Fleiri fréttir

Heiðar í hóp hinna útvöldu

Heiðar Helguson er aðeins sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er valinn íþróttamaður ársins í 56 ára sögu kjörsins. "Óvænt og mikil ánægja,“ segir Heiðar sem átti ekki einu sinni von á því að vera tilnefndur.

10 dagar í EM í Serbíu

Ísland hefur einu sinni náð að verða efst af Norðurlandaþjóðunum í úrslitakeppni Evrópumótsins en það var þegar Strákarnir okkar náðu bronsinu á EM í Austurríki 2010.

Heiðar Helguson er Íþróttamaður ársins 2011

Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig.

Barcelona búið að skora 53 mörk í röð á Camp Nou

Það er líklega ekki til erfiðari leikur í dag en að heimsækja Evrópumeistara Barcelona á Camp Nou og tölfræðin í síðustu tólf heimaleikjum Barca sýnir það svart á hvítu. Barcelona vann 4-0 sigur á Osasuna í spænska bikarnum í fyrsta heimaleik ársins og tóku Börsungar þar upp fyrri yðju á Nývangi sem er að skora fullt af mörkum án þess að fá á sig mark.

Bendtner handtekinn eftir slagsmál á hóteli

Vandræðin halda áfram að elta Danann Nicklas Bendtner, leikmann Sunderland, á röndum. Nú hefur spurst út að Daninn hafi verið handtekinn eftir slagsmál á hóteli.

Ronaldinho hættur að mæta á morgunæfingar

Brasilíumaðurinn Ronaldinho kann þá list að vera góður við sjálfan sig betur en margir aðrir. Nú er leikmaðurinn hættur að mæta á morgunæfingar hjá félagi sínu, Flamengo.

Snæfell missti næstum því frá sér unninn leik en vann í framlengingu

Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en Snæfellsliðið náði með því að enda fjögurra leikja taphrinu sínu. Snæfell var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum.

Justin tryggði Stjörnunni dramatískan sigur í Grafarvogi

Justin Shouse var hetja Stjörnumanna í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok þegar Garðabæingar unnu Fjölni 78-77. Stjarnan var ellefu stigum undir þegar aðeins tæpar sjö mínútur voru eftir en vann lokakafla leiksins 18-6.

Jakob í 3. sæti | Fyrsti körfuboltamaðurinn í 30 ár sem kemst á topp 3

Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð í þriðja sæti í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2011. Jakob fékk 68 stigum minna en Heiðar og 38 stigum minna en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í 2. sæti.

Messan: Holloway skrapp á klósettið

Ian Holloway, stjóri Blackpool, missti af einu marki sinna manna í leik um daginn þar sem að hann þurfti að bregða sér á salernið.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 73-63

Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík.

Pavel með þrefalda tvennu í öruggum sigri Sundsvall

Sundsvall Dragons átti ekki í miklum vandræðum með Jämtland Basket í Íslendingaslagnum í sænska körfuboltanum í kvöld. Sundsvall vann leikinn með 29 stigum, 107-78, eftir að hafa verið frumkvæðið allan leikinn. Sundsvall var þarna að vinna sinn sjötta heimaleik í röð en Drekarnir eru búnir að vinna 10 af 11 leikjum sínum í Sundsvall í vetur.

Sneijder útilokar ekki að fara frá Inter í mánuðinum

Fjölmiðlar þreytast seint á því að orða Hollendinginn Wesley Sneijder við Man. Utd og nýjustu ummæli hans hafa kynt bálið enn frekar. Þá neitar Sneijder að útiloka þann möguleika að hann fari frá Inter í janúar.

Hjartaaðgerð Sterbik gekk vel

Arpad Sterbik, markvörður Atletico Madrid og spænska landsliðsins í handbolta, gekkst á þriðjudaginn undir hjartaaðgerð sem er sögð hafa heppnast vel.

Mörg lið á eftir Onuoha

Það verður ekki mikið mál fyrir Nedum Onuoha að finna sér nýtt félag fyrir mánaðarlok en Man. City hefur tjáð honum að hann megi fara frá félaginu.

Áfall fyrir Dani | Knudsen meiddist á æfingu

Meiðsli á læri eru að fara illa með handboltaliðin í Skandinavíu í dag því danski línumaðurinn Michael Knudsen meiddist á læri á æfingu danska landsliðsins í dag.

Enginn Kjelling á EM

Norska handknattleikssambandið hefur staðfest á vef sínum að stórskyttan Kristian Kjelling muni ekki spila með norska landsliðinu á EM.

Evra kann líka að segja N-orðið

Heitasta myndbandið á Youtube í dag er af Patrice Evra, leikmanni Man.Utd, þar sem hann notar N-orðið svokallaða. Luis Suarez, leikmaður Liverpool, var dæmdur í átta leikja bann fyrir að kalla Evra negro.

Chelsea ekki til í að mæta launakröfum Cahill

Það er greinilega af sem áður var hjá Chelsea því peningar gætu staðið í vegi fyrir því að Gary Cahill komi til félagsins frá Bolton. Hér áður fyrr skiptu peningar engu hjá Chelsea.

Toure-bræður ekki með gegn Man. Utd

Þjálfari landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, Francois Zahoui, hefur neitað beiðni Man. City um að leyfa Toure-bræðrunum að spila með City gegn Man. Utd á sunnudag.

Liðin í Stjörnuleik KKÍ tilkynnt

Það styttist í að Stjörnuleikur KKÍ fari fram og í dag voru tilkynnt byrjunarlið leiksins en körfuboltaáhugamenn kusu liðin sjálfir á vef KKÍ. Alls tóku 2.200 manns þátt í kjörinu

5 ára friðun á svartfugli framundan?

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur skilað af sér og umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun.

Norðmenn óttast að Kjelling missi af EM

Svo gæti farið að Norðmenn verði án sinnar stærstu stjörnu á EM í Serbíu en stórskyttan Kristian Kjelling meiddist í vináttuleik gegn Egyptum í gær.

Suarez biðst afsökunar en þó ekki beint til Evra

Farsinn í kringum leikbann Luis Suarez, leikmanns Liverpool, heldur áfram í dag. Suarez hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem eftir því er tekið að hann biður Patrice Evra, leikmann Man. Utd, ekki afsökunar á beinan hátt.

NBA: Miami og Dallas á sigurbraut

Indiana Pacers réð ekkert við LeBron James í nótt er Miami Heat vann öruggan sigur á Pacers. James skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami sem hefur aðeins tapað einum leik það sem af er vetri. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Heat.

Komu Arnórs í heiminn flýtt svo Atli kæmist á ÓL

Sú staða sem Snorri Steinn Guðjónsson er í þessa dagana er ekki ný hjá íslenska handboltalandsliðinu. Snorri getur ekki tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir EM þar sem hann bíður eftir því að konan hans fæði þeim barn.

Enn margir óvissuþættir

Átján leikmenn eiga enn möguleika á að komast í landsliðshóp Íslands fyrir EM í Serbíu en landsliðið heldur utan í dag til Danmerkur þar sem strákarnir munu spila á æfingamóti. Nokkrir lykilmenn landsliðsins eru þó að glíma við meiðsli.

Gylfi talaði ekki við þjálfarann

Holger Stanislawski, þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim, segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við Gylfa Þór Sigurðsson áður en gengið var frá lánssamningnum við Swansea. Stanislawski hafi heyrt af yfirvofandi félagaskiptum Gylfa frá umboðsmanni hans.

11 dagar í EM í Serbíu

Ólafur Stefánsson er eini Íslendingurinn sem hefur náð því að verða markakóngur á Evrópumóti. Ólafur varð markahæstur á EM í Svíþjóð 2002 þegar hann skorað 58 mörk í 8 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik og hafði betur í baráttunni við Svíann Stefan Lövgren.

Fàbregas og varamaðurinn Messi báðir með tvö mörk í sigri Barcelona

Cesc Fàbregas var í aðalhlutverki í kvöld þegar Barcelona vann 4-0 sigur á Osasuna í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Fàbregas skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði síðan upp það þriðja fyrir varamanninn Lionel Messi sem átti síðan efrtir að bæta við öðru marki sínu rétt fyrir leikslok.

Ferguson: Tvö frábær mörk komu þeim í bílstjórasætið

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var vitanlega ekki hress eftir 3-0 skell á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var annað tap United-liðsisn í röð og liðið hefur fengið á sig þrjú mörk í þeim báðum.

Owen Coyle: Veit ekki hvort þetta var síðasti leikur Cahill

Gary Cahill var hetja Bolton-manna í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Everton á Goodison Park. Cahill er væntanlega á förum frá félaginu en Bolton hefur samþykkt tilboð frá Chelsea í enska landsliðsmanninn. Owen Coyle, stjóri Bolton, tjáði sig um málið eftir leikinn í kvöld.

Ameobi: Sáum hvað Blackburn gerði á móti United

Shola Ameobi og félagar í Newcastle unnu frábæran 3-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var aðeins annar sigur Newcastle í síðustu níu leikjum sínum og fyrsti sigur liðsins á United síðan í september 2001.

Howard fjórði markvörðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni

Bandaríski markvörðurinn Tim Howard skoraði ótrúlegt mark fyrir Everton á móti Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en markið skoraði hann með mögnuðu skoti yfir allan völlinn. Howard er aðeins fjórði markvörðurinn sem nær að skora í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Newcastle vann 3-0 sigur á Man. United | Tvö töp í röð hjá meisturunum

Newcastle vann 3-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hefur þar með tekið fjögur stig út úr tveimur leikjum sínum á móti ensku meisturunum á tímabilinu. Þetta var fyrsti heimsigur Newcastle-liðsins síðan 5. nóvember og ennfremur fyrsta tap United á útivelli á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir