Fleiri fréttir

Tilraun til heilaþvottar

Fimm manna fjölskylda í 80 fermetra blokkaríbúð í Hafnarfirði telur sig engu bættari eftir að stjórnvöld og fjármálakerfið gáfu sitt lokasvar í skuldamálum heimilanna. Þetta segir móðirin, sem kallar útspil gærdagsins tilraun til heilaþvottar.

Wikileaks: Er oft með krosslagðar hendur

Hún hefur sterkar skoðanir, á auðvelt með að gera málamiðlanir, er náin Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og er oft með krosslagðar hendur í upphafi funda. Svona er Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, lýst í skýrslu sendiherra Bandaríkjanna hér á landi til Condoleezzu Rice, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Gerir ekki athugasemdir við yfirlýsingar Ólafs Ragnars

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að forseta Íslands sé frjálst að opinbera sínar skoðanir í erlendum fjölmiðlum jafnvel þótt þær séu að mörgu leyti á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda.

„Það væri gaman að tala í talstöð en ég bara get það ekki“

Loftið var spennu þrungið á bensínstöð í efri byggðum Reykjavíkur í bítið þar sem 16 jeppar og tugir manna biðu þess óþreyjufullir að leggja á Langjökul. Þrátt fyrir spennu voru hvorki hlátrasköll né mannalæti á bensínstöðinni, eins og ætla mætti þar sem hópur jeppakarla og kerlinga kemur saman í upphafi ferðar.

Nýtt samkomulag nánast tilbúið

Margframlengdur frestur stjórnvalda til að skila svari til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave rennur út á þriðjudag. Mikið er þrýst á þingmenn stjórnarandstöðunnar að veita drögum að nýjum Icesavesamningi blessun sína, svo komast megi hjá því að málið fari fyrir EFTA-dómstólinn.

Wikileaks: Veikindi Ingibjargar og undarlegt sinnuleysi stjórnvalda

Bandaríkjamenn töldu ljóst í október 2008 að veikindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þáverandi utanríkisráðherra væru alvarlegri en gefið væri upp opinberlega og að óljóst væri hve stórt hlutverk hún gæti leikið í baráttunni við efnahagshrunið. Þetta kemur fram í skeyti frá Carol Van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Þá segir að veikindi Ingibjargar og Grétars Márs Sigurðssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu hafi haft mikil áhrif á viðbrögð íslenskra stjórnvalda í hruninu sem hún segir hafa einkennst af „undarlegu sinnuleysi.“

Vann 11 milljónir í lottóinu

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann tæpum 11 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 8, 18, 23, 27 og 38. Vinningshafinn var með tölurnar í áskrift.

Wikileaks: Vildi þvinga Icesave fyrir dómstóla

Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á fundi í bandaríska sendiráðinu í fyrra að best væri fyrir íslensku þjóðina að Icesave samningarnir yrðu felldir og málið þvingað fyrir dómstóla. Töf á lausn málsins myndi hins vegar tefja endurreisn efnahagslífsins.

Borg og sveit eru systur

Þorvaldur Gylfason, stjórnlagaþingsfulltrúi, segir það ekki áhyggjuefni þótt 101 Reykjavík eigi fleiri fulltrúa á þinginu en landsbyggðin. 25 fulltrúar voru kosnir um síðustu helgi til setu á stjórnlagaþingi. Nýkjörnir stjórnlagaþingsfulltrúar funduðu með stjórnlaga- og undirbúningsnefnd á Grand Hóteli í dag en það hefur gagnrýnt að landsbyggðin skuli einungis eiga þrjá fulltrúa á þinginu.

„Við vorum ekki fórnarlömb óheillaþróunar“

Andvaraleysi og afneitun einkenndi afstöðu Samfylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu með sjálfstæðismönnum að mati umbótanefndar flokksins. Samfylkingin bað íslensku þjóðina afsökunar í dag á mistökum sem flokkurinn gerði í aðdraganda hrunsins.

Segir forsetann tala fyrir einangrun

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, mæla fyrir einangrun. Forsetinn virðist tala gegn lausn á Icesavemálinu en dekri í staðinn við aukin efnahagsleg tengsl við „nútímanýlenduherra í Kína og í Rússlandi Pútíns.“

Fórust í flugslysi í Rússlandi

Tveir fórust og á fimmta tug slösuðust þegar rússnesk farþegaflugvél rann út af flugbraut á flugvelli í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í dag. Hreyflar þotunnar, sem er af gerðinni Tupolev Tu-154, biluðu eftir flugtak sem varð til þess að hún þurfti að nauðlenda með fyrrnefndum afleiðingum.

Flugumferðarstjórar tínast aftur til vinnu

Spænskir flugumferðarstjórar hafa frá því í hádeginu verið að tínast aftur til vinnu en verkfall þeirra hófst í gær. Flugumferðarstjórarnir komu aftur til vinnu eftir að ráðamenn hótuðu að sett yrðu neyðarlög til að þvinga þá aftur til starfa.

Tillaga um afsökunarbeiðni samþykkt

Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þar sem Samfylkingin biður íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnframt heitir Samfylkingin því að hlusta með opnum hug á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig.

Tilkynnt um eld í báti við Látraröst

Vörður, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, var kallað út rétt eftir klukkan þrjú í dag þegar tilkynnt var í eld í báti við Látraröst. Tveir skipsverjar eru um borð í bátnum sem er yfirbyggður plastbátur og hafa þeir náð að slökkva eldinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Wikileaks: Vaxandi útlendingahatur á Íslandi

Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir í skeyti sem hún sendi í maí árið 2008 að ákvörðun Íslendinga um að taka við 30 flóttamönnum frá Palestínu hafi afhjúpað vaxandi útlendingahatur í landinu. Hún fer yfir málið og bendir meðal annars á að undirskriftum hafi verið safnað á Akranesi gegn hugmyndinni, en þangað fóru flóttamennirnir. Hún ræðir einnig sérstaklega um andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þáverandi varaformanns Frjálslynda flokksins og varabæjarfulltrúa á Akranesi.

Ingibjörg Sólrún á meðal fundarmanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var meðal fundargesta á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Hótel Loftleiðum í dag. Megin umfjöllunarefni fundarins eru tillögur umbótanefndar flokksins en nefndin var skipuð í aprílmánuði til að fara yfir starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg tók ekki til máls á fundinum en hún hefur nú yfirgefið samkunduna.

Samfylkingin biðji þjóðina afsökunar

Samfylkingin biður þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún beri ábyrgð á í aðdraganda hrunsins. Jafnfram heitir flokkurinn því að hlusta með opnum huga á gagnrýni og takast á við umbætur á skipulagi, starfsháttum og stefnu flokksins til að koma í veg fyrir að sambærileg mistök endurtaki sig. Þetta kemur fram í ályktun sem liggur fyrir flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á hótel Loftleiðum í dag og verður væntanlega samþykkt síðdegis.

Mystery kaupir Áttablaðarós Óttars

Sá tími er runninn upp að framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð bítist um kvikmyndarétt að jólabókunum. Nýjasta salan er Áttablaðarósin eftir Óttar Martin Norðfjörð.

Ættleiðingardagar í Kattholti

Um helgina fara fram ættleiðingardagar í Kattholti þar sem dýravinum gefst kostur á að skoða og ættleiða ketti sem eru í heimilisleit. Jafnframt fer fram jólabasar til styrktar heimilislausum köttum en þar eru m.a. til sölu jólakort, ýmsir jólamunir og skraut ásamt bókinni Köttum til varnar. Einnig er boðið upp á nýbakaðar vöfflur, kaffi og ávaxtasafa á vægu gjaldi.

Afstaða bænda til viðræðna einstök

Afstaða íslenskra bænda til samningaviðræðna íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandins er einstök, að mati Graham Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Hann segist ekki vita til þess að bændur í öðrum ríkjum hafi ekki haft áhuga á að kynna sér hvað sambandið hafi upp á bjóða. Rætt er við Graham í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Wikileaks: Kosovo-yfirlýsing gæti stefnt framboði til öryggisráðs í voða

Bandaríkjamenn þrýstu mjög á um það á sínum tíma að Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Kosovo. Í skjölunum sem Wikileaks hafa afhjúpað kemur fram að Bandaríkjamenn töldu Íslendinga draga lappirnar í málinu og velti Carol van Voorst þáverandi sendiherra því fyrir sér hvort framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna væri að valda tregðu hjá íslenskum ráðamönnum að viðurkenna Kosovo.

Bjarni tjáir sig um leyniskjöl

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa lagt til við sendiráðsnaut í bandaríska sendiráðuneytinu í nóvember í fyrra að Bandaríkjamenn fjármögnuðu för utanríkismálanefndar Alþingis til Bandaríkjanna. Ekki hafi verið um tilraun að ræða til að fá fjölmiðlaathygli og koma höggi á ríkisstjórnina. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur starfsmanna sendiráðsins um frama hans innan Sjálfstæðisflokksins og framtíðartengsl Íslands við ESB í ljósi afstöðu Davíðs Oddssonar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Bjarna heimasíðu hans á samskiptavefnum Facebook.

