Erlent Skotinn til bana í London Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana í austurhluta London í morgun. Hann er síðasta fórnarlamb vaxandi byssumenningar í borginni. Tilkynning barst undir morgun um að byssuskot hefðu heyrst í Hackney hverfinu og fann lögregla lík mannsins í kjölfarið. Hann hafði verið skotinn til bana í bíl. Erlent 17.2.2007 13:51 Hefur hikstað í þrjár vikur Bandarísk unglingsstúlka virðist hafa orðið fyrir sérlega illu umtali því undanfarnar þrjár vikur hefur hún hikstað án afláts. Stúlkan hikstar um það bil fimmtíu sinnum á mínútu og eru læknar sem hafa rannsakað hana gersamlega ráðþrota yfir þessum hamagangi. Erlent 16.2.2007 19:10 Enn logar í japanska hvalskipinu Óttast er að umhverfisslys geti verið í uppsiglingu í Suður-Íshafinu eftir að eldur kom upp í japönsku hvalveiðiskipi þar í gær. Hafsvæðið er eitt hið tærasta í heiminum og þar eru einnig varpstöðvar mörgæsa. Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að koma böndum á eldinn hafa skipverjar ekki viljað þiggja hjálp frá umhverfisverndarsinnum á svæðinu. Erlent 16.2.2007 19:05 Fiskur á meðgöngu meinhollur Fiskneysla á meðgöngu gerir börnin bæði gáfaðri og betri í samskiptum þegar þau vaxa úr grasi. Þetta er niðurstaða könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í dag. Erlent 16.2.2007 19:02 CIA-mönnum stefnt fyrir rétt Ítalskur dómari hefur stefnt 26 bandarískum mönnum fyrir rétt vegna ráns á egypskum kennimanni í Mílanó árið 2003. Flestir mannanna starfa fyrir leyniþjónustuna CIA en þeir eru sagðir hafa flutt klerkinn Osama Mustafa Hassan nauðugan í fangelsi í Egyptalandi vegna gruns um að hann tengdist hryðjuverkum. Erlent 16.2.2007 19:00 Rússar boða friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna Utanríkisráðherra Rússlands segir líklegt að Ísraelar og Palestínumenn fallist á að hefja friðarviðræður á nýjan leik, þegar leiðtogar landanna hittast hinn nítjánda þessa mánaðar. Sergei Lavrov, sagði á fundi með fréttamönnum að hann búist við því að leiðtogarnir samþykki að hefja viðræður um rammasamkomulag um endanlega lausn á deilum sínum. Erlent 16.2.2007 15:35 ESB spáir minni verðbólgu í ár Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur uppfært hagvaxtarspá fyrir evrusvæðið á þessu ári. Þá eru horfur á minni verðbólgu en reiknað var með. Joaquín Almunia , sem fer með efnahagsmál innan framkvæmdastjórnar ESB, segir að gert sé ráð fyrir 2,4 prósenta hagvexti á evrusvæðinu. Það er 0,3 prósentustigum meira en fyrri spá hljóðaði upp á. Viðskipti erlent 16.2.2007 13:30 Seldi 10 ára dóttur sína Pakistanskur maður seldi tíu ára gamla dóttur sína fyrir 350.000 krónur til þess að borga augnaðgerð fyrir sjálfan sig. Talsmaður lögregelunnar í þorpinu þar sem þetta gerðist segir að faðirinn hafi lofað að afhenda öðrum þorpsbúa dóttur sína þegar hún næði kynþroskaaldri. Erlent 16.2.2007 14:21 Óttast þjóðarmorð Að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna er hætta á að ófriður í Afríkuríkinu Tsjad geti orðið að þjóðarmorði af svipaðri stærðargráðu og í Rúanda 1994 verði ekkert að gert. Erlent 16.2.2007 11:57 Sonur Castros segir föður sinn á batavegi Fidel Castro Diaz Balart, sonur Castros Kúbuleiðtoga, kveðst fullviss um að faðir sinn nái fullri heilsu innan skamms. Balart, sem er 57 ára, sagði á bókasýningu í Havana í gær að skýr teikn væru um bata hins aldna leiðtoga en hann gekkst undir erfiða skurðaðgerð í júlí síðastliðnum. Erlent 