Erlent

Fréttamynd

SÞ rannsaka misnotkun

Sameinuðu Þjóðirnar hafa sett af stað rannsókn vegna meintra ásakana á hendur starfsmönnum stofnunarinnar í Kongó. Alls hafa borist yfir 150 ásakanir vegna meintra nauðgana, vændissölu og barnamisnotkun á flóttamönnum í herbúðum Sameinuðu Þjóðanna í Kongó. Sum atvikin hafa verið tekin upp á myndband, eða náðst á ljósmynd.

Erlent
Fréttamynd

Kanar jákvæðir

Meirihluti Bandaríkjamanna segjast vera jákvæðir gagnvart öðru kjörtímabili George W. Bush sem forseta, en margir hafa einnig áhyggjur af nokkrum stefnumálum, eftir því sem kemur fram í New York Times/CBS News skoðanakönnun. 

Erlent
Fréttamynd

Fjárfestar hrekjast frá Afríku

Átök á Fílabeinsströndinni og í Darfur-héraði í Súdan fæla erlenda fjárfesta frá öðrum Afríkuríkjum. Þetta kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Eþíópíu um verslun og viðskipti. Afríka er fátækasta heimsálfan.

Erlent
Fréttamynd

Hætta auðgun úrans

Íranar hafa gert hlé á auðgun úrans og annarri þróun kjarnorkuvopna samkvæmt tilkynningu sem var útvarpað í Íran í gær.

Erlent
Fréttamynd

Gera tilraunir með fanga

Alþjóðleg og suður-kóresk mannréttindasamtök hafa krafist rannsóknar á því hvort Norður-Kóreumenn noti pólitíska fanga við rannsóknir á efnavopnum.

Erlent
Fréttamynd

Smituðum konum fjölgar

Nýjar tölur sýna að nærri helmingur þeirra 37,2 milljóna fullorðinna sem sýktir eru af HIV-veirunni eru konur og hefur þeim fjölgað alls staðar í heiminum. Mest fjölgar konum sýktum af HIV í Austur-Evrópu og Austur- og Mið-Asíu. Á sumum þessum svæðum er hlutfall sýktra orðið hærra meðal kvenna en karla. 

Erlent
Fréttamynd

Neyðarfundur í Úkraínu

Nú stendur yfir neyðarfundur á úkraínska þinginu, sem boðað var til vegna forsetakosninganna sem fóru fram á sunnudaginn. Talsmaður þingsins sagði að það væri ósiðlegt af þingmönnum að láta eins og allt væri með felldu í landinu og sjálfstæðis þess vegna væri algerlega lífsnauðsynlegt að kryfja framkvæmd kosninganna til mergjar.

Erlent
Fréttamynd

Kafbátarnir úreltir

Yfirmaður danska herflotans harmar það að báðir kafbátar danska hersins skulu úreltir í hagræðingarskyni nú í vikunni. Danska þingið samþykkti í júní síðastliðnum að tvöfalda fjölda danskra hermanna sem geta tekið þátt í alþjóðlegum aðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Feta sömu braut

Nýr leiðtogi PLO, Mahmud Abbas, sagði á þingi Palestínumanna að hann lofaði að feta í fótspor Jassers Arafat.

Erlent
Fréttamynd

Sleppt heilum á húfi

Þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem teknir höfðu verið í gíslingu var sleppt eftir nær fjórar vikur. Innanríkisráðherra Afganistans, Ali Ahmad Jalali, segir að engir samningar hafi verið gerðir til að tryggja öryggi þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Vannærð börn helmingi fleiri

Tæplega helmingi fleiri írösk börn þjást af vannæringu núna en áður en ráðist var inn í landið, þrátt fyrir matardreifingu Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru niðurstöður norskrar rannsóknar sem var unnin í samvinnu við írösku bráðabirgðastjórnina og Þróunaraðstoð Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Vonast eftir friði fyrir árslok

Vonir standa til að samkomulag takist um frið í Darfur-héraði í Súdan fyrir lok árs. Utanríkisráðherra Súdans segir það markmiðið. Friðarviðræður standa nú í Abuja í Nígeríu. Flytja varð þrjátíu breska hjálparstarfsmenn á brott í skyndingu í gær, eftir að bardagar brutust út í þorpinu sem þeir störfuðu í.

Erlent
Fréttamynd

Ekki staðið við loforð

Háttsettur aðstoðarmaður klerksins Muqtada al-Sadr, sakar írösk stjórnvöld um að ganga gegn samningi sem gerður var í ágúst til að ljúka bardögum í Najaf.

Erlent
Fréttamynd

Heitir stuðningi Bandaríkjanna

Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heitir Palestínumönnum stuðningi Bandaríkjanna í forsetakosningunum í janúar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli standa enn

Rúmlega 100.000 manns umkringdu þinghúsið í Kænugarði í gær með appelsínugula fána, til að mótmæla kosningasvikum í forsetakosningunum í Úkraínu . Kallað var til neyðarfundar á úkraínska þinginu til að ræða ósk Viktors Yuchenkos um að lýsa yfir vantrausti á kjörstjórnina og að falla frá opinberum úrslitum. 

