Stj.mál

Fréttamynd

Mikil spenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna

306 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi klukkan tólf. Mikil barátta stendur um hver skipar annað sæti listans fjórir stefna að því marki og hefur flokksmönnum í Kópavogi fjölgað um nær þriðjung síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán í framboði

Fimmtán taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar en kjörstaðir opnuðu klukkan níu. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri gefur einn kost á sér í fyrsta sætið en fjögur keppa um annað sætið á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga

Íbúar Húsavíkur, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps kjósa í dag um sameiningu sveitarfélaganna. Íbúar þessara fjögurra sveitarfélaga samþykktu sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum síðasta haust en þá var sameiningu hafnað í þremur sveitarfélögum og því féll tillagan.

Innlent
Fréttamynd

Kjaradómslögin samþykkt

Kjaradómslögin voru samþykkt á Alþingi fyrir stundu. Tuttugu og sex greiddu atkvæði með lögunum en sautján sátu hjá. Með lögunum er úrskurður Kjaradóms frá því rétt fyrir áramót felldur úr gildi og laun þingmanna þannig hækkuð um 2,5 prósent, en ekki 8 prósent eins og Kjaradómur ákvað.

Innlent
Fréttamynd

Sammála um að hætta viðræðum

Iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að ekki séu lengur forsendur fyrir frekari viðræðum um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Vill veiðibann á loðnuna

Loðnuveiðar á að stöðva og setja á veiðibann strax, sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, við upphaf þingfundar. Hann sagði ástand loðnustofnsins grafalvarlegt og vildi að hætt yrði að veiða það litla sem finndist við loðnuleit.

Innlent
Fréttamynd

Tíu sérfræðingar á fund nefndar vegna kjaradómsmáls

Að minnsta kosti tíu sérfræðingar á ýmsum sviðum hafa verið kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um kjaradómsfrumvarpið, sem hefst klukkan hálfníu. Hefur Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan ellefu, verið frestað til hálftvö vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi fanga að dvelja í Hegningarhúsinu

Það skortir síður en svo áhuga hjá föngum að dvelja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í umræðum um undirbúning nýrrar fangelsisbyggingar á Alþingi á fjórða tímanum. Einnig kom fram í máli ráðherrans að hann gerði ráð fyrir að undanþágan sem Hegningarhúsið hefur verið á verði framlengd, en hún rennur út innan skamms.

Innlent
Fréttamynd

Steingrími óskað skjóts bata af þingheimi

Sólveg Pétursdóttir, forseti Alþingis, sendi Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, óskir um skjótan bata, við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Forval hjá VG á Akureyri 28. janúar

Forval hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar fer fram laugardaginn 28. janúar. Fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn að kosið verði um sex efstu sætin á framboðslista VG á Akureyri fyrir kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða fram saman undir nafninu Í-listinn

Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndir og óháðir hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista til bæjarstjórnar Ísafjarðar í vor undir nafninu Í-listinn Ísafjarðarbæ. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Prófkjör vegna framboðsins verður haldið laugardaginn 25. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um sameiningu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu

Kosið verður um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu á laugardaginn kemur, en íbúar þeirra samþykktu sameiningu sjö sveitarfélaga í sýslunni í sameiningarkosningum í október síðastliðnum. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Húsavíkurbær, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur en íbúar þeirra eru rúmlega þrjú þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Lagt til að Hótel Valhöll verði rifin

Sérfræðingar, sem forsætisráðherra fól að taka út ástand húsnæðis Hótel Valhallar á Þingvöllum, leggja til að það verði rifið, annaðhvort allt eða að hluta til. Ríkisstjórnin féllst í morgun á að ráðist yrði í þarfalýsinu um framtíðarskipan Valhallar og efnt til opinnar samkeppni um nýja hönnun.

Innlent
Fréttamynd

Alcan gerir ekki ráð fyrir rafmagni frá Norðlingaölduveitu

Álfyrirtækið Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, gerilr ekki ráð fyrir rafmagni frá Norðlingaölduveitu þótt álverið í Staumsvík verði stækkað. Halldór Ásgrímsson forsætisráðhera gerir ekki ráð fyrir að virkjað verði þar á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Kallaði sjálfur eftir aðstoð

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, slasaðist alvarlega í bílveltu á ellefta tímanum í gærkvöldi og liggur á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hann er ekki í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Búið skipa fulltrúa í matarverðsnefnd

Forsætisráðherra hefur skipað fulltrúa í nefnd sem fjalla á um helsty orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi kemur aftur saman

Alþingi kemur saman til fundar í dag eftir 38 daga fundahlé í kringum jól og áramót. Fyrsta málið sem verður tekið fyrir á þingfundi sem hefst klukkan hálftvö verður frumvarp um að draga til baka launahækkanir Kjaradóms og ákvarða mönnum þess í stað tveggja og hálfs prósents launahækkun frá og með næstu mánaðamótum.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu gefa kost á sér

Tuttugu manns gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, en prófkjörið verður ellefta febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Vinnufriður til að smíða fjölmiðlalög

Vinnufriður ætti að vera kominn á til að smíða fjölmiðlalög. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna ákváðu í morgun að fallast á málamiðlunartillögu menntamálaráðherra um hvernig staðið skuli að smíði nýs frumvarps.

Innlent
Fréttamynd

Halldór átti fund með eigendum DV

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti fund með eigendum DV fyrir einhverju síðan þar sem hann tjáði þeim að ef hann væri eigandi að svona blaði þá myndi hann ekki sofa vært á næturnar, og vísaði þar í fréttaflutning blaðsins og framsetningu frétta.

Innlent
Fréttamynd

Markmið Alþingis hafa ekki gengið eftir

Upphaflegar væntingar og markmið Alþingis með aðild Íslands að "Samningnum um líffræðilega fjölbreytni" hafa ekki gengið eftir. Þetta fullyrðir Ríkisendurskoðun í tilkynningu sem send var fjölmiðlum síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Samstarf í stað nefndar

Ekkert verður af því að menntamálaráðherra skipi nýja nefnd til að semja lagafrumvarp um fjölmiðla. Stjórnarandstaðan neitaði að tilnefna fulltrúa í nefndina en samþykkti að tilnefna fulltrúa sem vinna með lögfræðingum sem menntamálaráðherra hefur fengið til að semja frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Býst við fjörugum umræðum á launamálaráðstefnu

Formaður launanefndar sveitarfélaganna segir miklar væntingar til launamálaráðstefnu sem haldin verið næsta föstudag en að þau deilumál sem uppi eru í kjaramálum verði ekki leyst strax þann dag. Hann býst við fjörugum umræðum á ráðstefnunni þar sem fjárhagsleg staða sveitarfélaganna sé mjög mismunandi.

Innlent