Tækni

Fréttamynd

Lengstu vefföngin 63 stafir

EURid, stofnunin sem sér um að skrá evrópsku .eu-vefföngin, hefur skráð sex vefföng sem fylla hámarkslengdina, 63 stafi. Þar á meðal eru fullt nafn velsks bæjar og fyrstu 63 tölustafirnir í óendanlegu tölunni pí.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Er tölvan þín örugg?

Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Apple TV komið í verslanir vestra

Apple eru byrjaðir að selja nýja Apple TV sjónvarpstengiboxið í verslunum í Bandaríkjunum. Búist er við að íslenskir kaupendur geti nálgast vöruna um miðjan næsta mánuð. Apple TV tengist þráðlaust við tölvur, bæði Apple og PC tölvur og streymir myndskeiðum í sjónvarpið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stofna veitu til höfuðs YouTube

Bandarískar sjónvarpsstöðvar áætla nú að stofna vefveitu til höfuðs YouTube. NBC og Fox áætla að selja þætti á borð við 24, House og Heroes á vefnum sem og vinsælar kvikmyndir. Tilgangurinn er að hafa betri stjórn á dreifingu efnis á vefnum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Milli Árósa og Kaupmannahafnar með háhraðalest á hálftíma

Árósar gætu orðið úthverfi Kaupmannahafnar og þessar tvær stærstu borgir Danmerkur á einu og sama atvinnusvæðinu verði hugmyndir samgöngumógúls að veruleika. Þetta yrði veruleikinn ef byggð yrði brú yfir Kattegat-sundið á milli Sjálands og Jótlands og segulhraðlest mundi flytja farþega á milli borganna tveggja á minna en hálftíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sýndarheimar 70 milljarða virði

Markaður fyrir hlutverkatölvuleiki sem fólk spilar yfir netið er talinn vera meira en 70 milljarða króna virði á ári. Talið er að markaðurinn muni enn vaxa og vera helmingi meira virði fyrir árið 2011. Þetta er niðurstaða sérfræðinga tæknitímaritsins Screen Digest. Milljónir manna um heim allan eyða töluverðum hluta af tíma sínum í þessum sýndarheimum, til að mynda eru um 7,6 milljónir spilara skráðir í leikinn World of Warcraft og þeim fjölgar um 1500 á dag. Með örðum orðum er þetta samfélag álíka fjölmennt og Búlgaría eða Sviss og fjölgar margfalt hraðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yahoo komið með leitarvél fyrir farsíma

Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sérstakt vefsvæði um málefni EES-samnings

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað sérstakt vefsvæði, „Brussel-setrið", sem tileinkað er þeim málaflokkum EES-samningsins er verða félagsmálaráðuneytið. Það var Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sem opnaði vefsvæðið formlega fyrir skemmstu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sími fyrir fullorðna

Símafyrirtækið Emporia hefur sent frá sér nýja tegund farsíma, sem er sérstaklega ætlaður eldri borgurum. Síminn er sérstakur fyrir það að stafir á lyklaborði og skjá eru miklu stærri en í öðrum farsímum, og því auðveldari aflestrar. Hægt er að fá tvo skjáliti, svart og appelsínurautt, en á þeim skera stafirnir sig best úr. Þá eru aukaprógrömm afskaplega fá, síminn er eiginlega bara til þess að tala í.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

A380 til Bandaríkjanna

Nýja Airbus A380 risaþotan lendir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í dag. Þetta er jómfrúrflug þotunnar yfir Atlantshafið. Flugið er á vegum þýska flugfélagsins Lufthansa, með um 500 farþega frá Frankfurt til New York og þaðan áfram til Chicago. Búist er við því að fyrstu vélarnir af þessari gerð verði afhentar flugfélögum í október, tveimur árum á eftir áætlunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

PS3 í verslanir á föstudag

PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Bílar skiptist á upplýsingum

Brátt gætu nýir bílar verið útbúnir með búnaði sem leyfir ökumönnum að skiptast á upplýsingum um umferðarteppur og hættur í umferðinni. Tækjabúnaðurinn tengir saman tölvur í bílum með þráðlausu neti og leyfir ökumönnum að slá inn upplýsingar og eins greina bílarnir sjálfir upplýisingar á borð við meðalhraða og veghita. Þetta hjálpar öðrum ökumönnum að haga aksturslagi eftir aðstæðum og velja leiðir fram hjá umferðarhnútum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Berjast fyrir útbreiðslu HD-sjónvarps

Stöðugt eykst þrýstingur á sjónvarpsstöðvar og dreifingaraðila um að bjóða sjónvarp í svokölluðum HD-gæðum. Nú hefur hópur söluaðila hafið herferð í Bretlandi til að tryggja að HD staðallinn nái útbreiðslu. Tíðnin sem HD-gæðin þurfa hefur hins vegar verið seld fyrirtæki sem dreifir ókeypis sjónvarpi í hefðbundnum gæðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skaðabótamál höfðað gegn YouTube

Afþreyingarfyrirtækið Viacom, sem meðal annars rekur tónlistarsjónvarpsstöðina MTV, hefur höfðað skaðabótamál gegn myndbandaveitunni YouTube og fyrirtækinu Google, sem er eigandi hennar, fyrir brot á höfundarréttarlögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viacom ætlar í mál við Google

Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Viacom Media hefur tilkynnt að það ætli að höfða mál á hendur netfyrirtækisins Google vegna brota á höfundarrétti. Google keypti YouTube á síðasta ári og segir Viacom að netveitan hafi sýnt þar sjónvarpsefni sem verndað er með höfundarréttarlögum.Samsteypan krefst eins milljarða dala, jafnvirði 67,5 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

15 þúsund gestir á Tækni og vit 2007

Alls heimsóttu um 15 þúsund gestir stórsýninguna Tækni og vit 2007 sem lauk á sunnudag. Þar með voru um þúsund gestir viðstaddir opnun sýningarinnar. Athyglisverðasta vara sýningarinnar voru valin rafræn skilríki sem kynnt voru á vegum Auðkennis, Landsbankans og fjármálaráðuneytisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjónvarpsrás þar sem þú ert dagskrárstjóri og framleiðandi

Sjónvarpsrás sem hefur enga eiginlega dagskrárliði - Current TV - er nú að ryðja sér til rúms í Bretlandi. Sjónvarpsrásin nýtur sívaxandi vinsælda í Bandaríkjunum en Al Gore, fyrrverandi varaforseti er einn stofnenda stöðvarinnar. Í stað þess að sjónvarpa hefðbundnum framleiddum sjónvarpsþáttum og fréttum reiðir rásin sig á þátttöku áhorfenda og myndskeið sem þeir senda inn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úthluta tíðni fyrir þriðju kynslóð farsíma

Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, fjarskiptafélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi. Þriðja kynslóð farsíma býður upp á meiri möguleika í gagnaflutningum en GSM-símar hafa hingað til. Með tilkomu þriðju kynslóðar farsíma munu GSM-símar fara að líkjast litlum fartölvum með miklum möguleikum til samskipta, upplýsingamiðlunar og afþreyingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Industria eitt framsæknasta fyrirtæki Evrópu

Fyrirtækið Industria er meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu að mati CNBC European Buissnes viðskiptatímaritsins. Í umsögn dómnefndar er Indrustia sagt „geta reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjónvarpið í símann hjá Vodafone

Vodafone á Íslandi kynntu í dag glænýja þjónustu á íslenskum farsímamarkaði - sjónvarp í síma. Nú geta viðskiptavinir Vodafone nálgast fréttir Stöðvar 2, Ísland í dag, Kompás, Silfur Egils, veðurfréttir og íþróttir þegar þeim hentar. Eins geta notendur fylgst með fréttum Sky News í beinni útsendingu allan sólarhringinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýningin Tækni og vit opnuð í dag

Stórsýningin Tækni og vit 2007 verður formlega opnuð í Fífunni í Kópavogi síðdegis í dag. Þetta er stærsta fagsýning tækni- og þekkingariðnaðarins sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Geir H. Haarde forsætisráðherra setur sýninguna við hátíðlega athöfn en hún opnar fyrir gestum klukkan 18:00.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tölvunotkun mest á Íslandi

Tölvunotkun og aðgangur að interneti er mest á Íslandi miðað við aðildarlönd Evrópusambandsins og nýta Íslendingar sér tæknina í mun meira mæli en þeir. Níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 16-74 ára notuðu tölvu árið 2006, og 88 prósent þeirra notuðu internetið. Á sama tíma notuðu 61 prósent íbúa Evrópusambandsins tölvu og rúmur helmingur þarlendra heimila hafði aðgang að interneti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tyrkir loka YouTube

Tyrkneskir dómstólar hafa úrskurðað að lokað skuli á aðgang að vefmyndbandaveitunni YouTube vegna þess að þar er að finna móðgandi myndbrot við landsföðurinn Kemal Ataturk. Nú þegar tyrkneskir netnotendur reyna að fara inn á síðuna mætir þeim ekkert annað en skilaboð frá yfirvaldinu um að síðan sé lokuð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

NASA vantar fjármagn

Fulltrúar Geimsferðarstofnunar Bandaríkjanna, Nasa, segja stofnunina vanta fjármagn til að rannsaka alla þá loftsteina og halastjörnur sem Jörðinni kann að stafa ógn af. Talið er að um 20,000 hluti sé að finna í sólkerfi okkar sem kunna að nálgast Jörðina í framtíðinni. Ætlun Nasa er að finna og rannsaka 90 prósent þeirra fyrir árið 2020. Í skýrslu sem Nasa lét vinna kemur fram að kostnaðurinn við þá vinnu yrði um einn milljarður bandaríkjadala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ofurleiðni er næsta skrefið

Hraðlestir sem snerta ekki jörðina, ofurrafgeymar og enn öflugri og kröftugri tölvur eru skammt undan. Efni sem nefnast háhita ofurleiðarar munu gera allt þetta að veruleika í framtíðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

BBC og YouTube í eina sæng

BBC og YouTube hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að YouTube býður nú myndskeið frá þremur sjónvarpsrásum BBC. Þá verður hægt að sjá viðtöl BBC við „fræga fólkið“, fréttir og eitthvað skemmtiefni. BBC mun að líkindum sjálft sjá um að hýsa myndskeiðin, en þeim verður veitt á síðu YouTube eins og öðrum myndskeiðum sem þar má sjá.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lenovo innkallar rafhlöður

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar skrefi á undan

Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Microsoft læra af Google

Það var velgengni Google sem opnaði augu Microsoft fyrir þeim gríðarlegu fjármunum sem eru í húfi þegar kemur að auglýsingum á internetinu. Þetta sagði einn helsti hugbúnaðarhönnuður Microsoft á ráðstefnu í dag. Microsoft ætlar sér stóraukna markaðshlutdeild á vefnum á næstu árum en hingað til hefur meginþorri tekna fyrirtækisins komið í gegnum sölu á Windows-stýrikerfinu og skrifstofuhugbúnaði á borð við Word og Ecxel.

Viðskipti erlent