Fleiri fréttir

31 sóttu um stöður skrifstofustjóra

Alls barst 31 umsókn um embætti tveggja skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu sem auglýst voru laus til umsóknar 16. júní síðastliðinn.

Lögreglumaðurinn sakfelldur fyrir árásina

Sigurður Árni Reynisson lögreglumaður var í síðustu viku dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á fanga í fangaklefa á Hverfisgötu í maí í fyrra.

Engin hætta á mengun í Nauthólsvík

Fjaran í Faxaskjóli leit mjög vel út við skoðun í morgun og ákaflega lítil ummerki að sjá að sögn heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Telur hag í því að rukka aðgangseyri

Skynsamlegt er að taka gjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum þar sem fjöldi ferðamanna er farinn að skemma ánægju hvers og eins, eða náttúrugæðin liggja undir skemmdum. Þetta er niður­staða nýrrar fræðigreinar Ragnars Árnasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands.

Borgin mátti setja upp verk eftir Erró

Erfingjar arkitektsins sem teiknaði Breiðholtslaug hafa höfðað mál vegna tengibyggingar milli laugarinnar og húss World Class. Telja vegið að höfundarrétti föður síns. Stefndu borginni einnig vegna verks eftir Erró.

Fjaðrafok í Álftafirði

Svanir eru grimmir þó þeir séu fallegir eins og kind í Álftafirði fékk að kenna á í dag.

Kallar eftir vitundarvakningu um erfðaheilbrigðisþjónustu

Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, kallar eftir vitundarvakningu um möguleika erfðaupplýsinga í almennri heilbrigðisþjónustu. Deild Jóns sinnir nú þegar stórum hluta þjóðarinnar en með hraðri framþróun erfðavísindanna verði brátt hægt að aðstoðar enn fleiri með bættri ummönnun og fyrirbyggjandi heilsuvernd.

Oft ódýrara að kaupa stærri skammt af ávanabindandi lyfjum

Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til.

Segir bónuskerfið í fjármálageiranum stefna í tóma vitleysu

Fimm fyrirframgreiðslur Landsbankans til eignarhaldsfélagsins LBI sem sér um eignir gamla Landsbankans á undanförnum níu mánuðum upp á samtals um 110 milljarða króna tryggðu stjórnendum LBI samanlagt á bilinu 350 til 370 milljónir í bónus.

Sjá næstu 50 fréttir