Stjórnmálaflokkum verði bannað að auglýsa í sjónvarpi

Samfylkingin hefur brennt sig illa á því að sækjast eftir og þiggja fé af einstökum fyrirtækjum og fjársterkum hagsmunaaðilum. Það er ljóst að flokkurinn hefur gert afdrifarík og alvarleg mistök með því að láta viðgangast að frambjóðendur öfluðu fjár frá fyrirtækjum, og jafnvel hvetja til þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar og lögð var fyrir flokksstjórn Samfylkingarinnar fyrr í dag. Nefndin leggur til að flokkurinn beiti sér fyrir því að sjónvarps- og útvarpsauglýsingar stjórnmálaflokka verði bannaðar í aðdraganda kosninga.

Ráðherrar sagðir í engum tengslum við flokkinn

„Starf ráðherra er í litlum eða engum tengslum við flokkinn. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa engar skyldur um að standa skil á embættisfærslum sínum gagnvart eigin félögum og flokksmenn hafa engar formlegar leiðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra flokksins,“ segir í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar sem lögð var fyrir flokksstjórn flokksins í hádeginu.

Slökkviliðismenn óánægðir

Ákvörðun slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu um að fella einhliða niður greiðslur fyrir álag og að breyta vaktafyrirkomulagi veldur slökkviliðsmönnum gríðarlegri óánægju.

Árangur söfnunarinnar fór fram úr björtustu vonum

Þrátt fyrir árferðið gáfu Íslendingar meira til fátækra barna í Afríku í söfnun á degi rauða nefsins í gær. 173 milljónir króna söfnuðust og tæplega tvö þúsund Íslendingar bættust í ört stækkandi hóp heimsforeldra. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aðstandendur alsæla með gærkvöldið.

Áfram ódýrt þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir

Þrátt fyrir skatta- og gjaldskrárhækkanir Reykjavíkurborgar er hvergi ódýrara á höfuðborgarsvæðinu að vista barn á frístundaheimili, systkinaafsláttur á leikskóla er mestur í Reykjavík og lóðarleiga lægst. Þá er nær helmingi dýrara að setja barn á leikskóla á Seltjarnarnesi en í Reykjavík.

Stjórnarþátttakan afhjúpar veikleika flokksins

Umbótanefnd Samfylkingarinnar kemst að þeirri megin niðurstöðu í skýrslu sem lögð er fyrir flokksstjórn í dag að bankahrunið og ríkisstjórnarþátttaka flokksins afhjúpi veikleika í flokksstarfinu. Varaformaður flokksins segir að ábyrgðin á bankahruninu megi ekki einskorðast við þá einstaklinga sem stóðu í eldlínunni á tíma hrunsins.

Wikileaks: Taldi Davíð ógna pólitískri framtíð sinni

Bjarni Benediktsson taldi Davíð Oddsson ógna frama hans innan Sjálfstæðisflokksins og vera stóra hindrun í vegi þess að Íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat embættismanna í bandaríska sendiráðinu.

Verkfall lamar flugumferð

Fjölmörg flugfélög hafa aflýst ferðum til og frá Spáni í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Fyrir vikið eru þúsundir ferðamanna strandaglópa í landinu.

Wikileaks: Björn vildi einkavæða hluta af Gæslunni

Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, vildi einkavæða hluta af Landhelgisgæslunni í byrjun árs 2006. Frá þessu greindi Stefán Eiríksson, þáverandi deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Það hefði gefist vel að einkavæða hluta af löggæslunni, eins og Neyðarlínuna 112.

Ristaðar möndlur og hestvagnaferðir í Laugardalnum

Ristaðar möndlur, hestvagnaferðir, jólalistasmiðja og jólaleg skautahöll. Önnur helgi í aðventu er runninn upp og ýmislegt jólalegt er í boði í Laugardalnum um helgina. Möndlur verða ristaðar í Café Flóru í Grasagarðinum þar sem Flugbjörgunarsveitin selur jólatré og greinabúnt milli klukkan 13 og 18. Þá verður jólabasar í garðskálanum.

Tillögur umbótanefndar kynntar

Skýrsla og tillögur umbótanefndar Samfylkingarinnar eru meginefni flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar sem fram fer á Hótel Loftleiðum í dag.

Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér

Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington.

Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands

Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda

Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið.

Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember.

Fimm prósent Íslendinga þjást af heilsukvíða

Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað.

Wikileaks: Jóhanna hótaði að segja af sér

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu.

Wikileaks: Steingrímur kom bandaríska sendiráðinu á óvart

„Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir