Fleiri fréttir

Saksóknara Alþingis neitað um brýn gögn

Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Samið um rekstur Sólheima út janúar

Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið.

Rændi 10-11 með hulið andlit

Lögreglan á höfuð­borgar­svæðinu leitaði í gær manns sem rændi 10-11 verslun á Melabraut í Hafnarfirði í gærmorgun.

Lánastofnanir fá sextíu daga

Lánastofnanir hafa 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum gengisbundnum bíla- og fasteignaveðlánum eftir að frumvarp um gengisbundin lán varð að lögum í gær. Samkvæmt lögunum skal uppgjör fara fram innan 90 daga frá gildistöku þeirra.

Fatlaðir studdir á vinnumarkaði

Vinnumálastofnun og Reykjavíkurborg hafa undir­ritað samkomulag um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk og samstarf varðandi þjónustu og vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem njóta félagsþjónustu hjá Reykjavíkurborg.

Sjávarútvegsfyrirtæki fá MSC-vottun

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækin Sjóvík ehf. og Fram Foods Ísland hf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum fiskveiðum.

Vilja auka ýsukvóta án tafar

Stjórn Landssambands smábátaeigenda skorar á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að bæta nú þegar 20 þúsund tonnum við áður útgefinn heildarafla í ýsu.

Rændu síðustu löggu bæjarins

Enginn lögreglumaður er nú starfandi í mexíkóska landamærabænum Guadalupe eftir að síðasta lögreglumanninum sem eftir var í bænum var rænt af undirtyllum fíkniefnabaróna.

Skora á Gbagbo að víkja strax

Sendinefnd Vestur-Afríkuríkja hefur skorað á Laurent Gbagbo, forseta Fílabeinsstrandarinnar, að hlíta kosningaúrslitum og víkja úr sæti nú þegar.

Rússar vísa gagnrýni á bug

Rússar svara þeim fullum hálsi sem hafa gagnrýnt málareksturinn gegn olíujöfrinum Mikhail Khodorkovsky, sem var fundinn sekur í vikunni um undanskot og peningaþvætti.

Fyrirskipaði fjölda morða

Igor Izmestjev, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa fyrirskipað fjölda morða.

Jóli getur verið hættulegur bátum og skipum

Borgarísjaki, sem sést hefur frá Litlu-Ávík, norður á Ströndum, hefur nú færst austar og er nú um það bil 15 kílómetra NNA af Reykjaneshyrnu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu.

21 einstaklingur greinst með berkla í ár

Alls hefur 21 einstaklingur greinst með berkla hér að landi. Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins segir að þetta sé óvenju há tala. Af þessum 21 sé 16 af erlendu bergi brotnir. Þeir sem greinst hafi á árijnu séu á aldrinum 20-70 ára og meðalaldur 34 ár.

Níu ára gamall ökumaður stöðvaður

Níu ára gamall ökumaður var stöðvaður í morgun eftir að hann hafði ekið í gegnum Héðinsfjarðargöngin. Drengurinn var þó ekki einn í för því afi hans, karlmaður á níræðisaldri hafði leyft honum að aka.

Nafn mannsins sem lést

Ökumaður vöruflutningabifreiðarinnar er lést í umferðarslysi í Langadal í Húnavatnssýslu í gærkvöldi hét Hilmar Tómasson til heimilis að Valagili 21 á Akureyri.

Herjólfur siglir í Landeyjahöfn á morgun

Landeyjahöfn hefur ekki lokast vegna sandburðar eins og reiknað var með og því hefjast siglingar Herjólfs aftur þangað samkvæmt áætlun í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi.

Gálgafrestur keyptur á Sólheimum

Framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi fundaði með framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar í morgun. Þar var tekin sú ákvörðun að ganga til formlegra samningaviðræðna um framtíð Sólheima. „Það þarf að fara í það mjög hratt og sjá hvort það er hægt að ná ásættanlegri niðurstöðu,“ segir Guðmundur.

Fjórar stórar áramótabrennur í Reykjavík

Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að söfnun á borgarbrennur hefjist á morgun. „Best er að fá hreint timbur og bretti á brennurnar,“ segir Þorgrímur Hallgrímsson, rekstrarstjóri á hverfastöð Framkvæmda- og eignasviðs, á vef Reykjavíkurborgar.

Ósáttur flugfarþegi: „Þetta er búið að taka á taugarnar“

„Við bara biðum og biðum og biðum í troðfullri vél í sjóðandi hita. Við sátum í vélinni í rúma fjóra tíma áður en okkur var tilkynnt að vélin færi ekki í loftið. Allan þennan tíma færðu flugþjónarnir okkur bara vatn," segir ósáttur viðskiptavinur Iceland Express sem átti bókað flug frá Berlín í gærkvöldi. Vélin átti að fara klukkan átta um kvöldið að staðartíma en farþegar bíða enn.

Völvan spáir stjórnarslitum, óeirðum og byltingu

Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð.

Féhirðir Frímúrara dæmdur í sex mánaða fangelsi

Sextugur karlmaður, fyrrum féhirðir Frírmúrarareglunnar á Húsavík, var skömmu fyrir jól dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að draga að sér rúmar sex milljónir úr sjóðum reglunnar á átta ára tímabili. Þá var hann einnig dæmdur fyrir umboðssvik og skjalafals.

