Fleiri fréttir Andspyrnan brotin á bak aftur Talsmenn Bandaríkjahers segja að andspyrna í borginni Fallujah í Írak hafi nú verið brotin á bak aftur. Uppreisnarmenn láta þó enn til sín taka og hóta þeim ofbeldi sem taka þátt í boðuðum kosningum í janúar. 19.11.2004 00:01 Dánartíðnin minnki um helming Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með nýrri lyfjameðferð fyrir HIV-smituð börn sem rannsóknir sýna að geti dregið úr dánartíðni þeirra um helming. Meðferðin felst í því að gefa börnunum algengt sýklalyf sem kostar um tíu krónur á dag. Á hverjum degi látast u.þ.b. 1.300 börn af völdum alnæmisveirunnar í heiminum. 19.11.2004 00:01 Fölsuðum legókubbum fargað Finnskir tollverðir hafa malað yfir tíu tonn af fölsuðum legókubbum, mélinu smærra, og verður duftið síðan brennt. Eins og allir vita eru hinir einu og sönnu legókubbar framleiddir í Danmörku. Kubbarnir sem finnska tollgæslan lagði hald á voru hins vegar framleiddir í Kína og var verið að flytja þá til Rússlands til sölu þar. </font /></font /> 19.11.2004 00:01 77 ára kona fær dauðadóm Hæstiréttur Japans hefur staðfest að sjötíu og sjö ára gömul kona skuli hengd fyrir morðið á eiginmanni sínum og kunningjakonu. Konan var dæmd til dauða fyrir að hafa árið 1987 fengið ættingja til liðs við sig til að drepa eiginmanninn, gegn því að þeir fengju hlut af þrjátíu milljón króna líftryggingu hans. 19.11.2004 00:01 Ósló dýrasta verslunarborg Evrópu Það kveinka sér fleiri undan háu verðlagi en Íslendingar. Norðmenn eru nú í nokkurri geðshræringu yfir nýrri könnum sem sýnir að Ósló er dýrasta verslunarborg í Evrópu. Að strauja kortið á Karl Jóhannsgötu kostar 21 prósenti meira en meðaltalið er í ríkjum Evrópusambandsins. 19.11.2004 00:01 Sonur Thatchers verði framseldur Stjórnvöld í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu eru að leggja lokahönd á beiðni til Suður-Afríku um að framselja Mark Thatcher, son Margrétar Thatchers, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Thatcher er sakaður um að hafa átt þátt í samsæri um að steypa ríkisstjórn Miðbaugs-Gíneu af stóli. 19.11.2004 00:01 Danir mótmæla reglum ESB Danir munu berjast hart gegn nýjum reglum Evrópusambandsins um flutning á sláturdýrum. Í nýju reglunum er mönnum gefnar nánast frjálsar hendur um hversu lengi dýrin eru látin hírast á flutningabílum, auk þess sem ekkert er kveðið á um lágmarkspláss. 19.11.2004 00:01 Snjórinn veldur usla í Noregi Íbúar í Norður-Noregi veltast nú um af hlátri yfir brölti landa sinna í suðri. Fyrsti snjórinn féll í Ósló í vikunni og það var eins og við manninn mælt - það fór allt í steik á götum höfuðborgarinnar. 19.11.2004 00:01 ESB kemur sér upp her Evrópusambandið mun hafa fjórar viðbragðssveitir hermanna tilbúnar á næsta ári til þess að senda hvert sem er í heiminum, ef þörf krefur. Átta sveitir til viðbótar eiga að vera til staðar árið 2007. Um fimmtán hundruð hermenn verða í hverri sveit. 19.11.2004 00:01 Árásum verður að linna Fyrrverandi yfirmaður í öryggissveitum Palestínumanna, Mohammad Dahlan, sagði í dag að harðlínumenn verði að hætta árásum sínum á Ísrael til þess að skapa ró í kringum kosningarnar um eftirmann Jassers Arafats þann 9. janúar næstkomandi. 19.11.2004 00:01 Bílstjórar í verkfall Hætta er á að samgöngur í Finnlandi verði í lamasessi í næstu viku. Frá því í síðustu viku hafa 1.300 rútubílstjórar sem keyra sunnan við Helsinki verið í verkfalli. Nú hafa vörubílstjórar, lestarstjórar og starfsmenn flugvalla sagst ætla í samúðarverkfall í næstu viku. 19.11.2004 00:01 Ályktað gegn hryðjuverkum Á ráðstefnu ríkja Mið- og Suður-Ameríku, auk Spánar og Portúgal, náðist sátt um að styðja ályktun gegn hryðjuverkum, sem lögð var fram af Kúbverjum. Í henni eru stjórnvöld í Panama ámæld fyrir að veita fjórum Kúbverjum sakaruppgjöf fyrir tilraun til að ráða Fidel Castro, forseta Kúbu, af dögum árið 2000. 19.11.2004 00:01 Annan ekki treyst Reiknað er með að starfsfólk Sameinuðu þjóðanna muni kjósa um vantraustsyfirlýsingu gegn Kofi Annan, framkvæmdastjóra stofnunarinnar samkvæmt heimildum innan verkalýðsfélags starfsfólksins. Ástæðan er röð hneyksla sem stofnunin hefur verið tengd síðan hann tók við starfi framkvæmdastjóra. 19.11.2004 00:01 Studdist við óstaðfesta heimild Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, notaðist við óstaðfesta heimild þegar hann sagðist hafa gögn undir höndum sem gæfu til kynna að Íranar ætluðu sér að þróa eldflaugar sem gætu borið kjarnorkusprengjur til skotmarka í öðrum löndum. Þetta hefur Washington Post eftir ónafngreindum embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins. 19.11.2004 00:01 Neita samstarfi um herþjálfun Þrátt fyrir að öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafi samþykkt að bandalagið tæki að sér þjálfun íraskra herforingja, í Írak, neituðu í það minnsta sex aðildarríkjanna, Belgía, Frakkland, Grikkland, Lúxemborg, Spánn og Þýskaland, að senda hermenn til Írak til að þjálfa herforingja. Þau bönnuðu hermönnum sínum í stjórnstöðvum Nató einnig að taka nokkurn þátt í aðgerðinni.. 19.11.2004 00:01 Berlusconi hótar afsögn Ef samstarfsflokkar Forza Italia, flokks Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, samþykkja ekki skattalækkanatillögur hans er Berlusconi vís til að segja af sér. Þetta kom fram í viðtölum hans við fréttamenn í gær. 19.11.2004 00:01 Vill friðargæslu til Sómalíu Nýkjörinn forseti Sómalíu óskaði eftir því við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að friðargæslulið yrði sent til lands síns. Abdullahi Yusuf Amed forseti sagði þörf á öflugu friðargæsluliði ef koma ætti á friði og stöðugleika í Sómalíu, sem hefur einkennst af stjórnleysi í meira en áratug. 19.11.2004 00:01 Refaveiðibannið fyrir dómstóla Þrátt fyrir að breska þingið hafi samþykkt að banna refaveiðar með hundum er baráttunni ekki lokið. Andstæðingar bannsins höfðuðu mál og vonast til að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að bannið fái ekki staðist. 19.11.2004 00:01 Hefja sölu á hluta úr Yukos Rússnesk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um nauðungarsölu á hlut Yukos í stærstu framleiðsludeild fyrirtækisins, Yuganskneftegaz. Söluverðið rennur í ríkissjóð upp í greiðslu skatta sem skattayfirvöld segja fyrirtækið og forsvarsmenn þeirra hafa svikist um að borga. 19.11.2004 00:01 Mannréttindi einskis virt Stríðandi fylkingar sýna mannúðarsjónarmiðum enga virðingu í Írak sagði aðgerðastjóri Rauða krossins þegar hann fordæmdi hvort tveggja vígamenn og bandaríska og íraska herinn fyrir framgönguna í bardögum.</font /></b /> 19.11.2004 00:01 Endir bundinn á ógnaröldina Stríðandi fylkingar í Súdan undirrituðu í morgun heit um að binda enda á ógnaröldina í landinu fyrir árslok. Sameinuðu þjóðirnar heita í staðinn Súdönum friðargæslu og neyðaraðstoð. Hjálparsamtök segja hjálpina koma of seint. 19.11.2004 00:01 Do They Know It´s ...? endurtekið Tuttugu ára jólalag, „Do They Know It´s Christmas“, hefur verið endurvakið með söngstjörnum nútímans. Upprunalega útgáfan er með mest seldu plötum allra tíma. Tilgangurinn er að hvetja til meiri aðstoðar við fátæk Afríkuríki. U2-stjarnan Bono er sá eini sem syngur í báðum útgáfum. 19.11.2004 00:01 Tugir manna særðust eða létust Tugir manna, þar á meðal börn, særðust eða biðu bana í átökum í Írak í gær. Skotbardagar brutust út á milli hers bandarískra og írakskra hermanna og uppreisnamanna í borginni Fallujah í Írak í morgun Talsmenn Bandaríkjahers segja að aðeins sé um að ræða fáa uppreisnarmenn sem eftir eru í borginni. 