Fréttir Fengu milljónir úr sjóðum Íslensku fyrirtækin GLM og Balis í Norður-Noregi sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota og Fréttablaðið sagði frá í gær, fengu tugi milljóna króna í styrki og lán frá norskum þróunarsjóðum á síðustu árum. Eigendur fyrirtækjanna eru nú gufaðir upp og eftirlýstir af skattayfirvöldum auk þess sem fjöldi kröfuhafa vill hafa hendur í hári þeirra. Erlent 13.10.2005 19:08 Ekkert lát á árásum Minnst átta manns hafa fallið í valinn og meira en þrjátíu eru særðir eftir nokkrar árásir uppreisnarmanna í Írak í morgun. Meðal þeirra sem létust var háttsettur embættismaður innan öryggismálaráðuneytis landsins. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:07 Lien og Hu funda Lien Chan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Taívan, er kominn til Peking til viðræðna við Hu Jintao, forseta Kína. Svo háttsettur taívanskur embættismaður hefur ekki sótt Kína heim síðan þjóðernissinnar flúðu til Formósu árið 1949 og settu á fót ríkið sem í dag er Taívan. Erlent 13.10.2005 19:08 Blair laug og laug Blair laug, og laug svo aftur, segir á forsíðu breska dagblaðsins <em>Daily Mail</em> í dag. <em>Guardian</em> segir að svo virðist sem bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins í Írak. Ástæða gagnrýninnar eru leyniskjöl sem lekið hefur verið í fjölmiðla. Erlent 13.10.2005 19:07 Keppst um nýja Landspítalalóð Fulltrúar sjö hópa sem keppa um skipulag nýrrar lóðar Landspítala við Hringbraut fengu afhenta samkeppnislýsingu í dag. Heilbrigðisráðherra segir að sameining allrar starfsemi spítalans undir eitt þak muni kosta þrjátíu og sex milljarða króna. Ágóði af sölu Símans verði líklega notaður til að fjármagna verkið. Innlent 13.10.2005 19:08 Ríkisendurskoðandi á fund Halldórs Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans. Innlent 13.10.2005 19:08 Ópið ónýtt? Norska dagblaðið Dagbladet birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að málverkin dýrmætu eftir Edvard Munch, Ópið og Madonna, hefðu verið brennd. Erlent 13.10.2005 19:08 Friðargæsluliðarnir fá ekki bætur Íslensku friðargæsluliðarnir, sem særðust í sprengjuárás í Kjúklingstræti í Kabúl í Afganistan í fyrra, fá ekki bætur frá Tryggingastofnun. Ástæðan er sú að þeir voru ekki í vinnunni þegar ráðist var á þá. Einn friðargæsluliðanna segist hafa talið sig vera í vinnunni alla dvölina. Innlent 13.10.2005 19:07 Greiðslubyrði af íbúðum hækkar "Greiðslubyrði af húsnæðislánum ætti að hækka miðað við spárnar og húseigendur munu finna fyrir því," segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, vegna spár efnahagsskrifstofu Fjármálaráðuneytisins um horfur í efnahagsmálum næstu misserin. Innlent 13.10.2005 19:07 Skaðleg áhrif á fataiðnaðinn? Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað, að beiðni Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Spánverjar hafa auk þess gagnrýnt mikinn innflutning á ákveðnum tegundum fatnaðar. Erlent 13.10.2005 19:08 Byggð á uppfyllingu í hættu Forstöðumaður á Siglingastofnun telur að byggð á uppfyllingum geti verið í hættu vegna hamfaraflóða eins og þess sem reið yfir Básenda árið 1799. Hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu um áhrif sjóflóða í dag. Innlent 13.10.2005 19:08 Fjarri stefnu stofnunarinnar Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir það af og frá að starfsfólk hjá stofnuninni sé að ráðleggja öryrkjum að skilja til að fá hærri bætur. Innlent 13.10.2005 19:08 Viðskipti ferðamanna minnka um 10% Viðskipti erlendra ferðamanna á svonefndum Tax Free kjörum, þar sem virðisaukaskattur fæst endurgeiddur, minnkuðu um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um tuttugu prósent á sama tímabili. Innlent 13.10.2005 19:07 Sauðfé fjölgar í Garðabæ Sauðfé hefur fækkað í Kópavogi og Hafnarfirði, en því hefur heldur fjölgað í Garðabæ og á Álftanesi, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðiseftirliti svæðisins. Ekki er þó hægt að segja að stórbúunum sé fyrir að fara á þessu svæði. Innlent 13.10.2005 19:07 Braust inn um glugga Brotist var inn í blokkaríbúð á Kleppsvegi aðfaranótt fimmtudags og þaðan stolið farsíma, skartgripum og lítilræði af peningum. Þjófurinn braust inn um glugga en hvarf á brott þegar húsráðendur urðu hans varir. Innlent 13.10.2005 19:08 Dómur í stórum málum Nú klukkan fjögur mun Hæstiréttur kveða upp dóma í tveimur af helstu málum undanfarinna missera hér á landi: annars vegar Landssímamálinu