Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Horfum bara á þetta sem venjulegan leik“

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn í dag þar sem liðið mætir Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Pétur segir að þarna séu tvö góð fótboltalið að mætast og býst við að leikurinn verði hin mesta skemmtun.

Fótbolti
Fréttamynd

Dýrasti leik­maður í sögu Arsenal lánaður til Nice

Aðeins eru þrjú ár síðan Nicolas Pépé var gerður að dýrasta leikmanni í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Hann hefur nú yfirgefið félagið á lánssamningi og mun nú spóka sig um á frönsku Ríveríunni og spila með Nice í frönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Coleen Rooney semur við Disney um Wagatha-heimildarþætti

Coleen Rooney, athafnakona og eiginkona Wayne Rooney, hefur skrifað undir samning við streymisveituna Disney+ sem nemur mörgum milljónum Bandaríkjadala. Samningurinn tryggir veitunni rétt á sýningu þáttaraðar um Wagatha Christie-dómsmálið svokallaða.

Lífið
Fréttamynd

Miloš tekur við Rauðu stjörnunni eftir að Stan­ko­vić sagði upp

Miloš Milojević er tekinn við Rauðu Stjörnunni. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins frá 2019 til 2021 en þjálfaraferill hans hófst hér á landi er hann þjálfaði yngri flokka Víkings og svo meistaraflokk félagsins í kjölfarið. Hann færði sig yfir til Breiðabliks áður en leið hans lá til Svíþjóðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Teitur mætir West Ham | Vaduz á mögu­leika

Dregið var í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú rétt eftir hádegi. Stefán Teitur Þórðarson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg fara til Lundúna og mæta enska úrvalsdeildarliðinu West Ham United. Þá fer Björn Bergmann Sigurðarson til Írlands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Held að pressan sé á­líka mikil á báðum liðum“

„Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnari frjálst að velja Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð.

Fótbolti
Fréttamynd

Með varnar­leik skal landið byggja

Þau voru ekki ýkja mörg, mörkin í ítölsku A deildinnu um liðna helgi. Eftir fjöruga upphafsumferð þar sem 34 mörk litu dagsins ljós var önnur umferðin afturhvarf til níunda áratugarins hvað varðar markaskorun. 13 urðu mörkin alls. 

Fótbolti
Fréttamynd

Fögnuðu innilega þegar þeir drógust í dauðariðilinn

Leikmenn tékkneska meistaraliðsins Viktoria Plzen fylgdust spenntir með þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í gær. Liðið lenti í dauðariðlinum, en í stað þess að óttast verðandi andstæðinga sína fögnuðu leikmenn liðsins drættinum innilega.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um“

„Við getum ekki farið frá þessum leik nema ræða aðeins Aftureldingu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, í seinasta þætti eftir að Afturelding steinlá gegn Stjörnunni, 7-1. Afturelding situr í næst neðsta sæti deildarinnar og er á barmi falls og sérfræðingar þáttarins hafa áhyggjur af liðinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Viking úr leik eftir grátlegt tap

Íslendingalið Viking frá Noregi missti af sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu er liðið tapaði 1-3 á heimavelli gegn rúmenska liðinu FCSB í kvöld. Viking vann fyrri leik liðanna 2-1, en gestirnir frá Rúmeníu tryggðu sér samanlagðan 4-3 sigur með marki í uppbótartíma í kvöld.

Fótbolti