18.11.2004 00:01 Hundar fá nýja eigendur Fjöldi hunda sem bjargað var úr sláturhúsi á Filipseyjum hefur nú fengið nýja eigendur. Lögregla og meðlimir dýraverndunarsamtaka réðust inn í sláturhúsið í fyrradag og björguðu 45 hundum. Hundarnir voru illa farnir en þeim hafði verið troðið inn í lítil stálbúr og múlaðir með reipi. Hundakjöt þykir mikið lostdæti og selst dýru verði á Fillipseyjum. 18.11.2004 00:01 Öryggi fer versnandi Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. Glæpagengi fara þar um og ræna bílalestir hjálparsamtaka, sem hafa í kjölfarið neyðst til að flytja gögn einungis með þyrlum til fimm bæja. 18.11.2004 00:01 Skotið á egypska lögreglumenn Ísraelskar hersveitir skutu á egypska lögreglumenn á landamærum Egyptalands og Gasa-strandarinnar í morgun og drápu þá. Talsmenn hersins segja hermennina hafa talið að lögreglumennirnir væru palestínskir hryðjuverkamenn að koma fyrir sprengjum. 18.11.2004 00:01 Langt komnir með þróun kjarnavopna Íranar eru langt komnir með þróun flugskeyta sem geta borið kjarnaodda. Þessu heldur Colin Powell fram. Sérfræðingar segja líkur á að athygli Bandaríkjastjórnar beinist í vaxandi mæli að Íran. 18.11.2004 00:01 Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir, að mati meirihluta þeirra sem tóku þátt í alþjóðlegri könnun sem birt var í morgun. 63 prósent aðspurðra í könnun World Economic Forum telja að stjórnmálamenn séu óheiðarlegir. Fimmtíu þúsund manns voru spurð um allan heim. 43 prósent telja að kaupsýslumenn séu almennt óheiðarlegir. 18.11.2004 00:01 Hundruð þúsunda í hættu Líf nokkur hundruð þúsunda íbúa Darfur-héraðs í Súdan er í hættu, að mati hjálparstofnana. Þeir segja ástandið í héraðinu hafa versnað undanfarna tvo mánuði, þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda í Khartoum. Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. 18.11.2004 00:01 Ný stjórn væntanlega samþykkt Kosið verður um nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins innan skamms. Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neyddist sem kunnugt er til þess að gera breytingar á tillögu sinni að framkvæmdastjórn, einkum vegna Ítalans Rocco Buttiglione, 18.11.2004 00:01 Öðruvísi heili Heili þeirra sem neyta kókaíns er öðruvísi en heilinn í öðru fólki. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar lækna í Boston í Bandaríkjunum. Í rannsókninni, þar sem borin var saman gerð og starfsemi heila í þeirra sem neyta kókaíns og samanburðarhóps, kom í ljós að svokölluð heilamandla, var mun minni í kókaínneytendunum. 18.11.2004 00:01 Mest aukning í Bretlandi Notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga hefur aukist meira í Bretlandi en nokkru öðru landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árunum 2000 til 2002 jókst notkun þunglyndislyfja og annara lyfja sem hafa áhrif á boðefnabúskap heilans um heil 68% á Bretlandseyjum. 18.11.2004 00:01 Beinni tennur með brjóstamjólk Börn sem fá brjóstamjólk hafa beinni tennur en börn sem fá mjólk úr pela snemma á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lækna við háskólann í Mílanó á Ítalíu. Þannig er að börnin sem fá mjólkina úr brjósti móður, eru ólíklegri til þess að sjúga á sér þumalputtan og vera langi með snuð, sem hvoru tveggja getur orðið til þess að skekkja tennur barnsins. 