Fleiri fréttir

Enn óvissa um stuðning við Icesave samkomulag

Mikil óvissa er um stuðning stjórnarandstöðunnar við nýtt Icesave samkomulag. Þingmenn Framsóknarflokksins eru að fara yfir málið og hafa ekki tekið afstöðu, en formaður flokksins segir mikilvægt að þjóðin eigi síðasta orðið.

„Við viljum fá svör við þessu“

„Okkur finnst við ekki hafa fengið þau svör sem við ætlumst til að fá. Við erum að fyrst og fremst að spyrja um eitt. Hafa íslensk lög verið virt hvað varðar friðhelgi einkalífsins eða hafa þau verið brotin. Við viljum fá svör við þessu,“ segir Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindamálaráðherra. Hann hefur falið ríkissaksóknara að kanna hvort lög hafi verið brotin með starfsemi öryggis- og eftirlitssveitar sem bandaríska sendiráðið hefur starfrækt hér á landi í meira en 10 ár.

Brotist inn á ellefu heimili í Hafnarfirði og Garðabæ

Undanfarnar fjórar vikur hefur verið brotist inn í ellefu heimahús í Hafnarfirði og Garðabæ. Langflest innbrotin hafa átt sér stað að degi til og fáein að kvöldlagi Skartgripir eru meðal þess sem innbrotsþjófarnir hafa haft á brott með sér en líklegt verður að teljast að málin tengist, samkvæmt lögreglu.

Máli Glitnis gegn sjömenningum í New York vísað frá

Dómari í New York hefur vísað frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og sex viðskiptafélögum hans. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá á þeim forsendum að allir málsaðilar séu íslenskir og því beri að flytja málið á Íslandi. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Ríkissaksóknari rannsaki eftirlitssveit Bandaríkjamanna

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að biðja ríkissaksóknara um að kanna hvort bandaríska sendiráðið á Íslandi hefi gerst brotlegt við lög með því að starfrækja öryggissveit við sendiráðið sem fylgdist með mannaferðum við sendiráðið.

Vilja tryggja á sjötta hundrað ársverk

Fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar er á dagskrá á borgarstjórnarfundi í dag samhliða síðari umræðu um fjárhagsáætlun. Fjárfestingaráætlunin gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til fjárfestinga.

Assange sleppt gegn tryggingu

Dómari í Lundúnum lét í dag Julian Assange lausan úr fangelsi gegn tryggingu. Hann mun því ganga laus þartil skorið verður úr um hvort hann verður framseldur til Svíþjóðar.

Sækja aftur í hryðjuverkin

Einn af hverjum fjórum föngum sem sleppt hefur verið úr fangelsi Bandaríkjanna á Kúbu hefur annaðhvort snúið sér aftur að hryðjuverkastarfsemi svo vitað sé eða er sterklega grunaður um það.

Vonandi siglt til Landeyjahafnar á morgun

Á morgun er ráðgert að Herjólfur sigli á Landeyjahöfn. Í tilkynningu frá Eimskip, rekstaraðila ferjunnar, segir að farþegar séu þó beðnir um að fylgjast vel með í fjölmiðlum komi til þess að sigla þurfi á Þorlákshöfn í staðinn.

Vildi geta boðið ókeypis handklæði

„Þessi fjárhagsáætlun Samfylkingarinnar og Besta flokksins er góð miðað við aðstæður. Það væri auðvitað frábært að eiga meiri peninga," sagði Jón Gnarr í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. En svona væri staðan núna Unnið væri útfrá þeim aðstæðum sem nú væru uppi.

Ómar vill ekkert hringl með klukkuna

„Verum ekkert að hringla með klukkuna," segir Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður. Eins og Vísir sagði frá í morgun er þverpólitísk samstaða um það á Alþingi að seinka klukkunni um klukkustund. Tillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi. Ómar Ragnarsson segir á bloggvef sínum að rök

Háskólasjóður Eimskipafélagsins veitir allt að 60 milljónir í styrki

Á aldarafmæli Háskóla Íslands í upphafi næsta árs verður úthlutað allt að 60 milljónum króna í vísindastyrki til doktorsnema úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands. Í tilkynningu frá háskólanum segir að ekki hafi verið unnt að úthluta nýjum styrkjum úr sjóðnum undanfarin tvö ár vegna rýrnunar sjóðsins í efnahagshruninu árið 2008.

Barnafjölskyldur borga 300 þúsundum meira

Gjaldskrárhækkanir í skólum Reykjavíkur munu kosta þær fjölskyldur sem verst verða úti nærri 300 þúsund krónur á ári. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem sakar meirihlutann um að hafa ekki hugsað málið til enda og segir að fullnýting útsvars hefði dugað til að koma í veg fyrir slíkar hækkanir.

Voyager nálgast útjaðar sólkerfisins

Eftir að hafa lagt að baki rúma 17 milljarða kílómetra á 33 ára siglingu sinni um geiminn er bandaríska geimfarið Voyager 1. að nálgast útjaðar sólkerfisins. Ekkert annað geimfar er jafn langt frá jörðu.

Laukurinn velur Grýlu sem eina mikilvægustu persónu ársins

Enginn hafði jafn mikil áhrif á flugumferð á árinu sem er að líða og hin hryllilega tröllkona Grýla sem í vor stóð fyrir eldgosinu í Eyjafjallajökli. Aska gossins dreifðist víða um lönd og varð til þess að loka þurfti flugvöllum um alla Evrópu. Kostnaður alþjóðasamfélagsins vegna eldgossins nam hundruðum milljónum dollara.

Samvinna eðlileg á tilteknum sviðum

Það er eðlilegt að stærstu opinberu háskólarnir sameinist um sameiginlegan stjórnsýsluhluta, sameiginlegt gæðamat og eitt upplýsingakerfi, sagði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Berlusconi vann stórfelldan sigur

Báðar deildir ítalska þingsins felldu í dag vantrauststillögu á ríkisstjórn Silvios Berlusconis forsætisráðherra. Hann situr því sem fastast í embætti.

Þingmenn vilja fækka myrkum morgnum

Klukkunni á Íslandi verður seinkað um klukkustund, verði þingsályktunartillaga fjórtán þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi samþykkt. Gert ráð fyrir að fundin verði hentug tímasetning til þess að ráðast í aðgerðina innan árs frá samþykkt þingsályktunartillögunnar.

Fimm hundruð lögðu ólöglega um helgina

Mikið er um stöðubrot í Reykjavík en um helgina hafði lögreglan afskipti af hátt í fimm hundruð ökutækjum vegna þessa, jafnt á miðborgarsvæðinu sem annars staðar.

Óvenju lágt hlutfall í launakostnað hjá Hraðbraut

Aðeins 37% af rekstrarútgjöldum menntaskólans Hraðbrautar eru laun. Í framhaldsskólum á vegum ríkisins er hlutfall launakostnaðar að jafnaði tvöfalt hærra eða um 75%. Þetta kemur fram í skýrslu menntamálanefndar um Hraðbraut en í henni eru stjórnendur skólans harðlega gangrýndir fyrir meðferð sína á opinberum fjármunum.

Vel heppnað uppboð í Góða hirðinum til styrktar Bjarkarási

Alls söfnuðust 301 þúsund krónur á uppboði í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu, sem haldið var á föstudag til styrktar Bjarkarási. Uppboðið er annað í röðinni á skömmum tíma til styrktar Bjarkarási, sem er ein af stofnunum Áss styrktarfélags sem veitir fötluðu fólki dagþjónustu, hæfingu og vinnu. Alls hafa því safnast 687 þúsund krónur sem renna óskiptar til styrktarfélagsins. Uppboðshaldari var tónlistarmaðurinn KK sem gaf vinnu sína til styrktar góðu málefni.

Ísland annað mesta lýðræðisríki heims

Ísland er í öðru sæti á lista The Economist Intelligence Unit, rannsóknarfyrirtækis tímaritsins The Economist, sem hefur raðað ríkjum jarðar eftir því hvar mest lýðræði ríkir. Norðmenn tróna á toppnum með heildareinkunina 9.80 en Ísland fær 9.65 í einkunn. Danmörk og Svíþjóð fylgja í kjölfarið og Nýja Sjáland er í fimmta sæti.

Um 20% fleiri slösuðust alvarlega í umferðarslysum

Þeim sem slösuðust alvarlega í umferðarslysum á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði um 20% miðað við sama tímabil í fyrra. Alvarlega slasaðir eru þó á þessu tímabili ársins 2010 tæplega 4% færri en árið 2008, samkvæmt tölum Umferðarstofu.

