Fleiri fréttir

Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstu dögum

Ákæruvaldið í máli Gunnars Rúnars Sigþórssonar hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar, sem myrti Hannes Þór Helgason á síðasta ári, ósakhæfan.

Ákærum í efnahagsbrotum fjölgar verulega

Ákærum hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur fjölgað verulega á milli ára eða úr 21 ákæru á árinu 2007 í 62 ákærur á árinu 2010. Árið 2008 voru gefnar út 42 ákærur og 47 á árinu 2009. Á þessum fjórum árum eru útgefnar ákærur 172 talsins.

Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus

„Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson við yfirheyrslur hjá lögreglunni í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að vera vistaður á viðeigandi stofnun fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann var því úrskurðaður ósakhæfur. Samkvæmt mati geðlækna var Gunnar meðal annars haldinn ástaræði eða amor insanus.

Háskóli Íslands opnar nýjan sjóðavef: Upplýst um alla styrki

Nýr sjóðavefur Háskóla Íslands hefur verið opnaður. Á vefnum, sjodir.hi.is, er að finna upplýsingar um alla sjóði og styrki sem nemendum, kennurum, vísindamönnum og starfsfólki háskólans standa til boða. Einnig er þar að finna upplýsingar um rannsóknir og verkefni sem fengið hafa styrk úr sjóðum Háskóla Íslands.

Loka sorpbrennslunni að Svínafelli

Sorpbrennslustöðinni Brennu-Flosi hf að Svínafelli í Öræfum verður lokað. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar þann 21. febrúar, að höfðu samráði við rekstraraðila stöðvarinnar. Í tilkynningu frá Hjalta Þór Vignissyni, bæjarstjóra, segir að ástæða lokunarinnar sé umræða um sorpbrennslustöðvar á landinu og umræða um mengum sem af þeim stafar.

Hægt að sækja um sumarstörf í dag

Reykjavíkurborg opnar fyrir umsóknir um sumarstörf í dag. Ungmenni fædd 1994 eða fyrr geta sótt um fjölbreytt sumar- og afleysingastörf á vef borgarinnar, reykjavik.is.

Sakar formann bæjarráðs um hroka

Sigurður Haraldsson, fulltrúi Framsóknarflokks í bæjaráði Árborgar, sakar Eyþór Arnalds, formann bæjarráðs og oddvita Sjálfstæðisflokksins, um hroka og hefur sagt sig úr starfshópi um framtíðarskipan sorpmála.

Gunnar Rúnar úrskurðaður ósakhæfur

Gunnar Rúnar Sigurþórsson var úrskurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Gunnari er dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Heimilisofbeldi í Vestmannaeyjum og fyrsti ölvunaraksturinn

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Kona kærði þá sambýlismann sinn fyrir ofbeldi. Hún náði hinsvegar að flýja manninn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hlaut konan ekki alvarlega áverka. Málið er í rannsókn.

Yngri kennurum fækkar

Haustið 2010 eru 7.589 starfsmenn í 6.858 stöðugildum í grunnskólum á Íslandi. Þar af eru 4.886 starfsmenn við kennslu í 4.671 stöðugildi. Starfsfólki fækkaði á milli ára annað árið í röð. Starfsmönnum við kennslu, þ.e. skólastjórnendum, deildarstjórum og kennurum fækkar um 92, sem er fækkun um 1,8%. Frá árinu 2008, þegar starfsmenn við kennslu voru flestir, hefur þeim fækkað um 215 manns. Sé litið á stöðugildi hefur stöðugildum sama hóps fækkað um 121 frá fyrra ári, sem er fækkun um 2,5%. Frá árinu 2008 hefur stöðugildum starfsmanna við kennslu fækkað um 345. Öðrum starfsmönnum grunnskólans en starfsfólki við kennslu hefur fækkað um 80 manns frá hausti 2008 og stöðugildum þeirra fækkað um 129.

Stjórnlagaráð skili tillögum í lok júní

Stjórnlagaráð, sem fjalla á um skýrslu stjórnlaganefndar og leggja til breytingar á stjórnarskránni, á að skila Alþingi tillögum sínum í formi frumvarps fyrir lok júní.

Grunnskólanemum fækkar

Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 42.539 haustið 2010, auk þess sem 91 barn stundaði nám í 5 ára bekk í 4 skólum. Grunnskólanemendum hefur fækkað um 390 frá síðastliðnu skólaári eða um 0,9%. Grunnskólanemendur á Íslandi voru flestir haustið 2003, 44.809. Frá þeim tíma hefur grunnskólanemendum fækkað um 2.270 nemendur. Gera má ráð fyrir að nemendum fækki áfram á næstu tveimur árum en þá verði botni í fjölda nemenda náð. Eftir það eru væntanlegir fjölmennari árgangar í grunnskólann en þeir árgangar sem ljúka munu námi.