18.11.2004 00:01 Framkvæmdastjórnin samþykkt Evrópuþingið hefur lagt blessun sína yfir nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neyddist sem kunnugt er til þess að gera breytingar á tillögu sinni að framkvæmdastjórn 18.11.2004 00:01 Google fyrir fræðimenn Fyrirtækið Google hefur komið á fót leitarvél fyrir háskólasamfélagið. Leitarvélin, sem nefnist Google Scholar, mun gera fræðimönnum og öðrum fróðleiksfúsum einstaklingum kleyft að leita í ritgerðum, útdráttum og tæknilegum skýrslum, með einfölsum hætti. Þjónustan verður ókeypis fyrst um sinn. 18.11.2004 00:01 Fini nýr utanríkisráðherra Ítala Gianfranco Fini var í dag skipaður utanríkisráðherra Ítalíu, er ljóst var að Franco Fattini myndi hverfa til Brussel og taka þar sæti í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem samþykkt var í dag. Fini hefur í gegnum tíðina verið afar umdeildur, enda er flokkur hans arfleið nýnasistaflokks Ítalíu og hefur Fini meðal annars sagt Mussolini besta stjórnmálamann 20. aldarinnar. 18.11.2004 00:01 Chirac og Blair stilltir Jacques Chirac og Tony Blair sýndu á sér sínar prúðustu hliðar á sameiginlegum blaðamannafundi sem þeir héldu í Bretlandi í dag. Undanfarna daga hefur Chirac látið móðann mása um daprar afleiðingar innrásarinnar í Írak, en á fundinum í dag lögðu leiðtogarnir báðir áherslu á að Írak væri eini stóri ágreiningsvettvangur þjóðanna 18.11.2004 00:01 Léttklæddum dvergum stolið Léttklæddum garðdvergum hefur verið stolið úr skemmtigarði í Þýskalandi. Dverganna er sárt saknað en þeir eru helsta aðdráttarafl Dwarf Park Trusetal þar sem gægjuhneigð gesta er fullnægt. Í gegnum skráargöt sést í hold garðdverganna sem þekktir eru fyrir djarfar stellingar. 18.11.2004 00:01 Nýr árgangur af rauðvínum Frakkar sjá rautt þessi dægrin því fyrstu flöskurnar af nýjum rauðvínsárgangi eru komnar á markað. Það er ævinlega kátt á hjalla þegar Beaujolais Nouveau flöskurnar streyma inn á bari í Frakklandi, þriðja fimmtudag í nóvember, og það sama var uppi á teningunum í morgun. 18.11.2004 00:01 Kyoto-sáttmálinn tekur brátt gildi Eftir langa bið og endalaust japl, jamm og fuður stendur nú ekkert í vegi fyrir því að Kyoto-sáttmálinn um hlýnun jarðar taki gildi 16. febrúar næstkomandi. Rússar skrifuðu í morgun undir sáttmálann og því verða þær þjóðir, sem áður höfðu undirritað sáttmálann, skuldbundnar til að hlýta skilmálum hans og að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 18.11.2004 00:01 Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir og haga sér ósiðlega. Þeir hafa of mikil völd og ábyrgð og láta aðra valdamikla menn hafa of mikil áhrif á sig. Þetta eru meginniðurstöður alþjóðlegrar könnunar, sem kynnt var í dag. 18.11.2004 00:01 Karl prins vekur reiði Breta Karl prins vakti mikla óánægju í Bretlandi þegar efni minnismiða varð opinbert, þar sem hann fer hörðum orðum um leti, hæfileikaleysi og óeðlilegan metnað landa sinna. 18.11.2004 00:01 Framkvæmdastjórnin loks samþykkt Þingmenn á þingi Evrópusambandsins samþykktu í gær nýja framkvæmdastjórn sambandsins, þremur vikum eftir að andstaða þeirra við upphaflega tillögu að skipan framkvæmdastjórnarinnar varð til þess að hún var dregin til baka. 18.11.2004 00:01 Skutu þrjá egypska hermenn Ísraelskir hermenn skutu þrjá egypska lögreglumenn til bana á landamærum Gaza og Egyptalands í gærmorgun. Ísraelarnir urðu varir við mannaferðir nærri landamærunum og töldu að þar væru á ferð Palestínumenn að smygla vopnum. Þeir skutu því á þá úr skriðdreka. 18.11.2004 00:01 Fá sjúkraskýrslu Arafats Palestínska heimastjórnin fær sjúkraskýrslu Jassers heitins Arafats í sínar hendur þrátt fyrir að frönsk lög heimili einungis að nánir ættingjar hans hafi aðgang að þeim. Ástæðan er sú að frændi Arafats, Nasser al-Qidwa, sem er fulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, á rétt á að fá gögnin og ætlar að afhenda Palestínustjórn þau. 18.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Andspyrnan brotin á bak aftur Talsmenn Bandaríkjahers segja að andspyrna í borginni Fallujah í Írak hafi nú verið brotin á bak aftur. Uppreisnarmenn láta þó enn til sín taka og hóta þeim ofbeldi sem taka þátt í boðuðum kosningum í janúar. 19.11.2004 00:01
