Fleiri fréttir Íslenskur sendifulltrúi til Líbíu Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands heldur til Líbýu nú á sunnudag þar sem hún mun starfa sem hjúkrunarfræðingur með Alþjóða Rauða krossinum í borginni Benghazi, en þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðunum í Líbýu til að veita þeim læknisaðstoð. Áslaug er einn reyndasti sendifullrúi Rauða kross Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum á átakasvæðum. Hún fór fyrst sem sendifulltrúi Rauða krossins árið 1996 þar sem hún starfaði á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan og hefur síðan unnið m.a. í Georgíu, Írak, Líbanon, Eþíópíu, Úganda, og nú síðast í Pakistan og á Haítí. 26.5.2011 13:53 Þolendur kynferðisofbeldis sæta árásum í fjölmiðlum Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í fjölmiðlum, þar sem hún hefur komið honum til varnar. 26.5.2011 13:49 Ísland friðsælasta ríki heims Ísland er friðsælasta ríki heims ef marka má nýjan lista "Institute for Economics and Peace". Stofnunin hefur raðað 153 sjálfstæðum ríkjum eftir því hve friðsæl löndin eru og er notast við 23 mismundandi breytur á borð við útgjöld til hernaðarmála og samskipti við nágrannaþjóðir. Listinn kemur út árlega og lenti Ísland einnig í fyrsta sæti árið 2008. Eftir hrun tók landið hinsvegar dýfu og lenti í fjórða sæti árið 2009 og í öðru sæti í fyrra. 26.5.2011 13:30 Þýski ferðamaðurinn útskrifaður af sjúkrahúsi Þjóðverjinn sem leitað var að norðan Vatnajökuls í gær var útskrifaður af slysadeild Landspítalans eftir skoðun. Hann var í ágætu standi miðað við aðstæður en kaldur og svangur eftir langa veru á jöklinum. 26.5.2011 12:10 Deildarmyrkvi í næstu viku Deildarmyrkvi á sólu verður miðvikudagskvöldið 1. júní. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vest-norðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands. 26.5.2011 11:54 Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Stúlkan lagðist á grasblett og grét Þrítugur karlmaður, Grétar Torfi Gunnarsson, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Grétar Torfi er fundinn sekur um að hafa nauðgað ungri konu í leggöng og endaþarm, neytt hana til að hafa við sig munnmök, og beitt hana öðru líkamlegu ofbeldi á meðan á nauðgun stóð. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 1,2 milljón króna í miskabætur. Grétar Torfi neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa átt munnmök, samræði og endaþarmsmök við stúlkuna en talið hana verið þessu samþykk. Við skoðun á Neyðarmótttöku fyrir fórnarlömb nauðgana kom í ljós að stúlkan var með sprungu og roða í endaþarmi, marbletti á læri og rasskinn, eymsli yfir nefrót og í hnakka auk þess sem hár losnaði úr hársverði. Fyrir dómi bar maðurinn að harkaleg meðferð hans á konunni hafi verið "hluti af leiknum." Þá segir í lýsingu á málsatvikum: "Ákærði tók fram að stúlkan hefði að vísu ekki samþykkt sérstaklega þegar hann setti getnaðarlim sinn í endaþarm hennar, en hún hefði ekki sett sig upp á móti því." Samkvæmt framburði stúlkunnar kynntust þau á skemmtistað fyrr um nóttina og hafi hún greint frá því strax í upphafi samskipta þeirra að hún væri lesbía. Nauðgunin átti sér stað á heimili mannsins í júní á síðasta ári. Eftir nauðgunina flúði stúlkan. "Hún hefði klætt sig í flýti, en skilið eitthvað af fötum sínum eftir í herberginu. Hún hefði yfirgefið íbúðina og ætlað heim til sín, en fundið fyrir svo miklum sársauka í endaþarmi að hún hefði lagst á grasblett og grátið,“ segir í lýsingu á málsatvikum. Í málinu liggur fyrir vottorð sálfræðings þar sem kemur fram að nauðgunin hafi valdið stúlkunni mikilli vanlíðan, ljóst er að hún þarfnast langvarandi meðferðar vegna áfallastreituröskunar og er óvíst um bata. Grétar Torfi hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Dómararnir Ragnheiður Harðardóttir, Eggert Óskarsson og Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómarar kváðu upp dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur 26.5.2011 11:38 Lífið á Kirkjubæjarklaustri að komast í eðlilegt horf Leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri var opnaður í morgun, en hann hafði verið lokaður alla vikuna vegna öskufalls. Þá er verið að þrífa grunnskólann og sundlaugina en óvíst er hvenær starfsemi hefst þar á ný. Íbúafundur verður haldin á Klaustri í kvöld um stöðu mála á öskusvæðunum. 26.5.2011 11:01 Mikill meirihluti vill breytingar á kvótakerfinu Um tveir af hverjum þremur vilja að stjórnvöld afturkalli kvótann, hann verði í eigu ríkisins eða greidd sé leiga fyrir afnotarétt sem nemur markaðsverðmæti hans. Þetta sýna niðurstöður MMR könnunar sem gerð var á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar eru áþekkar sambærilegri könnun sem MMR gerði í febrúar. 26.5.2011 10:56 Íslensk kona látin laus úr fangelsi í Bandaríkjunum Linda Björk Magnúsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður trúfélagsins Frelsisins, hefur verið látin laus úr fangelsi Í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir faðir hennar, Magnús Þór Sigmundsson, í samtali við Vísi. Linda Björk var handtekin í Bandaríkjunum í nóvember 2009 fyrir að vera ólöglegur innflytjandi þar. Magnús Þór segir að sér sé mjög létt yfir því að hún hafi verið látin laus. Þau feðginin hafa verið í sambandi á Netinu að undanförnu. 26.5.2011 10:06 Tugir björgunarsveitamanna að störfum Um 50-60 björgunarsveitarmenn verða að störfum á Suðausturlandi í dag þar sem lífið er óðum að komast í eðlilegt horf eftir öskufall af völdum eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu standa vaktina í dag og munu verkefnin aðallega felast í að fara með slökkviliði og tankbílum á bæi og skola hús, þök og hreinsa rennur og niðurföll. 26.5.2011 09:50 Íbúasamtök hlynnt lokun Laugavegar Stjórn íbúasamtaka miðborgarinnar, sem telur jákvætt að minnka bílaumferð í miðborginni, gerir þó ýmsa fyrirvara við hugmyndir borgaryfirvalda um að gra hluta laugavegarins að göngugötu. 26.5.2011 09:26 Safnað fyrir fátæka á Stöð 2 í kvöld Sérstakur fræðslu- og söfnunarþáttur til að hrinda nýju átaki af stað verður á Stöð 2, í kvöld, fimmtudaginn 26. maí 2011 og verður mjög til hans vandað í alla staði. Takmark þáttarins og aðstandenda hans er að varða nýja leið í hjálparstarfi fyrir fátæka landsmenn. 26.5.2011 09:23 Skipverjar á Oddeyrinni óttast um eigin hag vegna kvótafrumvarps Skipverjar á fjölveiðiskipinu Oddeyrinni EA segja í skeyti, að það sé með ólíkindum að hægt sé að fjall um útgerð og stuðla að hruni hennar í núverandi mynd, eins og engin einstaklingar eigi þar hlut að máli nema örfáir útgerðarmenn. 26.5.2011 08:43 Tveir fullir á höfuðborgarsvæðinu Tveir ökumenn í annarlegu ástandi voru teknir úr umferð með nokkurra mínútna millibili á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annar í Hafnarfirði, sem reyndist réttindalaus, undir áhrifum áfengis og með fíkniefni í fórum sinum. 26.5.2011 08:35 Strandveiðisjómenn halda til veiða Allir strandveiðisjómenn, sem vettlingi geta valdið á norðausturlandi, hafa siglt fleytum sínum út á sjó í nótt og í morgun til strandveiða. 26.5.2011 08:24 Féll af skellinöðru Ungur maður slapp lítið meiddur þegar hann ók skellinöðru sinni aftan á bíl á Selfossi í gærkvöldi og féll í götuna. 26.5.2011 08:20 Lítil virkni í eldstöðinni í Grímssvötnum - jöklafarar þó varaðir við Engin umbrot voru í eldstöðinni í Grímsvötnum í nótt, eins og varð í fyrrinótt, áður en gosið hjaðnaði niður. 26.5.2011 07:59 Mikill eldsvoði í Hafnarfirði Mikill eldur gaus upp á skammri stundu í bílapartasölu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði um klukkan tíu í gærkvöldi. 26.5.2011 07:52 Rannsaka fleiri brot félaga í Black Pistons Tveir meðlimir vélhjólagengisins Black Pistons beittu mann, sem þeir réðust á og héldu nauðugum fyrr í mánuðinum, hrottalegum hótunum og ofbeldi. Þeir börðu hann klukkustundum saman í höfuðið og líkama með ýmsum áhöldum, hýddu hann með þykkri rafmagnssnúru og hótuðu honum að skornar yrðu í sundur sinar á fótleggjum og tennur dregnar úr honum. Þeir sögðu fórnarlambinu að það skuldaði þeim tíu milljónir króna. 26.5.2011 07:30 Besta gjöfin að fá hann heim "Ég hef ekki fengið betri afmælisgjöf um ævina,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar Grétarssonar, átta ára. Leif Magnús flytur til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum frá Noregi 19. júní næstkomandi, á afmælisdegi afa síns. 26.5.2011 07:00 Gagnrýni á eftirlitsaðila missir marks Gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis á eftirlitsaðila og stjórnsýsluna missir marks vegna þagnar skýrsluhöfunda um Baugsmálið, að mati Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í bók Björns, Rosabaugur yfir Íslandi, sem kom út í gær. Þar fjallar Björn um ýmsar hliðar Baugsmálsins. 26.5.2011 06:00 Evrópusinnar í þriðja hvert sæti Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins á framboðslistum í hverju kjördæmi verði Evrópusinnar. 26.5.2011 05:00 Ótímabær dauðsföll yfir 700 síðustu 15 ár Ótímabær dauðsföll hjá fíklum sem eru yngri en 55 ára eru rúmlega 700 á síðastliðnum fimmtán árum, samkvæmt gagnagrunni sjúkrahússins á Vogi. Síðustu tíu ár hafa 47 einstaklingar fallið frá árlega. Yfirlæknir á Vogi segir að meðferðarstarf sé á leiðinni áratugi aftur í tímann vegna niðurskurðar stjórnvalda. Því hafnar velferðarráðherra. 26.5.2011 04:00 Eins og að vera í Sahara-eyðimörkinni „Þetta er harla ótrúlegt – sandauðn eins langt og augað eygir,“ segir Karl Ólafsson leiðsögumaður, sem hélt að Grímsfjalli á Vatnajökli í fyrradag til að skoða eldvirknina í Grímsvötnum og aðstæður fyrir væntanlega ferðamenn þangað nú í sumar. 26.5.2011 04:00 Skekkir samkeppnisstöðuna Nái frumvarp innanríkisráðherra um hert bann við áfengisauglýsingum fram að ganga verður það rothögg fyrir íslenska bjórframleiðendur og skekkir samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum tegundum. Þetta er fullyrt í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda, Samtökum iðnaðarins og Sambandi íslenskra auglýsingastofa. 26.5.2011 04:00 Öfl í samfélaginu með hnífana á lofti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvíðir ekki dómi sögunnar vegna afstöðu sinnar í Icesave málinu. Einu mistökin hafi kannski verið þau að hann hafi verið of varkár og ábyrgur í málinu. Hann segir að ákveðin öfl í samfélaginu með hnífana á lofti og tiltekur þar Hádegismóa. 25.5.2011 20:30 Rafmagnsskúr Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi brennur Fjölmennt lið slökkviliðs er nú á leið í Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er kviknað í rafmagnsskúr sem er staðsettur nálægt verksmiðjunni. Ekki er vitað hversu mikill eldurinn er. 25.5.2011 20:09 Stal 100 lítrum af olíu Hundrað lítrum af díselolíu var stolið af gröfu sem staðsett var við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Svo mikið var tekið af gröfunni að vélin fór ekki í gang þegar til stóð að kveikja á henni í morgun. Tankurinn var alveg tómur. Við hliðina á gröfunni sást slanga sem lögreglan telur að hafi verið notuð til að dæla upp olíunni. 25.5.2011 20:09 Eftirmálar Icesave - þjóðin afvegaleidd? Íslenska þjóðin mun líklega ekki þurfa að greiða krónu af Icesave skuldinni, hugsanlega verður ekkert dómsmál höfðað fyrir EFTA dómstólnum og breska og hollenska ríkið munu fá sitt. Hvers vegna reyndu íslenskir ráðamenn þá allt sem í þeirra valdi stóð til að fá þjóðina til að samþykkja Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu? 25.5.2011 20:00 Tók leigubíl frá Keflavík til Klausturs Fjöldi erlendra fréttamanna hefur verið á öskusvæðinu í tengslum við gosið. Breki Logason rakst hinsvegar á mann í gærkvöldi sem fór á fætur í Keflavík en endaði óvænt á Klaustri. 25.5.2011 19:16 Andstæðingar Icesave brutu persónuverndarlög Icesave andstæðingar brutu persónuverndarlög í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave lögin á dögunum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn í gær. 25.5.2011 19:00 Streita hefur aukist hjá konum eftir hrun Efnahagshrunið hefur haft meiri áhrif á heilsu kvenna hér á landi en karla samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna. Streita meðal kvenna hefur aukist töluvert eftir hrun. Á sama tíma hefur hefur nýburum með lága fæðingarþyngd fjölgast. 25.5.2011 18:45 Stykkishólmur er gæðaáfangastaður Stykkishólmsbær hefur verið útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu í ár fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni- og umhverfishugsun er í forgrunni. 25.5.2011 18:41 Of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Grímsvötnum segja jarðeðlisfræðingur. Enginn gosmökkur kemur upp úr gígnum en það geta enn komið sprengingar sem skjóta upp gjósku. Mjög varhugavert er að ferðast um svæðið. 25.5.2011 18:39 Þjóðverjinn fundinn - var kaldur og hrakinn Þjóðverji sem leitað hefur verið að norðan Vatnajökuls í dag er fundinn heill á húfi. Það var TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann manninn en hann var þá staddur um 14 km suðvestur af Fjórðungsöldu. Var hann í ágætu ástandi miðað við aðstæður en kaldur og hrakinn. 25.5.2011 18:20 90 milljónirnar gengu ekki út Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld. Annar vinningur gekk ekki heldur út né jókerinn. Fyrsti vinningur í lottóinu í kvöld var rúmlega 90 milljónir króna því má gera ráð fyrir að vegleg upphæð verði í pottinum næsta miðvikudag. 25.5.2011 18:12 Lítil joðneysla áhyggjuefni á Íslandi Æ fleiri Íslendingar greinast með skjaldkirtilssjúkdóma sem skýrist að hluta af hækkandi aldri þjóðarinnar. Joð er mikilvægt fyrir myndun skjaldkirtilshormóna en neysla þess fer minnkandi. 25.5.2011 18:00 Almenn laun hækka um 4,25% Aðildarfélög Alþýðusambands Íslands hafa samþykkt nýundirritaða kjarasamninga með miklum meirihluta. Áður höfðu Samtök atvinnulífsins samþykkt samningana. Þetta þýðir að samningarnir taka strax gildi og almenn laun hækka um 4,25% 1. júní næstkomandi. Þá fá félagsmenn 50 þúsund króna eingreiðslu á sama tíma og auk þess 10 þúsund krónur í orlofsuppbót í júní. Aðildarfélög ASÍ samþykktu kjarasamningana með á bilinu 70 til 96% atkvæða. 25.5.2011 17:24 Bauð stuðningshópi Eddu Heiðrúnar upp á jökul Ný jöklarúta var tekin í notkun af Ice-ferðum um síðustu helgi og í jómfrúrferðina var Eddu Heiðrúnu Backman leikkonu og stuðningshópi hennar boðið. Enda er rútan sérútbúin með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaða. 25.5.2011 17:00 Laugavegur verður Mannréttindavegur Amnesty International fagnar 50 ára afmæli þann 28. maí næstkomandi og í tilefni af afmælinu hefur Reykjavíkurborg ákveðið að nefna Laugaveginn upp á nýtt í nokkra daga. Jón Gnarr borgarstjóri mun afhjúpa skilti með nýju heiti götunnar á föstudaginn kemur. Í þrjá daga mun laugavegurinn því heita Mannréttindavegur til heiðurs hálfrar aldar baráttu Amnesty International í þágu mannréttinda. 25.5.2011 16:56 Hjúkrunarfræðingar vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísaði í dag kjarasamningaviðræðum sínum við Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Viðræðuáætlun var undirrituð í október í fyrra af viðræðuaðilum þar sem gert var ráð fyrir samningslokum fyrir nóvemberlok. 25.5.2011 16:38 Sungu um Eyjafjallajökul fyrir börnin á spítalanum Vinir Sjonna komu í heimsókn á vorfagnað Barnaspítala Hringsins í dag. Þeir tóku nokkur Eurovision-lög með ísbirninum Hring, sem reglulega hittir börnin á spítalanum, við mikla gleði barnanna, foreldra þeirra og starfsfólks. Þá tóku þeir einnig lagið Eyjafjallajökull sem Matthías Matthíasson söngvari flutti í forkeppni Eurovision hér á Íslandi í ár. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu var mikil stemning og mikið fjör eftir tónleikana. Spurningakeppni var þá haldin á leikskóla Barnaspítalans, með tilheyrandi verðlaunum, og veitingum í lokin. 25.5.2011 15:55 Hvetja bændur til að setja búfé út Matvælastofnun mælir með að bændur á öskufallssvæðinu meti aðstæður og setji búfé út ef mögulegt er. Í tilkynningu segir að þó sé mikilvægt að hafa það á svæði þar sem auðvelt er að hafa eftirlit með því og smala því saman ef á þarf að halda. Jafnframt þarf að tryggja því aðgang að hreinu drykkjarvatni, góðu fóðri, salti og steinefnum. 25.5.2011 15:53 Tveir bréfberar bitnir til viðbótar í Mosfellsbæ Tveir bréfberar voru bitnir þegar þeir voru að bera út póstinn í Mosfellsbæ í dag. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem slíkt gerist í bænum en á dögunum var bréfberi bitinn af hundi. Hún stórslasaðist þegar hún datt við árásina og braut á sér fótinn en ekki er ljóst hvort bréfberarnir sem bitnir voru í dag séu illa sárir. 25.5.2011 15:53 Landsfundur haldinn í haust Fertugasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn 17. til 20. nóvember næstkomandi. Miðstjórn flokksins tók þessa ákvörðun í dag að tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt lögum flokksins á að halda landsfund að jafnaði á tveggja ára fresti. Síðast var landsfundur haldinn árið 2009 en í maí í fyrra hélt flokkurinn auka landsfund þar sem Ólöf Nordal var kjörin varaformaður. 25.5.2011 15:41 Sjá næstu 50 fréttir
Íslenskur sendifulltrúi til Líbíu Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands heldur til Líbýu nú á sunnudag þar sem hún mun starfa sem hjúkrunarfræðingur með Alþjóða Rauða krossinum í borginni Benghazi, en þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðunum í Líbýu til að veita þeim læknisaðstoð. Áslaug er einn reyndasti sendifullrúi Rauða kross Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum á átakasvæðum. Hún fór fyrst sem sendifulltrúi Rauða krossins árið 1996 þar sem hún starfaði á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan og hefur síðan unnið m.a. í Georgíu, Írak, Líbanon, Eþíópíu, Úganda, og nú síðast í Pakistan og á Haítí. 26.5.2011 13:53
Þolendur kynferðisofbeldis sæta árásum í fjölmiðlum Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í fjölmiðlum, þar sem hún hefur komið honum til varnar. 26.5.2011 13:49
Ísland friðsælasta ríki heims Ísland er friðsælasta ríki heims ef marka má nýjan lista "Institute for Economics and Peace". Stofnunin hefur raðað 153 sjálfstæðum ríkjum eftir því hve friðsæl löndin eru og er notast við 23 mismundandi breytur á borð við útgjöld til hernaðarmála og samskipti við nágrannaþjóðir. Listinn kemur út árlega og lenti Ísland einnig í fyrsta sæti árið 2008. Eftir hrun tók landið hinsvegar dýfu og lenti í fjórða sæti árið 2009 og í öðru sæti í fyrra. 26.5.2011 13:30
Þýski ferðamaðurinn útskrifaður af sjúkrahúsi Þjóðverjinn sem leitað var að norðan Vatnajökuls í gær var útskrifaður af slysadeild Landspítalans eftir skoðun. Hann var í ágætu standi miðað við aðstæður en kaldur og svangur eftir langa veru á jöklinum. 26.5.2011 12:10
Deildarmyrkvi í næstu viku Deildarmyrkvi á sólu verður miðvikudagskvöldið 1. júní. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vest-norðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands. 26.5.2011 11:54
Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Stúlkan lagðist á grasblett og grét Þrítugur karlmaður, Grétar Torfi Gunnarsson, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Grétar Torfi er fundinn sekur um að hafa nauðgað ungri konu í leggöng og endaþarm, neytt hana til að hafa við sig munnmök, og beitt hana öðru líkamlegu ofbeldi á meðan á nauðgun stóð. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 1,2 milljón króna í miskabætur. Grétar Torfi neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa átt munnmök, samræði og endaþarmsmök við stúlkuna en talið hana verið þessu samþykk. Við skoðun á Neyðarmótttöku fyrir fórnarlömb nauðgana kom í ljós að stúlkan var með sprungu og roða í endaþarmi, marbletti á læri og rasskinn, eymsli yfir nefrót og í hnakka auk þess sem hár losnaði úr hársverði. Fyrir dómi bar maðurinn að harkaleg meðferð hans á konunni hafi verið "hluti af leiknum." Þá segir í lýsingu á málsatvikum: "Ákærði tók fram að stúlkan hefði að vísu ekki samþykkt sérstaklega þegar hann setti getnaðarlim sinn í endaþarm hennar, en hún hefði ekki sett sig upp á móti því." Samkvæmt framburði stúlkunnar kynntust þau á skemmtistað fyrr um nóttina og hafi hún greint frá því strax í upphafi samskipta þeirra að hún væri lesbía. Nauðgunin átti sér stað á heimili mannsins í júní á síðasta ári. Eftir nauðgunina flúði stúlkan. "Hún hefði klætt sig í flýti, en skilið eitthvað af fötum sínum eftir í herberginu. Hún hefði yfirgefið íbúðina og ætlað heim til sín, en fundið fyrir svo miklum sársauka í endaþarmi að hún hefði lagst á grasblett og grátið,“ segir í lýsingu á málsatvikum. Í málinu liggur fyrir vottorð sálfræðings þar sem kemur fram að nauðgunin hafi valdið stúlkunni mikilli vanlíðan, ljóst er að hún þarfnast langvarandi meðferðar vegna áfallastreituröskunar og er óvíst um bata. Grétar Torfi hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Dómararnir Ragnheiður Harðardóttir, Eggert Óskarsson og Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómarar kváðu upp dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur 26.5.2011 11:38
Lífið á Kirkjubæjarklaustri að komast í eðlilegt horf Leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri var opnaður í morgun, en hann hafði verið lokaður alla vikuna vegna öskufalls. Þá er verið að þrífa grunnskólann og sundlaugina en óvíst er hvenær starfsemi hefst þar á ný. Íbúafundur verður haldin á Klaustri í kvöld um stöðu mála á öskusvæðunum. 26.5.2011 11:01
