Fleiri fréttir

Jón Gnarr fundar um ísbjörn í dag

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, mun funda með stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan hálf tvö í dag samkvæmt upplýsingum frá ráðshúsinu.

Sonurinn lamaður fyrir neðan mitti - „Hrikalegt áfall“

Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti.

Lúðustofninn bágborinn - vilja banna beinar veiðar

Ástand lúðustofnsins hér við land er mjög bágborið og rannsóknir á stofninum ófullnægjandi. Þetta kemur fram í greinargerð sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið taka saman.

Ríkissaksóknari: „Mér finnst þetta forkastanlegt“

„Mér finnst þetta forkastanlegt,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, um kæru Hannesar Smárasonar á hendur honum og Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans.

25 þúsund mótmæla vegtollum

Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund.

Líkbrennsla algengari - þriðji hver Reykvíkingur brenndur

Líkbrennsla hefur færst í vöxt á síðustu árum og er svo komið að fimmti hver Íslendingur er brenndur eftir andlát. Þegar litið er til Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma einvörðungu er hlutfallið hins vegar enn hærra, en þriðji hver sem deyr á því svæði er brenndur.

Komið að skuldadögum hjá Reykjanesbæ

„Eytt hefur um efni fram og nú er komið að skuldadögum,“ segir í bókun sem fulltrúar Samfylkingar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær þar sem fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir árið 2011 var samþykkt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins en minnihlutinn sat hjá.

Telja fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða

Lögreglan á Akureyri telur nú fullvíst að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Eiðsvallagötu um helgina, þar sem fjögur ungmenni björguðust naumlega út, eftir að vegfarandi hafði vakið þau.

Eitt hleðslutæki í alla farsíma

Áður en langt um líður gætu allir farsímar notað eins hleðslutæki, að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph. Þar er fjallað um nýjan staðal sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur ákveðið að skuli vera ráðandi. Helstu farsímaframleiðendur samþykktu sumarið 2009 að stefna í þessa átt.

Hannes kærir leka tveggja saksóknara

Hannes Smárason hefur kært Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi. Lögmaður Hannesar lagði kæruna fram í nóvember, eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrotadeildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu.

Framleiðslubann á þúsund býlum

Framleiðslubann var sett á yfir þúsund þýsk sveitabýli á mánudag eftir að nokkurt magn eiturefnisins díoxíns fannst í dýrafóðri og í eggjum sem send voru í verslanir.

Á ekki von á stórum tíðindum

Þingflokkur Vinstri grænna hittist á fundi í dag í fyrsta sinn síðan miklar deilur blossuðu þar upp í lok árs. Fundurinn hefst klukkan tólf. Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður, kveðst ekki eiga von á að þar dragi til tíðinda. Fundurinn stendur þó fram á kvöld, en tekið verður um tveggja klukkustunda hlé um miðjan dag vegna jarðarfar

Hækka leikskólagjald námsmanns um 110%

Þórdís Rúriksdóttir, móðir tveggja ára stúlku í Hraunvallaleikskóla í Hafnarfirði, sér nú fram á að leikskólagjald fyrir dóttur hennar hækki úr 21 þúsund krónum í 44 þúsund á mánuði.

Læknar ekki fundið einkenni hjá fólki

„Við verðum að vita hvað er í gangi í dýrunum áður en við leggjum mat á mannfólkið,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um niðurstöður úr sýnatökum úr mjólk og fituvef dýra. Þær ákvarða hvort íbúar á Ísafirði og nágrenni verði skoðaðir sérstaklega með tilliti til díoxínmengunar. Hann er bjartsýnn á að þess gerist ekki þörf.

Krókódílar og snákar svamla um göturnar

Íbúum Rockhampton, 75 þúsund manna borgar í Queens­land-fylki í Ástralíu, hefur verið ráðlagt að halda sig frá vatnselgnum sem flæðir þar um götur. Yfirvöld óttast ekki aðeins að flóðin geti hrifsað fólkið með sér, heldur stafar einnig hætta af braki, snákum og jafnvel krókódílum sem leynst geta undir yfirborðinu.

Harður samningavetur fram undan

Komandi kjaraviðræður milli verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda gætu orðið með þeim harðari að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambanda Íslands (ASÍ) og Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA).

Sat saklaus í fangelsi í 30 ár

Karlmaður sem hefur setið í fangelsi í 30 ár vegna ráns sem hann var talinn hafa framið er saklaus af glæpnum. Maðurinn sem heitir Cornelius Dupree sat í fangelsi frá árinu 1979 þar til í júlí síðastliðinn. Hann hafði verið dæmdur fyrir vopnað rán.

Bílvelta við Barónsstíg

Bíll valt á hliðina við árekstur tveggja bíla á gatnamótum Hverfisgötu og Barónsstígs rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Tveir menn, úr sitthvorum bílnum, voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl en einn maður slapp ómeiddur. Nærliggjandi götum var lokað um stund eftir að áreksturinn varð.

Reyndi að leyna lyfjunum sem drógu MJ til dauða

Michael Jackson var látinn þegar að læknirinn hans hringdi eftir hjálp. Þetta kom fram í réttarhöldum sem haldin eru vegna andláts hans í dag. Fréttavefur breska slúðurblaðsins The Sun greinir frá réttarhöldunum í dag.

Björk og Ómar ætla að syngja dúett

Björk Guðmundsdóttir söngkona og Ómar Ragnarsson lífskúnstner og fyrrum fréttamaður ætla að syngja dúett saman í Norræna húsinu á fimmtudaginn. Þá hefst karokímaraþon, til stuðnings íslenskrar náttúru, sem mun standa allt fram á laugardag.

Brunaði á skíðum niður Park Avenue á Manhattan

Vetrarríkið í New York borg hefur fengið menn til að gera ótrúlegustu hluti. Nú fer eins og eldur í sinu um Netið myndband af náunga sem fékk vin sinn til þess að draga sig á skíðum niður Park Avenue á Manhattan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði náðu félagarnir fínum hraða í ágætu færi.

Rannsóknarnefnd stofnuð í Reykjavík

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að skipa nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar með sama hætti og gert var af rannsóknarnefnd Alþingis síðastliðið vor.

Dauðum fuglum rignir aftur í Bandaríkjunum

Yfir fimmhundruð dauðir svartþrestir fundust liggjandi á þjóðvegi í Lousiana í Bandaríkjunum í gær. Hræ þeirra náðu yfir um eins kílómetra kafla af veginum.

Játaðu, illi hrægammur

Hrægammur hefur verið handtekinn í Saudi-Arabíu grunaður um njósnir fyrir Ísrael. Gammurinn fannst úti í sveit í Saudi-Arabíu og það þýddi lítið fyrir hann að neita sekt.

Um 75 milljarðar tapast vegna fjársvika

Eftirlitsmaður hjá Ríkisskattstjóra gerir ráð fyrir að 75 milljarðar glatist árlega á Íslandi vegna fjársvika og misferlis innan fyrirtækja. Endurskoðendur komi aðeins upp um eitt af hverjum 20 misferlistilvikum.

SI og LÍÚ styðja ekki stofnun atvinnuvegaráðuneytis

Samtök iðnaðarins hafa kúvent í afstöðu sinni til stofnunnar atvinnuvegaráðuneytis og styðja nú ekki lengur að ráðuneytið verði til með sameiningu þriggja ráðuneyta. Bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja að ráðuneytið verði stofnað.

Fimmtugur karlmaður handtekinn eftir innbrot

Karlmaður um fimmtugt var handtekinn í miðborginni í gær eftir að hafa brotist þar inn í íbúð. Maðurinn hafði tekið nokkra hluti ófrjálsri hendi og borið þá í bíl sinn þegar lögreglan kom á vettvang.

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar

Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar frá Vestmannaeyjum núna klukkan sex, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra.

Andrés þó!

Alríkisdómari í Pennsylvaníu hefur úrskurðað að kona sem sakar Andrés Önd um að hafa káfað á brjóstunum á sér geti höfðað mál gegn illfyglinu þar í bæ.

Skotárás: Tveimur sleppt - hinir áfram í gæsluvarðhaldi

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 1. febrúar næstkomandi vegna skotárásar í Bústaðarhverfi á aðfangadag. Þeir hafa játað aðild sína að málinu. Lögreglan fór einnig fram á gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum, sem hafa játað aðild sína að málinu og setið í gæsluvarðhaldi frá 25. desember, en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst ekki á þá kröfu. Þeir eru nú lausir úr haldi lögreglu.

Réðst á bíl Karls krónprins

Breska lögreglan hefur birt myndir af fjórum manneskjum sem hún óskar eftir að hafa tal af vegna árásar á bíl Karls Bretaprins og Camillu eiginkonu hans í stúdentaóeirðunum í Lundúnum í byrjun desember.

Sjá næstu 50 fréttir