Dánartíðnin minnki um helming Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með nýrri lyfjameðferð fyrir HIV-smituð börn sem rannsóknir sýna að geti dregið úr dánartíðni þeirra um helming. Meðferðin felst í því að gefa börnunum algengt sýklalyf sem kostar um tíu krónur á dag. Á hverjum degi látast u.þ.b. 1.300 börn af völdum alnæmisveirunnar í heiminum. 19.11.2004 00:01
Fölsuðum legókubbum fargað Finnskir tollverðir hafa malað yfir tíu tonn af fölsuðum legókubbum, mélinu smærra, og verður duftið síðan brennt. Eins og allir vita eru hinir einu og sönnu legókubbar framleiddir í Danmörku. Kubbarnir sem finnska tollgæslan lagði hald á voru hins vegar framleiddir í Kína og var verið að flytja þá til Rússlands til sölu þar. </font /></font /> 19.11.2004 00:01
77 ára kona fær dauðadóm Hæstiréttur Japans hefur staðfest að sjötíu og sjö ára gömul kona skuli hengd fyrir morðið á eiginmanni sínum og kunningjakonu. Konan var dæmd til dauða fyrir að hafa árið 1987 fengið ættingja til liðs við sig til að drepa eiginmanninn, gegn því að þeir fengju hlut af þrjátíu milljón króna líftryggingu hans. 19.11.2004 00:01
Ósló dýrasta verslunarborg Evrópu Það kveinka sér fleiri undan háu verðlagi en Íslendingar. Norðmenn eru nú í nokkurri geðshræringu yfir nýrri könnum sem sýnir að Ósló er dýrasta verslunarborg í Evrópu. Að strauja kortið á Karl Jóhannsgötu kostar 21 prósenti meira en meðaltalið er í ríkjum Evrópusambandsins. 19.11.2004 00:01
Sonur Thatchers verði framseldur Stjórnvöld í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu eru að leggja lokahönd á beiðni til Suður-Afríku um að framselja Mark Thatcher, son Margrétar Thatchers, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Thatcher er sakaður um að hafa átt þátt í samsæri um að steypa ríkisstjórn Miðbaugs-Gíneu af stóli. 19.11.2004 00:01
Danir mótmæla reglum ESB Danir munu berjast hart gegn nýjum reglum Evrópusambandsins um flutning á sláturdýrum. Í nýju reglunum er mönnum gefnar nánast frjálsar hendur um hversu lengi dýrin eru látin hírast á flutningabílum, auk þess sem ekkert er kveðið á um lágmarkspláss. 19.11.2004 00:01
Snjórinn veldur usla í Noregi Íbúar í Norður-Noregi veltast nú um af hlátri yfir brölti landa sinna í suðri. Fyrsti snjórinn féll í Ósló í vikunni og það var eins og við manninn mælt - það fór allt í steik á götum höfuðborgarinnar. 19.11.2004 00:01
ESB kemur sér upp her Evrópusambandið mun hafa fjórar viðbragðssveitir hermanna tilbúnar á næsta ári til þess að senda hvert sem er í heiminum, ef þörf krefur. Átta sveitir til viðbótar eiga að vera til staðar árið 2007. Um fimmtán hundruð hermenn verða í hverri sveit. 19.11.2004 00:01
Árásum verður að linna Fyrrverandi yfirmaður í öryggissveitum Palestínumanna, Mohammad Dahlan, sagði í dag að harðlínumenn verði að hætta árásum sínum á Ísrael til þess að skapa ró í kringum kosningarnar um eftirmann Jassers Arafats þann 9. janúar næstkomandi. 19.11.2004 00:01
Bílstjórar í verkfall Hætta er á að samgöngur í Finnlandi verði í lamasessi í næstu viku. Frá því í síðustu viku hafa 1.300 rútubílstjórar sem keyra sunnan við Helsinki verið í verkfalli. Nú hafa vörubílstjórar, lestarstjórar og starfsmenn flugvalla sagst ætla í samúðarverkfall í næstu viku. 19.11.2004 00:01
