Fleiri fréttir

Erlendur fjárfestir keypti eitt prósent í Marel

Stór viðskipti voru með bréf í Marel 13. janúar síðastliðinn þegar Landsbankinn og hlutabréfasjóðir í stýringu Landsbréfa, ásamt öðrum hluthöfum í Marel, seldu samanlagt 1,1 prósents hlut í félaginu.

Viðskiptaráð vill að ríkið selji fasteignir fyrir 45 milljarða króna

Viðskiptaráð telur mikil tækifæri fólgin í því að draga úr opinberu eignarhaldi fasteigna hér á landi og leggur til að ríkið selji fermetra fyrir 45 milljarða króna. Telur ráðið hagkvæmt að einkaaðilar fái að kaupa einn ef hverjum fjórum fermetrum í eigu ríkisins sem sé umsvifamesti rekstraraðili fasteigna á Íslandi.

Vill kaupa Hellisheiðarvirkjun

MJDB ehf. sendi Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð tilboð í Hellisheiðarvirkjun. Félagið er í eigu íslensks framkvæmdastjóra America Renewables í Kaliforníu. Bókfært virði þriggja virkjana ON nemur um 107 milljörðum króna

Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng

Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars.

Húsasmiðjan innkallar límbyssu

Byggingavöruverslunin Húsasmiðjan hefur tilkynnt um innköllun á límbyssu frá Power Plus (Power Plus POW721). Gallan má rekja til samsetningar vörunnar hjá framleiðanda þar sem límbyssan getur lekið lími á samskeytum.

Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi

Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014.

Fyrirtaka í málum Innness og Sælkeradreifingar gegn ríkinu

Fyrstu dómsmálin sem rekja má til ákvarðana nokkurra innflutningsfyrirtækja um að stefna ríkinu, og krefast endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða mál höfðuð af Innnes og Sælkeradreifingu en samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna.

Eimskip kaupir Mareco á tvo milljarða

Eimskip hefur keypt 80 prósenta hlut í frystiflutningsmiðlunarfyrirtækinu Mareco N.V. í Belgíu á jafnvirði um tveggja milljarða króna. Samkvæmt tilkynningu Eimskips nemur ársvelta Mareco nemur um 60 milljónum evra eða um 7,3 milljörðum króna.

Telur slagorð Dælunnar vera villandi

Neytendastofa hefur bannað N1 að að notast við ákveðin slagorð markaðssetningar Dælunnar þar sem þau stangist á við lög og séu villandi. Um er að ræða slagorðin "þrír fyrir einn á eldsneyti“ og "megahraðboðstilrýmingarsérverð“. Þá telur Neytendastofa að kynning á verðstefnu Dælunnar sem nýjung á Íslandi sé villandi.

Velta tveggja stærstu bílaleiganna jókst um 1,5 milljarða

Tvær stærstu bílaleigur landsins voru reknar með rúmlega hálfs milljarðs króna hagnaði árið 2015. Samanlögð velta þeirra nam þá 8,7 milljörðum króna. Um er að ræða Alp hf. sem rekur bílaleigurnar Avis og Budget og Höld hf. sem á Bílaleigu Akureyrar.

Lilja Björk ráðin bankastjóri Landsbankans

Lilja Björk Einarsdóttir, 43 ára verkfræðingur, hefur verið ráðin bankastjóri Landsbankans. Lilja mun hefja störf 15. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Orð og afleiðingar

Stundum heyrist að stjórnmálamenn séu til óþurftar eða með öllu áhrifalausir. Stjórnarmaðurinn er því algerlega ósammála.

Farþegaflugið býr til nýja fiskmarkaði

Beint samhengi er á milli fjölgunar heilsársflugleiða frá Keflavíkurflugvelli og nýrra markaða fyrir fisk. Góðar flugtengingar gjörbreyta landfræðilegri stöðu Íslands. Vanmetið hvað flugvöllurinn hefur skapað mikið fyrir sjávarútveg

Skotsilfur Markaðarins: Heitt undir Höskuldi og Ragna Árna ekki á útleið

Tilkynnt verður um nýjan bankastjóra Landsbankans á allra næstu dögum. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskipta- þróunar Landsvirkjunar, er sterklega orðaður við bankastjórastólinn en hann var um þriggja ára skeið framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London.

Facebook byggir gagnaver í Óðinsvéum

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, tilkynnti í morgun um áform fyrirtækisins um að byggja áttunda gagnaver þess í Óðinsvéum í Danmörku. Gagnaverið verður það þriðja í röðinni hjá Facebook sem verður staðsett í Evrópu og alfarið knúið með endurnýjanlegri orku.

Hæstiréttur sýknar alla í SPRON-máli

Öll ákærðu neituðu ávallt sök en saksóknari vildi meina að þau hefðu farið út fyrir heimildir sínar til lánveitingar og stefnt fé sparisjóðsins í hættu með því að veita lán án nokkurra trygginga.

Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum

Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir.

Ólafía Þórunn merkisberi KPMG

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttur verður merkisberi KPMG á LPGA mótaröðinni samkvæmt nýjum alþjóðlegum stuðningssamningi hennar við endurskoðendarisann hollenska. Ólafía Þórunn mun því vera með logo KPMG framan á derhúfu sinni þegar hún keppir á LPGA 2017.

Koma upp vinnslu á kollagen

Stjórn HB Granda hefur undirritað viljayfirlýsingu um að taka þátt í að koma upp vinnslu til að vinna próteinið kollagen úr þorskroði ásamt sjávarútvegsfyrirtækjunum Samherja hf., Vísi hf., Þorbirni hf. og Codlandi ehf.

Crossfit Reykjavík hagnaðist um 11,7 milljónir

Einkahlutafélagið CFR, sem heldur utan um rekstur Crossfit Reykjavík, hagnaðist um 11,7 milljónir króna árið 2015. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi félagsins en reksturinn skilaði 616 þúsunda króna tapi árið 2014.

Einkaneysla ekki aukist jafn mikið í áratug

Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu á nýliðnu ári hafi verið sá mesti í að minnsta kosti áratug hér á landi. Tölur Seðlabankans um kortaveltu Íslendinga sýna að þróun hennar gefi nokkuð skýr merki um hvert einkaneyslan stefnir.

HS Orka flytur höfuðstöðvarnar í Svartsengi

Höfuðstöðvar HS Orku hafa verið fluttar við hlið Eldborgar, orkuvers fyrirtækisins, í Svartsengi við Bláa lónið. Þær voru áður við Brekkustíg í Reykjanesbæ þar sem fyrirtækið deildi húsnæði með HS Veitum.

Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins

Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir.

Segja Bakkavör á leið í Kauphöll

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa síðustu daga greint frá því að breska matvælafyrirtækið Bakkavör Group Limited stefni á hlutabréfamarkað í Lundúnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er að meirihluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn.

Carnegie og Deutsche Bank ráðgjafar við útboð Arion banka

Kaupþing hefur gengið frá samkomulagi við sænska fjárfestingabankann Carnegie og þýska stórbankann Deutche Bank um að bankarnir verði ráðgjafar í tengslum við sölu á hlut í Arion banka í gegnum almennt hlutafjárútboð. Þannig mun Carnegie vera á meðal leiðandi umsjónaraðila með útboðinu en Deutche Bank verður hins vegar í hlutverki söluráðgjafa.

Fjölorkustöð Costco rís

Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd.

Skilanefndarmaður SPB fékk forkaupsrétt í stóru leigufélagi

Slitastjórn Sparisjóðabankans (SPB) seldi félagi í eigu fyrrverandi skilanefndarmanns þrotabúsins tíu prósenta hlut í leigufélaginu Ásabyggð síðla árs 2015. Kaupverðið nam 10,6 milljónum króna og innan við ári síðar keypti hann sex prósent til viðbótar af Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ). Þessi 16 prósenta hlutur breyttist rétt fyrir síðustu áramót í 4,9 prósent í leigufélaginu Heimavöllum sem eru nú metin á um 664 milljónir króna. Eigandi hlutarins, lögmaðurinn Jón Ármann Guðjónsson, fullyrðir að hann hafi borgað um 100 milljónir króna fyrir eignar­hlutinn með kaupum á hlutafé og þátttöku í hlutafjáraukningum í Ásabyggð. Auk þess þáði hann ekki laun fyrir vinnu sína fyrir slitastjórnina á árunum 2012 til 2015.

Eigna­safn Seðla­bankans fékk tæpa þrjá milljarða

Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) fékk rétt fyrir áramót tæpa þrjá milljarða króna upp í kröfur sínar vegna gjaldþrots Askar Capital hf. ESÍ var langstærsti kröfuhafi félagsins en skiptum þess lauk 30. desember. Kröfur í búið námu 7,4 milljörðum og fengust rétt rúmir þrír milljarðar upp í þrotið eða 41 prósent.

Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell

Skeiða- og Gnúpverjahreppur krefst þess að fasteignamat á vindmyllum Landsvirkjunar verði hækkað. Sveitarfélaginu finnst 32 milljónir króna fyrir 150 metra mannvirki allt of lág upphæð. Miklar tekjur í húfi fyrir lítil sveitarfélög.

Jör ehf. tekið til gjald­þrota­skipta

Einkahlutafélagið Jör var tekið til gjaldþrotaskipta þann 11. janúar. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu en félagið var stofnað utan um hönnun á fatalínum Jör og verslunarrekstur við Laugaveg 89.

Sjá næstu 50 fréttir