Mikill meirihluti vill breytingar á kvótakerfinu Um tveir af hverjum þremur vilja að stjórnvöld afturkalli kvótann, hann verði í eigu ríkisins eða greidd sé leiga fyrir afnotarétt sem nemur markaðsverðmæti hans. Þetta sýna niðurstöður MMR könnunar sem gerð var á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar eru áþekkar sambærilegri könnun sem MMR gerði í febrúar. 26.5.2011 10:56
Íslensk kona látin laus úr fangelsi í Bandaríkjunum Linda Björk Magnúsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður trúfélagsins Frelsisins, hefur verið látin laus úr fangelsi Í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir faðir hennar, Magnús Þór Sigmundsson, í samtali við Vísi. Linda Björk var handtekin í Bandaríkjunum í nóvember 2009 fyrir að vera ólöglegur innflytjandi þar. Magnús Þór segir að sér sé mjög létt yfir því að hún hafi verið látin laus. Þau feðginin hafa verið í sambandi á Netinu að undanförnu. 26.5.2011 10:06
Tugir björgunarsveitamanna að störfum Um 50-60 björgunarsveitarmenn verða að störfum á Suðausturlandi í dag þar sem lífið er óðum að komast í eðlilegt horf eftir öskufall af völdum eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu standa vaktina í dag og munu verkefnin aðallega felast í að fara með slökkviliði og tankbílum á bæi og skola hús, þök og hreinsa rennur og niðurföll. 26.5.2011 09:50
Íbúasamtök hlynnt lokun Laugavegar Stjórn íbúasamtaka miðborgarinnar, sem telur jákvætt að minnka bílaumferð í miðborginni, gerir þó ýmsa fyrirvara við hugmyndir borgaryfirvalda um að gra hluta laugavegarins að göngugötu. 26.5.2011 09:26
Safnað fyrir fátæka á Stöð 2 í kvöld Sérstakur fræðslu- og söfnunarþáttur til að hrinda nýju átaki af stað verður á Stöð 2, í kvöld, fimmtudaginn 26. maí 2011 og verður mjög til hans vandað í alla staði. Takmark þáttarins og aðstandenda hans er að varða nýja leið í hjálparstarfi fyrir fátæka landsmenn. 26.5.2011 09:23
Skipverjar á Oddeyrinni óttast um eigin hag vegna kvótafrumvarps Skipverjar á fjölveiðiskipinu Oddeyrinni EA segja í skeyti, að það sé með ólíkindum að hægt sé að fjall um útgerð og stuðla að hruni hennar í núverandi mynd, eins og engin einstaklingar eigi þar hlut að máli nema örfáir útgerðarmenn. 26.5.2011 08:43
Tveir fullir á höfuðborgarsvæðinu Tveir ökumenn í annarlegu ástandi voru teknir úr umferð með nokkurra mínútna millibili á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annar í Hafnarfirði, sem reyndist réttindalaus, undir áhrifum áfengis og með fíkniefni í fórum sinum. 26.5.2011 08:35
Strandveiðisjómenn halda til veiða Allir strandveiðisjómenn, sem vettlingi geta valdið á norðausturlandi, hafa siglt fleytum sínum út á sjó í nótt og í morgun til strandveiða. 26.5.2011 08:24
Féll af skellinöðru Ungur maður slapp lítið meiddur þegar hann ók skellinöðru sinni aftan á bíl á Selfossi í gærkvöldi og féll í götuna. 26.5.2011 08:20
Lítil virkni í eldstöðinni í Grímssvötnum - jöklafarar þó varaðir við Engin umbrot voru í eldstöðinni í Grímsvötnum í nótt, eins og varð í fyrrinótt, áður en gosið hjaðnaði niður. 26.5.2011 07:59
Mikill eldsvoði í Hafnarfirði Mikill eldur gaus upp á skammri stundu í bílapartasölu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði um klukkan tíu í gærkvöldi. 26.5.2011 07:52
Rannsaka fleiri brot félaga í Black Pistons Tveir meðlimir vélhjólagengisins Black Pistons beittu mann, sem þeir réðust á og héldu nauðugum fyrr í mánuðinum, hrottalegum hótunum og ofbeldi. Þeir börðu hann klukkustundum saman í höfuðið og líkama með ýmsum áhöldum, hýddu hann með þykkri rafmagnssnúru og hótuðu honum að skornar yrðu í sundur sinar á fótleggjum og tennur dregnar úr honum. Þeir sögðu fórnarlambinu að það skuldaði þeim tíu milljónir króna. 26.5.2011 07:30
Besta gjöfin að fá hann heim "Ég hef ekki fengið betri afmælisgjöf um ævina,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar Grétarssonar, átta ára. Leif Magnús flytur til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum frá Noregi 19. júní næstkomandi, á afmælisdegi afa síns. 26.5.2011 07:00