Ögmundur segir of snemmt að spá fyrir klofningi VG

Lilja Mósesdóttir íhugar að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna vegna þeirrar gagnrýni sem hún hefur þurft að þola eftir að hún sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, segir of snemmt að spá fyrir um hvort Vinstri grænir séu við það að klofna.

Mývetningar fagna metanóli en Alcoa gefst ekki upp

Oddviti Mývetninga fagnar hugmyndum um metanólverksmiðju við Kröflu. Alcoa heldur sínu striki og reiknar með að halda áfram viðræðum við Landsvirkjun eftir áramót um álver við Húsavík.

Reyna að ná samkomulagi um rekstur Sólheima

Nú stendur yfir fundur stjórnar Sólheima á Grímsnesi með forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar en á fundinum verður reynt að ná samkomulagi um áframhaldandi rekstur Sólheima.

Mál þremenninganna rætt á þingflokksfundi

Ágreiningur sem uppi er innan Vinstri grænna verður ræddur á þingflokksfundi í næstu viku. Hart hefur verið deilt innan flokksins eftir að þrír þingmenn VG sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrr í mánuðinum.

Nýtt líf velur Gerplustúlkur konu ársins

Tímaritið Nýtt Líf hefur valið Gerplustúlkur konu ársins 2010. Nýtt Líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær konur, sem hafa hlotið titilinn, fjölbreyttan hóp en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa skarað

Bjóða strætisvagnabílstjórum þreföld laun

Norska fyrirtækið Tide Buss auglýsir eftir íslenskum strætisvagnabílstjórum í fullt starf. Kjör vagnstjóra í Noregi eru umtalsvert betri en hér á Íslandi. Sveinn Aðalsteinsson, fyrsti trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó Bs., telur því líklegt að margir íslenskir vagnstjórar íhugi vel þann möguleika að flytjast búferlum til Noregs til að keyra þar strætó.

Tekinn með kókaín í páskaeggjum rétt fyrir jól

Tollverðir á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles stöðvuðu karlmann í síðustu viku sem vakti sérstaka eftirtekt þeirra. Maðurinn var nefnilega með fáein páskaegg í fórum sínum sem tollvörðunum þótti heldur undarlegt í ljósi þess að tveir dagar voru til jóla. Í eggjunum var hvítt duft sem reyndist vera rúm sex kíló af kókaíni.

Bílstjórinn látinn

Maðurinn sem var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal í gærkvöldi er látinn. Samkvæmt vakthafandi lækni á slysadeild Landspítlans var maðurinn úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á spítalann. Hann var á fertugsaldri.

Fjölskylda slapp vel þegar bíllinn valt í Súðavíkurhlíð

Fjögurra manna fjölskylda slapp vel þegar bíll þeirra valt á veginum um Súðavíkurhlíð. Stórgrýti hafði fallið á veginn og þegar ökumaðurinn reyndi að sveigja hjá því missti hann stjórn á bílnum sem fór eina veltu ofan vegar. Hjón voru í bílnum ásamt börnum sínum tveim, sex mánaða og þriggja ára.

Áttavilltur maður kveikti í rusli á Selfossi

Einn maður gistir fangageymslur lögreglunnar á Selfossi en hann hafði verið með mikil læti fyrir sjúkrahús bæjarins. Að sögn lögreglu virtist maðurinn undir áhrifum, áttavilltur og ruglaður. Hann kveikti meðal annars í laufblöðum og rusli við inngang sjúkrahússins og þegar lögregla kom á vettvang streittist hann á móti og slóst við lögreglumennina. Þeir höfðu þó betur og verður maðurinn yfirheyrður síðar í dag þegar hann nær áttum.

Elton John orðinn pabbi

Breski popparinn Elton John varð faðir í fyrsta sinn á jóladag þegar hann og eiginmaður hans, David Furnish, eignuðust son með hjálp staðgöngumóður, að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar.

Tveir í haldi grunaðir um líkamsárás

Mikið gekk á í höfuðborginni í nótt miðað við að um aðfaranótt þriðjudags hafi verið að ræða. Um klukkan háltólf var líkamsárás gerð í miðbænum og situr einn í fangageymslu grunaður um aðild að henni en nokkrir aðilar réðust að fólki með þeim afleiðingum að einn er mögulega kjálkabrotinn.

Þjóðvegur eitt opnaður eftir alvarlegt bílslys

Þjóðvegur eitt um Langadal hefur opnaður til vesturs og á næstu mínútum ætti að vera hægt að opna til austurs. Vegurinn lokaðist vegna alvarlegs umferðarslyss á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Skref aftur á bak fyrir Rússa

Vestrænir þjóðarleiðtogar gagnrýna harðlega niðurstöðu rússneskra dómstóla í máli auðjöfursins Mikhail Khodorkovsky og segja málið vekja upp fjölmargar spurningar um dómskerfið í Rússlandi.

Almenningssamgöngur komnar í eðlilegt horf

Almenningssamgöngur til og frá austurströnd Bandaríkjanna eru komnar í eðlilegt horf eftir að mikill bylur fór þar yfir. Aflýsa þurfti um sjö þúsund flugferðum vegna veðurs í gær og fyrradag.

Meintir hryðjuverkamenn áfram í haldi

Níu karlmenn menn sem taldir eru hafa ætlað að ráðast á kauphöllina í London og bandaríska sendiráðið þar í borg yfir hátíðarnar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum.

Sjá næstu 50 fréttir