Jussanam vill verða íslenskur ríkisborgari

Brasilíska söngkonan og frístundaleiðbeinandinn Jussanam Da Silva vinnur nú að því ásamt lögmanni sínum að sækja um ríkisborgararétt á Íslandi. Hún hefur enn ekki fengið svar frá dóms- og mannréttindaráðuneytinu um hvort hún fær hér atvinnuleyfi en ríkisborgararéttur myndi tryggja henni rétt til að starfa hér.

Fundi fjárlaganefndar frestað

Fresta þurfti fundi fjárlaganefndar sem halda átti klukkan tíu í morgun. Fundurinn mun fara fram klukkan hálfátta í kvöld. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, segir að nokkur praktísk atriði hafi staðið út af borðinu sem ljúka þurfi áður en vinna nefndarinnar hefjist. Hann segir að það liggi ljóst fyrir að ekki sé

Löggan skoðar vatnsfallbyssur

Háttsettur breskur lögregluforingi hefur ljáð máls á því að lögreglan skoði að nota vatnsfallbyssur til þess að hafa stjórn á fjöldamótmælum.

Þróaði gögn gegn foreldrum Madeleine

Breska lögreglan hjálpaði þeirri portúgölsku að „þróa" sönnunargögn gegn foreldrum Madeleine McCann, eftir því sem kemur fram í tölvupósti frá sendiherra Bandaríkjanna í Portúgal.

Aðeins einn bað um rökstuðning frá FME

Einn umsækjandi um starf sviðsstjóra rekstrarsviðs Fjármálaeftirlitsins óskaði eftir rökstuðningi fyrir því að Ingibjörg S. Stefánsdóttir var ráðin í stöðuna. Alls sóttu 63 um starfið.

Þurfum skýra sýn á háskólasamfélagið

Það liggur fyrir samkvæmt hagtölum að það verði að skera meira niður og hagræða í menntakerfinu. Það þarf að hafa skýra framtíðarsýn á það hvernig það er gert, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem er málshefjandi í utandagskrárumræðu í dag um framtíð háskólasamfélagsins.

Hveragerðisbær greiðir nemendum fyrir að hreinsa rusl

Hveragerðisbær hefur gert samning við nemendur í 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði um að nemendur taki að sér að hreinsa rusl í Hveragerðisbæ. Fyrir vinnu nemenda greiðir bæjarfélagið fasta upphæð mánaðarlega sem rennur óskipt í ferðasjóð nemendanna sem stefna á skemmtiferð á Úlfljótsvatn.

Starfsendurhæfing eykur sjálfstraust og dregur úr einangrun

Starfsendurhæfing dregur úr félagslegri einangrun, eykur sjálfstraust, hvetur fólk til náms og ætla má að með henni megi draga úr fátækt til lengri tíma litið. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun á áhrifum starfsendurhæfingar sem kynnt var í gær.

„Þetta mistókst, sem betur fer.“

„Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp,“ segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer.“

Ómengað ástarlíf í úteyjum

Fegnitíminn er hafinn af fullum krafti í úteyjum Vestmannaeyja, en þar ganga kindur úti í fimm eyjum. Hrútarnir eru hinsvegar aldir vel í Heimaey, eða fengnir af fasta landinu til að gagnast kindunum um þetta leiti.

Fulltrúar frá FBI aðstoða sænsku lögregluna

Fulltrúar frá bandarísku alríkislögreglunni FBI eru nú á leið til Stokkhólms í Svíþjóð en þeir munu aðstoða sænsku lögregluna í rannsókn hennar á tildrögum hryðjuverkaárásarinnar í Dronninggade um síðustu helgi.

Richard Holbrooke látinn

Hinn þekkti bandaríski diplómat Richard Holbrooke er látinn 69 ára að aldri. Hann lést í hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Washington í gær.

Rúða var brotin í kaffihúsi

Rúða var brotin í kaffihúsi á Skólavörðuholti í nótt, en líklega hefur komið styggð að þeim sem þar var að verki, því hann fór ekki inn á staðinn, en lét sig hverfa.

Mikil spenna ríkir á Ítalíu í dag

Mikil spenna ríkir á Ítalíu en í dag mun neðri deild ítalska þingsins greiða atkvæði um vantraust á Silvio Berlusconi forsætisráðherra landsins.

Þrjár bílveltur

Ökumaður slasaðist nokkuð en farþegi minna þegar bíll valt út af Suðurlandsvegi í grennd við Hvolsvöll síðdegis í gær.

Lögmaður sakaður um fjárdrátt

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært tæplega fimmtugan héraðsdómslögmann fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér tólf milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir