Erlent

Fréttamynd

Bráðbirgðastjórn skipuð í Úkraínu

Ákveðið var að skipa bráðabirgðastjórn í Úkraínu í dag í kjölfar þess að úkraínska þingið lýsti í dag vantrausti á ríkisstjórn Víktors Júsjenkos. Það er talið stórsigur fyrir stjórnarandstöðuna. Deilurnar nú virðast einkum snúast um hvort endurtaka eigi aðra umferð forsetakosninganna eða efna til nýrra kosninga.

Erlent
Fréttamynd

Fengju ekki að taka upp evru í dag

Grikkir hefðu ekki fengið aðild að evrusvæðinu ef bókhald þeirra hefði verið í samræmi við raunveruleikann og fengju ekki aðild í dag. Þetta er niðurstaðan af rannsókn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á brotum Grikkja á reglum evrusvæðisins.

Erlent
Fréttamynd

Þingið rak ríkisstjórn Úkraínu

Þing Úkraínu rak í morgun ríkisstjórn landsins. 229 þingmenn, þ.e.a.s. þremur fleiri en þurfti, greiddu atkvæði með tillögu um að reka ríkisstjórn Viktors Janúkovítsj forsætisráðherra og að koma á nýrri bráðabirgðastjórn. Einnig verður haldin leynileg atkvæðagreiðsla um hvort reka eigi Janúkovítsj sjálfan.

Erlent
Fréttamynd

Sjöundi ráðherrann segir af sér

Tom Ridge, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt um afsögn sína og lætur hann af embætti 1. febrúar næstkomandi. Ridge kvaðst ætla að sinna fjölskyldu sinni í framtíðinni en alla jafna er það vísbending um að viðkomandi hafi verið rekinn.

Erlent
Fréttamynd

Vill hefja viðræður sem fyrst

"Ég sé enga ástæðu til að hefja ekki viðræður, hvort sem er formlega eða óformlega, um endanlega lausn, undir vernd fjórveldanna eða annars ríkis," sagði Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, í viðtali við egypska tímaritið Al-Mussawar. Hann sagði að ef vilji væri fyrir hendi væri hægt að stofna palestínskt ríki á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

40 milljónir smitaðar af alnæmi

Fjörutíu milljónir manna um allan heim eru smitaðar af alnæmisveirunni. Viðhorf til kvenna og samkynhneigðra er víða þrándur í götu forvarna. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag.

Erlent
Fréttamynd

Vissu af misþyrmingum fyrir ári

Háttsettir herforingjar í Bandaríkjaher voru varaðir við því fyrir ári síðan að sérsveitarmenn og leyniþjónustumenn misþyrmdu föngum í Írak. Viðvaranirnar birtust í leynilegri skýrslu en þrátt fyrir hana hefur yfirstjórn Bandaríkjahers haldið því fram að henni hafi fyrst orðið kunnugt um misþyrmingarnar í byrjun þessa árs.

Erlent
Fréttamynd

Bush biðlar til Kanadamanna

George Bush Bandaríkjaforseti og Paul Martin, forsætisráðherra Kanada, gera nú tilraun til að bæta samskipti landanna. Bush er staddur í opinberri heimsókn í Kanada en samskipti milli landanna hafa verið stirð síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak á síðasta ári því stjórnvöld í Kanada voru ekki sammála innrásinni.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að hunsa kosningarnar

Forystumenn Hamas-samtakanna ætla að sniðganga forsetakosningarnar í Palestínu 9. janúar og hvetja stuðningsmenn sína til að gera slíkt hið sama. Þessu lýstu þeir yfir í gær, nokkrum klukkutímum áður en frestur til að tilkynna framboð rann út.

Erlent
Fréttamynd

Ákvörðun þingsins ólögleg

Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti því yfir fyrir stundu að hann myndi ekki sætta sig við það að ríkisstjórn hans hafi verið vikið frá völdum af úkraínska þinginu í morgun því frávikningin væri ólögleg.

Erlent
Fréttamynd

Janúkovítsj óskar eftir ógildingu

Deilan um úrslit forsetakosninganna í Úkraínu tók óvænta stefnu í dag þegar Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra óskaði eftir því við hæstarétt landsins að úrslitin yrðu ógilt. Áður hafði Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kært kosningarnar til hæstaréttar og Janúkovítsj hafnað því að láta kjósa á nýjan leik þar sem hann væri lýstur sigurvegari.

Erlent
Fréttamynd

Barghouthi býður sig fram

Palestínuleiðtoginn Marwan Barghouthi, sem þessi misserin situr í fangelsi í Ísrael, hefur ákveðið að bjóða sig fram í kosningunum um forseta heimastjórnar Palestínu sem fram eiga að fara 9. janúar næstkomandi. Þetta var haft eftir palestínskum ráðamanni nú síðdegis en Barghouthi hafði áður lýst því yfir að hann hygðist ekki bjóða sig fram.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í nýjar kosningar

Hvort tveggja Janúkovitsj og Júsjenkó vilja ógilda forsetakosningarnar. Lögspekingar þeirra ræða í dag lagabreytingar vegna nýrra kosninga. Þingið samþykkti vantraust á Janúkovitsj en hann sagðist ekki hlusta á það. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Fiðrildafaraldur í Mexíkó

Tugir milljóna fiðrilda frá Bandaríkjunum og Kanada streyma nú til vetrardvalar í Mexíkó og nota tímann jafnframt til að fjölga sér. Er talið að fjöldinn nái allt að hundrað milljónum fiðrilda fyrir jól.

Erlent
Fréttamynd

Hamas sniðganga kosningarnar

Hamas-samtökin ætla að sniðganga forsetakosningarnar í Palestínu sem fara fram 9. janúar næstkomandi. Áður höfðu talsmenn samtakanna sagt eðlilegt að samsteypustjórn tæki við völdum og að þingið réði meiru.

Erlent
Fréttamynd

Skiptir máli hver verður forseti?

 Hvaða máli skiptir hver er forseti Úkraínu? Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, skýrir hvaða áhrif pólitískir straumar í Úkraínu hafa.

Erlent
Fréttamynd

Þingið rak ríkisstjórn Janúkovítsj

Þing Úkraínu ákvað fyrir stundu að reka ríkisstjórn Viktors Janúkovítsj forsætisráðherra og að koma á nýrri bráðabirgðastjórn. Einnig verður haldin leynileg atkvæðagreiðsla um hvort reka eigin Janúkovítsj sjálfan.

Erlent
Fréttamynd

Deilan í Úkraínu harðnar

Deilur stríðandi fylkinga í Úkraínu hörðnuðu heldur í gær þegar talsmaður stjórnarandstöðuleiðtogans Viktor Júsjenkó lýsti því yfir að stjórnarandstæðingar væru hættir samningaviðræðum við Viktor Janúkovitsj, forsætisráðherra, og samherja hans um lausn deilunnar.

Erlent
Fréttamynd

Hvalkjöt aftur í skólamötuneytin

Hvalkjöt verður á borðum japanskra skólabarna á ný í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi. Skólayfirvöld í Wakayama hafa ákveðið að skólamötuneyti bjóði börnum á tveimur lægstu skólastigunum upp á hvalkjöt tvisvar í mánuði frá og með byrjun næsta árs.<font face="Helv"></font>

Erlent
Fréttamynd

Schwarzenegger verður ekki forseti

Maria Shriver, eiginkona Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra Kaliforníu, segir að eiginmaður hennar verði aldrei forseti Bandaríkjanna. Shriver, sem er fræg fréttakona, segir að Bandaríkjamenn muni hugsanlega einhverntíma breyta stjórnarskránni þannig að innflytjandi geti orðið forseti.