16.2.2007 11:59 Reynt að bregðast við hlýnuninni Á ráðstefnu stjórnmálamanna frá áhrifamestu ríkjum heims náðist samkomulag um aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Þótt ráðstefnan hafi engin formleg völd er hún talin eiga eftir að hafa fordæmisgildi fyrir þær áðstafanir sem gripið verður til í þessum efnum í framtíðinni. Erlent 16.2.2007 11:54 Kókaín í tonnavís á Spáni Spænska tollgæslan komst í feitt í vikunni þegar hún fann þrjú og hálft tonn af kókaíni um borð í finnsku kaupskipi. Rökstuddur grunur um að ellefu tonnum til viðbótar hafi verið hent útbyrðis. Erlent 16.2.2007 12:00 Þurfa að sæta réttarhaldi Dómari í Mílanó hefur skipað 26 Bandaríkjamönnum að mæta fyrir rétt vegna ákæra um mannrán. Talið er að flestir þeirra séu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa rænt manni sem var grunaður um hryðjuverk og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var síðar pyntaður. Erlent 16.2.2007 11:36 Tsjad gæti orðið nýtt Rúanda Ofbeldið í Tsjad gæti stigmagnast og orðið sambærilegt þjóðarmorðunum í Rúanda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá þessu í morgun. Hún sagði að ofbeldið í suðausturhluta Tsjad væri farið að líkjast því í Darfur héraði Súdan. Erlent 16.2.2007 11:22 Breskir unglingar skotnir til bana Bretar eru slegnir yfir því að þrír unglingspiltar hafa verið skotnir til bana í suðurhluta Lundúna á síðustu tólf dögum. Morðingjarnir voru aðrir unglingar. Nýjasta fórnarlambið er Billy Cox, sextán ára gamall piltur sem var skotinn til bana á heimili sínu. Vopnaðar lögreglusveitir hafa verið sendar til löggæslu í þessum borgarhluta. Erlent 16.2.2007 11:18 Óvíst hvenær yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri lýkur Óvíst er hvenær hægt verður að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en dómari stöðvaði yfirheyrslur setts saksóknara í gær. Jón Ásgeir er nú farinn af landi brott. Í morgun hefur settur saksóknari yfirheyrt Tryggja Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, vegna fyrstu ákæruatriða í málinu en þau snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs. Í vitnaleiðslunni var einnig komið að viðbrögðum Baugs eftir fund Hreins Loftssonar með Davíði Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. Innlent 16.2.2007 11:00 Stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar í Taílandi ræðast við Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að halda viðræður við uppreisnarmenn múslima í suðurhluta landsins. Síðastliðin þrjú ár hafa uppreisnarmenn barist fyrir eigin ríki og meira en tvö þúsund manns hafa látið lífið í átökunum. Forsætisráðherra Taíland segir þó ekki um formlegar samningaviðræður um að ræða. Erlent 16.2.2007 10:52 Thatcher heiðruð Mrgrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður heiðruð í þinginu í næstu viku, þegar rúmlega sjö feta há stytta af henni verður afhjúpuð í setustofu þingsins. Margrét Thatcher, sem nú er áttatíu og eins árs gömul, var forsætisráðherra Bretlands í ellefu og hálft ár, eða þartil hennar eigin flokksbræður gerðu hallarbyltingu og hröktu hana frá völdum. Erlent 16.2.2007 10:44 Grimmar reykingalöggur Bæjarfélög í Bretlandi eru að þjálfa þúsundir manna sem eiga að framfylgja reykingabanni á opinberum stöðum, sem tekur gildi fyrsta júlí í sumar. Þessar reykingalöggur mega laumast inn á veitingastaði og taka myndir af fólki til þess að afla sér sönnunargagna. Bæði einstaklingar og veitingamenn mega búast við háum sektum, ef þeir brjóta bannið. Erlent 16.2.2007 10:30 Heitasti janúar síðan mælingar hófust Janúarmánuður er sá heitasti í sögu heimsins síðan mælingar hófust. Vísindamenn telja það meðal annars vera vegna þess hversu lítil áhrif hafstraumurinn El Nino hefur haft. Erlent 16.2.2007 09:04 Leiðtogi al-Kaída í Írak talinn særður Abu al-Masri, leiðtogi al-kaída í Írak er sagður hafa særst í bardögum við hersveitir Íraka í norðurhluta Bagdad í gærkvöldi. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Erlent 16.2.2007 08:10 Pelosi segir Bush skorta heimild til innrásar Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, skorti heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins. Erlent 16.2.2007 08:08 Vilja aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogar ríkja heims eru einhuga um að ná þurfi samkomulagi hið fyrsta um viðbrögð við loftslagsbreytingum. Þetta var niðurstaða fundar sem haldinn var í borginni Washington í Bandaríkjunum og lauk í gær. Lagt var til að þróunarlönd ættu einnig að takmarka útblástur skaðlegra efna rétt eins og ríkari lönd. Í lokayfirlýsingu fundarins var tekið fram að ekki væri lengur hægt að draga í efa áhrif mannsins á loftslagsbreytingar. Erlent 16.2.2007 07:57 Farþegar yfirbuguðu flugræningjann Farþegar og áhöfn máritanískrar farþegaþotu sem var rænt í gær náðu að yfirbuga flugræningjann. Hann var handtekinn stuttu eftir að vélin lenti á herflugvelli á Kanarí-eyjum. 71 farþegi og átta fluglilðar voru um borð í vélinni. 21 farþegi slasaðist í ráninu og þar á meðal barnshafandi kona. Erlent 16.2.2007 07:55 Kim Jong-il 65 ára í dag Forseti Norður-Kóreu, Kim Jong-il, er 65 ára í dag og verður matarskammtur til almennings aukinn af því tilefni í dag. Afmælisdagur leiðtogans er einn helsti hátíðisdagur Norður-Kóreu. Á þriðjudaginn náðist samkomulag um að draga úr kjarnorkuáætlun landsins og hefur það bætt lund margra landsmanna. Erlent 16.2.2007 07:00 Bush skortir heimild til að ráðast á Íran Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ekki hafa heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins. Erlent 15.2.2007 23:19 Leiðtogi al-Kaída í Írak slasaður Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Ayyub al-Masri, hefur slasast í bardögum í norðurhluta Bagdad. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu í dag og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í árásunum en engar frekari upplýsingar hafa fengist. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið. Erlent 15.2.2007 22:59 Verða að kunna skil á bandarískum gildum Nýtt próf verður nú lagt fyrir fólk sem ætlar sér að verða bandarískir ríkisborgarar. Það þarf að svara spurningum um bandarísk gildi og hugtök. Spurt verður um lýðræði, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og af hverju ríkisvaldið í Bandaríkjunum er þrískipt. Gamla prófið sem innflytjendur áttu að taka snerist meira um dagsetningar og nöfn, einfaldar staðreyndir sem auðvelt var að leggja á minnið. Erlent 15.2.2007 22:53 Bandaríkin hafa sóað 10 milljörðum í Írak Sjálfstæðir endurskoðendur sem fengnir voru til þess að fylgjast með útgjöldum vegna stríðsins í Írak segja að Bandaríkin hafi sóað meira en 10 milljörðum dollara frá því það hófst. Þeir búast jafnframt við því talan eigi eftir að hækka enn meira. Erlent 15.2.2007 22:10 Fordæmdi árásirnar í Madríd Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar. Erlent 15.2.2007 21:43 « ‹ 160 161 162 163 164 165 166 167 168 … 334 ›