Erlent
Fréttamynd

Um sjötíu dæmdir

Dómstóll í Sviss hefur dæmt 68 menn seka um að kaupa barnaklám eftir stærstu aðgerð af þessu tagi í landinu. Dómar hljóðuðu upp á allt að átta mánaða fangelsisvist og sektir upp að 480.000 krónum. Með dómnum lýkur tveggja ára alþjóðlegri rannsókn, í samvinnu við yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Stóð til að sprengja upp turna

Öryggisyfirvöld í Bretlandi segja að staðið hafi til að gera hryðjuverk á Canary-turnana í London, en komið hafi verið í veg fyrir það. Dagblaðið Daily Mail greinir frá því í dag að hryðjuverkamenn tengdir Al-Qaeda samtökunum hafi ætlað sér að granda flugvélum á turnunum þremur með svipuðum hætti og gert var við tvíburaturnana í New York.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar efast um úrslit

Utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer, sagði að efasemdir um úrslit forsetakosninganna í Úkraínu væru alveg réttlætanlegar.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð þúsunda mótmæla

Hundruð þúsunda mótmæla enn kosningasvikum í Úkraínu. Þing landsins kom saman til neyðarfundar í dag til að ræða vandann, og mótmælendurnir óttast aðgerðir öryggissveita. Tugir þúsunda stuðningsmanna stjórnarandstöðuframbjóðandans Viktors Yuschenkos létu frostkalda nóttina ekki stöðva sig og héldu áfram mótmælum á aðaltorginu í Kænugarði.

Erlent
Fréttamynd

Enn mótmælt í Úkraínu

Þúsundir mótmælenda létu kulda ekki á sig fá og héldu áfram mótmælum gegn meintum kosningasvikum og fölskum niðurstöðum í forsetakosningum í Úkraínu í nótt. Á meðal mótmælendanna gengu sögusagnir þess efnis, að öryggissveitir hygðust leggja til atlögu við þá og ryðja þeim burt, en engar fregnir hafa borist af því.

Erlent
Fréttamynd

Þingið hafni kosningúrslitum

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, hafa hvatt úkraínska þingið til þess að samþykkja ekki úrslit nýafstaðinna forsetakosninga. Í yfirlýsingu frá borgarráði Kænugarðs segir að miklar efasemdir séu uppi um að rétt hafi verið staðið að kosningunum og því sé eðlilegt að þingið neiti að samþykkja úrslitin.

Erlent
Fréttamynd

Brögð í tafli?

Viðtæk kosningasvik voru framin í Úkraínu, að mati kosningaeftirlitsmanna. Forsætisráðherra landsins var í dag lýstur sigurvegari forsetakosninga, en tugir þúsunda mótmælenda sætta sig ekki við niðurstöðurnar.

Erlent
Fréttamynd

Kosningasvindl í Úkraínu

Forsetakosningarnar í Úkraínu voru ólýðræðislegar. Viktor Janukovitsj er sakaður um kosningasvindl. Forseti Rússlands óskaði honum samt til hamingju með sigurinn en Evrópusambandið gerði það ekki. Málið verður rætt á fundi fastafulltrúa Natóríkjanna í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bretar halla sér að flöskunni

Nærri fjórðungur allra fullorðinna Breta notar áfengi til að minnka þunglyndi eða auka sjálfstraust. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn lækna í Bretlandi. Þannig drekka 23% Breta áfengi þegar þeim líður illa og tveir af hverjum fimm fá sér í tána áður en þeir njóta ásta. Þá fá heil 14 prósent sér snafs áður en gengið er til vinnu.

Erlent
Fréttamynd

Ekki eitrað fyrir Arafat

Dánarorsök Jassirs Arafats kemur ekki fram í læknaskýrslum hans að sögn frænda hans sem hefur fengið skýrslurnar afhentar. Eiturefnapróf sýndu þó að engin dularfull eiturefni fundust í blóðrás Arafats og því ólíklegt að honum hafi verið byrlað eitur.

Erlent
Fréttamynd

Taka Flugleiðir yfir easyJet?

Breskir fjölmiðlar spá í morgun yfirtökutilboði frá Flugleiðum í lággjaldaflugfélagið easyJet. Gengi bréfa í félaginu hækkaði vegna sögusagnanna, en búist er við lækkun og hugsanlegu yfirtökutilboði í kjölfar þess að afkomutölur verða birtar á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hóf fíl á loft með hugarorkunni

Sri Chinmoy hugleiðslumeistari hefur með lyftum sínum sýnt að andinn er efninu yfirsterkari. Nýlega lyfti hann yfir 130 tonnum á friðarhátíð í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Læknir SÞ handtekinn

Tíu manns voru handteknir í Kabúl í gær í tengslum við mannrán á þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Hefja afskipti á ný

Bandaríkjamenn hafa hafið afskipti af friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs á ný. Powell, utanríkisráðherra, er kominn til Ísraels til viðræðna við Ísraela og Palestínumenn.

Erlent