Fleiri fréttir

Tímamótakosningar í Úkraínu?

Íbúar í Úkraínu ganga að kjörborði í dag til að kjósa sér nýjan forseta. Óttast er að til uppþota geti komið í landinu. Margir ganga svo langt að segja að valið standi á milli þess hvort Úkraína muni í framtíðinni fylgja Rússum eða Vestur-Evrópu að málum.

Svíar líða fyrir Tsjernóbyl-slysið

Talið er að ríflega áttahundruð manns í norðurhluta Svíþjóðar hafi fengið krabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernóbyl árið 1986. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar um afleiðingar slyssins. Geislavirk ský fóru yfir norðurhluta Evrópu í kjölfar slyssins og merkjanleg aukning varð á krabbameinstilfellum.

Dönum fjölgar í Afganistan

Fjöldi danskra hermanna í Afganistan mun þrefaldast á næsta ári samkvæmt því sem kemur fram í <em>Politiken</em> í dag. Hermennirnir eiga að sinna mannúðarstörfum og að taka þátt í þjálfun nýs hers Afganistans. Formaður samtakanna „Læknar án landamæra“ hefur áhyggjur af því að hermenn sinni einnig mannúðarstörfum.

Sneri aftur í veisluna með byssu

Danska lögreglan telur að tæplega fimmtugur karlmaður frá fyrrverandi Júgóslavíu hafi drepið samlanda sinn með því að skjóta hann nokkrum skotum í samkomuhúsi á Kaupmannahafnarsvæðinu í gærmorgun. Maðurinn neitar sök en hann gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær.

80% skuldanna felld niður

Rússar hafa samþykkt að fella niður 80 prósent skulda Íraka sem hljóða upp á um það bil 125 milljarða dollara. Þetta er haft eftir bandarískum embættismanni en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að skuldirnar verði felldar niður.

Fleiri lík finnast

Lík þriggja manna sem skotnir höfðu verið í höfuðið fundust á götum Mósúl í Írak í dag. Líklegt er talið að mennirnir séu úr þjóðvarðaliði Íraka en það hefur ekki verið staðfest. Í gær fundust lík níu írakskra þjóðvarðliða á víðavangi í borginni sem einnig höfðu verið drepnir með skoti í höfuðið.

Frænda Allawis sleppt?

Mannræningjarnir sem rændu frænda Iyads Allawis, forsætisráðherra Íraks, létu hann lausan í dag að sögn arabískrar sjónvarpsstöðvar. Talsmaður íröksku ríkisstjórnarinnar sagðist ekki geta staðfest fréttirnar í samtali við Reuters-fréttastofuna. Frænda forsætisráðherrans var rænt fyrr í mánuðinum.

Fjögur morð á sólarhring í Napólí

Fjórir menn hafa verið drepnir undafarinn sólarhring í borginni Napólí á Ítalíu. Lögreglan segir morðin að öllum líkindum tengjast innbyrðis átökum í mafíunni þar í borg.

Boðað til kosninga í Írak

Boðað hefur verið til þingkosninga í Írak þrítugasta janúar á næsta ári þrátt fyrir það upplausnarástand sem ríkir í landinu. Dagsetningin fyrir kosningarnar var kunngerð í dag en fyrirfram höfðu margir haft uppi varnaðarorð og efast um að kosningar geti verið óhlutdrægar við núverandi kringumstæður.

Eitt kennileita Belfast sprengt

Það mannvirki í Belfastborg á Norður-Írlandi, sem mest hefur borið á, var jafnað við jörðu í dag. Churchill-húsið hefur staðið í miðborg Belfast í fjörutíu ár en yfirvöld ákváðu að landsvæðið væri svo verðmætt að það borgaði sig að sprengja húsið í morgun til að rýma fyrir nýjum byggingum.

Yushchenko líklega sigurvegari

Útgönguspár í forsetakosningunum í Úkraínu, sem voru birtar rétt í þessu, benda til þess að Viktor Yushchenko beri sigur úr býtum. Yushchenko boðar breytta tíma í Úkraínu og náin tengsl við Vesturlönd. Stuðningsmenn hans eru að safnast saman í miðborg Kíev því þeir óttast að sigurinn verði hafður af þeim með kosningasvindli.

Hryðjuverkin í Madrid

Eduardo Zaplana, fyrrverandi talsmaður ríkisstjórnar Spánar, heldur því fram að hryðjuverkárásunum í Madríd þann 11. mars á þessu ári hafi verið stýrt af erlendum aðila í von um að koma forsætisráðherranum, Jose Maria Aznar, frá völdum.

Ghazi Allawi sleppt úr gíslingu

Ghazi Allawi, frændi Iyads Allawi, forsætisráðherra Íraks, var látinn laus á sunnudag í Bagdad en hann var tekinn í gíslingu þann 10. nóvember.

Friður í suður-Súdan

Sameinuðu þjóðirnar munu staðsetja þúsundir hermanna í Suður-Súdan þegar ríkisstjórnin í Khartoum, höfuðborg Súdans, og byltingarhreyfingin í suðrinu hafa skrifað undir friðarsamning.

