Vildum ekki aftur til Grindavíkur „Við vildum ekki fara aftur til Grindavíkur og þrátt fyrir að staðan væri orðin erfið þá gáfumst við ekki upp," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir hreint magnaðan sigur Snæfells í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2008 22:06
Snæfell í úrslit eftir sigur í framlengdum leik Það var mögnuð spenna og miklar sviptingar í leik Snæfells og Grindavíkur í kvöld. Snæfell vann 116-114 í Stykkishólmi í ótrúlegum framlengdum leik. Körfubolti 14. apríl 2008 20:12
Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Körfubolti 14. apríl 2008 15:09
Kotila: Verður vonandi lítið skorað Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Körfubolti 14. apríl 2008 14:07
Keflvíkingar endurskrifuðu söguna í Seljaskóla Keflavík varð fyrsta karlaliðið til þess að komast í oddaleik eftir að hafa lent 0-2 undir í einvígi þegar þeir unnu 97-79 sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í Seljaskóla í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla á sunnudaginn. Körfubolti 14. apríl 2008 13:10
Sigurður: Varnarleikurinn er lykillinn Sigurður Ingimundarson þakkar fyrst og fremst bættum varnarleik þá staðreynd að hans menn í Keflavík eru búnir að jafna metin gegn ÍR í 2-2 í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 13. apríl 2008 19:01
Verðum klárir í oddaleikinn "Já, auðvitað eru þetta eru vonbrigði. Við vorum bara ekki nógu harðir í dag og spiluðum illa, þetta var lélegt hjá okkur," sagði Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR í samtali við Stöð 2 Sport eftir tap ÍR gegn Keflavík í kvöld. Körfubolti 13. apríl 2008 18:44
Keflavík burstaði ÍR í Seljaskóla Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og rassskelltu ÍR-inga 97-79 í Seljaskóla í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld og því er staðan orðin jöfn 2-2 í einvíginu. Framundan er oddaleikur í Keflavík. Körfubolti 13. apríl 2008 18:35
Keflavík leiðir í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 48-39 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fjórðu viðureign liðsins gegn ÍR í undanúrslitum IE deildarinnar í körfubolta, en leikið er í Seljaskóla. ÍR byrjaði mun betur og náði um 10 stiga forystu snemma leiks, en síðan hafa gestirnir verið mun grimmari. Körfubolti 13. apríl 2008 17:44
Við erum í úrslitakeppni og þar er spilað fast Deildarmeistarar Keflavíkur tryggðu sér fjórða leikinn í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍR með 33 stiga stórsigri á föstudagskvöldið. Körfubolti 13. apríl 2008 12:12
Umfjöllun: Grindavík ætlaði ekki í frí Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Körfubolti 13. apríl 2008 12:04
Pétur tekur við þjálfun Hauka Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið Pétur Ingvarsson til að taka við þjálfum karlaliðsins og hefur hann undirritað fimm ára samning. Pétur þjálfaði Hamar í Hveragerði um árabil en þekkir vel til í Hafnafirðinum eftir að hafa spilað þar sem leikmaður í mörg ár. Karfan.is greindi frá þessu. Körfubolti 13. apríl 2008 11:42
Grindavík burstaði Snæfell Grindvíkingar fetuðu í dag í fótspor granna sinna í Keflavík þegar þeir héldu lífi í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar með öruggum sigri á Snæfelli í þriðja leik liðanna sem fram fór í Grindavík. Körfubolti 12. apríl 2008 17:32
Grindavík hefur yfir í hálfleik Grindvíkingar hafa yfir 40-31 gegn Snæfelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar, en leikið er í Grindavík. Körfubolti 12. apríl 2008 16:50
Snæfell getur komist í úrslitin Þriðji leikur Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar fer fram í Grindavík klukkan 16 í dag. Þar geta Snæfellingar tryggt sér sæti í úrslitum með sigri, en þeir hafa yfir 2-0 í einvíginu. Körfubolti 12. apríl 2008 15:31
Keflavík minnkar muninn Keflavík vann ÍR með 33 stiga mun í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Staðan í einvíginu er því orðin 2-1 ÍR-ingum í vil og Breiðhyltingar gátu tryggt sér í úrslitin með sigri í kvöld. Körfubolti 11. apríl 2008 20:06
Þetta er undir okkur sjálfum komiið Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 11. apríl 2008 16:12
Þorleifur: Létum þá valta yfir okkur Snæfellingar eru í vænlegri stöðu eftir sigur kvöldsins gegn Grindavík. Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík fann ekki körfuna eins og í fyrsta leiknum og munar um minna. Körfubolti 10. apríl 2008 22:09
Snæfell komið í 2-0 gegn Grindavík Snæfell er komið í 2-0 í einvíginu við Grindavík í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Snæfell vann í Stykkishólmi í kvöld 79-71. Körfubolti 10. apríl 2008 20:07
Held að Grindvíkingar séu hræddir við Snæfellinga Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson telur Grindvíkinga eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum í Stykkishólmi í kvöld þegar þeir mæta Snæfelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 10. apríl 2008 12:26
ÍR komið í 2-0 gegn Keflavík ÍR-ingar hafa komið sér þægilega fyrir í bílstjórasætinu í rimmunni við Keflavík. Breiðhyltingar unnu 94-77 í Seljaskóla í kvöld og eru komnir í 2-0 forystu í þessu einvígi. Körfubolti 9. apríl 2008 19:55
ÍR - Keflavík í beinni á karfan.is í kvöld ÍR og Keflavík eigast við öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu í Iceland Express deildar karla í kvöld. Karfan.is ætlar að vera með beina útsendingu frá leiknum á vef sínum klukkan 19:15 í kvöld. Körfubolti 9. apríl 2008 17:00
ÍR er búið að vekja okkur aftur Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi. Körfubolti 9. apríl 2008 14:38
Hlynur: Nefið er í fínu lagi "Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Körfubolti 8. apríl 2008 15:00
Karadzovski leystur undan samningi Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur leyst Makedóníumanninn Dimitar Karadzovski undan samningi vegna trúnaðarbrests. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær. Körfubolti 8. apríl 2008 11:38
Klúðruðum leiknum með óskynsemi Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum ósáttur með að hafa tapað leiknum í kvöld. Grindavík var komið með níu stiga forystu í síðasta leikhluta og allt stefndi í sigur liðsins. Körfubolti 7. apríl 2008 21:50
Snæfell vann í spennuleik Það var boðið upp á mikla skemmtun í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn tóku á móti Snæfelli. Þetta var fyrsta viðureign þessara liða í undanúrslitum Íslandsmótsins en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. Körfubolti 7. apríl 2008 20:16
Páll Axel: Vona að allir séu með blóðbragð í munninum Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2008 14:59
Hlynur: Verðum að halda aftur af skyttunum Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Körfubolti 7. apríl 2008 14:26
ÍR vann eftir framlengingu í Keflavík ÍR-ingar unnu glæstan sigur gegn Keflavík á útivelli í kvöld. Þetta var fyrsti leikur þessara liða í undanúrslitaeinvígi á Íslandsmótinu. Leikurinn endaði 87-92 eftir framlengingu. Körfubolti 6. apríl 2008 19:58