Fleiri fréttir

Átta hjólreiðamenn biðu bana

Átta hjólreiðamenn biðu bana á Ítalíu um helgina þegar Mercedes Benz bifreið var ekið inn í hópinn á mikilli ferð. Hjólreiðamennirnir æfðu í líkamsræktarstöð í grennd við slysstaðinn.

Maðurinn með riffilinn látinn laus

Maðurinn, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í fyrrinótt eftir að hann hafði verið á veitingahúsi, vopnaður riffli, var látinn laus að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi.

Fangar afhenda smákökur

Fangar af Litla-Hrauni munu afhenda Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Jólaaðstoð-2010 um 36 þúsund smákökur í dag. Fangarnir bökuðu kökurnar sjálfir til styrktar Mæðrastyrksnefnd.

Handtökur vegna skógarelda

Slökkviliðssveitir í Ísrael hafa loks náð stjórn á skógareldunum sem þar hafa geisað síðan á fimmtudag. Talsmaður yfirvalda segir að ekki sé búið að slökkva allt, en allavega sé nú hægt að hindra frekari útbreiðslu. Yfir 40 manns fórust í eldunum og 17 er enn saknað.

Fimmtugasta salmonellusmitið

Grunur leikur á að salmonellusmit sé komið upp í kjúklingum frá Matfugli ehf og er verið að rannsaka það nánar. Ef svo reynist vera er þetta fimmtugasta smittilfellið í kjúklingum hér á landi á árinu.

Sittu heima ódámurinn þinn

Boris Johnson hinn litríki borgarstjóri Lundúna hefur afturkallað boð til Sepp Blatters forseta FIFA um að gista frítt á hinu fornfræga Dorchester hóteli meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram árið 2018.

15 prósent kvenna í ofbeldissambandi

Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækara samfélagsmein en flestir gera sér grein fyrir, þar sem 15 prósent kvenna upplifa ofbeldi í núverandi sambandi.

Aðeins brot hefur verið birt

Á vefsíðunni Wikileaks hafa til þessa einungis verið birt 837 þeirra 251.287 leyniskjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni, sem boðuð hefur verið birting á.

Álfyrirtækin voru varin fyrir hækkun

Aldrei stóð til að setja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattsstund. Upphæðin var til viðmiðunar til að sjá um hvaða fjárhæðir væri að ræða, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Hún segir bandaríska sendiráðið hér á landi ekki hafa haft áhrif á að einnar krónu orkuskattur var lækkaður niður í tólf aura.

Pilti gert að fara frá fjölskyldu sinni

„Sonur minn þarf að yfirgefa landið fyrir áramót og við erum leið og hrygg vegna þess. Okkur finnst þetta ósanngjarnt.“ Þetta segir Julio Cesar Gutierrez, bóndi á Hávarsstöðum í Hvalfjarðarsveit, um þá ákvörðun Útlendingastofnunar að neita nítján ára syni hans um landvistarleyfi.

Wikileaks: Níu mílna fjarlægð

Frásögnum íslenska utanríkisráðuneytisins og bandaríska sendiráðsins ber ekki saman um flug rússneskra sprengjuflugvéla inn á íslenska flugumsjónarsvæðið aðfaranótt 17. ágúst árið 2007.

Óttast nýja borgarastyrjöld

Óttast er að borgarastyrjöld brjótist út á Fílabeinsströndinni í kjölfar forsetakosninganna. Thabo Mbeki, fyrrverandi forseti Suður-Afríku reynir nú að miðla málum í deilunni um hver sé forseti landsins.

Börn læra um jafnrétti

Jafnréttisverkefnið Jafnrétti kynjanna frá landnámi til vorra daga hefur verið kynnt fyrir kennurum í ýmsum grunnskólum í Reykjavík undanfarið, meðal annars í Selásskóla og Langholtsskóla. Markmiðið er að kynna nýstárlegar aðferðir til að vinna á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna, sem fyrirfinnast enn meðal skólabarna.