Erlent
Fréttamynd

Fellst á nýjar kosningar

Viktor Janúkovítsj, yfirlýstur sigurvegari í forsetakosningunum í Úkraínu, sagðist í morgun fallast á nýjar kosningar ef hvorki hann né keppinautur hans, Viktor Júsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, byðu sig fram. Ef fallist yrði á úrslit kosninganna myndi hann bjóða Júsjenko forsætisráðherrastólinn en Júsjenko hafnaði þessu boði þegar.

Erlent
Fréttamynd

50% aukning áfengiseitrunar

Á fjórða þúsund Norðmenn voru fluttir á sjúkrahús á síðasta ári til þess að dæla úr maga þeirra vegna áfengiseitrunar. Þetta er 50% aukning frá árinu 1999. Fjölgunin hefur orðið mest hjá karlmönnum yfir fimmtugt.

Erlent
Fréttamynd

Hátt í 400 létust í aurskrið

Í það minnsta 340 manns létust og 150 til viðbótar er saknað eftir að óveður gekk yfir Filippseyjar. Flóð og aurskriður steyptust yfir bæina Real, Infanta og Nakar skömmu fyrir miðnætti í fyrrinótt og grófu marga íbúa lifandi.

Erlent
Fréttamynd

Von á fleiri hryðjuverkum í BNA

Hægri hönd Osama bin Ladens, Ayman al-Zawarhiri (LUM), segir baráttuna gegn Bandaríkjunum hvergi nærri lokið. Í myndbandi sem sýnt var á arabísku sjónvarpstöðinni al-Jazeera í gær segir hann að al-Kaída muni halda baráttunni áfram þar til Bandaríkjamenn breyti afstöðu sinni gegn múslimum.

Erlent
Fréttamynd

Pyntingar staðreynd við Guantanamo

Pyntingar á föngum viðgangast í fangelsi Bandaríkjastjórnar við Guantanamo-flóa og aðstæður þar eru hryllilegar segir rannsóknarblaðamaðurinn David Rose sem skrifað hefur bók um málið. Alþjóða Rauði krossinn tekur undir ásakanir hans í trúnaðarskýrslu til Bandaríkjastjórnar. 

Erlent
Fréttamynd

Rottuplága í Svíþjóð

Íbúar í námubænum Kiruna í Norður Svíþjóð berjast nú við mikla rottuplágu sem er hreinlega að gera þá vitlausa. Talið er að rotturnar komi með úrgangi frá Noregi sem er sendur í endurvinnslustöð í Kiruna.

Erlent
Fréttamynd

Bandarísk herflugvél fórst

Bandarísk herflugvél með sex manns innanborðs er talin hafa farist einhvers staðar í Afganistan. Um borð voru þrír áhafnarmeðlimir og þrír hermenn. Neyðarmerki heyrðust frá svæðinu í kringum Hindu Kush fjöllin og var leitað úr lofti og á landi.

Erlent
Fréttamynd

Þingið samþykki vantrauststillögu

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, Viktor Júsenko, hefur lýst því yfir að hann muni biðja þingið að samþykkja vantrauststillögu á stjórn Viktors Janúkovítsj. Tugir þúsunda stuðningsmanna stjórnarandstæðingsins Júsenkós mótmæla á götum úti í Kíev í Úkraínu, níunda daginn í röð. Mikil ólga er í landinu og óttast menn að upp úr geti soðið.

Erlent
Fréttamynd

Milljónir lögðu niður störf

Milljónir ítalskra launþega fóru í verkfall í gær til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Verkfallið er það fimmta á hálfu þriðja ári sem boðað er til í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnar Silvios Berlusconi.

Erlent
Fréttamynd

80 grindhvalir syntu á land

Tæplega áttatíu grindhvalir syntu á land við strendur Nýja-Sjálands í gær. Björgunarmönnum hefur tekist að halda lífi í tuttugu þeirra og ná svipuðum fjölda aftur út á sjó.

Erlent