Fleiri fréttir

Stjórnvöld íhugi að slíta stjórnmálasambandi við Breta

Stjórnvöld hafa ekki gætt hagsmuna Íslands nægilega vel gagnvart Bretum, að mati formanns Framsóknarflokks. Hann vill að íslensk stjórnvöld íhugi að slíta stjórnmálasambandi við Bretland fallist bresk stjórnvöld ekki á að aflétta beitingu hryðjuverkalaganna. Formaður Sjálfstæðisflokks segist ekki vera bjartsýnn á að hagstæðir samningar náist í Icesave deilunni.

Guðjón fundar um framtíðina

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, efnir til fundar í dag með flokksmönnum og hyggst hann ræða stöðu flokksins og þjóðmálin.

Meindýraeyðirinn á Húsavík: Ekki rétt að skjóta sendiboðann

Ómar Örn Jónsson, meindýraeyðir, segir að margt megi læra af máli kattarins Carras sem hann skaut á færi á þriðjudagskvöldið á Húsavík. Ómar Örn segir að víða sé pottur brotinn þegar kemur réttindum gæludýraeigenda, dýranna sjálfra og þeirra sem þurfa að umbera ókunnug dýr á einkalóð eða heimili.

Fallinna hermanna minnst í Fossvogskirkjugarði

Í dag er þess víða minnst að 64 ár eru liðin frá því að herir nasista gáfust upp fyrir bandamönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Minningarathöfn var við minnismerki Rússa í Fossvogskirkjugarði í morgun.

Stjórnarflokkarnir funda um sáttmálann

Stjórnarsáttmáli Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingarinnar er að mestu tilbúinn og er búist við að ný ríkisstjórn verði kynnt á morgun. Þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingar ganga á fund formanna sinna í dag til að kynna sér sáttmálann og geta þeir einnig komið með athugasemdir.

Mál blaðakonunnar Saberi tekið fyrir

Íranskur dómstóll tekur á morgun fyrir áfrýjun á dómi yfir írönsku-bandarísku blaðakonunni Roxana Saberi. Hún var í síðasta mánuði dæmd í átta ára fangelsi fyrir njósnir. Saberi hafði þá um nokkurt skeið starfað í Íran sem fréttaritari fyrir vestræna fjölmiðla.

Mesti fjöldi þinglýstra kaupsamninga það sem af árinu

50 kaupsamningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og er það mesti fjöldi samninga á einni viku það sem af er þessu ári. Heildarveltan nam rúmum tveimur milljörðum króna.

Zuma sór eið

Jakob Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, er ný forseti Suður-Afríku. Hann sór embættiseið í Pretoríu, höfuðborg landsins, í morgun fyrir framan fimm þúsund boðsgesti og skara af stuðningsmönnum.

Boðið upp á ókeypis tannlækningar

Barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör er í dag boðið upp á fría tannlæknaþjónustu í Læknagarði. Það eru Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands sem bjóða upp á þjónustuna en hún er fyrir börn og unglinga undir átján ára aldri.

Björguðu ökumönnum og farþegum af Holtavörðuheiði

Ekkert ferðaveður var á Holtavörðuheiði í gær og í nótt og var henni lokað um tíma. Björgunarsveitarmenn komu ökumönnum og farþegum átján bíla og einnar rútu til aðstoðar en í bílunum voru um sextíu manns og þar af nokkur kornabörn.

Bjargað af Vatnajökli

Átta manna hópur gönguskíðafólks sem var veðurtepptur á Vatnajökli í gær er kominn til byggða. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar komust að hópnum skömmu eftir miðnætti.

Róleg nótt hjá lögreglu

Gærkvöldið og nóttin virðist hafa verið róleg hjá lögreglunni víðsvegar um landið. Víða var lítið ferðaveður og fáir á ferli.

Vændi í fangelsi sem Finnar greiddu fyrir

Finnska utanríkisráðuneytið rannsakar nú hvort vændi viðgangist í kvennafangelsi í Afganistan sem var reist fyrir finnska peninga. Finnska ríkisútvarpið YLE greindi frá því í vikunni að vændi viðgengist milli kvenfanganna og afganskra starfsmanna sem starfa hjá finnska utanríkisráðuneytinu.

Kengúrudrápin vekja mótmæli

Ástralíuher hyggst drepa sex þúsund kengúrur á æfingasvæði hersins skammt frá Canberra, höfuðborg Ástralíu.

Hundruð þúsunda flýja flóð

Verstu flóðin sem orðið hafa í norðanverðri Brasilíu svo áratugum skipti, hafa hrakið nærri 270 þúsund manns að heiman. Nærri fjörutíu manns höfðu látist í gær.

Fjórtán milljónir án vinnu

Atvinnuleysi mældist 8,9 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði, samkvæmt upplýsingum bandarísku vinnumálastofnunarinnar í gær.

Fjöldi manns innikróaður

Talið er að milljón manns muni flosna upp frá heimilum sínum vegna aðgerða stjórnarhersins í Pakistan gegn talibönum í Swat-dalnum og nærliggjandi héruðum norðvestan til í landinu.

Þurfa að grípa til varasjóða

Frjáls félagasamtök á Íslandi sem starfa að mannúðarmálum í þróunarríkjum hafa mörg hver neyðst til að grípa til varasjóða til þess að halda starfseminni gangandi. Samtökin hafa einnig dregið úr framkvæmdum eða leitað samstarfs við aðra um verkefni. Þetta kemur fram í Veftímariti um þróunarmál.

Viðbrögð við flensu mikil en skiljanleg

Fyrstu fregnir af svínaflensunni í Mexíkó báru með sér að um banvæna sótt væri að ræða sem legðist þungt á þá sem fyrir henni urðu. Fólk um allan heim bjó sig undir það versta; að nýr faraldur á borð við spænsku veikina væri á leiðinni með tilheyrandi dauðsföllum. Nú, réttum hálfum mánuði síðan fyrstu fregnir bárust, hafa tæplega 2.500 manns sýkst, þar af um helmingur í Mexíkó, og 46 hafa látist.

Tilfellunum fjölgar hægar

Staðfest tilfelli svínaflensu, eða inflúensu A (H1N1), voru alls 2.489 í 24 ríkjum í heiminum í gærmorgun. Þeim hafði þá fjölgað um 272 sólarhringinn þar á undan samkvæmt upplýsingum Sóttvarnastofnunar ESB.

Telur auglýsinguna brjóta gegn lögum

Neytendastofa er með til skoðunar auglýsingu frá Garðlist þar sem „fólkið í næsta húsi“ skrifar bréf til nágrannans. Framan á auglýsingunni, neðst í horninu vinstra megin, stendur smáum stöfum „Auglýsing frá Garðlist“.

Svar ráðuneytis sagt móðgun

Bæjarráð Seyðisfjarðar telur að utanríkisráðuneytið geti ekki notað atvinnu­ástand á höfuðborgarsvæðinu sem rök fyrir að flytja ekki störf út á land.

Segir af sér vegna lágflugs yfir Manhattan

Louis Caldera, maðurinn sem er ábyrgur fyrir lágflugi bandarísku forsetavélarinnar, Air Force One, í síðasta mánuði, hefur sagt upp störfum hjá hvíta húsinu.

Heimsmet í lottóvinning hugsanlega slegið í kvöld

Vinningshafinn í Euromilljóna lottóinu fjölþjóðlegea gæti slegið heimsmet ef hann situr eingöngu einn að vinningnum. Um er að ræða Lotto leik sem sex stórþjóðir taka þátt í. Það er að segja, Írland, Bretland, Frakkland, Spánn, Portúgal, Austurríki, Sviss, Belgíu og svo Luxemburg.

Hvirfilbylur myndaðist í Leirvogstungunni

„Ég hef bara aldrei séð neitt þessu líkt," segir Davíð Örn Vignisson sem var að grilla þegar hann heyrði gríðarleg læti og mikið sandfok færast nær húsinu sínu í Leirvogstungunni í kvöld.

Dýraverndunarsinnar gagnrýna kattardráp á Húsavík

„Það er fráleitt að gera þetta svona," segir ómar Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambands Íslands varðandi meindýraeyðinn sem skaut köttinn Carras á Húsavík síðastliðinn þirðjudag. Sjálfur segir Ómar hann gruni að það vanti dálítið upp á verklagsreglur sveitafélaga sem og lögreglu varðandi meðhöndlun dýra sem eru annaðhvort dauð eða handsömuð.

Tilkynning um færð á landinu: Holtavörðuheiði er lokuð

Holtavörðuheiði er lokuð vegna ófærðar. Þá er Ófært á Eyrarfjalli, Lágheiði, Hólasandi og á Öxi. Óveður er á Kjalarnesi. Á Vesturlandi er Holtavörðuheiði lokuð. Hálkublettir eru á Fróðarheiði. Snjóþekja og krapi er á Laxárdalsheiði.

Íhaldsþingmaður segir Brown hafa blekkt þingheim

Graham Brady, þingmaður breska Íhaldsflokksins, sem spurði Brown forsætisráðherra Bretlands í breska þinginu í fyrrdag um ábyrgð á innistæðum í Kaupþingi í Bretlandi, segir að forsætisráðherran hafi blekkt þingheim með svari sínu.

Viðurkenna ábyrgð á Christie - Snúa út úr með AGS

Bresk yfirvöld viðurkenna ábyrgð breskra yfrivalda í málefnum Christies spítalans sem geymdi fé sitt í sjóðum Kaupþings Singer Frieldand sem heyrði undir breska fjármálaeftirlitið. Þetta kemur fram í svörum þeirra vegna fyrirspurnar fréttastofu Stöðvar 2.

Kattadrápið: Húsavík biðst afsökunar

„Þetta var of langt gengið," segir Tryggvi Jóhannsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Húsavíkurbæjar, um kattardrápið á Húsavík. Hann segir að þetta sé eina tilvikið þar sem húsköttur er skotinn þar í bæ. Kötturinn Carras var skotinn af færi á þriðjudagskvöldinu af meindýraeyði á Húsavík. Ástæðan var sú að nú stendur yfir átak þar sem reynt er að losa bæinn við lausagöngu katta.

20 milljarðar í Evrópulottóinu

Íbúar í níu Evrópulöndum flykktust í söluturna í dag vegna útdráttar í Evrópulottóinu í kvöld. Potturinn er jafnvirði lítilla 20 milljarða króna.

Toyota tapar milljörðum

Japanski bílarisinn Toyota, stærsti bílaframleiðan heim, tapaði jafnvirði 500 milljarða króna á síðasta fjárhagsári sem er mesta tap á einu ári í sögu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur aðeins einu sinni áður tapað fé en það var árið 1963.

20 þúsund manns flúið heimili sín

Um 20 þúsund íbúar í og við Santa Barbara í Kaliforníu hafa yfirgefið heimili sín vegna skógarelda sem brennt hafa um 14 ferkílómetra svæði. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníu.

Páfi í Mið-Austurlöndum

Benedikt páfi XVI. telur að kaþólska kirkjan geti gengt mikilvægu hlutverki í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Heimsókn Páfa til Mið-Austurlanda hófst í Jórdaníu í dag.

Kalla eftir upplýsingum frá AGS um meinta leynifundi

Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hvort sjóðurinn standi í leyniviðræðum við Breta um Icesave deiluna. Fulltrúi sjóðsins hér á landi vísar þessu á bug.

Ný ríkisstjórn á sunndaginn

Ný ríkisstjórn mun væntanlega taka við völdum á sunnudaginn eftir fundi flokksráðs Vinstri grænna og flokksstjórnar Samfylkingarinnar. Endurreisn atvinnulífsins og stöðugleiki verða mikilvægustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar segir forsætisráðherra.

Vel á annað hundrað herskáir fallið

Vel á annað hundrað herskáir Talíbanar og al-Kaída liðar hafi fallið í loftárásum pakistanska stjórnarhersins á norðvestur Pakistan síðasta sólahringinn. Mörg hundruð þúsund íbúar hafa flúið í skelfingu vegna stórsóknar hersins.

Krefjast tafarlausra aðgerða

Einstæð tveggja barna móðir, sem segist ekki lengur eiga í sig eða á, var í hópi mótmælenda sem kröfðust í dag tafarlausra aðgerða til að bæta erfiða stöðu heimilanna í landinu.

Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl

Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi.

Ferðamenn varaðir við - varist fjallvegina

Lögreglan varar ferðamenn að fara ekki um Holtavöruheiði, Þverárfjall og um norðurland. á þessum slóðum er ekkert ferðaveður að sögn lögreglu. Þar er blnd hríð, hálka og snjór. Mikið hefur verið um óhöpp og hafa bifreiðar farið út af veginum.

Skaut köttinn Carras með haglabyssu á Húsavík

Meindýraeyðir á Húsavík skaut köttinn Carras innabæjar á þriðjudagskvöldinu en eigandinn, Huld Hafliðadóttir, er afar ósátt við aðfarirnar. Samkvæmt reglugerð sem bærinn hefur sett þá er lausaganga katta bönnuð í bænum.

Síminn lokar fyrir nafnlaus smáskilaboð

Síminn hefur ákveðið að krefjast auðkennis af öllum þeim smáskilaboðum sem send eru af heimasíðu þeirra frá og með deginum í dag. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir rafrænt einelti en nokkuð hefur borið á mis-smekklegum nafnlausum skilaboðum sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigandanna.

Sjá næstu 50 fréttir