svokallaða og hins vegar Líkfundarmálinu. Innlent 13.10.2005 19:08 Enn finnast lík í brakinu Enn finnast lík undir braki lestar sem fór út af sporinu nærri Osaka í Japan á mánudaginn og nú er ljóst að meira en hundrað manns létust í slysinu. Eitt líkið sem fannst var af einkennisklæddum manni og telur lögregla líklegt að það sé af lestarstjóranum sem ákaft hefur verið leitað. Erlent 13.10.2005 19:07 Dæmdur fyrir þjófnað og ofsaakstur 25 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði fyrir þjófnaði og ofsaakstur á undan lögreglu á síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:08 Skilorð fyrir að berja konu Maður fékk þriggja mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn í þrjú ár í Hæstarétti í gær fyrir árás á eiginkonu sína. Dómurinn er nær samhljóða fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness, en hann vakti mikið umtal því látið var að því liggja að konan hefði verið valdur að bræði mannsins, en hann sakaði hana um framhjáhald. Innlent 13.10.2005 19:08 Söluþóknun fasteignasala breytileg Söluþóknun sú er fasteignasalar taka við sölu eigna er mjög breytileg samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin og Húseigendafélagið stóðu fyrir. Þóknunin er miðuð við söluverð íbúðar og er lægst 0.75 prósent en hæst 2.9 prósent og getur því munað tugum eða hundruðum þúsunda eftir því hvar eignin er seld. Innlent 13.10.2005 19:08 Hæstiréttur mildaði dómana Hæstiréttur mildaði dómana yfir sakborningunum þremur í Landssímamálinu rétt í þessu. Árni Þór Vigfússon var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar Kristjánsson í 18 mánuði. Báðir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi síðastliðið sumar. Innlent 13.10.2005 19:08 Vaðlaheiðarfórnarlambið ók bílnum Einn þeirra sem stóðu að líkamsárásinni við Akureyri sem greint var frá fyrr í dag er sá sem skotið var á úr loftbyssu á Vaðlaheiði fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann segist hafa ekið bílnum og viðurkennir að hafa verið á vettvangi, en neitar að hafa tekið þátt í barsmíðunum. Innlent 13.10.2005 19:08 Óttast að sé verið að tefja málið "Ég óttast að það sé verið að tefja málið, fyrst í allsherjarnefnd og síðar uppi í ráðuneyti," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður um frumvarp sem hann hefur lagt fram um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Innlent 13.10.2005 19:08 Vanþekking á Netinu afdrifarík Foreldrar sem kunna ekkert á Netið og geta þannig ekki leiðbeint börnum sínum um upplýsingahraðbrautina eru þess valdandi að börnin eru að dragast aftur úr hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn hjá London School of Economics gerðu. Erlent 13.10.2005 19:07 Handbók í yfirheyrslum undirbúin Bandaríkjaher vinnur nú að nýrri handbók um yfirheyrslutækni þar sem fortakslaust bann er lagt við ýmsum þeirra aðferða sem fangar í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru beittir. Erlent 13.10.2005 19:08 Vill afnema tekjutengingu öryrkja Félagsmálastjórinn í Reykjavík vill afnema tekjutengingu öryrkja, annarra en þeirra sem hafa umtalsverðar tekjur. Lára Björnsdóttir segir að samfélagsleg skylda eigi að hvíla á fyrirtækjum um að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:08 Má kjósa í formannskjörinu Steingrímur Sævarr Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, öðlaðist óvænt kosningarétt í formannskjöri Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 19:07 Út í hött, segir Grétar Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir þremenningunum í líkfundarmálinu í Neskaupstað. Einn sakborninga, Grétar Sigurðsson, segir út í hött að hann skuli fá jafn þungan dóm og hinir tveir sakborningarnir, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas. Innlent 13.10.2005 19:08 Dómur í líkfundarmáli óbreyttur Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms yfir sakborningunum þremur í Líkfundarmálinu svokallaða fyrir stundu. Þeir fengu allir tveggja og hálfs árs dóm í héraði á síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:08 Annþór fékk 3 ára dóm Dómur féll í Hæstarétti í dag yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Ólafi Valtý Rögnvaldssyni fyrir hrottalega árás á mann á heimili hans; hann var meðal annars barinn með kylfu svo að hann handleggsbrotnaði. Annþór fékk þriggja ára dóm, Ólafur tveggja ára dóm. Dómurinn tekur mið af löngum ofbeldisferli hinna dæmdu. Innlent 13.10.2005 19:08 « ‹ ›