Ók inn í hóp af hjólreiðarmönnum

Tæplega fimmtugur maður var handtekinn í borginni Porto Alegre í Brasilíu eftir að hann ók inn í hóp af hjólreiðarmönnum út á miðri götu.

Herskip sent á eftir dönsku gíslunum

Sómalskir sjóræningjar hafa náð sjö Dönum á sitt vald. Þar af þrjú börn á aldrinum 12 til 16 ára. Danir senda herskip áleiðis til skútunnar sem Danirnir sigldu á.

Dæmdir fyrir hrottalega árás á gamlan mann með ungbarn

Tveir rúmlega tvítugir menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdir til fangelsisvistar fyrir aðild sína að hrottalegri árás á 64 ára gamlan karlmann, eiginkonu hans og dóttur í Reykjanesbæ. Mennirnir sem um ræðir heita Axel Karl Gíslason, sem dæmdur var til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, og Viktor Már Axelsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi.

Brjóstaís gerður upptækur

Heilbrigðisyfirvöld í London hafa gert ís úr brjóstamjólk upptækan vegna gruns um að rétturinn sé hættulegur heilsu fólks.

Fækkun tilkynninga til barnaverndarnefnda

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 1% á árinu 2010 samanborið við árið 2009. Fjöldi tilkynninga á árinu 2010 var 9.233, en 9.327 árið á undan. Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 47,3% árið 2010, en 46,3% árið 2009.

Skjálftahrinan við Kleifarvatn hjöðnuð

Skjálftahrinan við Kleifarvatn virðist alveg hjöðnuð og mældist aðeins einn skjálfti, innan við þrjá á Richter í nótt, auk nokkurra mun smærri skjálfta.

Bensínið hækkar enn frekar

Oliufélögin hækkuðu eldsneytisverðið enn í gær, bensínlítrann um fjórar krónur og dísillítrann um fimm krónur.

Afnám heimgreiðslu borgarinnar umdeilt

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði Reykjavíkurborgar, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, gagnrýnir yfirvofandi afnám heimgreiðslu, eða þjónustutryggingar, til foreldra ungra barna. Formaður menntaráðs segir að málið snúist um forgangsröðun.

Dísilolía komin yfir 230 krónur

Ekkert lát er á hækkunum á bensínverði hérlendis. Í gær hækkuðu Olís, N1 og Skeljungur verð á lítra af bensíni um fjórar krónur og verð á lítra af dísilolíu um fimm krónur. Eftir hækkanir gærdagsins kostar dísilolía 231,80 krónur hver lítri hjá þessum þremur olíufélögum.

Gaddafí missir stjórn á olíunni

Múammar Gaddafí og liðsmenn hans hafa enn tök á höfuðborginni Trípolí og fleiri borgum í nágrenninu, en uppreisnarmenn hafa austurhluta landsins á valdi sínu.

Frumvarpið í pósti á öll heimili

Innanríkisráðuneytið hefur ekki ákveðið hvernig staðið verður að kynningarmálum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin 9. apríl.

Niðurgreiðslur í stað tolla

Hver er staðan á tollamálum í aðildarviðræðum Íslands og ESB? Nánast útilokað er að íslenskur landbúnaður verði áfram verndaður með tollum gangi Íslendingar í Evrópusambandið, sagði Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands gagnvart ESB, á dögunum, á síðasta aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi.

Hægðalosandi lyf unnið úr þorskalýsi

Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar.

Búist við miklu álagi í miðasölu

Sala á miðum í tónlistarhúsið Hörpu hefst á hádegi í dag. Í fréttatilkynningu segir að búist sé við miklu álagi og að lögð sé áhersla á jafnan aðgang allra að miðum. Miðasalan opni samtímis á netinu, í gegn um síma og í Aðalstræti 2.

Eigandi vatnsbóls vill að Mosfellsbær borgi

Meðeigandi Mosfellsbæjar í jörðinni Laxnesi 1 krefst þess að bærinn borgi fyrir vatnstöku úr landinu síðustu 40 árin. Bæjarráð hafnar því og vísar í staðinn í samkomulag við aðra meðeigendur að jörðinni um vegagerð í Laxnesi.

Sjá næstu 50 fréttir