Fréttir Haldlögðu þrjú tonn af kókaíni Sjóher Venezuela lagði í gær hald á rúmlega þrjú tonn af kókaíni sem voru um borð í skipi sem sigldi á alþjóðlegu hafsvæði austur af Trinidad-eyju. Í bátnum voru alls níu menn og voru þeir allir handteknir en skip sjóhersins hafði elt bátinn í þrjá daga. Eiturlyf frá Kólumbíu, aðallega kókaín, fer oft um Venezuela en þaðan er það flutt til Bandaríkjanna og til Evrópu. Erlent 13.10.2005 19:44 Vélina skorti eldsneyti Fall á loftþrýstingi og eldsneytisskortur varð til þess að kýpverska flugvélin, sem hrapaði norður af Aþenu í Grikklandi fyrr í mánuðinum þegar 121 farþegar og áhöfn létust, missti afl. Erlent 13.10.2005 19:44 Stjórnarskrárdrög lögð fram í Írak Drög að nýrri stjórnarskrá Íraks voru kynnt íraska þinginu í gær, þrátt fyrir mótmæli minnihluta súnnía. "Við höfnum stjórnarskrárdrögunum sem lögð voru fram því samþykki okkar vantaði," sagði Nasser al-Janabi, fulltrúi súnnía. Erlent 13.10.2005 19:44 Sex hundruð börn á biðlista Sex hundruð börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Um níutíu starfsmenn á frístundaheimilunum, en starfrækt eru 32 frístundaheimili við jafnmarga grunnskóla í borginni. Innlent 13.10.2005 19:44 Reglur um rjúpnaveiði í sjónmáli Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Innlent 13.10.2005 19:44 Fyrsti gifti prestur Spánar Kaþólski biskupinn á spænsku eyjunni Teneríf á Kanaríeyjum hefur skipað giftan, tveggja barna föður í embætti prests á eyjunni. Erlent 13.10.2005 19:44 Rútuslys í Nepal Að minnsta kosti 13 manns fórust og um 30 slösuðust þegar rúta féll niður í djúpt gil í fjalllendi í norðvesturhluta Nepals í morgun. Féll rútan niður um 600 metra en slysið varð á afskekktum slóðum og því liður margar klukkustundir þar til einhver tók eftir flaki rútunnar. Erlent 13.10.2005 19:44 Réttarhöldum frestað Héraðsréttur í Boksburg frestaði í gær máli yfir parinu sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku. Þau Willie Theron 28 ára og Desiree Oberholzer 43 ára eiga að mæta aftur fyrir rétti 5. september. Erlent 13.10.2005 19:44 Fornleifar á Hólum í Hjaltadal Gullþræðir, perlur, steinar úr plómum og hvalspæni er meðal þess sem hefur fundist í fornleifauppgreftri á Hólum í Hjaltadal. Uppgreftrinum í ár er lokið en við tekur viðamikil rannsóknarvinna. Innlent 13.10.2005 19:44 Biður fyrir þakklæti Vagnstjórar hjá Strætó hafa hafið fjársöfnun til styrktar vinnufélaga sem slasaðist alvarlega í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar á föstudaginn. Bílstjórinn biður fyrir þakkir til þeirra sem hjálpuðu honum á slysstað. Innlent 13.10.2005 19:44 Fjörutíu særast í nautahlaupi Að minnsta kosti fjörutíu særðust, þar af fimmtán alvarlega, eftir að þúsundir manna tóku þátt í nautahlaupi í Tlaxcala í Mexíkó í gær. Um er að ræða árlegan viðburð sem felst í því að sleppa fjölda nauta út á götur borgarinnar í von um að það nái engum en samskonar viðburður er haldinn á Spáni á hverju ári. Erlent 13.10.2005 19:44 Íslandsmeistari í sjöunda sinn Hannes Hlífar Stefánsson skákmeistari varð um helgina íslandsmeistari í Skák í sjöunda sinn. Aðeins tveir aðrir skákmenn hafa náð þessum árangri, þeir Baldur Möller og Eggert Gilfer. Næstir, með sex titla koma þeir Ásmundur Ásgeirsson, Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson. Innlent 13.10.2005 19:44 Farfuglar smitleið fuglaflensu Rússneskir farfuglar frá Síberíu þar sem fuglaflensa geisar munu verða á vegi íslenskra farfugla í vetur. Allar líkur eru á að flensan berist í kjölfarið hingað til lands í vor. Erlent 13.10.2005 19:44 Afskipti þrátt fyrir neitun Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, fullyrti í viðtali í Kastljósþætti í síðustu viku að hann hefði engin afskipti haft af ritstjórnum þeirra fjölmiðla sem hann ætti. Í grein um Jón Ásgeir sem birtist í Mannlífi eru hins vegar týnd til tvö dæmi um að hann hafi haft afskipti af ritstjórnum fjölmiðla sinna. Innlent 13.10.2005 19:44 Hagel vill bandaríska hermenn heim Chuck Hagel, sem nefndur hefur verið líklegur frambjóðandi Repúblikana, í næstu forsetakosningum, sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær, að Íraksstríðið líktist æ meir Víetnam stríðinu og að Bandaríkin þyrftu að gera áætlun sem gerði ráð fyrir að herinn færi frá landinu innan fárra ára. Erlent 13.10.2005 19:44 Ekki bólar enn á stjórnarskrá Ekkert bólar enn á stjórnarskrá Íraks, en hún á að liggja fyrir í dag. Í síðustu viku gáfu írakskir þingmenn sér viku til viðbótar til að ná sáttum um drög að stjórnarskrá og virðist sem að þeir hafi um fátt annað að velja í dag en að framlengja frestinn um aðra viku. Erlent 13.10.2005 19:44 Trúleysi veldur páfa áhyggjum Benedikt sextándi páfi, kom í gærkvöld til Ítalíu, eftir fjögurra daga heimsókn til Þýskalands þar sem hann sagði kaþólskum biskupum að þeir yrðu að leggja meira á sig til að fá menn í prestastarfið og til að fá fólk til að ganga í kaþólsku kirkjuna. Erlent 13.10.2005 19:44 F-listinn vill Löngusker "Við teljum að það sé hagsmunamál jafnt fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið að það sé flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og við erum því alfarið á móti því að flytja hann til Keflavíkur," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Honum finnst koma til greina að byggja nýjan flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum. Innlent 13.10.2005 19:44 Litríkt grænmeti Fjólublátt grænmeti gæti vafalaust vakið lukku yngri sem eldri neytenda en það er meðal nýjunga sem íslenskir garðyrkjubændur bjóða upp á í ár. Innlent 13.10.2005 19:44 Róttækar björgunaraðgerðir Árekstrar mannskepnunnar og tignarlegra kattardýra valda því að bengal-tígrisdýrin eru í útrýmingarhættu. Grípa á til róttækra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Erlent 13.10.2005 19:44 Á batavegi eftir hnífsstungur Pilturinn sem var stunginn tvisvar sinnum í bakið aðfaranótt sunnudags er á batavegi og verður hann útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Innlent 13.10.2005 19:44 Vopnaburður hefur aukist í borginn Tvö stóralvarleg hnífstungumál komu upp um helgina. Á laugardagsmorgun var ungur maður myrtur í íbúðarhúsi við Hverfisgötu en fyrir snarræði lögreglumanna hélt maður sem stunginn var í bakið miðbænum lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni færist það í aukana að menn séu handteknir með eggvopn. Innlent 13.10.2005 19:44 Íbúðaverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn þótt veltan sé minni en undanfarið. Alls hækkaði verðið um 3,4 prósent í júlí. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka í gær. Einbýlishús og raðhús hækkuðu mest, eða um 3,9 prósent. Innlent 13.10.2005 19:44 Millilandaflug hefst til Basra Flugvél frá útlöndum lenti í fyrsta skipti í fimmtán ár í Basra, nærststærstu borg Íraks, í gær en þá komst millilandaflug á að nýju eftir langt hlé, við mikinn fögnuð heimamanna, að því er AP-fréttastofan skýrir frá. Erlent 13.10.2005 19:44 Fimm daga gæsluvarðhald Sautján ára piltur var í gærkvöldi úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, en hann stakk átján ára pilt tvívegis í bakið á menningarnótt. Pilturinn sem fyrir árásinni varð liggur enn á gjörgæsludeild, eftir að hafa gengist undir aðgerð á brjóstholi. Innlent 13.10.2005 19:44 Rýmingu Gaza nær lokið Búið er að rýma nær allar landnemabyggðir á Gaza og segja ísraelsk stjórnvöld brottflutninginn hafa gengið mun betur fyrir sig en áætlað var í byrjun. Erlent 13.10.2005 19:44 Mýsla marði sigur Kýrin Mýsla frá Efra-Ási í Hjaltadal bar sigur úr býtum á kúasýningunni Kýr 2005 sem haldin var í tengslum við Landbúnaðarsýninguna Fluguna í Skagafirði um helgina. Innlent 13.10.2005 19:44 Umsóknir eldra fólks streyma inn Yfir 60 atvinnuumsóknir hafa borist til Húsasmiðjunnar eftir að fyrirtækið auglýsti eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa. Innlent 13.10.2005 19:44 Rjúpnaveiði í 28 daga í haust Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Þetta er meðal þess sem Umhverfisstofnun leggur til varðandi rjúpnaveiðar. Innlent 13.10.2005 19:44 Ósamið við Gæslukonur Ekki hafa enn verið gerðir starfslokasamningar við gæslukonur borgarinnar. Þær hafa nú farið fram á sambærileg réttindi og þau sem starfsmönnum Vélamiðstöðvarinnar voru tryggð við sölu hennar frá borginni á dögunum, en missi þeir störf sín vegna hagræðingar eiga þeir rétt á launum í þrjá mánuði umfram það sem kjarasamningar kveða á um. Innlent 13.10.2005 19:44 « ‹ ›
Haldlögðu þrjú tonn af kókaíni Sjóher Venezuela lagði í gær hald á rúmlega þrjú tonn af kókaíni sem voru um borð í skipi sem sigldi á alþjóðlegu hafsvæði austur af Trinidad-eyju. Í bátnum voru alls níu menn og voru þeir allir handteknir en skip sjóhersins hafði elt bátinn í þrjá daga. Eiturlyf frá Kólumbíu, aðallega kókaín, fer oft um Venezuela en þaðan er það flutt til Bandaríkjanna og til Evrópu. Erlent 13.10.2005 19:44
Vélina skorti eldsneyti Fall á loftþrýstingi og eldsneytisskortur varð til þess að kýpverska flugvélin, sem hrapaði norður af Aþenu í Grikklandi fyrr í mánuðinum þegar 121 farþegar og áhöfn létust, missti afl. Erlent 13.10.2005 19:44
Stjórnarskrárdrög lögð fram í Írak Drög að nýrri stjórnarskrá Íraks voru kynnt íraska þinginu í gær, þrátt fyrir mótmæli minnihluta súnnía. "Við höfnum stjórnarskrárdrögunum sem lögð voru fram því samþykki okkar vantaði," sagði Nasser al-Janabi, fulltrúi súnnía. Erlent 13.10.2005 19:44
Sex hundruð börn á biðlista Sex hundruð börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Um níutíu starfsmenn á frístundaheimilunum, en starfrækt eru 32 frístundaheimili við jafnmarga grunnskóla í borginni. Innlent 13.10.2005 19:44
Reglur um rjúpnaveiði í sjónmáli Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Innlent 13.10.2005 19:44
Fyrsti gifti prestur Spánar Kaþólski biskupinn á spænsku eyjunni Teneríf á Kanaríeyjum hefur skipað giftan, tveggja barna föður í embætti prests á eyjunni. Erlent 13.10.2005 19:44
Rútuslys í Nepal Að minnsta kosti 13 manns fórust og um 30 slösuðust þegar rúta féll niður í djúpt gil í fjalllendi í norðvesturhluta Nepals í morgun. Féll rútan niður um 600 metra en slysið varð á afskekktum slóðum og því liður margar klukkustundir þar til einhver tók eftir flaki rútunnar. Erlent 13.10.2005 19:44