Fengu milljónir úr sjóðum Íslensku fyrirtækin GLM og Balis í Norður-Noregi sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota og Fréttablaðið sagði frá í gær, fengu tugi milljóna króna í styrki og lán frá norskum þróunarsjóðum á síðustu árum. Eigendur fyrirtækjanna eru nú gufaðir upp og eftirlýstir af skattayfirvöldum auk þess sem fjöldi kröfuhafa vill hafa hendur í hári þeirra. Erlent 13.10.2005 19:08
Ekkert lát á árásum Minnst átta manns hafa fallið í valinn og meira en þrjátíu eru særðir eftir nokkrar árásir uppreisnarmanna í Írak í morgun. Meðal þeirra sem létust var háttsettur embættismaður innan öryggismálaráðuneytis landsins. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 19:07
Lien og Hu funda Lien Chan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Taívan, er kominn til Peking til viðræðna við Hu Jintao, forseta Kína. Svo háttsettur taívanskur embættismaður hefur ekki sótt Kína heim síðan þjóðernissinnar flúðu til Formósu árið 1949 og settu á fót ríkið sem í dag er Taívan. Erlent 13.10.2005 19:08
Blair laug og laug Blair laug, og laug svo aftur, segir á forsíðu breska dagblaðsins <em>Daily Mail</em> í dag. <em>Guardian</em> segir að svo virðist sem bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins í Írak. Ástæða gagnrýninnar eru leyniskjöl sem lekið hefur verið í fjölmiðla. Erlent 13.10.2005 19:07
Keppst um nýja Landspítalalóð Fulltrúar sjö hópa sem keppa um skipulag nýrrar lóðar Landspítala við Hringbraut fengu afhenta samkeppnislýsingu í dag. Heilbrigðisráðherra segir að sameining allrar starfsemi spítalans undir eitt þak muni kosta þrjátíu og sex milljarða króna. Ágóði af sölu Símans verði líklega notaður til að fjármagna verkið. Innlent 13.10.2005 19:08
Ríkisendurskoðandi á fund Halldórs Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans. Innlent 13.10.2005 19:08
Ópið ónýtt? Norska dagblaðið Dagbladet birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að málverkin dýrmætu eftir Edvard Munch, Ópið og Madonna, hefðu verið brennd. Erlent 13.10.2005 19:08
Friðargæsluliðarnir fá ekki bætur Íslensku friðargæsluliðarnir, sem særðust í sprengjuárás í Kjúklingstræti í Kabúl í Afganistan í fyrra, fá ekki bætur frá Tryggingastofnun. Ástæðan er sú að þeir voru ekki í vinnunni þegar ráðist var á þá. Einn friðargæsluliðanna segist hafa talið sig vera í vinnunni alla dvölina. Innlent 13.10.2005 19:07
Greiðslubyrði af íbúðum hækkar "Greiðslubyrði af húsnæðislánum ætti að hækka miðað við spárnar og húseigendur munu finna fyrir því," segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, vegna spár efnahagsskrifstofu Fjármálaráðuneytisins um horfur í efnahagsmálum næstu misserin. Innlent 13.10.2005 19:07
Skaðleg áhrif á fataiðnaðinn? Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað, að beiðni Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Spánverjar hafa auk þess gagnrýnt mikinn innflutning á ákveðnum tegundum fatnaðar. Erlent 13.10.2005 19:08
Byggð á uppfyllingu í hættu Forstöðumaður á Siglingastofnun telur að byggð á uppfyllingum geti verið í hættu vegna hamfaraflóða eins og þess sem reið yfir Básenda árið 1799. Hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu um áhrif sjóflóða í dag. Innlent 13.10.2005 19:08
Fjarri stefnu stofnunarinnar Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir það af og frá að starfsfólk hjá stofnuninni sé að ráðleggja öryrkjum að skilja til að fá hærri bætur. Innlent 13.10.2005 19:08
Viðskipti ferðamanna minnka um 10% Viðskipti erlendra ferðamanna á svonefndum Tax Free kjörum, þar sem virðisaukaskattur fæst endurgeiddur, minnkuðu um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um tuttugu prósent á sama tímabili. Innlent 13.10.2005 19:07
Sauðfé fjölgar í Garðabæ Sauðfé hefur fækkað í Kópavogi og Hafnarfirði, en því hefur heldur fjölgað í Garðabæ og á Álftanesi, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðiseftirliti svæðisins. Ekki er þó hægt að segja að stórbúunum sé fyrir að fara á þessu svæði. Innlent 13.10.2005 19:07
Braust inn um glugga Brotist var inn í blokkaríbúð á Kleppsvegi aðfaranótt fimmtudags og þaðan stolið farsíma, skartgripum og lítilræði af peningum. Þjófurinn braust inn um glugga en hvarf á brott þegar húsráðendur urðu hans varir. Innlent 13.10.2005 19:08
Dómur í stórum málum Nú klukkan fjögur mun Hæstiréttur kveða upp dóma í tveimur af helstu málum undanfarinna missera hér á landi: annars vegar Landssímamálinu svokallaða og hins vegar Líkfundarmálinu. Innlent 13.10.2005 19:08