Ályktað gegn hryðjuverkum Á ráðstefnu ríkja Mið- og Suður-Ameríku, auk Spánar og Portúgal, náðist sátt um að styðja ályktun gegn hryðjuverkum, sem lögð var fram af Kúbverjum. Í henni eru stjórnvöld í Panama ámæld fyrir að veita fjórum Kúbverjum sakaruppgjöf fyrir tilraun til að ráða Fidel Castro, forseta Kúbu, af dögum árið 2000. 19.11.2004 00:01
Annan ekki treyst Reiknað er með að starfsfólk Sameinuðu þjóðanna muni kjósa um vantraustsyfirlýsingu gegn Kofi Annan, framkvæmdastjóra stofnunarinnar samkvæmt heimildum innan verkalýðsfélags starfsfólksins. Ástæðan er röð hneyksla sem stofnunin hefur verið tengd síðan hann tók við starfi framkvæmdastjóra. 19.11.2004 00:01
Studdist við óstaðfesta heimild Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, notaðist við óstaðfesta heimild þegar hann sagðist hafa gögn undir höndum sem gæfu til kynna að Íranar ætluðu sér að þróa eldflaugar sem gætu borið kjarnorkusprengjur til skotmarka í öðrum löndum. Þetta hefur Washington Post eftir ónafngreindum embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins. 19.11.2004 00:01
Neita samstarfi um herþjálfun Þrátt fyrir að öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafi samþykkt að bandalagið tæki að sér þjálfun íraskra herforingja, í Írak, neituðu í það minnsta sex aðildarríkjanna, Belgía, Frakkland, Grikkland, Lúxemborg, Spánn og Þýskaland, að senda hermenn til Írak til að þjálfa herforingja. Þau bönnuðu hermönnum sínum í stjórnstöðvum Nató einnig að taka nokkurn þátt í aðgerðinni.. 19.11.2004 00:01
Berlusconi hótar afsögn Ef samstarfsflokkar Forza Italia, flokks Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, samþykkja ekki skattalækkanatillögur hans er Berlusconi vís til að segja af sér. Þetta kom fram í viðtölum hans við fréttamenn í gær. 19.11.2004 00:01
Vill friðargæslu til Sómalíu Nýkjörinn forseti Sómalíu óskaði eftir því við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að friðargæslulið yrði sent til lands síns. Abdullahi Yusuf Amed forseti sagði þörf á öflugu friðargæsluliði ef koma ætti á friði og stöðugleika í Sómalíu, sem hefur einkennst af stjórnleysi í meira en áratug. 19.11.2004 00:01
Refaveiðibannið fyrir dómstóla Þrátt fyrir að breska þingið hafi samþykkt að banna refaveiðar með hundum er baráttunni ekki lokið. Andstæðingar bannsins höfðuðu mál og vonast til að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að bannið fái ekki staðist. 19.11.2004 00:01
Hefja sölu á hluta úr Yukos Rússnesk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um nauðungarsölu á hlut Yukos í stærstu framleiðsludeild fyrirtækisins, Yuganskneftegaz. Söluverðið rennur í ríkissjóð upp í greiðslu skatta sem skattayfirvöld segja fyrirtækið og forsvarsmenn þeirra hafa svikist um að borga. 19.11.2004 00:01
Mannréttindi einskis virt Stríðandi fylkingar sýna mannúðarsjónarmiðum enga virðingu í Írak sagði aðgerðastjóri Rauða krossins þegar hann fordæmdi hvort tveggja vígamenn og bandaríska og íraska herinn fyrir framgönguna í bardögum.</font /></b /> 19.11.2004 00:01
Endir bundinn á ógnaröldina Stríðandi fylkingar í Súdan undirrituðu í morgun heit um að binda enda á ógnaröldina í landinu fyrir árslok. Sameinuðu þjóðirnar heita í staðinn Súdönum friðargæslu og neyðaraðstoð. Hjálparsamtök segja hjálpina koma of seint. 19.11.2004 00:01
Do They Know It´s ...? endurtekið Tuttugu ára jólalag, „Do They Know It´s Christmas“, hefur verið endurvakið með söngstjörnum nútímans. Upprunalega útgáfan er með mest seldu plötum allra tíma. Tilgangurinn er að hvetja til meiri aðstoðar við fátæk Afríkuríki. U2-stjarnan Bono er sá eini sem syngur í báðum útgáfum. 19.11.2004 00:01
Tugir manna særðust eða létust Tugir manna, þar á meðal börn, særðust eða biðu bana í átökum í Írak í gær. Skotbardagar brutust út á milli hers bandarískra og írakskra hermanna og uppreisnamanna í borginni Fallujah í Írak í morgun Talsmenn Bandaríkjahers segja að aðeins sé um að ræða fáa uppreisnarmenn sem eftir eru í borginni. 18.11.2004 00:01
Hundar fá nýja eigendur Fjöldi hunda sem bjargað var úr sláturhúsi á Filipseyjum hefur nú fengið nýja eigendur. Lögregla og meðlimir dýraverndunarsamtaka réðust inn í sláturhúsið í fyrradag og björguðu 45 hundum. Hundarnir voru illa farnir en þeim hafði verið troðið inn í lítil stálbúr og múlaðir með reipi. Hundakjöt þykir mikið lostdæti og selst dýru verði á Fillipseyjum. 18.11.2004 00:01
Öryggi fer versnandi Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. Glæpagengi fara þar um og ræna bílalestir hjálparsamtaka, sem hafa í kjölfarið neyðst til að flytja gögn einungis með þyrlum til fimm bæja. 18.11.2004 00:01
Skotið á egypska lögreglumenn Ísraelskar hersveitir skutu á egypska lögreglumenn á landamærum Egyptalands og Gasa-strandarinnar í morgun og drápu þá. Talsmenn hersins segja hermennina hafa talið að lögreglumennirnir væru palestínskir hryðjuverkamenn að koma fyrir sprengjum. 18.11.2004 00:01
Langt komnir með þróun kjarnavopna Íranar eru langt komnir með þróun flugskeyta sem geta borið kjarnaodda. Þessu heldur Colin Powell fram. Sérfræðingar segja líkur á að athygli Bandaríkjastjórnar beinist í vaxandi mæli að Íran. 18.11.2004 00:01
Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir, að mati meirihluta þeirra sem tóku þátt í alþjóðlegri könnun sem birt var í morgun. 63 prósent aðspurðra í könnun World Economic Forum telja að stjórnmálamenn séu óheiðarlegir. Fimmtíu þúsund manns voru spurð um allan heim. 43 prósent telja að kaupsýslumenn séu almennt óheiðarlegir. 18.11.2004 00:01
Hundruð þúsunda í hættu Líf nokkur hundruð þúsunda íbúa Darfur-héraðs í Súdan er í hættu, að mati hjálparstofnana. Þeir segja ástandið í héraðinu hafa versnað undanfarna tvo mánuði, þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda í Khartoum. Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. 18.11.2004 00:01
Ný stjórn væntanlega samþykkt Kosið verður um nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins innan skamms. Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neyddist sem kunnugt er til þess að gera breytingar á tillögu sinni að framkvæmdastjórn, einkum vegna Ítalans Rocco Buttiglione, 18.11.2004 00:01
Öðruvísi heili Heili þeirra sem neyta kókaíns er öðruvísi en heilinn í öðru fólki. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar lækna í Boston í Bandaríkjunum. Í rannsókninni, þar sem borin var saman gerð og starfsemi heila í þeirra sem neyta kókaíns og samanburðarhóps, kom í ljós að svokölluð heilamandla, var mun minni í kókaínneytendunum. 18.11.2004 00:01
Mest aukning í Bretlandi Notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga hefur aukist meira í Bretlandi en nokkru öðru landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árunum 2000 til 2002 jókst notkun þunglyndislyfja og annara lyfja sem hafa áhrif á boðefnabúskap heilans um heil 68% á Bretlandseyjum. 18.11.2004 00:01
Beinni tennur með brjóstamjólk Börn sem fá brjóstamjólk hafa beinni tennur en börn sem fá mjólk úr pela snemma á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lækna við háskólann í Mílanó á Ítalíu. Þannig er að börnin sem fá mjólkina úr brjósti móður, eru ólíklegri til þess að sjúga á sér þumalputtan og vera langi með snuð, sem hvoru tveggja getur orðið til þess að skekkja tennur barnsins. 18.11.2004 00:01
Framkvæmdastjórnin samþykkt Evrópuþingið hefur lagt blessun sína yfir nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neyddist sem kunnugt er til þess að gera breytingar á tillögu sinni að framkvæmdastjórn 18.11.2004 00:01
