Fleiri fréttir

Tvöhundruð þúsund forða sér undan eldgosi

Tvöhundruð þúsund manns í þrjátíu og sex þorpum og bæjum á eyjunni Jövu í Indónesíu hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín eftir að gos hófst í eldfjallinu Kelud. Að minnsta kosti tveir eru látnir í hamförunum en askan úr fjallinu hefur dreifst yfir stórt svæði og þar á meðal yfir borgina Surabaya, sem er í 130 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum.

Mannfall í mótmælum í Venesúela

Allt er á suðupunkti í Venesúela og mikil mótmæli eru í landinu. Í gær er talið að þrír hafi látist og tugir særst.

Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér

Forsætisráðherra Ítalíu, Enrico Letta, segist ætla að segja af sér á morgun. Ungur flokksbróðir hans, Matteo Renzi, vill komast í stól forsætisráðherra.

Tíu ára drengur keyrði bílinn út í skurð

Norskur drengur bauð átján mánaða systur sinni í bíltúr í sjálfskiptum fjölskyldubíl um miðja nótt. Ökuferð systkinanna lauk í skurði en drengurinn, sem er tíu ára gamall, sagðist einfaldlega vera smávaxinn og hafa gleymt ökuskírteininu heima.

Sögulegur stormur í Bandaríkjunum

Einhver stærsti snjóstormur, sem sögur fara af, geisar nú um stóran hluta Bandaríkja Norður Ameríku og þokast nú versta veðrið í átt að stórborgunum á austurströndinni.

Bretar farnir að hóta Skotum

Samþykki Skotar að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust gætu þeir átt á hættu að missa pundið.

Línudans á milli tveggja loftbelgja

Þrír franskir ofurhugar létu gamlan draum rætast og gengu á reipi sem strengt var á milli tveggja loftbelgja í gríðarlegri hæð.

Tveir rútubílstjórar fórust í Noregi

Þrír fórust og tveir eru alvarlega slasaðir eftir harðan árekstur flutningabílls, með íslenskan ökumann við stýrið, og rútu í Sokna í Noregi. Tveir rútubílstjórar fórust en annar þeirra var farþegi rútunnar.

Haldið sem þrælum í Danmörku

Tveir karlar og ein kona frá Austur-Evrópu hafa verið ákærð í Danmörku fyrir að hafa haldið níu Rúmenum um sex ára skeið sem þrælum. Samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins voru Rúmenarnir neyddir til að búa í köldum bílskúr án almennilegrar snyrtingar á Norður-Sjálandi og látnir stunda ræstingastörf í allt að 20 klukkustundir á sólarhring.

Ekki var talið nauðsynlegt að salta veginn

Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Noregi var gríðarlega hálka á veginum þar sem þrír létust í bílslysi seint í gærkvöldi. Norska vegagerðin tók þá ákvörðun fyrr um kvöldið að salta ekki veginn.

30 prósent dauðsfalla af völdum krabbameins tengjast reykingum

Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í krabbameinslækningum á Landspítalanum, segir að hingað til hafi ekki verið sýnt að reykingar hafi áhrif á brjóstakrabbamein en reykingar hafi þó áhrif á fullt af öðrum krabbameinum.

Sjá næstu 50 fréttir