Fréttir

Fréttamynd

Óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til

Forstöðumaður Heilsuverndar barna óttast að Miðstöð mæðraverndar heyri sögunni til í núverandi mynd ef starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg verður flutt í Mjóddina. Starfsmenn Heilsuverndarstöðvarinnar vilja að ríkið reyni að fá húsið aftur.

Innlent
Fréttamynd

Komst út úr logandi húsi sínu við illan

Guðrún Guðmundsdóttir, íbúi að Hólmaseli í Flóahreppi, komst út úr brennandi húsi sínu við illan leik í gærkvöldi. Það var henni til happs að nágrannar hennar sáu eldinn og kom henni til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa

Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Gautur kom, sá og sigraði

Leikritið Pétur Gautur, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu í vetur, kom sá og sigraði á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fjórða sinn sem Gríman er afhent.

Innlent
Fréttamynd

Smyglaði sprengiefni hugsanlega í skóm sínum

Maður er grunaður um að hafa borið sprengiefni í skóm sínum inn til föstudagsbæna í Buratha-moskunni í Norður-Bagdad í dag. Í það minnsta 11 létust og 25 særðust þegar hann sprengdi sig í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta verkefni Félagsmálaráðherra í Íbúðarlánasjóði

Magnús Stefánsson nýsettur félagsmálaráðherra opnaði nýja og notendavænni heimasíðu Íbúðarlánasjóðs með viðhöfn vopnaður tölvumús. Þetta var fyrsta opinbera verkefni Magnúsar í embætti félagsmálaráðherra. kvót Magnús gat þó ekki starldað lengi við í húsakynnum Íbúðarlánasjóðs en notaði þó heimsóknina til að kynna sér starfsemina sem þar er rekinn. Hann kvaðst þó ekki reiðubúinn svara neinum spurningum um framhald þessarar stofnunnar sem mikið hefur verið í umræðunni að undanfarinn misserri eða allt frá því að bankar hófu lánastarfsemi fyrir húsnæðiskaupum.

Innlent
Fréttamynd

Hvalfriðunarsinnar enn í meirihluta

Ríki sem hlynnt eru algerri friðun hvalastofna virðast enn einu sinni vera í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins því nýtingarsinnar töpuðu naumlega atkvæðagreiðslu um veiðar á smáhvelum. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum gerir sér engar grillur um að nokkur árangur náist þar.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarskrársáttmálinn saltaður

Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess.

Erlent
Fréttamynd

Flugferðum fjölgað eftir vistaskiptin

Flugferðum til Barcelona frá Íslandi verður fjölgað eftir kaupin á Eiði Smára. Barcelona-treyjur eru uppseldar í Reykjavík, en stórar sendingar eru á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Arabi gabbaði Kaupþing Noregi

Rúmlega hundrað og tuttugu milljónir króna úr sjóðum Kaupþings í Noregi fóru í súginn eftir að arabískur kaupsýslumaður narraði starfsmenn þess til hlutabréfakaupa. Þótt upphæðin sé ekki há á mælikvarða fyrirtækisins þykir málið hið vandræðalegasta.

Erlent
Fréttamynd

Svipta sig lífi vegna kjaraskerðinga

Dæmi eru um að eldri borgarar úr röðum öryrkja svipti sig lífi vegna skyndilegra kjaraskerðinga. Formaður Öryrkjabandalagsins segir það algjört forgangsverkefni að koma í veg fyrir að öryrkjar missi tekjur á sextíu og sjö ára afmælisdaginn, enda verði ekki ódýrara að vera fatlaður þegar þeim aldri er náð.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ heldur kröfum um lægra skattaþrep til streitu

ASÍ vill ekki taka hugmyndir um lægra skattþrep út af borðinu í viðræðum þess við stjórnvöld um skattamál. Fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt breytingar á skattkerfinu óskynsamlegar og núverandi forsætisráðherra er ekki hlynntur breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Hættumerki um offituvanda

Sérfræðingur í barnalækningum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum segir offitu vera faraldur þar í landi. Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki fara sömu leið og Bandaríkjamenn þurfi þeir að staldra við, hættumerki séu á lofti.

Innlent
Fréttamynd

Nítján börn í lífshættu á hverjum degi

Á hverjum degi eru 19 börn á Íslandi sett í lífshættu með því að láta þau sitja fyrir framan öryggispúða í bílum. Ný könnun á öryggi barna í bílum sýnir að 3 af hverjum 100 börnum eru ekki látin nota öryggisbúnað á leið í leikskólann.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða 1,5 milljón króna í miskabætur

Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk.

Innlent
Fréttamynd

Hefur strax misst sætið sitt

Einn sveitarstjórnarmanna N-listans í Djúpavogshreppi hefur misst nýfengið sæti sitt. Í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí voru fjórði maður N-lista og annar maður L-lista jafnir. Hlutkesti var kastað um sætið og fékk þá N-listinn sætið. L-listinn kærði úrslitin og komst kærunefnd að þeirri niðurstöðu í fyrradag, að eitt ógilt atkvæði hefði í raun og veru verið gilt og það atkvæði tilheyrði L-listanum. Sem þýðir að L-listinn fékk sinn annan mann inn.

Innlent
Fréttamynd

Slóvenar taka upp evru á næsta ári

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur samþykkt að leyfa Slóveníu að ganga í myntbandalag sambandsins og taka upp evru sem gjaldmiðil í janúar á næsta ári. Slóvenía verður 13. landið á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra tók á móti tugum undirskrifta

Siv Friðsleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók á móti tugum undirskrifta frá starfsmönnum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í heilbrigðisráðuneytinu í morgun. Starfsmennirnir eru mótfallnir því að starfsemi heilsuverndarstöðvarinnar verði flutt í nýtt húsnæði í Mjódd.

Innlent
Fréttamynd

Leiðbeinandi reglur um netnotkun barna á leið inn á heimilin

Síminn og SAFT ætla að aðstoða foreldra við að setja börnum reglur um net- og símanotkun. Leiðbeiningaspjald er á leið inn á heimili grunnskólabarna á aldrinum 6-14 ára. SAFT, eða Samtök, fjölskylda og tækni, er verkefni á vegum Heimilis og skóla til að stuðla að vakningu hvað varðar örugga notkun barna og unglinga á Netinu og öðrum miðlum. SAFT varð til í þeim tilgangi að stuðla til öruggrar notkunar barna á miðlunum sem eru allt í kring um þau.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarskrá ESB bíður til 2008

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í Brussel í Belgíu í morgun að styðja áætlun um að ríki og alþjóðlegar stofnanir tryggi Palestínumönnum fjárstuðning, en sniðgangi um leið heimastjórn Hamas-liða. Leiðtogarnir hafa einnig gefið sér frest til ársins 2008 til að taka ákörðun um framtíð stjórnarskrár sambandsins.

Erlent
Fréttamynd

NATO kemur ekki að málinu nema viðræður sigli í strand

NATO mun ekki taka á varnarmálum Íslands nema viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna sigli í strand. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun í kjölfar fundar Jaap De Hoop Schaffer, framkvæmdastjóra NATO, með Geir Haarde forsætisráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Mannskæð gassprenging í Moskvu

Að minnsta kosti tveir létu lífið og sex slösuðust þegar gassprenging varð í fjölbýlishúsi í Moskvu í morgun. Nokkrir veggir hússins hrundu við sprenginguna. 17 slökkvubílar komu þegar á vettvang og 9 björgunarsveitarhópar leita nú í rústum hússins af einhverjum sem þar kunna að liggja.

Erlent
Fréttamynd

Svikahrappar safna fé

Borið hefur á því að svikahrappar hafa undanfarið hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp og sagst munu koma heim til fólks og sækja féð. Fólk er beðið að tortryggja þá sem stunda þessi vinnubrögð því hið rétta er að fjársöfnun Fjölskylduhjálpar fer öll í gegnum banka og það er einungis BM-ráðgjöf sem safnar fé fyrir Fjölskylduhjálp með sölu geisladiska.

Innlent
Fréttamynd

Vinnslustöðin selur í Stillu

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum hefur selt allan hlut sinn, 45 prósent, í Stillu ehf fyrir 417 milljónir króna. Söluverðið fæst greitt með hlutabréfum í Vinnslustöðinni og peningum. Söluhagnaður Vinnslustöðvarinnar af þessum viðskiptum nemur 65 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

5 útlendingar festu jeppa sinn

Fimm útlendingar festu jeppa sinn við Alftárkróka, á leiðinni í milli Húsafells og Arnarvatnsheiðar í nótt, og kölluðu eftir hjálp.

Innlent