Sport

Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frá æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á síðasta ári.
Frá æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á síðasta ári. vísir/vilhelm

Æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum geta hafist að hluta til 4. maí. Þá verða ýmsar tilslakanir gerðar á samkomubanninu sem sett var á vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta miðast bara við æfingar utanhúss. Hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri mega alls 50 iðkendur æfa saman í hóp. Þó verður að halda tveggja metra fjarlægð eins og unnt er, einkum hjá eldri börnum.

Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utanhúss með nokkrum takmörkunum. 

Ekki mega fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman, snertingar eru óheimilar og halda skal tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga og notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli.

Búið er að flauta keppni á Íslandsmótinu í handbolta, körfubolta og blaki af. Óvíst er hvenær Íslandsmótið í fótbolta hefst.

Höftum á samkomubanninu verður aflétt í skrefum. Líklegt er að næsta skref verði tekið 3-4 vikum eftir 4. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×