Enn finnast lík í brakinu Enn finnast lík undir braki lestar sem fór út af sporinu nærri Osaka í Japan á mánudaginn og nú er ljóst að meira en hundrað manns létust í slysinu. Eitt líkið sem fannst var af einkennisklæddum manni og telur lögregla líklegt að það sé af lestarstjóranum sem ákaft hefur verið leitað. Erlent 13.10.2005 19:07
Dæmdur fyrir þjófnað og ofsaakstur 25 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði fyrir þjófnaði og ofsaakstur á undan lögreglu á síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:08
Skilorð fyrir að berja konu Maður fékk þriggja mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn í þrjú ár í Hæstarétti í gær fyrir árás á eiginkonu sína. Dómurinn er nær samhljóða fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness, en hann vakti mikið umtal því látið var að því liggja að konan hefði verið valdur að bræði mannsins, en hann sakaði hana um framhjáhald. Innlent 13.10.2005 19:08
Söluþóknun fasteignasala breytileg Söluþóknun sú er fasteignasalar taka við sölu eigna er mjög breytileg samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin og Húseigendafélagið stóðu fyrir. Þóknunin er miðuð við söluverð íbúðar og er lægst 0.75 prósent en hæst 2.9 prósent og getur því munað tugum eða hundruðum þúsunda eftir því hvar eignin er seld. Innlent 13.10.2005 19:08
Hæstiréttur mildaði dómana Hæstiréttur mildaði dómana yfir sakborningunum þremur í Landssímamálinu rétt í þessu. Árni Þór Vigfússon var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar Kristjánsson í 18 mánuði. Báðir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi síðastliðið sumar. Innlent 13.10.2005 19:08
Vaðlaheiðarfórnarlambið ók bílnum Einn þeirra sem stóðu að líkamsárásinni við Akureyri sem greint var frá fyrr í dag er sá sem skotið var á úr loftbyssu á Vaðlaheiði fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann segist hafa ekið bílnum og viðurkennir að hafa verið á vettvangi, en neitar að hafa tekið þátt í barsmíðunum. Innlent 13.10.2005 19:08
Óttast að sé verið að tefja málið "Ég óttast að það sé verið að tefja málið, fyrst í allsherjarnefnd og síðar uppi í ráðuneyti," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður um frumvarp sem hann hefur lagt fram um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Innlent 13.10.2005 19:08
Vanþekking á Netinu afdrifarík Foreldrar sem kunna ekkert á Netið og geta þannig ekki leiðbeint börnum sínum um upplýsingahraðbrautina eru þess valdandi að börnin eru að dragast aftur úr hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn hjá London School of Economics gerðu. Erlent 13.10.2005 19:07
Handbók í yfirheyrslum undirbúin Bandaríkjaher vinnur nú að nýrri handbók um yfirheyrslutækni þar sem fortakslaust bann er lagt við ýmsum þeirra aðferða sem fangar í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru beittir. Erlent 13.10.2005 19:08
Vill afnema tekjutengingu öryrkja Félagsmálastjórinn í Reykjavík vill afnema tekjutengingu öryrkja, annarra en þeirra sem hafa umtalsverðar tekjur. Lára Björnsdóttir segir að samfélagsleg skylda eigi að hvíla á fyrirtækjum um að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:08
Má kjósa í formannskjörinu Steingrímur Sævarr Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, öðlaðist óvænt kosningarétt í formannskjöri Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 19:07
Út í hött, segir Grétar Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir þremenningunum í líkfundarmálinu í Neskaupstað. Einn sakborninga, Grétar Sigurðsson, segir út í hött að hann skuli fá jafn þungan dóm og hinir tveir sakborningarnir, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas. Innlent 13.10.2005 19:08
Dómur í líkfundarmáli óbreyttur Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms yfir sakborningunum þremur í Líkfundarmálinu svokallaða fyrir stundu. Þeir fengu allir tveggja og hálfs árs dóm í héraði á síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:08
Annþór fékk 3 ára dóm Dómur féll í Hæstarétti í dag yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Ólafi Valtý Rögnvaldssyni fyrir hrottalega árás á mann á heimili hans; hann var meðal annars barinn með kylfu svo að hann handleggsbrotnaði. Annþór fékk þriggja ára dóm, Ólafur tveggja ára dóm. Dómurinn tekur mið af löngum ofbeldisferli hinna dæmdu. Innlent 13.10.2005 19:08