Fleiri fréttir

IKEA blýantar í skurðaðgerðum

IKEA blýantar eru betur til þess fallnir að merkja fyrir skurðum á beinum en hefðbundnir tússpennar. Þetta segja tveir skurðlæknar í jólahefti breska læknablaðsins, British Medical Journal.

Áfram fylgst með fjármálum

sveitarstjórnarmál Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) mun ekki aðhafast frekar vegna fjármála Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í bréfi EFS til bæjarstjórnar dagsettu 17. desember síðastliðinn.

Neyðarástand vegna hríðar

Neyðarástand ríkti á dönsku eyjunni Borgundarhólma í gær sökum gríðarlegs fannfergis sem lamaði þar allar samgöngur.

Óttast kostnað af sumarhúsum

Meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólms hefur samþykkt að skipulagt verði svæði fyrir frístundahús við Arnarborg, norðaustan við svæði sem Skipavík hefur til umráða. Lóðirnar eiga að vera til almennrar úthlutunar.

Ótti í sendiráði Danmerkur

Sprengja var send með pósti til gríska sendiráðsins í Róm í gær. Starfsmenn sendiráðsins fundu sprengjuna áður en hún sprakk. Tveir slösuðust á aðfangadag þegar sams konar sprengjur sprungu í sendiráðum Síle og Sviss í Róm.

Gæti beitt eldflaugaárásum

Norður-Kórea gæti beitt eldflaugaárásum gegn skotmörkum í Suður-Kóreu á næsta ári. Sérfræðingar reikna með að stjórnvöld í Norður-Kóreu herði á hernaðarlegum ögrunum í aðdraganda valdaskipta í landinu.

Þjóðvegur 1 lokaður við Húnaver vegna umferðaróhapps

Þjóðvegi eitt er lokað við Húnaver í Húnavatnssýslu. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Flutningabíll virðist hafa lent í árekstri og lokar fyrir veginn. Lögreglan á Blönduósi var upptekin á vettvangi og gat ekki rætt við fjölmiðla vegna málsins.

Klemmdu þjóf í glugganum: „Það er eitthvað í gangi hérna“

Eldri hjón í bökkunum í Breiðholti sem klófestu innbrotsþjóf á heimili sínu í dag. Húsmóðirin kom í veg fyrir að hann kæmist út um dyr hússins og heimilisfaðirinn klemmdi hann í glugga þar sem hann fékk að engjast þar til lögregla sótti hann.

Stjórnendur svartsýnir

Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eru jafn svartsýnir á þróun efnhagsmála í dag og þeir voru í miðju hruninu. Aðeins tuttugu og fimm prósent telja að ástandið eigi eftir að lagast á næstu sex mánuðum.

Velta á fasteignamarkaði dregist saman um 70 prósent

Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um nærri sjötíu prósent frá því hún náði hámarki árið 2007. Margt bendir þó til þess að markaðurinn sé að taka við sér á ný eftir langvarandi samdráttarskeið.

Ekki næg orka fyrir bæði álver og metanólverksmiðju

Metanólverksmiðja, sem Carbon Recycling undirbýr nú í Kröflu í samvinnu við Landsvirkjun, útilokar álver á Húsavík en gæti skapað allt að 25 ný störf í Mývatnssveit. Í febrúar skýrist hvort áformin verða að veruleika en þangað til býður Landsvirkjun nokkrum aðilum að bítast um orku Þingeyinga.

Fimm í einangrunarklefa yfir jólin

Fimm manns dvöldu í einangrun vegna gæsluvarðhalds í fangelsum hér á Íslandi yfir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Mennirnir voru allir settir inn rétt fyrir jól og hafði enginn þeirra verið í fangelsi í marga daga. Það er dómari sem úrskurðar menn í gæsluvarðahald. Það er ýmist gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna eða vegna þess að almenningi stafar hætta af sakborningi.

Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Þorvarður Davíð Ólafsson, sem réðist á föður sinn, Ólaf Þórðarson, á heimili sínu um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. janúar.

Mest lesnu fréttir ársins á Vísi

Fréttin af Óla Birni Kárasyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, á mótmælum á Austurvelli þegar stefnuræða forsætisráðherra fór fram er mest lesna fréttin á Vísi á árinu. Í öðru sæti á listanum er frétt af því að meintur morðingi Hannesar Þórs Helgasonar var með unnustu Hannesar nóttina sem morðið var framið. Í þriðja sæti á listanum er frétt með magnaðri mynd Landhelgisgæslunnar af eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Einbýlishúsið tekið af Jóhannesi í Bónus

Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín einbýlishús Jóhannesar í Bónus á Norðurlandi. Kröfur bankans námu 280 milljónum króna í upphafi, en fasteignamat hússins er tæpum tvöhundruð milljónum lægra .

Ekki lokað í Guantanamo á næstunni

Hinar alræmdu Guantanamo fangabúðir munu ekki loka á næstunni, samkvæmt upplýsingum sem breska blaðið Telegraph hefur frá Hvíta húsinu í Washington. Vel á annað ár er liðið frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því að búðirnar myndu loka innan árs.

Þjófarnir elska facebook

Þjófar elska Facebook. Þar finnast nefnilega mikilvægar upplýsingar um ferðalög, frítíma og vinnutíma. Það léttir óprúttnum aðilum vinnu þeirra við innbrot, segir í grein á danska vefnum business.dk. Þar er bent á að stöðufærslur á Facebook eða Twitter geti kostað fólk flatskjá, eða jafnvel hægindastóla.

Áttburamamman á leið á götuna

Nadya Suleman, sem eignaðist áttbura fyrir tveimur árum og hlaut heimsfrægð fyrir, er í vandræðum. Hún skuldar 450 þúsund dollara í húsi sem hún flutti inn í eftir fæðinguna og fyrri eigandi ætlar að krefjast þess að hún verði borin út ásamt börnum sínum 14, en konan átti sex lítil börn áður en áttburarnir komu undir. Öll komu börnin í heiminn með aðstoð gerfifrjóvgunar.

Hjón á sjötugsaldri klemmdu þjófinn í glugganum

Hjónum á sjötugsaldri brá heldur betur í brún þegar að þau komu heim til sín um tvöleytið í dag. Í þann mund sem þau komu inn í íbúð sína í Reykjavík er þar ókunnugur maður inni sem var búinn að tína til hluti í íbúðinni.

Nýfundin tegund var áður útbreidd í Asíu

Fornmenn sem uppi voru í Síberíu fyrir meira en 30 þúsund árum blönduðust nútímamönnum. Þetta sýnir greining á erfðaefni fornmannanna og frumbyggja eyja norðaustur af Ástralíu, sem sagt er frá í nýjasta hefti vísindaritsins Nature.

Dýpkunarskipinu seinkar til Landeyjahafnar

Til stóð að Scandia, dýpkunarskip Íslenska Gámafélagsins, ætti að hefja vinnu við dýpkun í Landeyjahöfn í byrjun janúar 2011. Skipið átti að fara í skoðun hjá Siglingastofnun í Danmörku þann 15. desember en vegna tafa á viðgerð þurfti að seinka skoðun og fékk skipið ekki úthlutað nýrri skoðun fyrr en 10. janúar. Því er ljóst að skipið kemur ekki til vinnu fyrr en um miðjan janúar.

Skallaði mann fyrir framan lögregluna

Verið er að yfirheyra strák um tvítugt sem skallaði annan mann um þrjú leytið í nótt. Atvikið átti sér stað á bílastæði við Eyrarveg á Selfossi en lögregla fékk tilkynningu um að tveir hópar ættu í einhverjum útistöðum.

Endurskin á norsk hreindýr

Norska vegagerðin vinnur nú að því að endurskinsmerkja hreindýr landsins svo síður verði ekið á þau.

Einhverjir lagðir í einelti í Áramótaskaupinu

Þeir sem hafa verið áberandi í íslensku samfélagi í ár geta farið að skjálfa á beinunum. Í það minnsta játar leikstjóri Áramótaskaupsins því að einhverjir verið lagðir í einelti, þegar hann er spurður út í málið. „Já, það er alltaf tekið á einhverjum. Þeir sem hafa verið fyndnastir á árinu, þeir fá mest," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins.

Óvissustigi aflétt á Austurlandi

Óvissustigi vegna flóðahættu á Austurlandi hefur verið aflétt. Ekki er vitað til þess að þar hafi orðið flóð eða krapastíflur en mikið óveður var um tíma, segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Tíu þúsund trassar: Ríkisskattstjóri undirbýr aðgerðir

Fleiri en tíu þúsund fyrirtæki eiga eftir að skila ársreikningi til ársreikningaskrár, en ríkisskattstjóri segir sum fyrirtæki hafa trassað skilin svo árum skipti. Hann skorar á fyrirtæki að gera bragarbót á og boðar aðgerðir á næstu mánuðum.

Ruddist inn á heimili

Karlmaðurinn ruddist á heimili í Hrunamannahreppi í óþökk húsráðanda í gærkvöld. Lögreglu- og sjúkralið var sent á vettvang.

Læsa póstkössum til að koma í veg fyrir skemmdarverk

Íslandspóstur ætlar læsa póstkössum sem eru staðsettir utanhúss á höfuðborgarsvæðinu nú yfir áramótin. Þetta hefur verið gerst síðastliðin ár vegna ítrekaðra skemmdarverka sem unnin eru á póstkössum á þessum árstíma.

Íslensk fjölskylda hélt jól með Obama

Íslensk kona, Arnheiður Hlín Guðmundsdóttir, maður hennar og tvö börn hittu Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og eiginkonu hans á Hawaí um helgina. Þar var haldið jólahlaðborð fyrir bandaríska hermenn sem eru starfandi á Hawaí en eiginmaður Arnheiðar er bandarískur og starfar fyrir herinn á Hawaí.

Íslenskur bakari gerir það gott í Gimli

Kleinur, laufabrauð, kransakaka og rúgbrauð úr bakarínu Reykjavik Cafe hafa sannarlega slegið í gegn hjá íbúum Gimli í Manitobafylki í Kanada. Birgir Róbertsson bakari er einn af þeim sem ákvað að leita tækifæranna í nýju landi og flutti til Kanada í júní 2009. Bakaríið opnaði hann í apríl og hafa viðskiptin sannarlega blómstrað.

„Lítur út fyrir að Ísland sé hinn fullkomni staður fyrir glæpi"

„Ég vona að þú skammist þín," skrifar Aríel Jóhann Árnason, 21 árs námsmaður og nýbakaður faðir, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir frá því að á Þorláksmessu hafi hann farið í Kringluna og þar hafi veskinu hans verið stolið. Öryggismyndavélar náðu mynd af þjófinum, sem Aríel segir vera konu í hvítri úlpu.

Flugeldasala hefst á morgun

Um átta til níu þúsund sjálfboðaliðar á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu taka þátt í að selja flugelda fyrir þessi áramót en sölustaðir opna á morgun.

Khodorkovsky fundinn sekur

Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur um fjárdrátt af dómara í Moskvu. Khodorkovsky, sem eitt sinn var á meðal auðugustu manna heims, afplánar nú þegar átta ára fangelsisdóm fyrir fjársvik og skattaundanskot og nú gæti hann þurft að dúsa í fangelsi í sex ár til viðbótar.

Forseti S-Kóreu herskár

Forseti Suður Kóreu hét því í ræðu sem hann hélt í morgun að sunnanmenn myndu bregðast við af fullri hörku ef norðanmenn myndu gera aðra árás í svipuðum dúr og þegar fjórir suðurkóreumenn létust í síðasta mánuði.

Langt í að Herjólfur komist í Landeyjahöfn

Allt að mánuður eða meira gæti liðið þar til Herjólfur getur aftur siglt til Landeyjahafnar, að því er Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun segir í viðtali við blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum.

Allsherjarverkfall á Fílabeinsströndinni

Stuðningsmenn Alessane Outtara, sigurvegara í forsetakosningum á Fílabeinsströndinni, hafa boðað til allsherjarverkfalls í landinu sínum manni til stuðnings en sitjandi forseti neitar að stíga til hliðar. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt Outtara sem sigurvegara kosninganna en Laurent Ghabo segir brögð hafa verið í tafli.

Snjóbylur á austurströnd Bandaríkjanna

Snjóstormur skall á austurströnd Bandaríkjanna um helgina og hefur hann haft í för með sér miklar raskanir á samgöngum í landshlutanum. Um 1400 flugferðir féllu niður um jólahelgina þegar milljónir Bandaríkjamanna voru á faraldsfæti. Miklar umferðartafir hafa einnig verið auk þess sem tafir hafa orðið á lestarferðum. Í Maryland, New Jersey, Virginínu og Norður-Karólínu var neyðarástandi lýst yfir vegna veðursins og íbúar í Georgíu og Suður-Karólínu héldu hvít jól í fyrsta sinn í rúma öld. Upptök veðursins eru rakin til mikillar lægðar úti fyrir ströndum Norður Karólínu og hefur hún færst upp strandlengjuna eftir því sem liðið hefur á.

Ekið á hross við Hrepphóla

Ekið var á hest á þjóðveginum við Hrepphóla í uppsveitum Árnessýslu undir morgun. Ökumaðurinn, sem slapp ómeiddur, óskaði eftir aðstoð lögreglunnar á Selfossi, þar sem hesturinn var mikið slasaður.

Sólheimadeilan gæti fengið farsælan endi

Forsvarsmenn Sólheima í Grímsnesi og Sveitarfélagsins Árborgar munu funda um stöðu Sólheima á morgun. Á fundinum mun koma í ljós hvort vilji er til þess af beggja hálfu að halda rekstrinum óbreyttum áfram.

Þrjú innbrot í nótt

Þrjú innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu í nótt, tvö í heimahús og eitt í geymsluhúsnæði. Auk þess var þjófnaður kærður á veitingahúsi.

Sjá næstu 50 fréttir