Fleiri fréttir

Bankinn lætur rannsaka leka

Íslandsbanki hefur lokið rannsókn á því hvort gögn um verðbréfaviðskipti hæstaréttardómara sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi komið frá bankanum.

Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum

Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku.

Leysi deiluna við tónlistarkennara

„Krafa tónlistarskólakennara er hógvær, að njóta sömu launakjara og kennarar við aðrar skólagerðir,“ segir í ályktun kennara við Tónlistarskóla Árnesinga.

Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð

Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum.

Ekki ákveðið hvernig verja eigi fjármagninu

Ekki liggur fyrir hvað eigi að gera við þær eitt hundrað milljónir sem markaðsráð kindakjöts fær á fjáraukalögum vegna útflutnings lambakjöts. Formaður markaðsráðs kindakjöts segist ekki hafa beðið um fjármagnið sem veitt er.

Þingmenn VG og BF vilja auka tekjur ríkissjóðs

Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Tveir hinna grunuðu smyglara áfram í haldi

Tveir af fimm mönnum sem grunaðir eru um að smygla fjórum kílóum af amfetamíni og þó nokkru magni af sterum hingað til lands verða áfram í gæsluvarðhaldi næstu vikuna.

Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag

Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn.

Margra vikna rannsókn leiddi til handtöku fimm manna

Gæsluvarðhald fjögurra manna sem grunaðir eru um smygl á amfetamíni og sterum rennur út í dag. Mennirnir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Tveir þeirra hafa stundað vaxtarrækt. Húsleit var gerð á vinnustöðum mannanna.

Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði

Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins.

Staðan gæti breyst í vor

Niðurstöður könnunar á fylgi flokka benda til lítilla breytinga frá kosningum. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna geta breyst ef kosið verður í vor.

Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn

N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags.

Segja fjárlögin vera svik

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017.

Lögreglan minnkar eftirlit við Gullna hringinn

"Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi.

Sæki þjónustu til Reykjavíkur

Bæjarráð Mosfellsbæjar gagnrýnir þjónustuskerðingu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við íbúa bæjarins vegna breytinga á kvöld- og næturvöktum heilsugæslustöðvarinnar í Mosfellsbæ.

Þúsundir þurfa aðstoð vegna bágs efnahags

Um tvö þúsund umsóknir um aðstoð hafa borist Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp í desember. Forsvarsmenn samtakanna segja stóra hópa undanskilda meintu góðæri í landinu. Leigumarkaður leiki landsmenn einnig grátt.

Norn ákærð fyrir norðan

Fjórir einstaklingar hafa verið ákærðir í Nornamálinu svokallaða, þegar konur úr mótorhjólaklúbbnum MC Nornum og vinir þeirra réðust í sameiningu að manni á Akureyri í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hann þrírifbeinsbrotnaði og fékk áverka á höfuð eftir spörk.

Vill að brugðist verði við offramleiðslunni

Formaður fjárlaganefndar og fyrrum formaður Bændasamtakanna segir lambakjöt offramleitt á Íslandi í dag. Vill ráðast að rótum vandans. Sauðfjárbændur tóku á sig 600 milljóna tap í haust og nú er varist frekari launalækkunar þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir