niðurstöðum sínum til ráðuneytisins fyrir 1. apríl næstkomandi.

Leggur blessun yfir samráð um úrlausn skuldavanda fyrirtækja

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt ákvörðun þar sem heimilað er samstarf vegna samkomulags um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en samkomulagið var undirritað í gær. Samningsaðilar eru fjármálafyrirtæki og hagsmunasamtök atvinnulífsins, auk fjármálaráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis.

Seinheppinn þjófur líklega fótbrotinn eftir innbrot

Þjófur sem reyndi að brjótast inn í fyrirtæki í austurborginni í nótt var heldur seinheppinn. Þjófurinn, karl um þrítugt, hafði brotið rúðu í útidyrahurð og var á leið inn i húsið þegar til hans sást. Maðurinn tók þá til fótanna en komst ekki langt því hann datt og lá óvígur eftir. Hinn óprúttni aðili var enn sárþjáður þegar lögreglan kom á vettvang en talið var að hann hefði fótbrotnað. Manninum, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, var því ekki ekið í fangageymslu heldur strax komið undir læknishendur.

Rusl í Reykjavík sótt á 10 daga fresti í stað vikulega

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun breytingar á sorphirðu í Reykjavík. Meðal breytinga er að á næsta ári verður hafin söfnun á flokkuðu sorpi við heimili í Reykjavík. Tvenns konar tunnur verða við hvert heimili, ílát fyrir sorp til endurvinnslu auk núverandi íláts fyrir blandað sorp.

Hryðjuverkamenn vilja myrða á dönskum jólum

Norska blaðið VG hefur heimildir fyrir því að Danmörk verði sérstakt skotmark hryðjuverkamanna um hátíðarnar. Leyniþjónusta Íraks hefur varað við því að til standi að gera hrinu árása í Evrópu og Bandaríkjunum.

Demantadrottning krefst skaðabóta

Grace Mugabe eiginkona einvaldsins Roberts Mugabe í Zimbabwe hefur höfðað mál á hendur dagblaðinu Standard þar í landi. Blaðið sagði frá diplomatapósti á WikiLeaks þar sem því var haldið fram að frú Mugabe hafi auðgast ógurlega á demantsnámum landsins.

Þúsundir erlendra ferðamanna á Íslandi yfir hátíðirnar

Nú þegar eru bókaðir um það bil 1200 ferðamenn um jólin á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík. Það er það svipaður fjöldi og hefur verið síðustu tvö árin, samkvæmt upplýsingum frá Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Tugir Garpa synda á Þorláksmessu

Þorláksmessu verður væntanlega slegið þátttökumet í 1500 metra sundi hjá Görpum í Sunddeild Breiðabliks. Nú er þetta sund orðið að 20 ára hefð og sífellt fjölgar þátttakendum.

Fjárlagafrumvarpið samþykkt

Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.

Assange laus gegn tryggingu

Breskur dómari kvað upp þann úrskurð fyrir stundu að Julian Assange skyldi látinn laus gegn tryggingu. Mikið hefur verið spáð og spekúlarað hvað yrði um Assange. Það hefur nú komið í ljós að það voru alls ekki sænsk yfirvöld sem lögðust gegn því að Assange yrði sleppt gegn tryggingu. Það var breska ákæruvaldið sem það gerði. Mál Assanges um hvort hann verður framseldur til Svíþjóðar verður svo tekið fyrir ellefta janúar.

Árni Johnsen bauð uppá konfekt

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bauð samstarfsfélögum sínum á Alþingi upp á dýrindis konfekt við upphaf þingfundar í dag. Eftir því sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kemst næst er um að ræða Nóa Síríus konfekt. Árni segir að um sé að ræða hefð sem hafi myndast. Hann bjóði alltaf upp á konfekt að lokinni atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Slíkar atkvæðagreiðslur séu yfirleitt mjög langar. „Ég er búinn að gera þetta í yfir 20 ár núna held ég,“ segir Árni.

Skuldar þrjár milljónir í leikskólagjöld með 560 þúsund á mánuði

Einstæð fimm barna móðir sem er öryrki er með rúmar 560 þúsund krónur í samanlagðar tekjur á mánuði en skuldar engu að síður 4,6 milljónir í húsaleigu og leikskólagjöld. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að börn hennar yrðu vistuð annarsstaðar tímabundið vegna vanrækslu og líkamlegs ofbeldis.

Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið

Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason.

Sjá næstu 50 fréttir