Fleiri fréttir

Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði

Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum.

„Ástandið hérna er hrikalegt“

Hilmar Júlíusson er staddur í vinnuferð í Kænugarði í Úkraínu, þar sem mikil átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglumanna. Hann var heppinn að lenda ekki degi fyrr í Úkraínu.

Fjölskylduhundur drap barn

Skelfilegur atburður átti sér stað í Wales þegar hundur af gerðinni Alaskan Malamute réðst á sex daga gamalt barn með þeim afleiðingum að barnið lést.

Þeir sem borða grindhval virðast líklegri til að fá Parkinson´s

Hugmyndir eru komnar fram um að óvenju háa tíðni Parkinson-veiki í Færeyjum megi rekja til neyslu Færeyinga á hvalkjöti. María Skallum Petersen, sem starfar á rannsóknastofu Landspítalans í Þórshöfn greindi frá þessu á ráðstefnu í Tromsö nýverið.

Sökuð um ósmekklega framgöngu

Spillingaeftirlitið í Taílandi gerir athugasemd við þátt forsætisráðherrans í niðurgreiðslum til hrísgrjónabænda.

Rússland og Eistland semja

Eistland var eina landið sem ekki hafði gert landamærasamning við Rússland þar til í dag.

Mikil átök í Bangkok

Lögreglan í Bangkok í Tælandi hefur ákveðið að láta til skarar skríða gegn mótmælendum sem krefjast þess að ríkisstjórnin fari frá.

Ellefu látnir í óveðri

Mikið óveður herjar á Japan og samgöngur í lamasessi. Ellefu eru látnir og þúsundir slasaðir.

Segist hafa myrt 22 manns

Miranda Barbour er ákærð ásamt eiginmanni sínum fyrir morð á 42 ára gömlum manni sem þau hittu á vefsíðunni Craigslist.

Flugrán í nótt

Farþegaþotu flugfélags Eþíópíu, Ethiopean Airlines, var rænt í morgun á leið frá Addis Abbaba til Rómar.

Obama varar forseta Úganda við

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Yoweri Museveni, forseta Úganda, við því að halda til streitu nýjum lögum er varða samkynhneigð. Lögin geti haft áhrif á samskipti landanna og yrði stórt skref aftur á bak fyrir íbúa Úganda.

Ferðamannarúta sprengd í Egyptalandi

Tveir suðurkóreskir ferðamenn ásamt egypskum ökumanni þeirra létust þegar ferðarúta var sprengd í vinsælum ferðamannabæ í Egyptalandi.

Saga Alvarenga stenst

Bandarísk rannsókn staðfestir ótrúlega sögu Jose Salvador Alverenga, skipbrotsmannsins sem hafði rekið um kyrrahafið í þrettán mánuði. Hann kom að landi á Marshall-eyjum í lok janúar en margir hafa efast um frásögn hans.

Leitað að farþegaflugvél í Nepal

Farþegaflugvél af gerðinni Twin Otter hvarf af ratsjám fyrr í dag. Leit að vélinni hefur ekki skilað árangri en slæmt veður er á svæðinu.

Breivik ætlar í hungurverkfall - Vill nýja tölvuleiki

"Aðrir fangar mega spila leiki fyrir fullorðna. En ég þarf að spila leiki eins og Raymond Revolution, sem er fyrir þriggja ára börn,“ segir Breivik í bréfi sem hann skrifaði fangelsismálayfirvöldum í Noregi.

Sjá næstu 50 fréttir