Fótbolti

Fabio Capello nýjasta stjarnan í Kína

Jón Hjörtur Emilsson skrifar
Capello er hann þjálfaði Englendinga.
Capello er hann þjálfaði Englendinga. Vísir/Getty
Hinn 70 ára gamli Capello er nýjasti þjálfarinn í Kínversku Super deildinni. Capello skrifaði undir samning við Jiangsu Suning.

Kínverska Super deildin hefur verið í miklum uppgangi síðustu misseri og mikill peningur er í boði. Margir leikmenn hafa farið til Kína og eru meðal hæst launuðustu leikmanna heims þar á meðal Carlos Tevez, Lavezzi og Oscar.

Juangsun Sunung enduðu í 2 sæti í Kínversku súper deildinni í fyrra og ljóst er að með þessari ráðningu ætla þeir sér stærri hluti á þessu ári.

Með Jiangsu Suning spila Brassarnir Ramires og Alex Teixeira en Ramires kom frá Chelsea til Jiangsu á síðasta ári á 25 milljónir punda sem var þá Kínverskt met en var bætt nokkrum dögum seinna með kaupum á Aleix Teixeira.

Capello sem lék lengst af með Juventus sem leikmaður hefur þjálfað lið á borð við AC Milan, Juventus, Real Madrid og Enska landsliðið. Nú síðast þjálfaði hann Rússneska landsliðið.

Fabio Capello hefur unnið marga titla á sínum ferli en hann vann Meistaradeildina með AC Milan 1994. Capello er þekktur fyrir að vera með bein í nefinu en hann sagði upp starfi sínu sem þjálfari Englands eftir ósætti við knattspyrnusambandið þar í landi eftir að þeir höfðu tekið fyrirliðabandið af John Terry. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort að Capello bæti við enn einum titlinum í safnið sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×