Kallar eftir framtíðarstefnu

Fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Fasteigna Reykjanesbæjar ehf., sem heldur utan um félagslega íbúðakerfið í bænum, hefur kallað eftir skýrri framtíðarsýn sjálfstæðismanna í meirihlutanum varðandi félagið.

Reyndu að koma sér hjá atkvæðagreiðslu

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samningum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hollendinga verið undirritað.

Taldi að hagsmunum vera stefnt í hættu

Carol van Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, ráðlagði stjórnvöldum í Bandaríkjunum eindregið að verða við ósk Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, sem sett var fram í bréfi frá Davíð seint í október árið 2008, um stórt lán í tengslum við aðgerðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi.

Ímynd Bandaríkjanna talin í hættu

Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007.

Pólitískur skáldskapur

Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur sent Fréttablaðinu athugasemd vegna umfjöllunar blaðsins á laugardaginn um minnisblað úr bandaríska sendiráðinu. Athugsemdin er hér í heild sinni:

Auglýsandi krefst nafnleyndar

Sá sem stendur á bak við auglýsingar á flettiskiltum í höfuðborginni gegn Evrópusambandsaðild Íslendinga vill ekki að nafn hans komi fram. Vegfarendur í Reykjavík hafa undanfarna mánuði rekið augun í auglýsingar á flettiskiltum borgarinnar þar sem birtur er íslenski fáninn og fáni Evrópusambandsins með orðinu NEI. Margir hafa velt því fyrir sér hver standi á bak við herferðina. Þær upplýsingar fengust hjá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, að auglýsingin væri ekki á þeirra vegum.

DeCode vill lögreglurannsókn á meintum njósnum Kínverja

Íslensk erfðagreining ætlar að óska eftir því að ríkislögreglustjóri rannsaki sérstaklega hvort Kínverjar hafi njósnað skipulega um starfsemi fyrirtækisins. Ekkert bendir þó til þess að óviðkomandi aðilum hafi tekist að brjótast inn í gagnagrunna fyrirtækisins.

Vel gengur að flytja Vonarstræti 12

Vel hefur gengið að flytja húsið sem áður stóð við Vonarstræti 12 yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Verkinu er nánast lokið en það tafðist eftir að í ljós kom að húsið var 25 tonnum þyngra en áætlað var í upphafi. Þriðja krananum var bætt við og nýjum keðjum komið fyrir til að lyfta húsinu.

Fáfróðir um íslensk stjórnmál

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tekur ekki undir áhyggjur bandarískra sendiráðsstarfsmanna um að Kínverjar stundi iðnaðarnjósnir hér á landi. Hann segir að Wikileaks skjölin opinberi vanþekkingu Bandaríkjamanna á íslensku stjórnmálum.

Alþingi hugsanlega vanhæft

Þingmenn Hreyfingarinnar óttast að Alþingi ætli breyta tillögum stjórnlagaþings áður en þjóðin fær að kjósa um þær. Fulltrúi á stjórnlagaþingi segir að Alþingi verði hugsanlega vanhæft til að fjalla um tillögur þingsins.

Skýrslan ekki dauðadómur yfir Samfylkingunni

„Mér finnst þessi skýrsla sýna styrkleika flokksins sem er tilbúinn til að fara með opinskáum hætti yfir þennan vanda sem flokkurinn hefur verið að takast á við,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Skýrsla umbótanefndar Samfylkingarinnar sé ekki dauðadómur yfir flokknum.

Vinna eigið úran óháð öðrum ríkjum

Stjórnvöld í Íran segjast í fyrsta skipti hafa unnið sitt eigið úran og segjast nú vera algerlega óháð öðrum ríkjum í öllu framleiðsluferli kjarnorku, þar með í auðgun úrans. Tilkynningin berst aðeins degi áður en fulltrúar stórveldanna funda með fulltrúum Íransstjórnar í Genf í Sviss á morgun, þar sem enn á að reyna að sannfæra Írana um að frysta kjarnorkuáætlun sína.