Gagnrýni á eftirlitsaðila missir marks Gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis á eftirlitsaðila og stjórnsýsluna missir marks vegna þagnar skýrsluhöfunda um Baugsmálið, að mati Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í bók Björns, Rosabaugur yfir Íslandi, sem kom út í gær. Þar fjallar Björn um ýmsar hliðar Baugsmálsins. 26.5.2011 06:00
Evrópusinnar í þriðja hvert sæti Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins á framboðslistum í hverju kjördæmi verði Evrópusinnar. 26.5.2011 05:00
Ótímabær dauðsföll yfir 700 síðustu 15 ár Ótímabær dauðsföll hjá fíklum sem eru yngri en 55 ára eru rúmlega 700 á síðastliðnum fimmtán árum, samkvæmt gagnagrunni sjúkrahússins á Vogi. Síðustu tíu ár hafa 47 einstaklingar fallið frá árlega. Yfirlæknir á Vogi segir að meðferðarstarf sé á leiðinni áratugi aftur í tímann vegna niðurskurðar stjórnvalda. Því hafnar velferðarráðherra. 26.5.2011 04:00
Eins og að vera í Sahara-eyðimörkinni „Þetta er harla ótrúlegt – sandauðn eins langt og augað eygir,“ segir Karl Ólafsson leiðsögumaður, sem hélt að Grímsfjalli á Vatnajökli í fyrradag til að skoða eldvirknina í Grímsvötnum og aðstæður fyrir væntanlega ferðamenn þangað nú í sumar. 26.5.2011 04:00
Skekkir samkeppnisstöðuna Nái frumvarp innanríkisráðherra um hert bann við áfengisauglýsingum fram að ganga verður það rothögg fyrir íslenska bjórframleiðendur og skekkir samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum tegundum. Þetta er fullyrt í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda, Samtökum iðnaðarins og Sambandi íslenskra auglýsingastofa. 26.5.2011 04:00
Öfl í samfélaginu með hnífana á lofti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvíðir ekki dómi sögunnar vegna afstöðu sinnar í Icesave málinu. Einu mistökin hafi kannski verið þau að hann hafi verið of varkár og ábyrgur í málinu. Hann segir að ákveðin öfl í samfélaginu með hnífana á lofti og tiltekur þar Hádegismóa. 25.5.2011 20:30
Rafmagnsskúr Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi brennur Fjölmennt lið slökkviliðs er nú á leið í Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er kviknað í rafmagnsskúr sem er staðsettur nálægt verksmiðjunni. Ekki er vitað hversu mikill eldurinn er. 25.5.2011 20:09
Stal 100 lítrum af olíu Hundrað lítrum af díselolíu var stolið af gröfu sem staðsett var við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Svo mikið var tekið af gröfunni að vélin fór ekki í gang þegar til stóð að kveikja á henni í morgun. Tankurinn var alveg tómur. Við hliðina á gröfunni sást slanga sem lögreglan telur að hafi verið notuð til að dæla upp olíunni. 25.5.2011 20:09
Eftirmálar Icesave - þjóðin afvegaleidd? Íslenska þjóðin mun líklega ekki þurfa að greiða krónu af Icesave skuldinni, hugsanlega verður ekkert dómsmál höfðað fyrir EFTA dómstólnum og breska og hollenska ríkið munu fá sitt. Hvers vegna reyndu íslenskir ráðamenn þá allt sem í þeirra valdi stóð til að fá þjóðina til að samþykkja Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu? 25.5.2011 20:00
Tók leigubíl frá Keflavík til Klausturs Fjöldi erlendra fréttamanna hefur verið á öskusvæðinu í tengslum við gosið. Breki Logason rakst hinsvegar á mann í gærkvöldi sem fór á fætur í Keflavík en endaði óvænt á Klaustri. 25.5.2011 19:16
Andstæðingar Icesave brutu persónuverndarlög Icesave andstæðingar brutu persónuverndarlög í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave lögin á dögunum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn í gær. 25.5.2011 19:00
Streita hefur aukist hjá konum eftir hrun Efnahagshrunið hefur haft meiri áhrif á heilsu kvenna hér á landi en karla samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna. Streita meðal kvenna hefur aukist töluvert eftir hrun. Á sama tíma hefur hefur nýburum með lága fæðingarþyngd fjölgast. 25.5.2011 18:45
Stykkishólmur er gæðaáfangastaður Stykkishólmsbær hefur verið útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu í ár fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni- og umhverfishugsun er í forgrunni. 25.5.2011 18:41
Of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Grímsvötnum segja jarðeðlisfræðingur. Enginn gosmökkur kemur upp úr gígnum en það geta enn komið sprengingar sem skjóta upp gjósku. Mjög varhugavert er að ferðast um svæðið. 25.5.2011 18:39
Þjóðverjinn fundinn - var kaldur og hrakinn Þjóðverji sem leitað hefur verið að norðan Vatnajökuls í dag er fundinn heill á húfi. Það var TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann manninn en hann var þá staddur um 14 km suðvestur af Fjórðungsöldu. Var hann í ágætu ástandi miðað við aðstæður en kaldur og hrakinn. 25.5.2011 18:20
90 milljónirnar gengu ekki út Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld. Annar vinningur gekk ekki heldur út né jókerinn. Fyrsti vinningur í lottóinu í kvöld var rúmlega 90 milljónir króna því má gera ráð fyrir að vegleg upphæð verði í pottinum næsta miðvikudag. 25.5.2011 18:12
Lítil joðneysla áhyggjuefni á Íslandi Æ fleiri Íslendingar greinast með skjaldkirtilssjúkdóma sem skýrist að hluta af hækkandi aldri þjóðarinnar. Joð er mikilvægt fyrir myndun skjaldkirtilshormóna en neysla þess fer minnkandi. 25.5.2011 18:00
Almenn laun hækka um 4,25% Aðildarfélög Alþýðusambands Íslands hafa samþykkt nýundirritaða kjarasamninga með miklum meirihluta. Áður höfðu Samtök atvinnulífsins samþykkt samningana. Þetta þýðir að samningarnir taka strax gildi og almenn laun hækka um 4,25% 1. júní næstkomandi. Þá fá félagsmenn 50 þúsund króna eingreiðslu á sama tíma og auk þess 10 þúsund krónur í orlofsuppbót í júní. Aðildarfélög ASÍ samþykktu kjarasamningana með á bilinu 70 til 96% atkvæða. 25.5.2011 17:24
Bauð stuðningshópi Eddu Heiðrúnar upp á jökul Ný jöklarúta var tekin í notkun af Ice-ferðum um síðustu helgi og í jómfrúrferðina var Eddu Heiðrúnu Backman leikkonu og stuðningshópi hennar boðið. Enda er rútan sérútbúin með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaða. 25.5.2011 17:00
Laugavegur verður Mannréttindavegur Amnesty International fagnar 50 ára afmæli þann 28. maí næstkomandi og í tilefni af afmælinu hefur Reykjavíkurborg ákveðið að nefna Laugaveginn upp á nýtt í nokkra daga. Jón Gnarr borgarstjóri mun afhjúpa skilti með nýju heiti götunnar á föstudaginn kemur. Í þrjá daga mun laugavegurinn því heita Mannréttindavegur til heiðurs hálfrar aldar baráttu Amnesty International í þágu mannréttinda. 25.5.2011 16:56
Hjúkrunarfræðingar vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísaði í dag kjarasamningaviðræðum sínum við Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. Viðræðuáætlun var undirrituð í október í fyrra af viðræðuaðilum þar sem gert var ráð fyrir samningslokum fyrir nóvemberlok. 25.5.2011 16:38
Sungu um Eyjafjallajökul fyrir börnin á spítalanum Vinir Sjonna komu í heimsókn á vorfagnað Barnaspítala Hringsins í dag. Þeir tóku nokkur Eurovision-lög með ísbirninum Hring, sem reglulega hittir börnin á spítalanum, við mikla gleði barnanna, foreldra þeirra og starfsfólks. Þá tóku þeir einnig lagið Eyjafjallajökull sem Matthías Matthíasson söngvari flutti í forkeppni Eurovision hér á Íslandi í ár. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu var mikil stemning og mikið fjör eftir tónleikana. Spurningakeppni var þá haldin á leikskóla Barnaspítalans, með tilheyrandi verðlaunum, og veitingum í lokin. 25.5.2011 15:55
Hvetja bændur til að setja búfé út Matvælastofnun mælir með að bændur á öskufallssvæðinu meti aðstæður og setji búfé út ef mögulegt er. Í tilkynningu segir að þó sé mikilvægt að hafa það á svæði þar sem auðvelt er að hafa eftirlit með því og smala því saman ef á þarf að halda. Jafnframt þarf að tryggja því aðgang að hreinu drykkjarvatni, góðu fóðri, salti og steinefnum. 25.5.2011 15:53
Tveir bréfberar bitnir til viðbótar í Mosfellsbæ Tveir bréfberar voru bitnir þegar þeir voru að bera út póstinn í Mosfellsbæ í dag. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem slíkt gerist í bænum en á dögunum var bréfberi bitinn af hundi. Hún stórslasaðist þegar hún datt við árásina og braut á sér fótinn en ekki er ljóst hvort bréfberarnir sem bitnir voru í dag séu illa sárir. 25.5.2011 15:53
Landsfundur haldinn í haust Fertugasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn 17. til 20. nóvember næstkomandi. Miðstjórn flokksins tók þessa ákvörðun í dag að tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt lögum flokksins á að halda landsfund að jafnaði á tveggja ára fresti. Síðast var landsfundur haldinn árið 2009 en í maí í fyrra hélt flokkurinn auka landsfund þar sem Ólöf Nordal var kjörin varaformaður. 25.5.2011 15:41