Google fyrir fræðimenn Fyrirtækið Google hefur komið á fót leitarvél fyrir háskólasamfélagið. Leitarvélin, sem nefnist Google Scholar, mun gera fræðimönnum og öðrum fróðleiksfúsum einstaklingum kleyft að leita í ritgerðum, útdráttum og tæknilegum skýrslum, með einfölsum hætti. Þjónustan verður ókeypis fyrst um sinn. 18.11.2004 00:01
Fini nýr utanríkisráðherra Ítala Gianfranco Fini var í dag skipaður utanríkisráðherra Ítalíu, er ljóst var að Franco Fattini myndi hverfa til Brussel og taka þar sæti í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem samþykkt var í dag. Fini hefur í gegnum tíðina verið afar umdeildur, enda er flokkur hans arfleið nýnasistaflokks Ítalíu og hefur Fini meðal annars sagt Mussolini besta stjórnmálamann 20. aldarinnar. 18.11.2004 00:01
Chirac og Blair stilltir Jacques Chirac og Tony Blair sýndu á sér sínar prúðustu hliðar á sameiginlegum blaðamannafundi sem þeir héldu í Bretlandi í dag. Undanfarna daga hefur Chirac látið móðann mása um daprar afleiðingar innrásarinnar í Írak, en á fundinum í dag lögðu leiðtogarnir báðir áherslu á að Írak væri eini stóri ágreiningsvettvangur þjóðanna 18.11.2004 00:01
Léttklæddum dvergum stolið Léttklæddum garðdvergum hefur verið stolið úr skemmtigarði í Þýskalandi. Dverganna er sárt saknað en þeir eru helsta aðdráttarafl Dwarf Park Trusetal þar sem gægjuhneigð gesta er fullnægt. Í gegnum skráargöt sést í hold garðdverganna sem þekktir eru fyrir djarfar stellingar. 18.11.2004 00:01
Nýr árgangur af rauðvínum Frakkar sjá rautt þessi dægrin því fyrstu flöskurnar af nýjum rauðvínsárgangi eru komnar á markað. Það er ævinlega kátt á hjalla þegar Beaujolais Nouveau flöskurnar streyma inn á bari í Frakklandi, þriðja fimmtudag í nóvember, og það sama var uppi á teningunum í morgun. 18.11.2004 00:01
Kyoto-sáttmálinn tekur brátt gildi Eftir langa bið og endalaust japl, jamm og fuður stendur nú ekkert í vegi fyrir því að Kyoto-sáttmálinn um hlýnun jarðar taki gildi 16. febrúar næstkomandi. Rússar skrifuðu í morgun undir sáttmálann og því verða þær þjóðir, sem áður höfðu undirritað sáttmálann, skuldbundnar til að hlýta skilmálum hans og að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 18.11.2004 00:01
Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir og haga sér ósiðlega. Þeir hafa of mikil völd og ábyrgð og láta aðra valdamikla menn hafa of mikil áhrif á sig. Þetta eru meginniðurstöður alþjóðlegrar könnunar, sem kynnt var í dag. 18.11.2004 00:01
Karl prins vekur reiði Breta Karl prins vakti mikla óánægju í Bretlandi þegar efni minnismiða varð opinbert, þar sem hann fer hörðum orðum um leti, hæfileikaleysi og óeðlilegan metnað landa sinna. 18.11.2004 00:01
Framkvæmdastjórnin loks samþykkt Þingmenn á þingi Evrópusambandsins samþykktu í gær nýja framkvæmdastjórn sambandsins, þremur vikum eftir að andstaða þeirra við upphaflega tillögu að skipan framkvæmdastjórnarinnar varð til þess að hún var dregin til baka. 18.11.2004 00:01
Skutu þrjá egypska hermenn Ísraelskir hermenn skutu þrjá egypska lögreglumenn til bana á landamærum Gaza og Egyptalands í gærmorgun. Ísraelarnir urðu varir við mannaferðir nærri landamærunum og töldu að þar væru á ferð Palestínumenn að smygla vopnum. Þeir skutu því á þá úr skriðdreka. 18.11.2004 00:01
Fá sjúkraskýrslu Arafats Palestínska heimastjórnin fær sjúkraskýrslu Jassers heitins Arafats í sínar hendur þrátt fyrir að frönsk lög heimili einungis að nánir ættingjar hans hafi aðgang að þeim. Ástæðan er sú að frændi Arafats, Nasser al-Qidwa, sem er fulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, á rétt á að fá gögnin og ætlar að afhenda Palestínustjórn þau. 18.11.2004 00:01