Kröfðust lausnar Liu Xiaobo

Hundruð manna mótmæltu fangelsun Nóbelsverðlaunahafans Liu Xiaobo og kröfðust lausnar hans í Hong Kong í dag en þessa var krafist með útifundum á nokkrum öðrum stöðum í heiminum í dag. Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í Osló höfuðborg Noregs á föstudag.

Fangar hjálpa fátækum: Baka mörg þúsund smákökur

„Margir hérna koma frá brotnum heimilum og fjölskyldum sem hafa haft lítið á milli handanna þannig að það eru margir hérna sem þekkja þetta. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað en það er ekki mikið sem við getum gert verandi í öryggisfangelsi,“ segir fanginn Jónas Árni Lúðvíksson í samtali við fréttastofu.

Rússneska flugvélin missti afl á tveimur hreyflum

Rannsókn á flugslysi við Domodedovo flugvöll í Moskvu í gær hefur leitt í ljós að það drapst á tveimur af þremur hreyflum flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Þá drapst á þriðja hreyflinum þegar flugmenn reyndu nauðlendingu á flugvellinum. Tveir fórust og 83 slösuðust í slysinu.

Knútur fagnar fjögurra ára afmæli

Ísbjörninn Knútur fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag. Hann hefur verið í dýragarði í Berlín frá því móðir hans hafnaði honum og bróður hans.

Varðberg lagt niður

Félögin Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál verða lögð niður í núverandi mynd næstkomandi fimmtudag. Félögin hafa verið starfrækt í áratugi en til stendur að stofna nýtt félag á grunni SVS og Varðbergs.

Grunur um salmonellu

Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til telur fyrirtækið rétt að innkalla vöruna. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerum (Rlnr.) 011-10-43-2-25. Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð. Í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins og í samráði við heilbrigðisyfirvöld hefur verið unnið að innköllun vörunar, að því er fram kemur í tilkynningu.

Vilja ráðherra út af þingi

Af 25 fulltrúum stjórnlagaþings sem kemur saman í febrúar á næsta ári eru 20 frekar eða mjög mótfallnir því að ráðherrar haldi sætum sínum á Alþingi. Meirihluti fulltrúanna vill þannig að ráðherrarnir víki sæti á Alþingi þegar taka við ráðherradómi. Aðeins tveir af fulltrúunum eru þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi að sitja áfram á þingi.

Unnu saman að listsköpun

Listnemar unnu að listsköpun í samstarfi við fólk sem upplifir fátækt eða félagslega einangrun og er hægt að sjá afraksturinn á ljósmyndasýningu sem opnaði í gær. Verkefnið er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun en auk þeirra komu Hlutverkasetur, Hjálparstofnun kirkjunnar og Kvennasmiðjan að framkvæmd verkefnisins.

Vandræðagangur Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur gengið illa að fjármagna Búðarhálsvirkjun og á meðan eru framkvæmdum haldið í lágmarki. Forstjóri fyrirtækisins segir að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar verði lokið öðru hvoru megin við áramótin en í febrúar sagði hann að henni yrði lokið fyrir mitt árið.

Versta flugfélag í heimi

Lággjaldaflugfélagið Ryanair er versta flugfélag í heimi samkvæmt könnun þjónustumatsfyrirtækisins Zagat. Vélar flugfélagsins þykja óþægilegar og þjónustan slæm

Áfellisdómur yfir starfsháttum Samfylkingarinnar

Skýrsla umbótanefndar Samfylkingarinnar er áfellisdómur yfir starfsháttum flokksins að mati Dags. B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Flokkurinn bað íslensku þjóðina afsökunar í gær á mistökum flokksins í aðdraganda hrunsins.

Drög að Icesave samkomulagi kynnt

Drög að nýju Icesave samkomulagi hafa verið kynnt þingflokkum stjórnarandstöðunnar. Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands stefna að því að ljúka við gerð samnings sem allra fyrst.

Jón Ásgeir sagður ræningi

Í greinaflokki sænska viðskiptafréttavefsins E24 um helstu fjárglæframenn og svindlara efnahagskreppunnar er Jón Ásgeir Jóhannesson sagður hafa breyst úr glaumgosa í ræningja. Í greinaflokknum hefur áður m.a. verið fjallað um fjársvikamál bandaríska kaupsýslumannsins Bernard Madoff.

Hvort á sinni öldinni

„Ég hef aldrei verið mikil 20. aldar kona. Mér finnst stundum eins og allt það merkilegasta hafi gerst á 19. öldinni en menn halda náttúrulega með „sínum“ öldum. Ég þekki eiginlega ekkert annað en að hugsa út frá 19. öldinni, mitt sjónarhorn er litað af þeirri söguskoðun og ég horfi alltaf einhvern veginn á samtíðina úr fortíðinni. Og mig langaði að opna þessa öld fyrir breiðum og nýjum lesendahópi með því að fjalla um þennan kvennaheim 19. aldar,“ segir Sigrún Pálsdóttir, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Þóra biskups.

Æfðu rústabjörgun

Það er ekki alltaf sem björgunarsveitarfólki gefst kostur á að æfa rústabjörgun við sem raunverulegustu aðstæður. Það gerðist þó í gær. Til stóð að rífa hús á Laugarvatni um helgina og gafst rústabjörgunarsveitinni Ársæli í samvinnu við Björgunarsveitina Ingunni tækifæri til að nýta húsið til rústabjörgunar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá björgunarsveitarmönnum gekk æfingin framar vonum í samvinnu við veðurguðina.

Þingstarfsmaður sakaður um njósnir

Breska lögreglan hefur handtekið rússneska konu sem er búsett í Bretlandi en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir fyrir rússnesk stjórnvöld. Konan,sem er 25 ára, vann sem aðstoðarmaður bresk þingmanns. Konan neitar sök í málinu en þetta er í fyrsta skipti frá lokum kalda stríðsins sem starfsmaður breska þingsins er sakaður um að stunda njósnir fyrir stjórnvöld í Moskvu.

Skíðasvæði opin

Opið er í Bláfjöllum, skíðasvæðinu í Tindastól og í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Í Bláfjöllum er opið frá tíu til fimm. Þar er veður gott, mínus hálf gráða, heiðskýrt og fallegt veður. Skíðasvæðið í Tindastól opnar klukkan 11 og lokar klukkann 16 en þar er fimm stiga frost og hægviðri. Í tilkynningu frá Skagafirði segir að sést hafi til tófu að rölta í samkeppni við rjúpnaveiðimenn þannig að dýralífið sé ágætt og aðstæður á svæðinu hinar bestu. Hlíðarfjall á Akureyri opnar nú klukkan 10 og er opið til 16.

Ríkisstjórnin lækki ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna

Ríkisstjórnin verður að breyta lögum og lækka ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna hyggist hún lækka kostnað vegna félagslegs húsnæðis. Standi það ekki til er ríkisstjórnin að gefa falsvonir með yfirlýsingum sínum. Þetta segir Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunarsviðs Íbúðalánasjóðs á bloggi sínu.

Útsvarshækkun ógnar sérstöðu Seltjarnarnesbæjar

Ungir sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi mótmæla harðlega fyrirhuguðum útsvarshækkunum bæjarstjórnar Seltjarnarnes og telur þær með öllu óréttlætanlegar. Hækkunin ógni sérstöðu Seltjarnarnesbæjar sem fyrirmyndar bæjarfélags og hún sé auk þess ekki í takt við þau kosningarloforð sem gefin hafi verið fyrr á árinu.

Sjá næstu 50 fréttir