Fleiri fréttir

Mikil togstreita innan Evrópusambandsins

„Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.

Skógareldar eyðileggja tugi heimila

Skógareldar geisa enn á vesturströnd Bandaríkjanna og þurftu þúsundir Bandaríkjamanna að flýja heimili sín í gær vegna skógarelda norður af borginni San Francisco. Eldarnir höfðu í gær brennt rúma fjörutíu þúsund hektara af ræktarlandi, auk skóla, verslana og 81 heimilis til grunna. Fimm þúsund slökkviliðsmenn voru á svæðinu að reyna að ráða við aðstæður í gærdag.

Dýragarðurinn opnaður á ný

Dýragarðurinn í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, var opnaður í gær eftir að hafa verið lokaður frá því í júní. Mikil flóð stórskemmdu dýragarðinn fyrir þremur mánuðum og dýr bæði sluppu og drápust. Þá fórust einnig nítján Georgíumenn í flóðunum.

Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær

Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist.

Styðja sjálfstæði Katalóníu

Þúsundir komu saman til að sýna kröfunni um sjálfstæði sjálfsstjórnarhéraðsins Katalóníu stuðning í Barcelóna á Spáni í gær.

Aðstæður flóttafólks eru ómannúðlegar

Fjöldi sýrlenskra flóttamanna vill frekar snúa aftur til Sýrlands en búa við hrikalegar aðstæður í flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu. Efnavopnaárásum er beitt í Sýrlandi. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir flóttamenn þurfa að hafa náð botninum til að íhuga að snúa aftur

Handtaka ósamvinnuþýða flóttamenn

Flóttamenn sem sýna ungverskum yfirvöldum ekki fullan samstarfsvilja mega eiga von á því að verða handteknir frá og með næstu viku. Frá þessu greindi forsætisráðherra landsins, Viktor Orbán, í gær.

Telja lýðveldisherinn enn að störfum

Peter Robinson, forsætisráðherra Norður-Írlands, hefur sagt af sér eftir að frumvarp um að leysa upp þingið og boða til kosninga var felld í kosningu á þinginu í gær. Þá er búist við því að fleiri ráðherrar muni segja af sér á næstunni.

Bandaríkin taki við 10 þúsund flóttamönnum

Talsmaður Hvíta hússins greindi frá því í gær að Obama Bandaríkjaforseti hafi áhuga á því að Bandaríkin taki á móti að lágmarki 10 þúsund sýrlenskum flóttamönnum á næsta fjárlagaári sem hefst 1. október.

Sjá næstu 50 fréttir