Skotinn til bana í London Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana í austurhluta London í morgun. Hann er síðasta fórnarlamb vaxandi byssumenningar í borginni. Tilkynning barst undir morgun um að byssuskot hefðu heyrst í Hackney hverfinu og fann lögregla lík mannsins í kjölfarið. Hann hafði verið skotinn til bana í bíl. Erlent 17.2.2007 13:51
Hefur hikstað í þrjár vikur Bandarísk unglingsstúlka virðist hafa orðið fyrir sérlega illu umtali því undanfarnar þrjár vikur hefur hún hikstað án afláts. Stúlkan hikstar um það bil fimmtíu sinnum á mínútu og eru læknar sem hafa rannsakað hana gersamlega ráðþrota yfir þessum hamagangi. Erlent 16.2.2007 19:10
Enn logar í japanska hvalskipinu Óttast er að umhverfisslys geti verið í uppsiglingu í Suður-Íshafinu eftir að eldur kom upp í japönsku hvalveiðiskipi þar í gær. Hafsvæðið er eitt hið tærasta í heiminum og þar eru einnig varpstöðvar mörgæsa. Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að koma böndum á eldinn hafa skipverjar ekki viljað þiggja hjálp frá umhverfisverndarsinnum á svæðinu. Erlent 16.2.2007 19:05
Fiskur á meðgöngu meinhollur Fiskneysla á meðgöngu gerir börnin bæði gáfaðri og betri í samskiptum þegar þau vaxa úr grasi. Þetta er niðurstaða könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í dag. Erlent 16.2.2007 19:02
CIA-mönnum stefnt fyrir rétt Ítalskur dómari hefur stefnt 26 bandarískum mönnum fyrir rétt vegna ráns á egypskum kennimanni í Mílanó árið 2003. Flestir mannanna starfa fyrir leyniþjónustuna CIA en þeir eru sagðir hafa flutt klerkinn Osama Mustafa Hassan nauðugan í fangelsi í Egyptalandi vegna gruns um að hann tengdist hryðjuverkum. Erlent 16.2.2007 19:00
Rússar boða friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna Utanríkisráðherra Rússlands segir líklegt að Ísraelar og Palestínumenn fallist á að hefja friðarviðræður á nýjan leik, þegar leiðtogar landanna hittast hinn nítjánda þessa mánaðar. Sergei Lavrov, sagði á fundi með fréttamönnum að hann búist við því að leiðtogarnir samþykki að hefja viðræður um rammasamkomulag um endanlega lausn á deilum sínum. Erlent 16.2.2007 15:35
ESB spáir minni verðbólgu í ár Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur uppfært hagvaxtarspá fyrir evrusvæðið á þessu ári. Þá eru horfur á minni verðbólgu en reiknað var með. Joaquín Almunia , sem fer með efnahagsmál innan framkvæmdastjórnar ESB, segir að gert sé ráð fyrir 2,4 prósenta hagvexti á evrusvæðinu. Það er 0,3 prósentustigum meira en fyrri spá hljóðaði upp á. Viðskipti erlent 16.2.2007 13:30
Seldi 10 ára dóttur sína Pakistanskur maður seldi tíu ára gamla dóttur sína fyrir 350.000 krónur til þess að borga augnaðgerð fyrir sjálfan sig. Talsmaður lögregelunnar í þorpinu þar sem þetta gerðist segir að faðirinn hafi lofað að afhenda öðrum þorpsbúa dóttur sína þegar hún næði kynþroskaaldri. Erlent 16.2.2007 14:21
Óttast þjóðarmorð Að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna er hætta á að ófriður í Afríkuríkinu Tsjad geti orðið að þjóðarmorði af svipaðri stærðargráðu og í Rúanda 1994 verði ekkert að gert. Erlent 16.2.2007 11:57
Sonur Castros segir föður sinn á batavegi Fidel Castro Diaz Balart, sonur Castros Kúbuleiðtoga, kveðst fullviss um að faðir sinn nái fullri heilsu innan skamms. Balart, sem er 57 ára, sagði á bókasýningu í Havana í gær að skýr teikn væru um bata hins aldna leiðtoga en hann gekkst undir erfiða skurðaðgerð í júlí síðastliðnum. Erlent 16.2.2007 11:59
Reynt að bregðast við hlýnuninni Á ráðstefnu stjórnmálamanna frá áhrifamestu ríkjum heims náðist samkomulag um aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Þótt ráðstefnan hafi engin formleg völd er hún talin eiga eftir að hafa fordæmisgildi fyrir þær áðstafanir sem gripið verður til í þessum efnum í framtíðinni. Erlent 16.2.2007 11:54
Kókaín í tonnavís á Spáni Spænska tollgæslan komst í feitt í vikunni þegar hún fann þrjú og hálft tonn af kókaíni um borð í finnsku kaupskipi. Rökstuddur grunur um að ellefu tonnum til viðbótar hafi verið hent útbyrðis. Erlent 16.2.2007 12:00
Þurfa að sæta réttarhaldi Dómari í Mílanó hefur skipað 26 Bandaríkjamönnum að mæta fyrir rétt vegna ákæra um mannrán. Talið er að flestir þeirra séu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa rænt manni sem var grunaður um hryðjuverk og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var síðar pyntaður. Erlent 16.2.2007 11:36
Tsjad gæti orðið nýtt Rúanda Ofbeldið í Tsjad gæti stigmagnast og orðið sambærilegt þjóðarmorðunum í Rúanda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá þessu í morgun. Hún sagði að ofbeldið í suðausturhluta Tsjad væri farið að líkjast því í Darfur héraði Súdan. Erlent 16.2.2007 11:22
Breskir unglingar skotnir til bana Bretar eru slegnir yfir því að þrír unglingspiltar hafa verið skotnir til bana í suðurhluta Lundúna á síðustu tólf dögum. Morðingjarnir voru aðrir unglingar. Nýjasta fórnarlambið er Billy Cox, sextán ára gamall piltur sem var skotinn til bana á heimili sínu. Vopnaðar lögreglusveitir hafa verið sendar til löggæslu í þessum borgarhluta. Erlent 16.2.2007 11:18
Óvíst hvenær yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri lýkur Óvíst er hvenær hægt verður að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en dómari stöðvaði yfirheyrslur setts saksóknara í gær. Jón Ásgeir er nú farinn af landi brott. Í morgun hefur settur saksóknari yfirheyrt Tryggja Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, vegna fyrstu ákæruatriða í málinu en þau snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs. Í vitnaleiðslunni var einnig komið að viðbrögðum Baugs eftir fund Hreins Loftssonar með Davíði Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. Innlent 16.2.2007 11:00
Stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar í Taílandi ræðast við Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að halda viðræður við uppreisnarmenn múslima í suðurhluta landsins. Síðastliðin þrjú ár hafa uppreisnarmenn barist fyrir eigin ríki og meira en tvö þúsund manns hafa látið lífið í átökunum. Forsætisráðherra Taíland segir þó ekki um formlegar samningaviðræður um að ræða. Erlent 16.2.2007 10:52
Thatcher heiðruð Mrgrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður heiðruð í þinginu í næstu viku, þegar rúmlega sjö feta há stytta af henni verður afhjúpuð í setustofu þingsins. Margrét Thatcher, sem nú er áttatíu og eins árs gömul, var forsætisráðherra Bretlands í ellefu og hálft ár, eða þartil hennar eigin flokksbræður gerðu hallarbyltingu og hröktu hana frá völdum. Erlent 16.2.2007 10:44
Grimmar reykingalöggur Bæjarfélög í Bretlandi eru að þjálfa þúsundir manna sem eiga að framfylgja reykingabanni á opinberum stöðum, sem tekur gildi fyrsta júlí í sumar. Þessar reykingalöggur mega laumast inn á veitingastaði og taka myndir af fólki til þess að afla sér sönnunargagna. Bæði einstaklingar og veitingamenn mega búast við háum sektum, ef þeir brjóta bannið. Erlent 16.2.2007 10:30
Heitasti janúar síðan mælingar hófust Janúarmánuður er sá heitasti í sögu heimsins síðan mælingar hófust. Vísindamenn telja það meðal annars vera vegna þess hversu lítil áhrif hafstraumurinn El Nino hefur haft. Erlent 16.2.2007 09:04
Leiðtogi al-Kaída í Írak talinn særður Abu al-Masri, leiðtogi al-kaída í Írak er sagður hafa særst í bardögum við hersveitir Íraka í norðurhluta Bagdad í gærkvöldi. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Erlent 16.2.2007 08:10
Pelosi segir Bush skorta heimild til innrásar Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, skorti heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins. Erlent 16.2.2007 08:08
Vilja aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogar ríkja heims eru einhuga um að ná þurfi samkomulagi hið fyrsta um viðbrögð við loftslagsbreytingum. Þetta var niðurstaða fundar sem haldinn var í borginni Washington í Bandaríkjunum og lauk í gær. Lagt var til að þróunarlönd ættu einnig að takmarka útblástur skaðlegra efna rétt eins og ríkari lönd. Í lokayfirlýsingu fundarins var tekið fram að ekki væri lengur hægt að draga í efa áhrif mannsins á loftslagsbreytingar. Erlent 16.2.2007 07:57
Farþegar yfirbuguðu flugræningjann Farþegar og áhöfn máritanískrar farþegaþotu sem var rænt í gær náðu að yfirbuga flugræningjann. Hann var handtekinn stuttu eftir að vélin lenti á herflugvelli á Kanarí-eyjum. 71 farþegi og átta fluglilðar voru um borð í vélinni. 21 farþegi slasaðist í ráninu og þar á meðal barnshafandi kona. Erlent 16.2.2007 07:55
Kim Jong-il 65 ára í dag Forseti Norður-Kóreu, Kim Jong-il, er 65 ára í dag og verður matarskammtur til almennings aukinn af því tilefni í dag. Afmælisdagur leiðtogans er einn helsti hátíðisdagur Norður-Kóreu. Á þriðjudaginn náðist samkomulag um að draga úr kjarnorkuáætlun landsins og hefur það bætt lund margra landsmanna. Erlent 16.2.2007 07:00
Bush skortir heimild til að ráðast á Íran Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ekki hafa heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins. Erlent 15.2.2007 23:19
Leiðtogi al-Kaída í Írak slasaður Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Ayyub al-Masri, hefur slasast í bardögum í norðurhluta Bagdad. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu í dag og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í árásunum en engar frekari upplýsingar hafa fengist. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið. Erlent 15.2.2007 22:59
Verða að kunna skil á bandarískum gildum Nýtt próf verður nú lagt fyrir fólk sem ætlar sér að verða bandarískir ríkisborgarar. Það þarf að svara spurningum um bandarísk gildi og hugtök. Spurt verður um lýðræði, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og af hverju ríkisvaldið í Bandaríkjunum er þrískipt. Gamla prófið sem innflytjendur áttu að taka snerist meira um dagsetningar og nöfn, einfaldar staðreyndir sem auðvelt var að leggja á minnið. Erlent 15.2.2007 22:53
Bandaríkin hafa sóað 10 milljörðum í Írak Sjálfstæðir endurskoðendur sem fengnir voru til þess að fylgjast með útgjöldum vegna stríðsins í Írak segja að Bandaríkin hafi sóað meira en 10 milljörðum dollara frá því það hófst. Þeir búast jafnframt við því talan eigi eftir að hækka enn meira. Erlent 15.2.2007 22:10
Fordæmdi árásirnar í Madríd Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar. Erlent 15.2.2007 21:43