Réttarhöldum frestað Héraðsréttur í Boksburg frestaði í gær máli yfir parinu sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku. Þau Willie Theron 28 ára og Desiree Oberholzer 43 ára eiga að mæta aftur fyrir rétti 5. september. Erlent 13.10.2005 19:44
Fornleifar á Hólum í Hjaltadal Gullþræðir, perlur, steinar úr plómum og hvalspæni er meðal þess sem hefur fundist í fornleifauppgreftri á Hólum í Hjaltadal. Uppgreftrinum í ár er lokið en við tekur viðamikil rannsóknarvinna. Innlent 13.10.2005 19:44
Biður fyrir þakklæti Vagnstjórar hjá Strætó hafa hafið fjársöfnun til styrktar vinnufélaga sem slasaðist alvarlega í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar á föstudaginn. Bílstjórinn biður fyrir þakkir til þeirra sem hjálpuðu honum á slysstað. Innlent 13.10.2005 19:44
Fjörutíu særast í nautahlaupi Að minnsta kosti fjörutíu særðust, þar af fimmtán alvarlega, eftir að þúsundir manna tóku þátt í nautahlaupi í Tlaxcala í Mexíkó í gær. Um er að ræða árlegan viðburð sem felst í því að sleppa fjölda nauta út á götur borgarinnar í von um að það nái engum en samskonar viðburður er haldinn á Spáni á hverju ári. Erlent 13.10.2005 19:44
Íslandsmeistari í sjöunda sinn Hannes Hlífar Stefánsson skákmeistari varð um helgina íslandsmeistari í Skák í sjöunda sinn. Aðeins tveir aðrir skákmenn hafa náð þessum árangri, þeir Baldur Möller og Eggert Gilfer. Næstir, með sex titla koma þeir Ásmundur Ásgeirsson, Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson. Innlent 13.10.2005 19:44
Farfuglar smitleið fuglaflensu Rússneskir farfuglar frá Síberíu þar sem fuglaflensa geisar munu verða á vegi íslenskra farfugla í vetur. Allar líkur eru á að flensan berist í kjölfarið hingað til lands í vor. Erlent 13.10.2005 19:44
Afskipti þrátt fyrir neitun Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, fullyrti í viðtali í Kastljósþætti í síðustu viku að hann hefði engin afskipti haft af ritstjórnum þeirra fjölmiðla sem hann ætti. Í grein um Jón Ásgeir sem birtist í Mannlífi eru hins vegar týnd til tvö dæmi um að hann hafi haft afskipti af ritstjórnum fjölmiðla sinna. Innlent 13.10.2005 19:44
Hagel vill bandaríska hermenn heim Chuck Hagel, sem nefndur hefur verið líklegur frambjóðandi Repúblikana, í næstu forsetakosningum, sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær, að Íraksstríðið líktist æ meir Víetnam stríðinu og að Bandaríkin þyrftu að gera áætlun sem gerði ráð fyrir að herinn færi frá landinu innan fárra ára. Erlent 13.10.2005 19:44
Ekki bólar enn á stjórnarskrá Ekkert bólar enn á stjórnarskrá Íraks, en hún á að liggja fyrir í dag. Í síðustu viku gáfu írakskir þingmenn sér viku til viðbótar til að ná sáttum um drög að stjórnarskrá og virðist sem að þeir hafi um fátt annað að velja í dag en að framlengja frestinn um aðra viku. Erlent 13.10.2005 19:44
Trúleysi veldur páfa áhyggjum Benedikt sextándi páfi, kom í gærkvöld til Ítalíu, eftir fjögurra daga heimsókn til Þýskalands þar sem hann sagði kaþólskum biskupum að þeir yrðu að leggja meira á sig til að fá menn í prestastarfið og til að fá fólk til að ganga í kaþólsku kirkjuna. Erlent 13.10.2005 19:44
F-listinn vill Löngusker "Við teljum að það sé hagsmunamál jafnt fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið að það sé flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og við erum því alfarið á móti því að flytja hann til Keflavíkur," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Honum finnst koma til greina að byggja nýjan flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum. Innlent 13.10.2005 19:44
Litríkt grænmeti Fjólublátt grænmeti gæti vafalaust vakið lukku yngri sem eldri neytenda en það er meðal nýjunga sem íslenskir garðyrkjubændur bjóða upp á í ár. Innlent 13.10.2005 19:44
Róttækar björgunaraðgerðir Árekstrar mannskepnunnar og tignarlegra kattardýra valda því að bengal-tígrisdýrin eru í útrýmingarhættu. Grípa á til róttækra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Erlent 13.10.2005 19:44
Á batavegi eftir hnífsstungur Pilturinn sem var stunginn tvisvar sinnum í bakið aðfaranótt sunnudags er á batavegi og verður hann útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Innlent 13.10.2005 19:44
Vopnaburður hefur aukist í borginn Tvö stóralvarleg hnífstungumál komu upp um helgina. Á laugardagsmorgun var ungur maður myrtur í íbúðarhúsi við Hverfisgötu en fyrir snarræði lögreglumanna hélt maður sem stunginn var í bakið miðbænum lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni færist það í aukana að menn séu handteknir með eggvopn. Innlent 13.10.2005 19:44
Íbúðaverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn þótt veltan sé minni en undanfarið. Alls hækkaði verðið um 3,4 prósent í júlí. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka í gær. Einbýlishús og raðhús hækkuðu mest, eða um 3,9 prósent. Innlent 13.10.2005 19:44
Millilandaflug hefst til Basra Flugvél frá útlöndum lenti í fyrsta skipti í fimmtán ár í Basra, nærststærstu borg Íraks, í gær en þá komst millilandaflug á að nýju eftir langt hlé, við mikinn fögnuð heimamanna, að því er AP-fréttastofan skýrir frá. Erlent 13.10.2005 19:44
Fimm daga gæsluvarðhald Sautján ára piltur var í gærkvöldi úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, en hann stakk átján ára pilt tvívegis í bakið á menningarnótt. Pilturinn sem fyrir árásinni varð liggur enn á gjörgæsludeild, eftir að hafa gengist undir aðgerð á brjóstholi. Innlent 13.10.2005 19:44
Rýmingu Gaza nær lokið Búið er að rýma nær allar landnemabyggðir á Gaza og segja ísraelsk stjórnvöld brottflutninginn hafa gengið mun betur fyrir sig en áætlað var í byrjun. Erlent 13.10.2005 19:44
Mýsla marði sigur Kýrin Mýsla frá Efra-Ási í Hjaltadal bar sigur úr býtum á kúasýningunni Kýr 2005 sem haldin var í tengslum við Landbúnaðarsýninguna Fluguna í Skagafirði um helgina. Innlent 13.10.2005 19:44
Umsóknir eldra fólks streyma inn Yfir 60 atvinnuumsóknir hafa borist til Húsasmiðjunnar eftir að fyrirtækið auglýsti eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa. Innlent 13.10.2005 19:44
Rjúpnaveiði í 28 daga í haust Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Þetta er meðal þess sem Umhverfisstofnun leggur til varðandi rjúpnaveiðar. Innlent 13.10.2005 19:44
Ósamið við Gæslukonur Ekki hafa enn verið gerðir starfslokasamningar við gæslukonur borgarinnar. Þær hafa nú farið fram á sambærileg réttindi og þau sem starfsmönnum Vélamiðstöðvarinnar voru tryggð við sölu hennar frá borginni á dögunum, en missi þeir störf sín vegna hagræðingar eiga þeir rétt á launum í þrjá mánuði umfram það sem kjarasamningar kveða á um. Innlent 13.10.2005 19:44