Kindur mótmæla

Um það bil 1200 kindur ráfuðu um götur Madrídar í gær, 21. nóvember, til að vekja athygli á kröfu um verndun á árstíðabundnum flutningi búpenings milli beitilanda á láglendi og hálendi, en það er aldagömul hefð á Spáni.

Týndir í Sahara

Fimm þýskir ferðamenn fundust heilir á húfi eftir að hafa verið saknað í fjölda daga í Sahara-eyðimörkinni. Ferðalangarnir eiga yfir höfði sér kæru fyrir stuld á fornminjum.

Kúrdar drepnir

Tyrkneskir hermenn drápu tvo Kúrda sem réðust að herstöð í suðausturhluta Tyrklands í gær. Kúrdarnir skutu úr sjálfvirkum rifflum á hermennina en féllu þegar þeir svöruðu fyrir sig, samkvæmt heimildum hersins.

Safn um helförina

Safn í Jerúsalem um helförina hefur opnað heimasíðu með aðgangi að lífshlaupi um þriggja milljóna gyðinga sem deyddir voru af nasistum. Gagnasafnið er það yfirgripsmesta sinnar tegundar.

Kusu tengsl við Vesturlönd

Útgönguspár seinni umferðar forsetakosninga í Úkraínu sem voru í gær benda til þess að Viktor Júsjenko beri sigur úr býtum.

ESB ekki á dagskrá í Noregi

Þrátt fyrir að meirihluti Norðmanna sé fylgjandi aðild að Evrópusambandinu og tveir stærstu stjórnmálaflokkar Noregs einnig, þá eru Evrópumálin ekki á dagskrá í norskri stjórnmálaumræðu.

Kosningar í Írak ákveðnar

Tilkynnt var í gær að fyrstu kosningarnar í Írak eftir fall Saddams Hussein verði haldnar 30. janúar. Ekki á að fresta kosningum vegna átaka í landinu. "Kjörstjórn hefur einróma samþykkt að íhuga 30. janúar sem kjördag," sagði formaður kjörstjórnar, Abdel Hussein al-Hindawi, við fréttamenn í Bagdad.

Nú liggja Danir í því

Hundruð Dana eru öskureiðir vegna umdeildra póstkorta frá lífeyrissjóði þeirra. Talsmaður sjóðsins biðst afsökunar og segir fyrirtækið hafa farið yfir strikið. Póstkortið er stílað á karlmanninn á heimilinu en vekur meiri athygli og jafnvel reiði hjá unnustum og eiginkonum, þegar það svífur inn um bréfalúguna eða póstkassann.

Danski þingmaðurinn látinn laus

Danskur þingmaður, Flemming Oppfeldt, sem er sakaður um að hafa kynferðislega misnotað þrettán ára dreng, hefur verið látinn laus. Úrskurður dómstóla þess efnis er þvert á úrskurð undirréttar sem á þriðjudaginn framlengdi gæsluvarðhald yfir þingmanninum. Flemming segist í dönskum fjölmiðlum vera saklaus.

Fékk sjúkragögn Arafats afhent

Ekkja Arafats, Suha, sótti í gær sjúkragögn hins látna eiginmanns síns á hersjúkrahúsið í París þar sem hann naut aðhlynningar síðustu daga ævi sinnar. Í gögnunum er dánarorsök tilgreind en palestínsk yfirvöld hafa sóst eftir að fá þær upplýsingar.

Tugur fallinn í morgun

Skæruliðar vopnaðir sjálfvirkum rifflum og sprengjuvörpum börðust við bandarískar og írakskar hersveitir í hverfum súnní-múslima í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti sjö skæruliðar féllu og þrír lögreglumenn.

Fanga sleppt vegna mistaka

Lögregluyfirvöld í Manchester á Englandi leita nú manns sem ákærður er fyrir sex morðtilraunir en honum var sleppt fyrr í vikunni vegna mistaka. Maðurinn, sem sagður er mjög hættulegur, var hnepptur í gæsluvarðhald í síðustu viku og átti að mæta fyrir dómara í gær.

Enn kýta Frakkar og Bandaríkjamenn

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Frakkar voni að þeim mistakist að koma á friði og lýðræði í Írak.

Viðurkenndi morðið á banabeði

Móðir í Kaliforníu viðurkenndi fyrir dóttur sinni á banabeði sínu að hún hefði myrt föður hennar. Líkið hefði hún geymt í frystikistu í 14 ár og látið fjölskylduna halda að hann hefði dáið í bílslysi. Móðirin lést úr krabbameini fyrir viku. Á fimmtudag fannst lík hins myrta þar sem hún hafði vísað á það, í birgðageymslu.

Aftökurnar halda áfram

Írakskir hryðjuverkamenn myrtu í dag enn tvo gísla sína og settu aftöku þeirra á Netið. Að þessu sinni voru fórnarlömbin tveir Kúrdar sem morðingjarnir segja að hafi tilheyrt lýðræðisflokki þjóðflokksins. Sá flokkur er annar af tveimur stjórnmálahreyfingum Kúrda sem á aðild að bráðabirgðastjórninni í Írak.

Deilt um skuldir Íraka

Ríkustu þjóðum heims gengur erfiðlega að ná samkomulagi um hvort og hversu mikið af skuldum Íraka þær felli niður. Erlendar skuldir Íraka eru um 122 milljarðar króna og hafa þeir beðið um niðurfellingu á þeim þar sem byrðin sé að sliga landið og hindra eðlilega uppbyggingu.

Nýnasistar skipuleggja hryðjuverk

Hópur sænskra nýnasista hefur verið handtekinn, grunaður um áætlun um morð og hryðjuverk. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nýnasistarnir höfðu gert áætlun sem gerði ráð fyrir að lama mikilvægar stofnanir samfélagsins, svo sem orkuver, skóla, sjúkrahús og ráðhús.

Endurbætur í Fallujah

Bandarískir hermenn vinna nú að því að koma aftur á vatni, rafmagni og öðrum nauðsynlegum þjónustuþáttum í lag í borginni Fallujah í Írak. Það gæti tekið tímann sinn því Fallujah er nánast í rúst eftir bardagana undanfarnar vikur. Bandaríkjamenn treysta sér ekki til þess að segja til um hvenær íbúarnir, sem flúðu bardagana, geti snúið aftur. </font />

Bush varar Írana við

George Bush Bandaríkjaforseti varar Írana við að halda áfram framleiðslu kjarnavopna eins og fullyrt er að þeir geri í skýrslu Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, IAEA, sem gerð var opinber í vikunni.

13 tróðust undir

Að minnsta kosti þrettán tróðust undir og fjölmargir slösuðust í fagnaðarlátum vegna loforða Evrópusambandsins um fjárhagaðstoð í Vestur-Afríkuríkinu Togo í dag. Mannfjöldinn hafði fylkt liði í höfuðborginni Lome til að hylla forseta landsins í tilefni tíðindanna en hann hefur farið mikinn undanfarna mánuði í að fá Evrópusmabndið í lið með sér.

Dæmdur fyrir morð á blaðamönnum

Afganskur maður úr hersveitum talíbana var í dag dæmdur til dauða fyrir að myrða fjóra blaðamenn í stríðinu árið 2001. Hann hafði einnig myrt eiginkonu sína og limlest fjölda manns.

Sjö létust í sprengingu á Ítalíu

Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í mikilli gassprengingu í tveggja hæða íbúðarhúsi á Ítalíu í dag. Slysið varð í smábænum Foggía í suðurhluta landsins. Sprengingin var svo öflug að hlutar úr útveggjum og þaki hússins þeyttust langar leiðir, og svo hrundi húsið til grunna.

Heimastjórnin fær sjúkraskrána

Frakkar hafa fullvissað heimastjórn Palestínu um að frændi Jassers Arafats, sem er erindreki í heimastjórninni, fái sjúkraskrá Arafats frá sjúkrahúsinu sem hann dó í. Alls kyns sögusagnir ganga um dánarorsökina, svo sem að eitrað hafi verið fyrir Arafat, hann hafi verið með skorpulifur, alnæmi og jafnvel fleiri banvæna sjúkdóma.

Lofthernaður gegn engisprettum

Ísraelar hafa enn einu sinni hafið mikinn lofthernað, en í þetta skipti gegn engisprettum, sem ráðast inn í landið í stórum hópum frá Afríku. 

Bush safnar liði

George Bush, forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að safna liði gegn Íran og Norður-Kóreu vegna stefnu landanna í kjarnorkumálum. Forsetinn segir að ekki sé hægt að líða framleiðslu kjarnorkuvopna á Kóreuskaganum eða Miðausturlöndum. 

Umdeildur meðal starfsfólksins

Mikil óánægja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna með yfirstjórn samtakanna hefur hvað eftir annað beinst að framkvæmdastjóranum Kofi Annan, þótt hann hafi sloppið með skrekkinn á föstudaginn

Þrýstir á Norður-Kóreu

George W. Bush Bandaríkjaforseti beindi spjótum sínum að Norður-Kóreu í gær þegar tveggja daga leiðtogafundur Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í Chile í gær

Skuldum létt af Írak

Þjóðverjar skýrðu í gær frá samkomulagi um að létta skuldum af Írökum í því skyni að gera þeim kleift að hefja fyrir alvöru uppbyggingu í landinu án þess að þurfa að sligast undir skuldabyrði.

Stoltur af fortíð sinni

Hinn nýi yfirmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Durao Barroso, viðurkennir að hafa verið maóisti á yngri árum, og segist vera stoltur af því.

Kosningarnar í uppnámi?

Herskár íslamskur hópur ógnar væntanlegum frambjóðendum og kjósendum í fyrirhuguðum kosningum í Írak í janúar. Hópurinn hótar því að hver sá múslimi sem bjóði sig fram í kosningum verði refsað í nafni guðs.

Ópíumræktun í blóma

Ræktun ópíumvalmúa blómstrar sem aldrei fyrr í Afganistan og hefur aukist um 64 prósent frá því í fyrra. Þetta segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur jafnframt fram að ræktun ópíumvalmúa er vaxtarbroddurinn í afgönsku efnahagslífi. 

Sjá næstu 50 fréttir